Morgunblaðið - 23.05.2012, Side 31

Morgunblaðið - 23.05.2012, Side 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2012 Jón Ingi Sigurmundsson opnaði málverkasýningu í Gallerí Gónhól á Eyrarbakka sl. fimmtudag. Sýn- ingin var liður í bæjar- og menning- arhátíðinni Vor í Árborg og stend- ur fram í júní. Hún verður opin um hvítasunnuhelgina og næstu helg- ar. Gallerí Gónhóll er jafnframt veitingahús. Jón Ingi í Gónhól Sýning Eitt verka Jóns Inga. Söngvaskáldið Skúli Þórðarson, sem þekktur er sem Skúli mennski, heldur tónleika í Merki- gili á Eyr- arbakka á sunnudag kl. 16. Tónlist hans á rætur í amer- ískri blús- og þjóðlagahefð en áhrifin koma víða að. Skúli hefur flutt sína eigin tón- list í rúman áratug og gefið út fjórar plötur, þar af tvær á síðustu tveimur árum; Búgí! og Skúli mennski & hljómsveitin Grjót. Á þeim flytur hann lögin með hljóm- sveit, en flytur nú einn lög sín um ástina og lífið. Aðgangur er ókeypis en tekið á móti frjálsum framlögum. Tónleikar í Merkigili eru styrktir af Menningarráði Suðurlands. Skúli mennski í Merkigili Skúli mennski The Lucky One Ungur, bandarískur hermaður í Írak finnur ljósmynd af ungri konu á víðavangi en myndin bjargar lífi hans, ef ekki hefði verið fyrir hana hefði sprengja orðið honum að bana. Þegar heim er komið, þ.e. til Bandaríkjanna, ákveður hann að hafa uppi á konunni, telur sig eiga henni líf að launa. Myndin er byggð á skáldsögu Nicholas Sparks sem kom út fyrir fjórum árum. Leikstjóri mynd- arinnar er Scott Hicks og í aðal- hlutverkum Blythe Danner, Taylor Schilling og Zac Efron. Rotten Tomatoes: 20% Men in Black III Leyniþjónustumennirnir J og K snúa aftur í þriðju myndinni um hina svartklæddu geimveru- veiðimenn. Að þessu sinni þarf J (Will Smith) að fara aftur í tíma til að bjarga félaga sínum K (Tommy Lee Jones) frá því að verða tortímt af geimveru. Förinni er heitið aftur til ársins 1969 og K því ungur og sprækur en alltaf jafnalvörugefinn, leikinn af Josh Brolin. Þurfa J og K jafnframt að koma í veg fyrir tor- tímingu jarðar og útrýmingu mann- kyns. Leikstjóri myndarinnar er Barry Sonnenfeld. Rotten Tomatoes: 63% Ástarsaga Zac Efron og Taylor Schilling í kvikmyndinni The Lucky One. Ástarsaga og tímaflakk Bíófrumsýningar Svarið við spurningu dagsins NÝ HEIMASÍÐA Suðurlandsbraut 10, 108 Rvk - Sími 533 1300 - fylgifiskar@fylgifiskar.is - fylgifiskar.is Kíktu við og sjáðu rétti dagsins, finndu þér uppskrift eða veltu fyrir þér veislunni sem þú ætlar að halda í sumar 568 8000 | borgarleikhus.is Rómeó og Júlía – síðustu sýningar Svar við bréfi Helgu (Nýja sviðið) Mið 23/5 kl. 20:00 11.k Fim 31/5 kl. 20:00 16.k Mið 6/6 kl. 20:00 19.k Fim 24/5 kl. 20:00 12.k Fös 1/6 kl. 20:00 aukas Fös 8/6 kl. 20:00 aukas Fös 25/5 kl. 20:00 13.k Lau 2/6 kl. 20:00 17.k Lau 9/6 kl. 20:00 20.k Þri 29/5 kl. 20:00 14.k Sun 3/6 kl. 20:00 18.k Sun 10/6 kl. 20:00 lokas Mið 30/5 kl. 20:00 15.k Þri 5/6 kl. 20:00 aukas Byggt á metsölubók Bergsveins Birgissonar. Hrífandi saga um þrá og eftirsjá Rómeó og Júlía (Stóra svið ) Sun 3/6 kl. 20:00 Fös 8/6 kl. 20:00 lokas Ógleymanleg uppfærsla Vesturports. Síðustu sýningar! Tengdó (Litla sviðið) Fös 25/5 kl. 20:00 Sun 3/6 kl. 20:00 Fös 8/6 kl. 20:00 lokas Sönn saga. Í samstarfi við CommonNonsense. Síðustu sýningar! Bastards - fjölskyldusaga (Stóra sviðið) Fim 31/5 kl. 20:00 fors Fös 1/6 kl. 20:00 Lau 2/6 kl. 20:00 Í samstarfi við