Morgunblaðið - 01.06.2012, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 01.06.2012, Blaðsíða 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2012 ✝ Guðrún Briemfæddist í Reykjavík 21. mars 1932. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Sóltúni 24. maí 2012. For- eldrar hennar voru Gunnlaugur E. Briem, ráðuneyt- isstjóri, f. 5. febr- úar 1903, d. 28. júlí 1999 og Þóra Garðarsdóttir Briem, húsmóðir, f. 25. júlí 1905, d. 18. janúar 1999. Bræður Guðrúnar voru: Eggert Briem læknir, f. 15. júní 1937, d. 3. febrúar 1983, kvæntur Halldóru Kristjáns- dóttur Briem sem er látin, börn þeirra eru Gunnlaugur Þór, Birnir Kristján, Eggert og Hrund; Garðar Briem tækni- fræðingur, f. 1. júlí 1945, Þráinn og Óttar; Magnús Þór verkfræðingur, f. 13. apríl 1967, dóttir hans er Catherine; Þóra hjúkrunarfræðingur, f. 6. júní 1970, kvænt Jóni Ein- arssyni, börn þeirra eru Ragn- ar Már, Þráinn Örn og Magnús Orri. Guðrún lauk prófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1950. Stundaði nám við Sorø Husholdningsskole sumarið 1951. Lauk námi við Hjúkr- unarskóla Íslands 1955. Vann sem hjúkrunarfræðingur að- allega í Reykjavík og í eitt ár á Massachusetts Memorial Ho- spital í Boston. Guðrún lauk hjúkrunarkennaranámi við Kennaraháskóla Íslands 1979. Vann um tíma sem prófdómari og kennari í heilsufræðum og aðhlynningu sjúkra við Kvennaskólann og Þroskaþjálf- araskóla Íslands. Útför Guðrúnar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 1. júní 2012, kl. 15. kvæntur Hrafn- hildi Egilsdóttur Briem fjár- málastjóra, börn þeirra eru Egill líf- efnafræðingur, Gunnlaugur Einar iðnaðartæknifræð- ingur og Þóra Björg viðskipta- fræðingur. Eiginmaður Guðrúnar er Þrá- inn Þórhallsson prentsmiðju- stjóri, f. 30. október 1931. Þau giftust 22. júní 1957. Börn þeirra eru: Gunnlaugur við- skiptafræðingur, f. 30. júlí 1960, kvæntur Sigríði Einars- dóttur, börn þeirra eru Anna Guðrún og Einar; Þórhallur fornleifafræðingur og teiknari, f. 24. janúar 1962, kvæntur Sif Ormarsdóttur, börn þeirra eru Rúmlega tvítug kom ég inn í líf Guðrúnar Briem, Rúnu, sem til- vonandi fyrsta tengdadóttir. Frá upphafi tók hún mér opnum örm- um. Læknisfræðin var sameigin- legt áhugamál okkar en heilbrigð- ismál voru Rúnu ætíð hjartans mál og hún hafði mikinn metnað fyrir hönd heilbrigðisstéttarinnar allrar. Rúna ólst upp á góðborgara- legu embættismannaheimili í Reykjavík og ekki er víst að hjúkrunarstarf hafi verið það sem stórkaupmaðurinn, afi hennar, sá fyrir sér þegar hann kenndi litlu telpunni að sitja rétt til borðs með því að setja bækur undir báða handarkrikana. En Rúna valdi sér sína eigin braut. Tengdamóð- ir mín var hugsjónarkona með fórnarlund. Að hjúkra öðrum og hlúa að þeim sem minna mega sín veitti henni lífsfyllingu. Hún var einnig metnaðarfull fagmann- eskja og að námi loknu hélt hún til Bandaríkjanna til þess að öðl- ast frekari starfsreynslu. Þegar heim kom vann hún á Landspít- alanum og síðar á Landakotspít- ala og sem hjúkrunarfræðingur í Árbæjarskóla. Samhliða