Morgunblaðið - 23.05.2012, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 23.05.2012, Blaðsíða 36
MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 144. DAGUR ÁRSINS 2012 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Mistök að tjá sig um ástamálin 2. „Ég játa, eins og stendur þarna“ 3. Óreglumaðurinn sem játaði morð 4. Vill hóta eigendum snjóhengju »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Hljómsveitin The Wicked Strangers leggur upp í tónleikaferð um Banda- ríkin um helgina og heldur fjármögn- unartónleika á Gamla gauknum í kvöld kl. 22 með hljómsveitunum Retrobot og Caterpillarmen. Morgunblaðið/Sigurgeir S. The Wicked Strang- ers vestur um haf  Sýningin „Sjálf- stætt fólk“ stend- ur nú yfir í Lista- safni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu, og víðar, en sýningin er hluti af Listahátíð í Reykjavík. Í dag kl. 14 verður lista- mannaspjall með Steinu í safninu, en hún er sérstakur gestur raflistahátíð- arinnar Raflost 2012 sem unnin er í samstarfi við „Sjálfstætt fólk“. Raflost og Steina í Hafnarhúsinu  Píanóleikarinn Liwen Huang heldur tónleika í Norræna húsinu annað kvöld kl. 20. Hún hefur búið hér á landi undanfarið ár, en stundaði áður nám og kenndi við Listaháskólann í Stavanger. Þetta verða fyrstu tónleikar hennar hér. Á efnis- skránni eru verk eftir Peixun Chen, Saint Saens, Jianz- hong Wang og Debussy. Píanótónleikar í Norræna húsinu Á fimmtudag Suðvestlæg átt, 8-15 m/s með rigningu, en þurrt að mestu norðaustantil. Dregur úr úrkomu síðdegis. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast norðaustantil. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðaustlæg átt, 2-12 m/s. Skýjað og dálítil rigning með köflum sunnan- og vestanlands, en léttir til fyrir norð- an síðdegis. Hlýnandi og allt að 20 stiga hiti norðaustanlands. VEÐUR Stærðfræðikennarinn Atli Guðnason úr FH var besti leikmaður 4. umferðar Pepsi-deildarinnar í fót- bolta að mati Morgunblaðs- ins. Atli kveðst ánægðari með gengi FH-liðsins en eigin frammistöðu og segir að Kaplakrikinn sé sitt ann- að heimili. Hafnfirðingarnir mæta Íslandsmeisturum KR í sannkölluðum stór- leik í kvöld. »2-3 Stærðfræðikenn- arinn bestur Keppnistímabilið í golfinu hér á landi hefst á föstudaginn þegar fyrsta mótið í Eimskipsmótaröðinni fer í gang á Hólmsvelli í Leiru. Fremsti kylf- ingur landsins, Birgir Leifur Haf- þórsson, hefur skráð sig til keppni en þar sem hann er með keppn- isrétt á Áskor- endamóta- röð Evrópu er ólíklegt að hann geti tekið þátt í mörgum mótum hér- lendis í sumar. »2 Birgir Leifur með á fyrsta mótinu Fjalar Úlfarsson er nýr landsliðs- þjálfari í alpagreinum á skíðum. Hann segir að spennandi starf sé fyrir höndum með ungan hóp og mikil áhersla sé lögð á að skapa góða umgjörð fyrir landsliðs- fólkið. Mikið sé af ungum og efni- legum krökkum og því hafi að þessu sinni verið ráðinn þjálfari sem hafi aðsetur á Íslandi. »4 Spennandi starf með ungu skíðafólki ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Kynjunum er stundum misskipt milli ætta. Svo er það hjá Maríu Guðnadóttur og manni hennar, Ólafi Sigurðssyni. Elsti