Morgunblaðið - 01.06.2012, Page 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2012
María Ólafsdóttir
maria@mbl.is
Í
bókinni Á ferð og flugi
með ömmu segir af ömmu
og Frey sem ferðast saman
milli fjalls og fjöru á Akra-
nesi, vetur, sumar, vor og
haust. Þau lenda í ýmsum ævintýr-
um og amma hefur frá mörgu spenn-
andi að segja eins og t.d. skessum.
Höfundar bókarinnar eru þau Hall-
bera Fríður Jóhannesdóttir og
Bjarni Þór Bjarnason sem bæði eru
fædd og uppalin á Akranesi. Hall-
bera skrifar í bókinni sögur sem
tengjast bænum og nágrenni hans
en Bjarni Þór myndskreytir.
Heimabyggðin Akranes
Hallbera hefur til fjölda ára
starfað sem kennari við Brekkubæj-
arskóla og einnig á bókasafni skól-
ans, en það var í gegnum starfið sem
hugmyndin að bókinni kviknaði.
„Ég hafði ekkert skrifað áður
opinberlega en þetta byrjaði með því
að samkennara mína í fyrsta bekk
vantaði upplýsingar um heima-
byggðina sína Akranes og náttúruna
og árstíðirnar. Ég fann ekkert á
safninu og settist því niður til að
setja eitthvað saman. Það varð úr að
þetta bara bunaðist upp úr mér enda
á ég sjálf sjö ára gamlan ömmu-
strák, Gísla Frey Þorsteinsson, sem
hefur brallað margt með mér hér á
Akranesi. Við gengum t.d. upp á
Háahnjúk síðasta sumar. Sagan er
því skáldsaga en byggð á ferðum
okkar og staðreyndum um Akranes í
bland. Eftir að hafa búið til náms-
efnið var ég hvött til að gera eitthvað
við þetta, ekki síst af manninum
mínum og samstarfsfólki. Mér leist
ekki alveg á blikuna fyrst því ég er
ekki vön að taka mikla áhættu í líf-
inu. En svo hugsaði ég til
alls unga fólksins sem
hefur komið fram í
fréttum fyrir að fram-
kvæma hugmyndir sín-
ar og ákvað að láta
bara vaða. En þetta
hefði ekki orðið að
neinni bók ef Bjarni
hefði ekki verið til í
að mála mynd-
irnar,“ segir Hall-
bera.
Fyrirmyndin
að ömmunni
„Það var al-
veg sjálfsagt að
mála myndirnar í
bókina hennar Hallberu enda
mjög skemmtilegt að teikna í svona
bækur. Sérstaklega í svona bók sem
er staðbundin hér á Akranesi þar
sem maður þekkir hvern krók og
kima og getur teiknað
upp eftir
minni. Hall-
bera er fyr-
irmyndin að
teikningum af
ömmunni í
bókinni enda
eiga þær það
sameiginlegt að
vera alltaf hlaup-
andi og hjólandi
út um allt. Sam-
starf okkar gekk
vel og það getur
vel verið að við eig-
um eftir að vinna
meira saman í fram-
tíðinni,“ segir Bjarni
Hjólandi amma og
bóksali á Akranesi
Í nýútkominni barnabók, Á ferð og flugi með ömmu, segir af ævintýrum Freys og
ömmu hans á Akranesi. Bókina byggir höfundurinn, Hallbera Fríður Jóhannes-
dóttir, á ferðum sínum um bæinn með ömmustrákinn sinn, en Bjarni Þór
Bjarnason myndskreytir. Þau eru bæði fædd og uppalin á Akranesi en inn í sög-
una er tvinnað ævintýrum, sögulegum fróðleik og náttúrufræði staðarins.
Höfundar Hallbera og Bjarni Þór með ömmustráknum Gísla Frey.
Breska vefsíðan look.co.uk er
skemmtileg tískusíða með öllu því
nýjasta og heitasta í tískunni. Á síð-
unni er til að mynda hægt að horfa
á myndbönd sem útskýra hvernig
eigi að setja snúða og fleiri
greiðslur í hárið. Tilvalið ef maður
vill breyta til fyrir helgina. Einnig er
hægt að skoða myndir af flott
klæddum konum á öllum aldri og
þannig fær götutískan að njóta sín.
Það er oft einna skemmtilegast að
sjá hvernig fólk klæðir sig til að fá
öðruvísi og nýjar hugmyndir að
samsetningum. Tískufréttir eru líka
á sínum stað og allt um það hvað
maður verði að eiga í fataskápnum í
sumar. Lífleg síða með öllu því er
viðkemur tískuheiminum. Um að
gera að líta inn og sjá hvort maður
fái ekki einhverjar góðar hugmyndir.
Vefsíðan www.look.co.uk
AFP
Tíska Litríkt og mynstrótt fyrir sumarið, gaman að breyta til eftir veturinn.
Flott götutíska í Englandi
Í Waldorfskólanum í Lækjarbotnum
hafa nemendur í 4. og 5. bekk sett
saman leikrit úr Eddukvæðum. Leik-
ritið er flutt á fornri íslensku og bún-
ingar eru að hluta gerðir af nem-
endum. Þ.á m. hafa þau sjálf ofið
víkingabönd í spjaldvefnaði.
Fyrri hluti leikritsins fer fram á úti-
sviði þar sem Völuspá er flutt með
trommuslætti, dansi og bardaga.
Seinni hlutinn fer fram í eldsmiðju
skólans. Þar flytja þau tvo leikþætti
úr skáldamálum sem ekki eru auð-
þekktir. Síðasta sýning verður nú á
mánudaginn 4. júní kl. 18 og eru allir
velkomnir.
Endilega…
…sjáið Völuspá
á útisviði
Vígalegur Nemendur flytja Völuspá.
Þessi litríku sundföt voru sýnd á
tískusýningu í Brasilíu á dögunum.
Nú er tími sundfatanna svo sann-
arlega runninn upp enda sól og blíða
og um að gera að láta skína dálítið á
kroppinn í sundlauginni eða heima í
garði. Það er um að gera að hafa
sundfötin sumarleg og litrík eins og
þau sem hér sjást.
Eins að finna rétta sniðið sem
hentar þér en úrval af bikiníum,
sundbolum og tankiníum er mjög
gott um þessar mundir.
Sumartíska
Litrík sundföt
í sumarsólina
AFP
Sundbolur Þessi var litríkur og minnti einna helst á bútasaumsteppi.
Fylgihlutir Flott við sundfötin.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Smiðshöfði 1, 110 Reykjavík, sími 587 9700, propack.is, propack@propack.is
Sérhæfum okkur í pökkun og frágangi
á búslóðum til flutnings milli landa,
landshluta eða innanbæjar
Við pökkum búslóðinni, önnumst farmbréf, tollafgreiðslu og sjáum um flutning á áfangastað. Flytjum fyrir
einstaklinga, fjölskyldur og fyrirtæki. Sjáum einnig um að pakka upp búslóðinni á nýju heimili og koma öllu fyrir
eins og óskað er. Ef heimilið er ekki tilbúið bjóðum við geymslu búslóða, í nýlegu og glæsilegu húsnæði, með
fullkomnu öryggis- og brunavarnakerfi.
Stofnað árið 1981