hjúkrunarstarfinu, og síðar eingöngu, annaðist Rúna stórt heimili. Hún lagði metnað sinn ekki síður í að sinna húsmóð- urstarfinu vel en menntun sína á því sviði sótti hún m.a. til hins fornfræga húsmæðraskóla í Só- rey á Sjálandi. Fjölskyldan og heimilið var í forgrunni og því var hún heimavinnandi mestan part ævinnar en einnig gerði slæmt mígreni henni erfitt fyrir að sam- eina húsmóðurstarfið hjúkrun- inni. Það var henni mikið gleðiefni þegar Þóra dóttir hennar fetaði í fótspor hennar og gerðist hjúkr- unarfræðingur. Þá vorum við líka orðnar þrjár sem gátum kryddað kvöldverðinn með spítalasögum. Á langri ævi nutu margir góðs af umhyggju Rúnu, ekki síst barnabörnin. Hún hafði einstakt lag á börnum, sá alltaf til þess að þau hefðu eitthvað fyrir stafni. Það var gott að eiga hana að þeg- ar fjölskyldan flutti heim frá Sví- þjóð en við bjuggum þá tíma- bundið á neðri hæðinni hjá tengdaforeldrum mínum. Sér- staklega var þessi tími dýrmætur fyrir syni mína sem eftir öll árin erlendis gátu nú styrkt tilfinn- ingaböndin við ömmu sína. Hún var ávallt til staðar fyrir þá og þegar ég var fjarverandi gaf hún strákunum mínum að borða, soðna ýsu og rauðgrautinn góða í eftirmat sem alltaf kláraðist. Tengdamóðir mín var ákaflega virðuleg og glæsileg kona. Þrátt fyrir erfið veikindi tókst henni að halda reisn sinni til hinstu stund- ar og á áttræðisafmælinu geislaði hún í návist ættingja og vina. Í faðmi fjölskyldunnar kvaddi hún stuttu síðar á þann hljóða máta sem henni var svo eiginlegur. Sif Ormarsdóttir. Í dag verður jarðsungin mág- kona mín Guðrún Briem. Það er liðin tæp hálf öld síðan leiðir okk- ar lágu fyrst saman. Hún var kona, sem ávallt var boðin og búin ef hún einhvers staðar gat lið- sinnt enda hafði hún valið að setj- ast í Hjúkrunarkvennaskóla Ís- lands að loknum kvennaskólaárum sínum og sinna því starfi af lífi og sál. Mörgum árum síðar innritaði hún sig í Há- skóla Íslands til að mennta sig frekar í hjúkrunarfræðum. Ég horfði á þennan feril hennar með aðdáun. Hún kunni að njóta lista og búa heimili sitt fögrum munum af mikilli smekkvísi án nokkurs íburðar. Þau hjónin ferðuðust víða og eignuðust margar ljúfar minningar frá hinum ýmsu vögg- um heimsmenningarinnar. Guðrún var mikil móðir og amma og naut þess að sjá hve börnin spjöruðu sig vel í lífinu. Þau hjónin reistu einstaklega fal- legan sumarbústað, sem hún því miður gat ekki notið eins og til var sáð vegna alvarlegs heilsu- brests. Það var aðdáunarvert að sjá hvernig Þráinn hugsaði um Rúnu sína síðustu árin, sem lýsir best einstaklega nánu sambandi þeirra í 55 ára hjúskap. Megi minningin um Guðrúnu Briem lifa, með kærri þökk fyrir allt og allt. Hrafnhildur Briem. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Nú kveður yndisleg kona þetta líf og fer til æðri heima. Nú á bjartasta tíma ársins og fuglarnir syngja sem mest, kveður hún eft- ir erfið veikindi. Við vorum allar saman í Kvennaskólanum í Reykjavík í fjóra vetur og urðum góðar vinkonur og erum það enn. Rúna var yndisleg kona, alltaf tilbúin að hjálpa og gera allt fyrir aðra eins og hún gat. Hún gaf mikið af sér. Það er svo margt sem kemur upp í hugann, allar skemmtilegu stundirnar sem við áttum saman, þetta geymum við allt hjá okkur. Elsku Rúna okkar, við söknum þín mikið, en svona er lífið oft erfitt. Við kveðjum þig elsku góða vinkona okkar. Við sendum Þráni og börnum þeirra okkar dýpstu samúð og megi Guð styrkja ykkur í sorg- inni. Hildur, Lára, Valborg (Stella.) Það var 2. janúar 1952 sem við hittumst fyrst í „kirkjunni“ á háa- lofti Landspítalans, sem þá var kennslusetur Hjúkrunarskóla Ís- lands, til þess að hefja nám í for- skólanum.́ Í „kirkjunni“ var einn þak- gluggi. Til þess að opna eða loka þurfti langa stöng sem náði að verða miðdepill, setja svip á dag- legt líf, fylgja okkur í minning- unni, sem bitbein og hláturvaki. „Hollið“ okkar var orðið til. Við vorum fjórtán og komum víða að. Flestar bláókunnugar, aðrar þekktust lauslega. Námstímann á „Lansanum“ bjuggum við á heimavist, sem var staðsett á efstu hæð og í risi gamla Landspítalans. Í hópnum var há og grönn stúlka, bjartleit, broshýr og snör í snúningum Guðrún Briem, eða Rúna, eins og við nefnum hana ávallt. Það er margt minnisstætt við Rúnu. Hún var á sérstakan hátt svo eðalborin, hafði göfgi yfir sér og milda reisn sem er fátíð. Hún var myndarleg, glaðsinna fé- lagsvera. Hjálpleg og reiðubúin til liðveislu, einörð og einlæg í allri framkomu. Þótt við kæmum úr afar ólíkum kringumstæðum ríkti góður andi í hópnum. Góðlát- leg stríðni á gleðistundum. Rúna kættist með sínum létta hlátri og fyrtist aldrei. Við vorum sendar á stærri sjúkrahúsin úti á landi. Framtíð- arörlög sumra í hópnum ráðin. Athygli og eftirtekt ungu mann- anna á staðnum þegar nemana bar fyrir augu skerptist. Þráinn var einn af þeim. Rúna fór norður, Þráinn kom suður. Í fyllingu tímans stofnuðu þau fallegt heimili, eignuðust börnin fjögur og voru einstaklega samhent við það sem bar að hönd- um. Ást og gagnkvæm virðing ein- kenndi samband þeirra alla tíð. Saumaklúbbarnir héldu okkur saman. Rúna kom meðan hún gat og við söknum hennar eftir að hún treysti sér ekki lengur til að koma. Kynnin við makana jukust og við fylgdumst grannt með afkom- endum hver annarrar í „hollinu“. Rúna var einörð og skoðana- föst, hjá henni var aldrei neitt af því bara, hún hafði gjörhugsað málin og tekið afstöðu sem ekki var auðbreytt. Samtímis var hún einkar við- kvæm, var alltaf kalt, hafði óþol og ofnæmi fyrir ýmsu. Það er sennilega ofviða okkur hinum að skilja til hlítar þann sem þannig líður. Sorgum og andstreymi var tekið af æðruleysi. Við minnumst boðanna á heim- ili foreldra Rúnu í reisulega hús- inu við Tjarnargötu, í sumarbú- stað þeirra við Elliðavatn. Menning, umhyggja og hlýleiki í fyrirrúmi. Vinnuferðanna til endurbóta Kvennabrekku. Ferðarinnar í Veiðihúsið í Laxárdal, orlofshúsin á Flúðum. Ótal veitingahúsaferða og veisluhalda. Boðsins til þeirra Þráins í fallega sumarbústaðinn fyrir austan, þar sem við skondr- uðum á eftir Þráni