sonur þeirra, Sig- urður Rúnar, eignaðist stúlku 1. apr- íl síðastliðinn. Er hún fyrsta barna- barn Maríu og Ólafs og jafnframt fyrsta stúlkan sem fæðist í ættum þeirra beggja í um fimmtíu ár. „Ég á tvö systkini og við eigum samtals níu stráka á aldrinum þrett- án til 28 ára. Ég á fjóra, Elínborg systir mín tvo og bróðir minn þrjá,“ segir María. „Stelpan er sú fyrsta í minni ætt í 49 ár. Hún er jafnframt fyrsta stelpan í ætt eiginmanns míns í 51 ár en hann á tvö systkini og sam- tals eiga þau átta stráka. Hún nær líka að vera fyrsta barnabarnið báð- um megin,“ segir María sem er að vonum himinlifandi með litlu stúlk- una. Hún slapp þó rétt í heiminn til að eiga hinn alþjóðlega gabbdag fyr- ir sig því daginn eftir kom næsta barnabarn í heiminn, það fyrsta hjá bróður Maríu, Valentínusi Guðna- syni, og var það strákur. „Hún kom í heiminn 1. apríl og ég hélt fyrst að það væri verið að gabba mig þegar ég fékk fréttirnar. Ég var heima hjá foreldrum mínum í Stykkishólmi þegar sonur minn hringdi og tilkynnti að stúlka væri fædd. Ég hélt að hann væri að grínast í mér því einhvern veginn bjóst ég við strák,“ segir María. Á eftir að stjórna Lengi hefur hallað á kvenkynið í ættinni að sögn Maríu. „Langamma okkar í móðurætt átti bara stráka, sjö talsins. Pabbi og syst- kini hans eru níu talsins og þar eru líka karlarnir í meiri- hluta.“ María starfar sem íþróttakennari í Lindaskóla en hún er alin upp í Stykkishólmi þar sem foreldrar hennar, Elsa Valentínusardóttir og Guðni Friðriksson, búa enn. Hún segir foreldra sína hafa verið orðna langeygða eftir kvenkyns barna- barni. „Sérstaklega mamma, hana langaði svo að kaupa kjól og loksins fékk hún að kaupa kjól á fyrsta lang- ömmubarnið. Mig langaði líka í eina stelpu í strákahópinn en það skipti engu máli þegar mér fæddust heil- brigðir drengir,“ segir María. Litla stúlkan fær nafn í júní og segir María henni eiga eftir að vegna vel í strákahópnum. „Hún á eftir að stjórna öllu, þeir eru þegar farnir að snúast í kringum hana eins og prins- essu.“ Eina stelpan í strákahópnum  Fyrsta stelpan í ættinni í 50 ár fæddist 1. apríl Morgunblaðið/Kristinn Prinsessa í strákahópinn María M. Guðnadóttir með barnabarnið. F.v. Pétur Andri, Haukur Már, Davíð Arnar og Sigurður Rúnar, faðir litla barnsins, og loks Ólafur Sigurðsson, maður Maríu og faðir strákanna. Almennt fæðast fleiri strákar en stelpur í heiminum. Ekki er vitað hvers vegna það er en á Vísindavefnum segir að margar tilgátur hafi verið settar fram. Meðal annars hefur því verið haldið fram að karlkyns sæðisfrumur séu fljótari en kvenkyns frum- urnar og séu því líklegri til að ná fyrst takmarki sínu að egginu. Samkvæmt vef Hagstofunnar fæddust 1.060 börn á Íslandi eftir 1. ársfjórðung 2012. Af þeim voru 580 strákar og 490 stelpur. Í lok 1. ársfjórðungs 2012 bjuggu 320.060 manns á Íslandi, 160.610 karlar og 159.450 konur. Alþjóðlegt kynjahlutfall 2012 er 1,01 karlmaður á hverja 1 konu. Konur lifa lengur en karlmenn, þær ná að meðaltali 69 ára aldri en karlmenn 65 ára aldri. 1.160 fleiri karlar á Íslandi KYNJAHLUTFÖLL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.