Morgunblaðið - 01.06.2012, Side 4

Morgunblaðið - 01.06.2012, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2012 Tjaldurinn sem var á forsíðu Morgunblaðsins 14. maí síðastliðinn, þar sem hann lá á þremur eggjum sínum í vorhretinu, er nú kominn með einn unga sem bíður óþreyju- fullur eftir að systkinin tvö brjóti af sér skurnina. Á meðan eyðir hann tíma sínum í að skoða umhverfið, ávallt þó í seilingarfjarlægð frá því foreldrinu sem liggur á hverju sinni. Ólíkt því sem gerist hjá flestum öðrum tegundum vaðfugla eru ný- fæddir ungarnir mataðir af foreldr- unum í 7-10 daga. Er talið að sér- stæð fæða tjaldsins ráði hér mestu um. Við sjávarsíðuna lifir hann mik- ið á sandmaðki og öðrum bursta- ormum, krabbadýrum og ýmsum skeldýrum, einkum þó kræklingi og hjartarskel. Inn til landsins eru hins- vegar ánamaðkar og skordýr þýð- ingarmesta fæðan. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Beðið eftir systkinunum Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Tilkynnt hefur verið að öllu starfs- fólki líftæknifyrirtækisins Roche NimbleGen Iceland verði sagt upp störfum í lok árs, en móðurfyrirtæki þess, Roche Applied Science, hefur ákveðið að gera skipulagsbreytingar sem fela í sér stefnubreytingu í vöruþróun og markaðsmálum. 68 starfsmenn eru hjá fyrirtækinu og sjá þeir fram á að missa vinnuna í kringum áramót. Liður í breyttum áherslum Sigríður Valgeirsdóttir, fram- kvæmdastjóri Roche NimbleGen, segir þessa ákvörðun samsteypunn- ar í Þýskalandi hluta af viðamiklum skipulagsbreytingum. Sambæri- legar breytingar verða á starfsemi Roche Applied Science í fleiri lönd- um en á Íslandi. Samdráttur hafi orðið í sölu hjá samsteypunni og breytingarnar nú séu liður í breytt- um áherslum hjá fyrirtækinu. Sigríður segir hugsanlegt að ein- hverjir starfsmenn muni fá starf hjá Roche-samsteypunni erlendis. Fyr- irtækið leggi mikið upp úr því að veita starfsfólki sínu aðstoð varðandi næstu skref svo sem ráðgjöf við at- vinnuumsóknir. Roche NimbleGen hóf starfsemi á Íslandi árið 2002. Fyrirtækið sér- hæfir sig í smíði svokallaðra DNA- örflagna sem notaðar eru við ýmis- konar sameindalíffræðilegar rann- sóknir á erfðaefninu. Vörur fyrirtækisins eru seldar gegnum Roche til viðskiptavina um allan heim. Sigríður segir að þessi ákvörðun Roche hafi verið óvænt en starfsfólk hafi tekið fréttunum af æðruleysi. Þetta sé sterkur hópur sem búi yfir mikilli þekkingu á örflögutækni og hátækniiðnaði. Starfsmenn hafi margra ára reynslu af því að starfa í alþjóðlegu umhverfi á sviði þar sem vöru- og tækniþróun er gífurlega hörð. egol@mbl.is Starfsfólki Roche NimbleGen Ice- land sagt upp  68 manns missa vinnuna um áramót  Sérhæfir sig í smíði DNA-örflagna Morgunblaðið/Ómar Hátækni Hjá líftæknifyrirtækinu Roche NimbleGen starfa 68 manns. Hestamönnum gefst kostur á að hleypa á Landsmóti hestamanna sem fram fer í Reykjavík í lok mán- aðarins. Stjórn Landsmóts ehf. mun setja 300 metra stökk inn á dagskrá mótsins, sem sýningargrein, ef næg þátttaka fæst. Kappreiðar voru veigamikill þáttur í hestamannamótum fyrr á árum, m.a. á landsmótum til ársins 2000. Keppt var í stökki og brokki og kerruakstur var kominn á dag- skrá. Síðustu árin hefur aðeins ver- ið keppt í skeiði. Haraldur Þórar- insson, formaður Landssambands hestamannafélaga, segir að margir hafi gaman af því að hleypa á stökk, ekki síst ungir knapar. Vonandi verði þetta til að efla áhuga á hesta- mennsku. helgi@mbl.is Alvörukappreiðar á dagskrá landsmóts Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Verulegar breytingar verða á smá- bátakerfinu samkvæmt tillögu, sem nú er unnið með í atvinnu- veganefnd Alþingis samfara vinnu við frumvarp um stjórn fiskveiða. Ganga þær þvert á það fyrirkomu- lag sem verið hefur síðustu ár. Meðal annars mun vera rætt um að heimilt verði að selja og leigja aflamark, sem er til eins árs, úr kerfi minni bátanna, krókaafla- markskerfinu, yfir í stóra afla- markskerfið. Til þessa hefur að- eins verið heimilt að færa afla úr stóra kerfinu í litla kerfið, en ekki í báðar áttir og hefur það bæði gilt um aflamarkið og aflahlut- deildina, sem er varanlegt afla- mark. Þá