Morgunblaðið - 01.06.2012, Síða 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2012
SVIÐSLJÓS
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Háskerpuútsendingar (HD) standa
nú til boða þeim íslensku sjónvarps-
áhorfendum sem taka við sjónvarps-
sendingum í gegnum dreifikerfi
Símans og Vodafone. Nú stendur yf-
ir útboð vegna stafræns dreifikerfis
Ríkisútvarpsins og með tilkomu
þess má reikna með að íslenskir
sjónvarpsáhorfendur geti almennt
nálgast háskerpuútsendingar.
Háskerpuútsending geymir miklu
meiri upplýsingar en hefðbundin
sjónvarpsútsending, það er myndin
hefur mun meiri upplausn og hljóðið
yfirleitt einnig betra. Það þarf því
öflugri búnað til þess að horfa á há-
skerpuútsendingu en hefðbundna
sjónvarpsútsendingu.
Velja þarf réttan búnað
Hrannar Pétursson, upplýsinga-
fulltrúi Vodafone, segir að til þess að
geta horft á háskerpuútsendingar
þurfi allur búnaður sem sjónvarps-
merkið fer um að vera gerður fyrir
háskerpuútsendingar. Í fyrsta lagi
þurfi sjónvarpsskjárinn að vera
gerður til að taka á móti háskerpu-
útsendingum. Hrannar telur að svo
gott sem allir flatskjáir sem seldir
hafa verið hér á landi frá því fyrir
kreppu séu gerðir fyrir háskerpu-
útsendingar.
Síðan þarf myndlykil frá Voda-
fone eða Símanum og hann þarf að
vera gerður fyrir háskerpu (HD).
Hrannar segir að viðskiptavinir
Vodafone geti skipt upp í HD-
myndlykil ef núverandi myndlykill
þeirra ræður ekki við háskerpu-
útsendingar. Myndlykilinn þarf að
tengja við sjónvarpið með HDMI-
snúru í HDMI-tengi.
Háskerpa til 99% landsmanna
Vodafone býður einnig upp á svo-
nefnd CAM-kort, sem er önnur gerð
myndlykils, til að opna fyrir læstar
stöðvar frá 365 og Skjánum. Ekki er
þörf fyrir kortið sé útsendingin
ólæst, svo framarlega sem stafrænn
móttakari er í sjónvarpinu sjálfu.
Sjónvarpsmerkið getur borist
með ýmsum hætti. Vodafone dreifir
sjónvarpssendingum um örbylgju-
senda á höfuðborgarsvæðinu og til
að nema þær þarf örbylgjuloftnet.
Einnig er sjónvarpi dreift í gegnum
netið, bæði í ljósleiðarakerfi Gagna-
veitu Reykjavíkur og ADSL-
tengingum. Vodafone stefnir að því
að dreifa háskerpusendingum til
rúmlega 99% landsmanna í gegnum
UHF-útsendingar. Þær nást í gegn-
um venjuleg sjónvarpsloftnet.
Sjónvarpsstöðvar ráða
Hrannar segir það vera á dag-
skránni að fjölga háskerpurásum í
dreifikerfi Vodafone. Það ráðist þó
fyrst og fremst af ákvörðun þeirra
sem dreift er fyrir, t.d. Ríkisútvarps-
ins, 365 miðla eða Skjásins.
Hann segir að um síðustu helgi
hafi Evróvisjón-söngvakeppnin ver-
ið send út á þremur aðskildum rás-
um hjá Vodafone. „Það var venjuleg
útsending RÚV, háskerpuútsending
RÚV og svo vorum við með sérstaka
twitter-útsendingu. Þar sáust twitt-
er-tíst eða færslur áhorfenda við
hliðina á sjónvarpsmyndinni. Það
voru um 1.100 áhorfendur að tísta og
tístin voru um 7.500 talsins. Það var
mjög skemmtileg umræða,“ sagði
Hrannar.
Ellefu HD-stöðvar Símans
Margrét Stefánsdóttir, upplýs-
ingafulltrúi Símans, segir að allir
myndlyklar sem Síminn dreifir nú
séu með háskerpu. Enn eru þó í
notkun eldri myndlyklar sem ekki
ráða við háskerpu og er þá hægt að
uppfæra í nýjan myndlykil.
Hún segir að þeir sem eru með
ljósnet og sjónvarp Símans geti ver-
ið með allt að fimm myndlykla og
horft á háskerpuútsendingar í þeim
öllum. Þeir sem horfa á sjónvarp
Símans í gegnum ADSL-tengingu
geta flestir verið með tvo myndlykla
og háskerpu í öðrum þeirra.
Margrét segir líkt og Hrannar að
framboð á háskerpuefni í sjónvarpi
Símans sé undir sjónvarpsstöðv-
unum komið. Nú eru ellefu há-
skerpurásir í sjónvarpi Símans og
má gera ráð fyrir að þeim fjölgi í
framtíðinni.
