Morgunblaðið - 01.06.2012, Qupperneq 1
F Ö S T U D A G U R 1. J Ú N Í 2 0 1 2
Stofnað 1913 126. tölublað 100. árgangur
TÍSKA OG FÖRÐUN
FRÆNKUR Á ÞJÓÐLEGUM NÓTUM, LITIRNIR LÍFGA UPP Á ÚTLITIÐ,
SÓLGLERAUGUN Í SUMAR, FALLEG AÐ INNAN SEM UTAN
Hið árlega Heilsuhlaup Krabbameinsfélagsins fór fram í blíð-
skaparveðri í höfuðborginni í gær. Hlauparar gátu valið um 3
km skokk eða göngu frá Skógarhlíð að Öskjuhlíð og til baka
eða hið krefjandi 10 km hlaup suður fyrir Reykjavíkur-
flugvöll og til baka. Að venju var margt um manninn, 185
hlauparar spreyttu sig á stóra hringnum og náðu langflestir
þeirra, eða 171, að klára en 117 hlauparar tóku þátt í styttri
hringnum. Tíminn var mældur hjá öllum þátttakendum og
voru úrslit birt eftir aldursflokkum. Í 10 km hlaupinu komu
þau Kári Steinn Karlsson og Eva Margrét Einarsdóttir fyrst í
mark en Ólafur Örn Guðmundsson og Eva Dögg Sæmunds-
dóttir áttu besta tímann í 3 km hlaupinu.
Um 300 hlauparar kófsvitnuðu í Heilsuhlaupinu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Flugferðum
frá Íslandi fjölg-
ar um tæplega
átta prósent
fyrstu vikuna í
júní miðað við
sama tíma í fyrra
samkvæmt tölum
Isavia. Alls verða
249 ferðir farnar
frá Keflavík.
Sautján flug-
félög fljúga til og frá landinu í sum-
ar og hefur verðstríð geisað á milli
lágfargjaldafélaganna Iceland Ex-
press og Wow-air undanfarið. Hafa
bæði félög boðið ferðir til London
og Kaupmannahafnar á allt niður í
tíu þúsund krónur aðra leiðina. »16
Flugfélögin heyja
verðstríð í sumar
Önnur vélin í flug-
flota Wow-air.
Verði stjórnarfrumvarp um at-
vinnutengda starfsendurhæfingu
og starfsendurhæfingarsjóði lög-
fest á yfirstandandi þingi verður
stigið stórt skref í þágu þeirra sem
eru á vinnufærum aldri en geta
ekki stundað vinnu sökum heilsu-
brests. Gagnrýnisraddir heyrast
innan heilbrigðiskerfisins þar sem
sérfræðingar og sérhæfðir starfs-
menn hafa áhyggjur af því að með
stóraukinni áherslu á atvinnu-
tengda starfsendurhæfingu verði
læknisfræðilegri endurhæfingu
þeirra sem veikastir eru ekki sinnt
sem skyldi. »26
Þeir veikustu kynnu
að lenda útundan
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Um 17.600 ársverk töpuðust milli ár-
anna 2008 og 2010 og hafa um 3.600
störf orðið til frá kreppuárinu 2010.
Þetta kemur fram í greiningu Ing-
unnar Þorsteinsdóttur, hagfræðings
hjá Alþýðusambandi Íslands, en til
samanburðar hefur Steingrímur J.
Sigfússon, formaður VG, fullyrt að
5.000 störf hafi orðið til síðan 2010.
Ingunn áætlar að um 5.000 manns
hafi komið inn á vinnumarkaðinn
milli fyrstu ársfjórðunga 2010 og
2012. Fjölgun starfa haldi því ekki í
við nýliðun á markaði.
Yfirvinna eykur vinnumagnið
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ,
segir að við útreikninga ASÍ og
Seðlabanka Íslands sé reiknaður
áætlaður fjöldi starfa sem nemi auk-
inni yfirvinnu. „Það er því ekki þann-
ig að 3.600 einstaklingar hafi fengið
vinnu heldur að vinnumagnið hafi
aukist, m.a. með aukinni yfirvinnu.“
Spurður út í 5.000 nýju störfin sem
Steingrímur nefndi segir Gylfi að
ASÍ „finni þeim ekki stað í mæling-
um Hagstofunnar“. „Aukningin sem
Ingunn bendir á er innan skekkju-
marka og þetta er því mjög veik vís-
bending um fjölgun starfa og getur í
sjálfu sér verið úrtakssveifla.“
Vilmundur Jósefsson, formaður
SA, ber einnig brigður á tölur Stein-
gríms. Hann óttast áhrif fiskveiði-
frumvarpanna á vinnumarkaðinn.
MStörf halda ekki í við nýliðun »21
17.600 ársverk
hurfu í hruninu
ASÍ telur 3.600 störf hafa orðið til síðan 2010 Formaður
VG telur störfin 5.000 ASÍ og SA efast um þá útreikninga
Útivinna Dyttað að þakrennu á
Skólavörðuholti í Reykjavík.
Morgunblaðið/Golli
Daði Már Kristófersson, dósent við
HÍ, telur að þrátt fyrir breytingar sé
veiðigjaldið enn mjög hátt og engar
efnislegar breytingar gerðar á frum-
varpi um fiskveiðistjórnun. Því
standi gagnrýni sem fram kom í sér-
fræðiáliti hans óhögguð.
Frumvarp um veiðigjöld á útveg-
inn er komið á dagskrá þingfundar
og er búist við að umræður hefjist í
dag. Þingflokkur sjálfstæðismanna
hefur óskað eftir tvöföldum ræðu-
tíma, eins og hann á rétt á. Því verð-
ur ræðutími þingmanna að hámarki
fjörutíu mínútur í stað tuttugu og
styttri ræðurnar geta orðið tíu mín-
útur í stað fimm. Nýti þingmenn
ræðutíma sinn til fulls munu umræð-
ur taka langan tíma. Þó verður gert
hlé um sjómannadagshelgina. »2, 4
Morgunblaðið/Kristinn
Alþingi Atvinnuveganefnd fundar.
Gagnrýni
óhögguð
Veiðigjaldafrum-
varp á dagskrá í dag
4.400
fækkun í röðum vinnuaflans milli
janúar 2010 og janúar 2012.
3.600
ný störf urðu til milli janúar 2010
og 2012 samkvæmt áætlun ASÍ.
11.452
voru atvinnulausir í janúar á þessu
ári samkvæmt Vinnumálastofnun.
‹ FÆRRI AÐ VINNA ›
»