mun vera rætt um að heimilt verði að stækka báta í smábáta- kerfinu umfram þau 15 brúttótonn sem nú er miðað við. Eftir slíka stækkun geti útgerðarmenn valið að fara yfir í stóra kerfið. Loks má nefna að í tillögunum er gert ráð fyrir að aflaheimildir krók- aflamarksbáta, smábáta, sem yrðu fluttar í stóra kerfið myndu skerð- ast um 10%. Gengið nærri smábátaútgerð Eldveggur hefur til þessa komið í veg fyrir að aflamark færi úr litla kerfinu í stóra kerfið og var þetta fyrirkomulag haft til að tryggja stöðu smábátaútgerðar. Einn við- mælandi blaðsins í röðum smá- bátasjómanna sagðist hafa veru- legar áhyggjur af hugmyndum um flæði í báðar áttir og sagðist telja að með því væri gengið nærri smá- bátaútgerð, sem væri umhverfis- væn og í anda þess sem stjórnvöld hefðu talað fyrir. Vitnaði hann einnig til reynsl- unnar frá árinu 1991 þegar kvóti var settur á smábátana og ekki var ákvæði um aðskilnað á milli kerf- anna. „Stærri útgerðir keyptu minni bátana, sem hurfu eins og dögg fyrir sólu og kvótinn safn- aðist á stærri skipin,“ sagði hann. Rótað í kerfi krókabáta  Rætt um að leyfa sölu á aflamarki úr smábátakerfinu yfir í stóra kerfið  Heimilt verði að stækka báta í smábátakerfinu umfram 15 brúttótonn Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Pourquoi-Pas?-slysið hafði mikil áhrif á ís- lensku þjóðina. Charcot varð eitt helsta samein- ingartákn þjóðanna. Tengslin eru tilfinningaleg og þess vegna kunna Frakkar vel að meta það þegar minningu hans er sýnd virðing,“ segir Jörundur Svavarsson, prófessor í sjávarlíffræði við HÍ. Hann var sæmdur franskri orðu fyrir þátt sinn í að koma upp sýningu í Fræðasetrinu í Sandgerði um ævi Charcots og störf. Nýjasta hafrannsóknaskip Frakka kom til Reykjavíkur í gær. Það ber heiti skipa Char- cots, Pourquoi-Pas?, og er fimmta skipið með því nafni. Er þetta í fyrsta skipti sem það kem- ur til Íslands en Charcot, sem var heims- þekktur landkönnuður og vísindamaður, kom oft á skipum sínum til Íslands og Grænlands og átti marga vini hér á landi. Hann fórst með skipinu og áhöfn þegar Pourquoi-Pas? strand- aði í ofviðri við Mýrar í september 1936, nema hvað einn maður bjargaðist á land. Pourquoi-Pas? var við rannsóknarstörf á norðurslóðum en það er flaggskip franska rann- sóknarskipaflotans og er gert út af hafrann- óknastofnun Frakklands og franska sjóhern- um. Í tilefni af komu skipsins til Reykjavíkur var athöfn í brú skipsins þar sem franski sendiherr- ann sæmdi Jörund orðunni sem veitt er fyrir af- rek á sviði fræða og vísinda. Var í áhöfn skipsins 1935 Við athöfnina færði Anna-Marie Vallin- Charcot, barnabarn Charcots leiðangursstjóra, Charcot-sýningunni í Sandgerði jakka sem há- seti Pourquoi-Pas? hafði klæðst í ferð með Charcot til Íslands og Grænlands. Jakkinn verður settur upp á sýningunni Heimskautin heilla og verður einn af dýrgripum hennar, að sögn Jörundar. Thibault de Rugy gegndi her- skyldu í franska sjóhernum þegar hann sá Pourquoi-Pas? í höfn og bað um að fá að fara í leiðangur með skipinu sem hluta af herskyldu sinni. Fór hann með Charcot sumarið 1935 til Grænlands og Íslands. Skipið fórst árið eftir. De Rugy afhenti vini sínum jakkann áður en hann dó og bað um að hann færi aftur til Ís- lands, til að heiðra minningu Charcots og áhafnarinnar. Rétta stundin var komin þegar rannsóknarskip með þessu sögufræga nafni hafði viðdvöl í Reykjavík. Charcot-sýningin hefur verið opin í Sand- gerði í fimm ár. „Einhvern veginn varð mér ljóst að hvergi á Íslandi gæti maður fengið upp- lýsingar á einföldu formi um þennan merka mann, hver hann var og af hverju slysið hafði svona djúp áhrif á Íslendinga,“ segir Jörundur um tildrög þess að sýningunni var komið upp. Jakki háseta af Pourquoi-Pas? sýndur  Flaggskip frönsku hafrannsóknastofnunarinnar í fyrsta skipti á Íslandi  Ber nafn skipa Jean- Baptistes Charcots landkönnuðar sem fórst hér við land  Jörundur Svavarsson prófessor heiðraður Morgunblaðið/Árni Sæberg Heiðraður Jörundur Svavarsson, lengst t.v., Anna-Marie Charcot, og Moimeaux skipstjóri skoða jakkann ásamt Bouteiller sendiherra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.