Morgunblaðið - 01.06.2012, Page 27
27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2012
Frumbyggjar Norð-
ur-Ameríku vissu að
náttúran er ekki tekin í
arf frá forfeðrunum,
hún er fengin að láni
frá afkomendum okk-
ar. Öll mannanna verk
valda röskun náttúru
og eru forgengileg,
brenna upp, grotna
niður, eyðast eða úr-
eldast. Það gildir um
virkjanir og stór-
iðjuver eins og annað. Ræktun
lands, veiðar og önnur nýting eru
röskun á lífríkinu. Maðurinn hefur
alla tíð verið háður nýtingu náttúr-
unnar. Eðlilegt er að skila því sem
fengið er að láni, skila náttúrunni að
lokinni nýtingu. Nýta hana þannig
að hún komist gróin sára sinna í
hendur afkomenda okkar. Ef það er
ekki unnt þá eigum við að bæta líf-
ríkinu skaðann með því að styrkja
það annars staðar á móti. Þetta er
nefnt sjálfbær nýting.
Ófullkomin umræða
Ef náttúrugæði eru fengin að láni
þarf að setja gjalddaga á slík lán.
Starfsleyfi virkjana og stóriðju
þurfa að verða bundin áætluðum
endingartíma þeirra, að undangengu
umhverfismati. Ef það er gert verð-
ur sjálfsagt að end-
urtaka slíkt mat að
leyfistímanum loknum,
sé sóst eftir framleng-
ingu. Fólk sem vill
vernda náttúruna ætti
að berjast fyrir þessu.
Að t.d. virkjunin í Ell-
iðaánum skuli enn vera
starfandi löngu eftir að
hún er hætt að hafa
nokkur áhrif á raf-
orkuverð í landinu er
með ólíkindum. Breyta
á henni í safn og fjar-
lægja stífluna í Árbænum. Efri stífl-
an er hins vegar óumdeild. Hún þre-
faldaði stærð Elliðavatns. Enginn
talar fyrir því að færa þá dýrmætu
náttúru í upprunalegt horf. Elliða-
vatn er dæmi um að röskun náttúr-
unnar getur verið góð. Við eigum að
viðurkenna það.
Virkjanir og lífríki
Löxum í Þjórsá verður tryggð
örugg hjáleið við Urriðafossvirkjun.
Þeir munu geta þraukað eins og ís-
aldarurriðinn í Þingvallavatni, sem
bíður þess að Steingrímsstöð verði
lokað. Bæta ber lífsskilyrði laxa ann-
ars staðar á móti. Með Kára-
hnúkavirkjun var vatn flutt tugi kíló-
metra um jarðgöng. Röskun lífríkis
Lagarins er e.t.v. meiri en áætlað
var en lífríkið styrktist annars stað-
ar á móti. Við sjáum það í laxveiði í
Jöklu og hliðarám hennar. Þeir sem
missa hlunnindi við Lagarfljót ættu
að fá hlut í nýmyndun hlunninda
annars staðar sem rekja má til sömu
framkvæmda. Hvað sem því líður
urðu stórstígar framfarir með virkj-
un Kárahnjúka og flutningi vatns
langar leiðir um jarðgöng. Ending
þeirrar virkjunar verður langt um-
fram endingu álversins á Reyð-
arfirði. Orkan mun koma til úthlut-
unar á ný og virkjunin verður
skuldlaus. Afkomendur okkar munu
njóta, en jafnframt eiga val. Þeir
munu geta lokað virkjuninni og fært
náttúruna í fyrra far, ef þeir vilja.
Orka og lax á Suðurlandi
Minnisstæð er tímamótagrein Elí-
asar Kristjánssonar í Mbl. hinn 15.
ágúst 2002. Hann lagði til að gera
göng undir Hamarinn vestan í
Vatnajökli innan við Langasjó og inn
í Grímsvötn. Það mundi auka og
jafna rennsli Þjórsár, sem í fælist
stórfelld verðmætasköpun með auk-
inni nýtingu uppsetts afls. Þá yrðu
hlaup úr sögunni og Skeið-
arársandur stærsti samfelldi línakur
Evrópu, sagði Elías. Þetta væri
dæmi um afturkræfa framkvæmd
sem væri til verðmætasköpunar sem
m.a. fælist í auknum landsgæðum.