Háskerpubúnað alla leið heim í hús
Vodafone stefnir að því að dreifa háskerpusendingum um UHF-kerfi til yfir 99% landsmanna
Sjónvarp Símans er þegar komið með ellefu háskerpusjónvarpsstöðvar og reiknar með fjölgun
Móttakari ViðtækiFlutningsleið
Örbylgju-
loftnet
EÐA:
ADSL-nettenging
EÐA:
Ljósleiðari
EÐA:
Ljósnet
HDmyndlykill
EÐA:
CAM-kort
(Sett í PCMCIA-
rauf sjónvarpsins)
FULLHD
HD
ready
Full HDsjónvarp
EÐA:
HD ready sjónvarp
Háskerpusjónvarp
Morgunblaðið/Ernir
Háskörp sjónvörp Framboð á háskörpum sjónvarpsútsendingum er stöðugt
að aukast. Fólk velur sér sífellt stærri flatskjái til að njóta útsendinganna.
Flatskjáir búnir fyrir háskerpusjónvarpssendingar eru orðnir alls-
ráðandi á viðtækjamarkaðnum. Jón Pétur Hansson, verslunarstjóri
hjá Sjónvarpsmiðstöðinni, sagði að nær allir skjáir sem þeir seldu
væru „Full HD“, enn væru þó til „HD Ready“ skjáir en þeir væru á
útleið.
Munurinn á þessu tvennu felst í misjafnlega góðri upplausn.
Sjónvarpsmyndin er byggð upp á línum á skjánum og í hverri línu
er fjöldi punkta. „Full HD“-skjáir eru með 1.080 lína upplausn og
1.920 punkta í hverri línu. „HD Ready“-skjáir hafa minni upplausn,
það er 720 línur á skjánum og 1.280 punkta í hverri línu.
Jón Pétur sagði að háskerpuskjáir hefðu farið að berast hingað
til lands fyrir fimm til sex árum. Fljótlega voru þeir allir búnir
HDMI-tengi. Hann sagði að skjáirnir sem fólk keypti almennt
hefðu orðið stærri með hverju árinu. Í fyrstu voru 32 þumlunga
skájir algengir, svo komu 37 þumlunga skjáir. Eftir það varð 42
þumlunga skjárinn mjög vinsæll hjá neytendum og hefur verið það
lengi. Nú er orðið algengt að fólk velji 50 eða 55 þumlunga skjái.
Jón Pétur sagði að mjög margir horfðu á erlendar háskerpu-
útsendingar í gegnum gervihnetti eða notuðu háskerpuflakkara.
Fólk kaupir sér sífellt stærri
háskerpuflatskjái
SJÓNVÖRPIN ERU MISJAFNLEGA SKÖRP
Skúli Hansen
skulih@mbl.is
Hæstiréttur hefur vísað frá héraðs-
dómi kröfu Samherja hf. um að hús-
leit og haldlagning gagna á vegum
Seðlabanka Íslands á tveimur
starfsstöðvum Samherja yrðu
dæmdar ólögmætar. Þá vísaði
Hæstiréttur einnig frá dómi kröfu
Samherja um að SÍ yrði gert að
hætta rannsókn sinni á meintum
brotum Samherja og aðila tengdra
fyrirtækinu á lögum um gjaldeyr-
ismál.
Kröfum Samherja um að SÍ yrði
gert að afhenda öll haldlögð og afrit-
uð gögn og eyða öllum afritum hald-
lagðra gagna, auk þess að SÍ yrði, að
því frágengnu, gert að skila til-
teknum gögnum sem hald var lagt á
við húsleitina, var hafnað af Hæsta-
rétti. Héraðsdómur Reykjavíkur
hafði fyrr í mánuðinum hafnað öllum
ofangreindum kröfum Samherja.
Niðurstaðan kom á óvart
„Niðurstaðan kemur náttúrlega á
óvart. Það virðist vera alveg sama
hvernig málatilbúnaðurinn er, ef að-
gerðirnar eru afstaðnar virðist ekki
vera hægt að bera þær undir dóm-
stóla sem slíkar,“ segir Helgi Jó-
hannesson,
hæstaréttar-
lögmaður hjá
LEX og lögmað-
ur Samherja í
málinu. Helgi
bætir við að þetta
þýði í raun og
veru að það sé
ómögulegt að
bera neitt undir
dómstóla í þessu
sambandi vegna þess að eðli málsins
samkvæmt taki húsleitir jafnan mun
skemmri tíma en það tekur að koma
málinu fyrir dómstóla.
Helgi gagnrýnir sérstaklega af-
stöðu dómsins varðandi það atriði að
Samherja var ekki gefinn kostur á
að tjá sig fyrir héraðsdómi þegar
málið var tekið þar fyrir. „Í dóm-
inum er einnig talað um að það hafi
að vísu verið brot á réttindum Sam-
herjamanna að vera ekki boðaðir til
þinghaldsins, þegar þetta var tekið
fyrir, en það er samt ekki talið það
merkilegt að það breyti neinu, þann-
ig að maður spyr sig hvort það megi
gefa slíka afslætti af mannrétt-
indum.“
Ekki náðist í Gizur Bergsteinsson,
lögmann Seðlabankans, við vinnslu
fréttarinnar.
Kröfum Samherja
vísað frá dómi
Helgi
Jóhannesson
Segir niðurstöðuna koma á óvart