Vesturport ofl. Aðeins þessar sýningar á Listahátíð Beðið eftir Godot (Litla sviðið) Mið 23/5 kl. 20:00 6.k Fös 1/6 kl. 20:00 Lau 9/6 kl. 20:00 lokas Fim 24/5 kl. 20:00 7.k Lau 2/6 kl. 20:00 Tímamótaverk í flutningi pörupilta Les Misérables - Vesalingarnir (Stóra sviðið) Fim 24/5 kl. 19:30 Fös 8/6 kl. 19:30 Fim 21/6 kl. 19:30 Fös 25/5 kl. 19:30 Lau 9/6 kl. 19:30 Fös 22/6 kl. 19:30 Lau 26/5 kl. 15:00 Sun 10/6 kl. 19:30 Lau 23/6 kl. 19:30 Síð. sýn. Fös 1/6 kl. 19:30 Fös 15/6 kl. 19:30 Lau 2/6 kl. 19:30 Lau 16/6 kl. 19:30 Fimm stjörnu stórsýning! Síðasta sýning 23. júní. Dagleiðin langa (Kassinn) Sun 3/6 kl. 19:30 Mið 6/6 kl. 19:30 Fim 7/6 kl. 19:30 Eitt magnaðasta fjölskyldudrama 20. aldarinnar. Síðustu sýningar. Afmælisveislan (Kassinn) Mið 23/5 kl. 19:30 11.sýn Lau 26/5 kl. 19:30 14.sýn Fös 1/6 kl. 19:30 Fim 24/5 kl. 19:30 12.sýn Mið 30/5 kl. 19:30 15.sýn Lau 2/6 kl. 19:30 Fös 25/5 kl. 19:30 13.sýn Fim 31/5 kl. 19:30 16.sýn Eitt vinsælasta verk Pinters. Ósóttar pantanir seldar daglega. Gamli maðurinn og hafið (Kúlan) Lau 26/5 kl. 17:00 Frums. Lau 9/6 kl. 19:30 Fim 14/6 kl. 19:30 Fös 8/6 kl. 19:30 Sun 10/6 kl. 19:30 Fös 15/6 kl. 19:30 Brúðusýning fyrir fullorðna eftir Bernd Ogrodnik. Listahátíð 2012 Pétur Gautur (Stóra sviðið) Mið 30/5 kl. 19:30 Gestasýning frá Sviss í leikstjórn Þorleifs Arnarssonar. Listahátíð 2012 Glymskrattinn (Þjóðleikhúskjallarinn) Mið 23/5 kl. 20:00 Frumsýn. Fös 1/6 kl. 22:30 Sun 3/6 kl. 16:00 Fös 25/5 kl. 22:30 Lau 2/6 kl. 22:30 Danssýning eftir Melkorku Sigríði og Sigríði Soffíu Níelsdóttur. Listahátíð TRYGGÐU ÞÉR SÆTI Um helgina lýkur bókauppboði á upp- bod.is. Á uppboðinu, sem haldið er af Bókinni og Gallerí Fold, eru rúmlega 100 bækur, þar á meðal nokkur af verkum Halldórs Laxness auk úrvals listaverkabóka. Meðal bóka eru út- gáfur af Boðsritum Bessastaðaskóla, þar með talið rit Björns Gunnlaugs- sonar út komið 1828 um hvernig reikna megi gang tunglsins, „Kóngs- bréf“ prentað í Viðey 1820 sem kom sem viðbót við tilskipanasafn prentað á Leirárgörðum, dagatal með veð- urspá prentað af Jóni Borgfirðingi og frumútgáfa Starkaðar eftir Sigurð Breiðfjörð sem kom út 1877 en með- innbundin er bókin Bragi ýmis ljóð- mæli sem kom út á Akureyri 1876. Nokkrir prentgripir frá Hrappsey og Hólum í Hjaltadal eru og á upp- boðinu, til að mynda Salt- araútgáfa, sam- ansöfnuð af sr. Gunnlaugi Snorrasyni, prentuð á Hólum, og Pass- íusálmaútgáfa Hallgríms Pét- urssonar, prentuð að Hólum í Hjaltadal 1771. Einnig eru Lögþingisbækur á upp- boðinu, prentaðar í Hrappsey 1773 og 1774, og Orðabók Björns Halldórs- sonar frá Sauðlauksdal, sem Rasmus Rask ásamt fleirum stóð að og út kom 1814 svo dæmi séu tekin. Uppboðinu lýkur 27. maí. Bókauppboði lýkur Lögþingisbók prentuð í Hrappsey árið 1774. Í sambandi við tónleika Arcadis Volodos þar sem fullyrt var að tón- leikaskráin hefði ekki frætt hlust- endur um verkin, þykir undirrit- uðum skylt að taka fram að svo hafi ekki verið. Fullyrðingin byggðist á almennri viðburðaskrá Listahátíðar. Eftir á frétti undirritaður hinsvegar að sér- stök tónleikaskrá hafi einnig verið í boði (að vísu með líkri kápu) er geymdi ítarlega umfjöllun Arndísar Bjarkar Ásgeirsdóttur um jafnt flytjandann sem tónverkin. Biðst undirr. velvirðingar á þess- um mistökum. Leiðrétting um tónleika- skrá Listahátíðar 20.5. Ríkarður Ö. Pálsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.