Vonandi er hún geymd en ekki
gleymd. Nú ætla ég að reyna að
hugsa stórt eins og Elías. Unnt virð-
ist að taka Hvítá við Brattholt í 30
km löngum jarðgöngum undir Lax-
árgljúfur og Skáldabúðaheiði yfir í
Þjórsá. Vatnshæð neðan Gullfoss
yrði óbreytt og inntak ganga ekki
sýnilegt þaðan. Lítill hæðarmunur
milli Brattholts og Gaukshöfða veld-
ur vanda, göngin yrðu víð og dýr, en
hæðarmunur er meiri við Kálfá. Um
leið og jökulvatnið hyrfi yrði vatna-
svæði Brúarár, Tungufljóts, Stóru
Laxár, Hvítár og Ölfusár allt til sjáv-
ar gríðarlega verðmætt, ein samfelld
paradís stangveiðimanna. Óhemju
lífmagn kemur úr Hestvatni, Apa-
vatni, Laugarvatni og afréttum
sunnan Hofsjökuls. Brúará og
Tungufljót eru stórar lindár sem
jafna rennsli og hitastig. Þetta er
stærsta samfellda vatnasvæði lands-
ins, margfalt stærra en búsvæði lax-
fiska í Þjórsá. Þetta yrði aðalávinn-
ingurinn, en virkjanlegt vatnsafl,
sem er hreinasta orkan, í neðri hluta
Þjórsár mundi líka aukast mikið.
Hrein orka mun verða æ verðmæt-
ari, til lengri tíma litið. Miðlun vatns
um jarðgöng er afturkallanleg
breyting á náttúrunni. Augljóslega
yrðu allir hlutaðeigandi landeig-
endur að skipta með sér gríð-
arlegum ávinningi.
Verðmætasköpun
Öll efnahagsstarfsemi byggist á
nýtingu náttúrunnar. Aðgengi
manna að sjálfbærri náttúru mun
verða óhemju verðmætt í náinni
framtíð. Sú varðstaða sem áhugafólk
um vernd náttúrunnar stendur nú er
skiljanleg í ljósi þess að áður fyrr
var ekki gengið nógu varlega fram.
Á hinn bóginn verður fólk að geta
talað saman, nokkuð hefur vantað
upp á það. Með fullri virðingu fyrir
náttúruverndarfólki finnst mér þó
að sjónarmið heimamanna skipti enn
meira máli. Við hljótum að geta sam-
einast um að ræða og rannsaka leiðir
sem gætu eflt lífríki landsins og auk-
ið verðmæti þess gríðarlega. Fram-
kvæmdir sem fela í sér mikla verð-
mætaaukningu með
afturkallanlegum breytingum, kjósi
afkomendur okkar af færa náttúr-
una í upprunalegt horf, eru áhuga-
verðar.
Eftir Ragnar Ön-
undarson »Unnt virðist að taka
Hvítá við Brattholt í
30 km löngum jarð-
göngum undir Laxár-
gljúfur og Skáldabúða-
heiði yfir í Þjórsá.
Ragnar Önundarson
Höfundur er viðskiptafræðingur
og fv. bankamaður.
Auka má verðmæti landsgæða
á Suðurlandi gríðarlega
Lífsins litir Þeir kölluðust heldur betur á gulu litirnir í tösku ferðamannsins og
andliti verunnar á veggnum sem kíkti á lífið í góða veðrinu á Laugaveginum.
Eggert
Í starfsáætlun velferðarsviðs
Reykjavíkurborgar árið 2010 var
sett fram framtíðarsýn í félagsstarfi
aldraðra í 15 félagsmiðstöðvum fyrir
aldraðra, sem borgin hefur starf-
rækt með mjög góðum árangri í
langan tíma. Þar voru sett fram ým-
is markmið um að auka og efla fé-
lagsstarfið og um aukna þátttöku
notenda í framkvæmd þess. Ein
setning í framtíðarsýn velferð-
arsviðs í félagsstarfinu hljóðaði
þannig: „Aukin áhersla á sjálfstýrt
og sjálfbært félagsstarf“.
En hver var megintilgangurinn með þessari nýju
framtíðarsýn velferðarsviðs þegar hún var sett
fram? Það kom síðan í ljós þegar starfshópur á
vegum velferðarsviðs skilaði skýrslu sinni í maí
2011. Í framhaldinu var ákveðið að unnið yrði eftir
tillögum hópsins í áframhaldandi innleiðingu
breytinganna eftir því sem við á, eins og segir í
minnisblaði sem lagt var fyrir velferðarráð borg-
arinnar 16. júní 2011.