upp um alla móa til þess að sjá allan gróður- inn. Þvílíkar viðtökur. Ekki síst mun áttræðisafmælið hennar vekja bjarta og hlýja minningu. Hún var svo falleg og fín, brosleit og glöð að undrum sætti. Að loknu þessu erfiða sjúkdómastríði þar sem Þráinn og þeirra nánustu hafa sýnt ein- stakan styrk og reisn sendum við þeim öllum okkar innilegustu vin- akveðjur og biðjum þeim farsæld- ar og gæfu um ókomna tíð. F.h. „hollsins“ okkar, Jóna Valgerður Höskuldsdóttir. Guðrún Briem Ástkær frændi minn og vinur er látinn. Að setjast niður við að skrifa minningargrein um hann Sveina eins og hann var alltaf kallaður er ekki einfalt. Sveini var einstakur maður trúr sjálf- um sér og öðrum, Sveini var fyrst og fremst Strandamaður sem þótti vænt um hið góða svo og náttúruna þar sem hann ólst upp. Sveini ólst upp í Litlu-Ávík í stórum barnahópi sem öll lifa hann nema móðir mín Halla sem dó langt fyrir aldur fram. Þegar ég var í sveit hjá ömmu í Litlu-Ávík var Sveini í raun farinn að heiman þó svo að her- bergið hans væri alltaf til reiðu þegar hann kom. Það var alltaf mikið fjör í kringum Sveina og Sveinbjörn Sveinbjörnsson ✝ SveinbjörnSveinbjörnsson fæddist í Litlu-Ávík í Árneshreppi 15. október 1944. Hann lést á sjúkraskýlinu í Bolungarvík 12. maí 2012. Útför Svein- bjarnar fór fram frá Ísafjarð- arkirkju 18. maí 2012. þótti honum sérlega gaman að stríða mér og mér svo sem leiddist það ekki, enda fékk hann stríðnina borgaða til baka og þá helst tvöfalda. Það er margs að minnast frá þessum árum hvort sem ég fékk að fara með honum á sjó eða annað, mér er sérlega minnis- stætt eitt sumar að það komu margir gestir til ömmu, við Sveini vorum sendir út í hlöðu til að sofa í ullinni sem var þar fyrir, og mikið reyndi hann að segja mér draugasögur það kvöldið og fram á nótt svo að ég mundi nú örugglega þurfa að fara inn til ömmu vælandi um að í hlöðunni geti ég ekki sofið, auðvitað sofnuðum við báðir í mýksta rúmi sem við höfðum nokkurntíma sofið í. Það urðu mikil þáttaskil í lífi Sveina þegar hann kynnist Ingi- björgu Skúladóttur frá Ljótunn- arstöðum, það endaði með því að þau stofnuðu heimili þar og byrjuðu búskap. Hjá þeim var ég mjög mikið bæði mér til skemmtunar svo og að hjálpa við búskapinn eins og ég gat, reyndar bjó ég svo um skeið hjá þeim þegar ég var að vinna í sláturhúsunu á Borðeyri, það var gott að vera hjá þeim Ingu og Sveina, en nú eru þau bæði fallin frá, Inga fyrir nokkrum árum á besta aldri. Á Ljótunnarstöðum varð Sveini fyrst var við veikindi sín sem hrjáðu hann svo alla tíð en það var Parkinson. Frá Ljótunn- arstöðum fluttu þau að Norð- urfirði í Árneshreppi og byrjuðu að byggja þar allt upp með mikl- um sóma, bæði nýtt fjárhús svo og hlöðu vélaskemmu o.fl. Þegar maður hugsar til baka þá sér maður hvað hann Sveini frændi var bæði ákveðinn svo og ósér- hlífin í allri þessari uppbyggingu orðinn svo veikur af Parkinson, það eru bara heljarmenni sem mundu þrjóskast svona áfram. Hverjum öðrum en Sveina hefði dottið í hug að setja niður hellur, svo