Morgunblaðið - 01.06.2012, Page 11

Morgunblaðið - 01.06.2012, Page 11
Myndskreytt Listamaðurinn Bjarni Þór Bjarnason málar skemmtilegar myndir frá Akranesi í bókina. Þór. Hann starfar sem listamaður á Akranesi og bæði málar og vinnur í skúlptúr auk þess að skreyta bækur. En um þessar mundir er hann þó helst að undirbúa sýningu á hesta- málverkum sem verður opnuð í Gall- erí List þann 23. júní og stílar þar inn á Landsmót hestamanna sem haldið verður í Reykjavík. Hjólandi bóksali Hallbera þakkar Akurnes- ingum góð viðbrögð við bókinni en á ferðum sínum hjólandi um bæinn er hún ætíð með bækur með sér í bak- pokanum og það bregst ekki að hún selur eina eða tvær einhvers staðar á leiðinni. „Það er óhætt að segja að ég sé hjólandi bóksali enda hef ég líka hjólað með allar bækurnar heim til fólks sem hefur pantað í gegnum netið,“ segir Hallbera sem gefur bókina út sjálf og dreifir en hún ætl- ar nú einnig að koma bókinni í bóka- búðir. Í sögunni eru örnefni og þjóð- sögur sem tengjast Akranesi svo og sögur af sjóslysum og sögur úr dag- legu lífi bæjarins. Þetta fléttast inn í söguna og lenda amma og Freyr í ýmsum ævintýrum. Aftast í bókinni er heimildalisti þar sem Hallbera vísar í bækur sem hún studdist við. Hún segir að ekki megi kaffæra börnin í of miklum upplýsingum en foreldrarnir geta þá fræðst betur um bækurnar. „Ég er fædd og uppalin hér og mamma var alltaf að segja okkur systkinunum sögur. Við systir mín, rithöfundurinn Steinunn Jóhann- esdóttir, vorum aldar upp af for- eldrum sem þótti svo vænt um Ís- land og mamma er fædd og uppalin á Akranesi. Maður var alltaf að fá sögur og ljóð beint í æð og það skil- aði sér,“ segir Hallbera. HeimurUnu Una Sighvatsdóttir Fyrst þegar hann fór inn íhana var það hræðilegasárt en fljótlega fór þaðað verða gott … þar til hún fékk raðfullnægingu. Nokkurn veginn svona (í ein- földuðum útdrætti undirritaðrar) hljómaði lýsingin á fyrstu kynlífs- reynslu aðalkvenhetjunnar í bók- inni Norwegian Wood eftir þann ágæta höfund Haruki Murakami, sem ég las á mínum unglingsárum. Nú ætla ég ekki að fullyrða eða taka of stórt upp í mig (…) en ég held að fyrsta kynlífsupplifun fæstra kvenna rími við þessa senu. Konur njóta samt almennt kyn- lífs og flestar fá sína fullnægju með tímanum, jafnvel í röðum, og eiga líka sínar kynlífsfantasíur. Engu að síður hefur staðan lengi verið sú að yfirgnæfandi meirihluti kyn- lífsefnis, kláms og erótíkur, er fram- leiddur af körlum fyrir karla og er sömu takmörkunum háður og lýsingar Murakamis á afmeyj- un skólastúlkunnar, þ.e. samhljómurinn er lítill við hugarheim kvenna. Það þarf ekki að fletta lengi í gegnum klám á netinu til að verða átakanlega var við þessa staðreynd, því karlkyns klámmyndaleikarar eru aug- ljóslega ekki valdir í hlutverkin til að kveikja í konum. Leit eftir kyn- ferðislega örvandi efni á netinu getur verið eins og að leika sér í parís á jarðsprengjusvæði, því með einum smelli er óvært hægt að fara af síðu sem kveikir lostann yfir á síðu sem slekkur hann svo rækilega að maður verður nánast afhuga öllu því sem holdlegt er í marga daga á eftir. Þetta hefur samt sem betur fer allt verið að breytast, konur eru í auknum mæli farnar að framleiða erótík og klám fyrir konur, þótt það sé á jaðrinum. Og efnið er í sjálfu sér ekki svo ólíkt, áhersl- urnar eru bara aðrar. Sumt er lé- legt eins og gengur, annað gott og skemmtilegt. Nýjasta framtakið hér heima í þessa átt er samantekt á kynórum íslenskra kvenna á bók. Bókin hefur enn ekki verið skrifuð en samt eru nokkrir nú þegar byrjaðir að gagnrýna hana fyrir að verða of klámvædd, of markaðsvædd, eða ekki nógu raunsönn. Allt undir yfirskina femínisma, sem verður ítrekað fyrir því að verða skálkaskjól fyrir útrás á andúð á kapítal- isma. Kannski verður þessi bók ömurleg og þá þurfum við heldur ekki að hafa áhyggjur af því að hún rati víða. Kannski verður þvælt eintak af henni í hverri náttborðsskúffu. Eigum við ekki bara að bíða og sjá áður en við fordæmum? »Fyrst þegar hann fórinn í hana var það hræðilega sárt en eftir smá- stund fór hún að finna hvað það var gott … þar til hún fékk raðfullnægingu. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2012 Kletthálsi 15 · 110 Reykjavík · Sími: 578 5252 / 823 0303 þegar þú ætlar að selja bílinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.