Þar segir m.a.: „Megin breytingin sem áætlað er
að taki gildi 1. september n.k. (2011) varðar skipu-
lögð námskeið í félagsstarfi. Gert er ráð fyrir auk-
inni valdeflingu og sjálfbærni í félagsstarfi þannig
að dregið verði úr skipulögðum námskeiðum borg-
arinnar. Þess í stað er gert ráð fyrir að leiðbein-
endur geti starfað sjálfstætt að því að setja upp
námskeið í takt við þarfir og vilja notenda“. Málið
var einungis kynnt á þessum fundi en ekki afgreitt.
Málið virðist ekki hafa verið rætt frekar í velferð-
arráði, borgarráði eða í borgarstjórn.
Sjálfbærni, sjálfsstýring
og valdefling
Þessar grundvallarbreytingar eru m.a. rétt-
lættar með yfirlýsingum eins og „aukin áhersla á
sjálfstýrt og sjálfbært félagsstarf“ og „gert er ráð
fyrir aukinni valdeflingu og sjálfbærni í fé-
lagsstarfi“.
Greinilega er verið að reyna að heimfæra þessar
breytingar á það félagsmódel, sem Korpúlfar, sam-
tök eldri borgara í Grafarvogi, hafa byggt upp af
einstökum krafti sl. 14 ár. Það á að byrja með því
að segja upp nánast öllum leiðbeinendum í
félagsstarfi eldri borgara á 15 félagsmiðstöðvum
borgarinnar, sem hafa starfað með mjög góðum ár-
angri í áratugi. Slík vinnubrögð ganga ekki upp.
Fjöldauppsagnir leiðbeinenda
Augljóst er að þessi málatilbúnaður er fyrst og
fremst gerður í þeim tilgangi að segja upp flestum
þeim leiðbeinendum sem unnið hafa hjá borginni
við að halda gangandi skipulögðum námskeiðum og
þjónustu á félagsmiðstöðvum borg-
arinnar og vísa þessu mikilvæga starfi
með óljósum hætti að mestu til ein-
hverra annarra. Til að ná fram aukinni
sjálfbærni, sjálfstýringu og valdeflingu,
eins og þetta er orðað, þarf tíma og að-
lögun sem er ekki í fyrirrúmi í þessu
máli. Félagsmiðstöðvarnar hafa unnið
gríðarlega gott starf á undanförnum ár-
um og gegnt mikilvægum þætti í vel-
ferðarþjónustu borgarinnar fyrir aldr-
aða og öryrkja. Enda hefur verið skýrt
frá því að á árinu 2010 hafi verið tekin
ákvörðun um að framlengja ekki ráðn-
ingu leiðbeinenda sem voru eldri en 70
ára á árinu og ráða engan í staðinn.
Hvað leiðbeinendur varðar mun Reykjavík-
urborg einungis greiða þjónustu starfsmanns í
hálfu stöðugildi á hverri félagsmiðstöð við að
standa fyrir skipulögðu félagsstarfi fyrir eldri
borgara.
Illa ígrunduð ákvörðun
Síðan segir að auglýst verði eftir sjálfboðaliðum
sem vilja styðja félagsstarf og tekið verði upp
formlegt samstarf við félagasamtök á borð við
Rauða krossinn og Félag eldri borgara um að
standa fyrir félagsstarfi í félagsmiðstöðvum borg-
arinnar. Einnig að leitað verði eftir samstarfi við
aðila á borð við kirkjuna og dvalar- og hjúkr-
unarheimili í hverfum borgarinnar um félagsstarf.
Ekki kannast ég við að viðræður við fyrrgreinda
aðila hafi átt sér stað en hafi það verið gert væri
fróðlegt að fá upplýsingar um það.
Þessi stefnumörkun er illa ígrunduð og mikið
óþurftarverk. Hún gerir ekkert annað en að draga
máttinn úr því mikilvæga félagsstarfi fyrir eldri
borgara, sem starfrækt hefur verið með mynd-
arlegum hætti í langan tíma og gefið þúsundum
eldri borgara í Reykjavík einstakt tækifæri til að
taka þátt í fjölbreyttu félagsstarfi gegn hófsömu
gjaldi. Ég hvet borgaryfirvöld til að endurskoða
þessa ákvörðun, sem hefur nánast ekkert verið
kynnt þeim fjölda einstaklinga sem hafa nýtt sér
þessa þjónustu undanfarin ár.
Eftir Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson
» Félagsmiðstöðvarnar hafa
unnið gríðarlega gott starf
á undanförnum árum og gegnt
mikilvægum þætti í velferðar-
þjónustu borgarinnar fyrir
aldraða og öryrkja.
Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson
Höfundur er fyrrv. borgarstjóri.
Leggst félagsstarf aldraðra
á vegum borgarinnar af?