og bönd o.fl. til að hann gæti gengið á milli húsa og í versta falli þurfti svo líka að sparka í hælana á honum svo að hann kæmist af stað, Guð minn góður, hvað hann var erfiður á þessum árum, hann vildi ekki gefast upp og gerði það heldur aldrei. Í öllum þessum veikindum sínum gafst hann aldrei upp. Að- eins einu sinni á ævinni sá ég Sveina vonsvikinn en það var eftir að hann kom úr aðgerð frá Svíþjóð sem hann svo og við öll vorum svo vongóð um að hann fengi bata við, þó ekki nema svo- lítinn. Elsku besti vinur minn, nú ert þú kominn á æðri stað og þar færð þú hvíldina sem þú átt svo skilið. Guð mun taka á móti þér opnum örmum. Skúli, Ása, Sveinbjörg og börn, sendi ykkur mínar samúðarkveðjur Rafn og fjölsk. Elsku Sveini minn, það er margs að minnast. Þegar þú veiktist kom ég alltaf til ykkar Ingu í Norðurfjörð II í Árnes- hreppi sem þú seldir ferðafélag- inu. Þar eru margar skemmti- legar gönguleiðir, t.d. upp á Drangajökul. Ég kom í Norður- fjörð og hjálpaði til með hey- skapinn, ég man alltaf þegar þú og Siggi fóruð á rekann á litlu trillunni með drumba í eftirdragi og fulla trilluna af rekavið, stundum kom ég með á skak. Þú sagðir mér frá þegar þið Guð- mundur í Stóru-Ávík funduð sprengiefni í fjörunni og þið gerðuð sprengjuna virka, þú varst fluttur með brunasár með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Þeg- ar mamma Halla veiktist var ég hjá ömmu Dísu í Litlu-Ávík fyrstu tvö árin mín og síðan fram að fermingu. Elsku Skúli, Sveinbjörg og börn, ég sendi ykkur mínar sam- úðarkveðjur. Heimir Guðjónsson. ✝ Okkar elskulega SVEINFRÍÐUR H. SVEINSDÓTTIR, Reykjahlíð, verður jarðsungin frá Skálholtskirkju laugar- daginn 2. júní kl. 14.00. Sveinn Ingvarsson, Katrín Andrésdóttir, Magnús Gunnarsson, Steinunn Ingvarsdóttir, Ólafur Hjaltason, Erna Ingvarsdóttir, Þorsteinn Hjartarson og fjölskyldur. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður, ömmu, langömmu og tengdamóður, JÓHÖNNU SIGRÚNAR INGÓLFSDÓTTUR. Þórunn Friðriksdóttir, Zophónías Hróar Björgvinsson, Madi Björgvinsson, Svali H. Björgvinsson, Inga Sigrún Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KAREN VILBERGSDÓTTIR, Grænumörk 5, andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurlands þriðjudaginn 22. maí. Útförin fer fram frá Eyrarbakkakirkju laugardaginn 2. júní kl. 14.00. Pétur H. R. Sigurðsson, Guðrún Gunnarsdóttir, Vilbergur Prebensson, Margrét St. Kristinsdóttir, Ólafur Prebensson, Anna Baldursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SVEINBJÖRN ÓLAFSSON rennismiður, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði miðvikudaginn 30. maí. Útförin verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 5. júní kl. 15.00. Borghildur Þorláksdóttir, María Sveinbjörnsdóttir, Steen Jörgensen, Trausti Sveinbjörnsson, Ingveldur Einarsdóttir, Margrét Ólöf Sveinbjörnsdóttir, Þórir Steingrímsson, Ásta Sveinbjörnsdóttir, Ólöf Þóra Sveinbjörnsdóttir, Erla Sveinbjörnsdóttir, Grétar Páll Stefánsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.