Morgunblaðið - 01.06.2012, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 01.06.2012, Qupperneq 25
FRÉTTIR 25Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2012 Hverafold 1-3 | Grettisgötu 3 | Smáralind | 511 1710 | svanhvit@svanhvit.is | svanhvit.is LÁTTU OKKUR SJÁ UMHEIMILISÞVOTTINN! LÍTIL VÉL 7 KG. 1.790 KR. STÓR VÉL 15 KG. 3.290 KR. Efnalaug - Þvottahús SVANHVÍT EFNALAUG - NÚ Á ÞREMUR STÖÐUM Hverafold 1-3, 112 Reykjavík Grettisgötu 3, 101 Reykjavík Smáralind, 201 Kópavogur Þarabakki 3 ~ 109 Reykjavík ~ sími 566 6161 ~ curves.is Það eru alltaf þjálfarar þér til aðstoðar … Heilsurækt fyrir konur Sumarkortin komin í sölu 11.900 kr. Gilda til 10. ágúst Ég vinn á hjúkrunarheimili sem félagsliði. Ég byrjaði að æfa í Curves fyrir ári síðan, af því ég vildi léttast og styrkja mig. Ég hef æft ca. 3x í viku og líkar rosalega vel. Á þessum tíma hef ég losnað við 10 kg og er miklu hressari núna. Curves er frábær staður með frábæru starfsfólki. Ég þarf ekki að panta tíma, kem að æfa þegar það passar mér best. Paula HolmPaula Holm, 40 ára Æfingin hjá okkur tekur aðeins 30 mínútur Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gagnrýndi í gær andstöðu rússneskra stjórnvalda við aðgerðir af hálfu Sameinuðu þjóðanna gegn stjórn Sýrlands og sagði stefnu Rússa stuðla að borg- arastríði í landinu. „Þeir segja mér að þeir vilji ekki borgarastríð. Ég hef svarað því til að stefna þeirra stuðli að borgara- stríði,“ sagði Clinton sem var í heimsókn í Danmörku. Hún varaði einnig við því að aðgerðaleysi SÞ gæti leitt til stríðs með óbeinni þátt- töku annarra ríkja vegna stuðnings klerkastjórnarinnar í Íran við stjórn Bashars al-Assads, forseta Sýrlands. „Við verðum að fá Rússa í lið með okkur vegna þess að hætt- urnar sem við stöndum frammi fyr- ir eru skelfilegar,“ sagði Clinton. Talsmaður Vladímírs Pútíns, for- seta Rússlands, áréttaði í gær að Rússar myndu ekki breyta afstöðu sinni þrátt fyrir mikinn þrýsting annarra ríkja. Segir Rússa stuðla að borgarastríði  Clinton gagnrýnir afstöðu Rússa AFP Heimsókn Clinton með Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Dana. Skólabörn í Kalkútta á Indlandi með grímur, sem eiga að minna okkur á að reykingar eru dauðans alvara, í tilefni af degi án tóbaks í gær. Dagur án tóbaks er hald- inn úti um allan heim 31. maí ár hvert á vegum Alþjóða- heilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Tóbaksnotkun er á meðal helstu heilbrigðisvandamála heimsins og á ári hverju deyja fleiri úr reykingatengdum sjúkdómum en úr alnæmi, malaríu og berklum samanlagt. AFP Reykingar eru dauðans alvara Fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik drakk blöndu af örvandi efn- um áður en hann varð 77 manns að bana í Ósló og Útey 22. júlí í fyrra, að sögn sérfræðings sem bar vitni í réttarhöldunum yfir Breivik í gær. Jørg Mørland, prófessor í eitur- efnafræði, sagði að fjöldamorðinginn hefði drukkið blöndu af efedríni, lyfi sem örvar hjarta- og miðtaugakerf- ið, kaffíni og aspiríni. Mørland kvaðst hafa spurt fjölda- morðingjann hvort hann hefði notað þessi efni og hann hefði játað því, sagst hafa drukkið um helmingi stærri skammta af efnunum en væru í drykkjum sem hægt væri að kaupa í verslunum. Skýrt var frá því í gær að norskt fangelsi, þar sem Breivik gæti af- plánað dóm fyrir fjöldamorðin, hygðist ráða til sín fólk sem fjölda- morðinginn gæti umgengist vegna þess að yfirvöld vilja ekki að hann hitti aðra fanga. Verði Breivik dæmdur í fangelsi má hann ekki umgangast samfanga sína af ótta við að hann taki ein- hverja þeirra í gíslingu til að reyna að flýja, að því er Verdens Gang hef- ur eftir Knut Bjarkeid, fangelsis- stjóri Ila-fangelsisins. Bjarkeid sagði að til að koma í veg fyrir að Breivik yrði alveg einangraður í fangelsinu yrði hægt að leyfa honum að stunda íþróttir með fangavörðum og ráða fólk til að umgangast hann, m.a. tefla við hann. Samkvæmt norskum lögum má fangi ekki vera algerlega einangraður í langan tíma þar sem slíkt flokkast undir ómann- úðlega refsingu. Drakk örvandi efnablöndu AFP Réttarhöld Réttað í máli Breiviks.  Ætla að ráða fólk sem á að umgangast Breivik ef hann verður dæmdur í fangelsi fyrir fjöldamorðin í Noregi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.