Morgunblaðið - 01.06.2012, Page 37

Morgunblaðið - 01.06.2012, Page 37
✝ BergþóraGunnbjört Kristinsdóttir fæddist á Síðu í Refasveit í Aust- ur-Húnavatns- sýslu 17. febrúar 1933. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Skjóli 22. maí 2012. Hún var dóttir hjónanna Kristins Bjarnasonar, f. 19.5. 1892, d. 12.7. 1968 og konu hans Guðfinnu Ástdís- ar Árnadóttur, f. 19.11. Sigríði Margréti Sigurðar- dóttur, þau eiga þrjú börn, Stellu Ingibjörgu, Sigurð Grétar og Hrannar Má. 3) Gréta, f. 2. desember 1958, gift Kristjáni Knútssyni, þau eiga fimm syni, Benedikt Bjarna, Knút, Martein, Kristján Tómas og Hjört Ágúst. 4) Ásta, f. 4. maí 1960, gift Sigmari Arnari Steingrímssyni, þau eiga þrjú börn, Arndísi Auði, Gunnbjörtu Þóru og Hjört Stein. Langömmubörnin eru sjö, Niels Salómon, Magnús Örn, Svava Björg, Hilmar Birgir, Harpa Dagbjört og Almar Jökull. Útför Bergþóru Gunn- bjartar fer fram frá Árbæj- arkirkju í dag, 1. júní 2012 og hefst athöfnin kl. 15. 1903, d. 5.10. 1990. Bergþóra gift- ist 17. febrúar 1958 Benedikt Bjarna Kristjáns- syni, f. 26. sept- ember 1935, d. 7. maí 2009. Börn: 1) Svava, f. 16. desember 1954, gift Guðmundi Birgi Salómonssyni og eiga þau þrjú börn, Bergþóru, Ágúst Örn og Ragnhildi. 2) Ágúst, f. 10. maí 1956, kvæntur Hún Bergþóra Gunnbjört tengdamamma er fallin í valinn. Undanfarið misseri eða svo hefur hún háð ein- vígi við slyngan andstæðing – hann margreyndur í slík- um væringum en hún ný- græðingur. Þó leikurinn væri ójafn kom uppgjöf aldrei til álita heldur tók hún fast á móti og hörfaði aldrei. Þegar náðarhöggið óumflýjanlega kom var lík- aminn lúinn, en hugsunin tær. Fyrir Bergþóru var fjöl- skyldan í fyrirrúmi, einkum barna- og barnabörnin sem hún studdi dyggilega. Fram í andlátið var hún með fulla yfirsýn yfir hvað ættingj- arnir voru að sýsla og naut þess að miðla fréttum af hverjum og einum. Þegar nú er horft til baka er mér ljós- ara en áður að Bergþóra var sá grunnur sem hver stór- fjölskylda þarfnast. Hún var orðheldin, traust kona og sérstaklega hógvær. Vann hljóðlega og eins og oft vill vera um slíkt fólk er það hlutskipti þess að bæta úr því sem aflaga fer hjá þeim sem hæst láta. Á ferðalögum okkar fjöl- skyldunnar um landið, þeg- ar eltast þurfti við góða veðrið, var óþarfi að leggja á sig að rýna í veðurspár. Eitt símtal til Bergþóru dugði til að hægt var að ákveða næstu áfanga í ferð- inni. Hvort halda skyldi kyrru fyrir eða taka strikið eitthvað annað. Þannig var Bergþóra, ætíð til staðar og tók þátt í lífi barna sinna. Einmitt á þann hátt kynnt- ist ég henni fyrst – á plan- inu fyrir utan Sigtún eftir dansleik, þar sem hún var á rúntinum með dætrunum. Nokkrar stríðnislegar at- hugasemdir sendi hún stráknum sem var að reyna við dótturina og svo hlógu þær allar dátt. Bergþóra var ein af stelpunum. Hvíli hún í friði. Sigmar Arnar Steingrímsson. Þegar við systkinin hugs- um um ömmu Bergþóru streyma fram hlýjar og góð- ar minningar. Bestu minn- ingarnar eru án efa frá öll- um útilegunum sem við fórum í með ömmu og afa, út um borg og bý á hús- bílnum góða sem tók stakkaskiptum í gegnum ár- in. Heima sá amma til þess að bókin Gagn og gaman var dregin fram snemma á lífs- leiðinni. Við lærðum allt um Ara og Sísí sem sá sól og fyrir tilstuðlan ömmu vorum við læs áður en skólagangan hófst. Amma hélt áfram að kenna okkur í gegnum lífið, hvernig best væri að þræða orm á öngul, hvernig ætti að gera heimsins bestu kjöt- súpu og hvernig stoppa ætti í sokka. Amma var líka ynd- isleg vinkona og hana var gott heim að sækja hvort sem okkur vantaði góð ráð eða bara til að spjalla. Hún var ávallt til staðar og betri ömmu er ekki hægt að hugsa sér. Við geymum margar yndislegar minning- ar um hana sem fjarsjóð í hjörtum okkar. Takk fyrir allt elsku amma okkar. Hvíl í friði. Ó hve einmana ég er á vorin þegar sólin strýkur blöðum trjánna líkt og þú straukst vanga minn forðum og þegar ég sé allt lifna og grænka minnist ég þess að þú gafst einnig lífi mínu lit og þegar ég sé sólina speglast í vatninu speglast minningin um þig í hjarta mínu og laufgast á ný. (Björg Elín Finnsdóttir) Arndís Auður, Gunnbjört Þóra og Hjörtur Steinn Sigmarsbörn. Nú hefur mín kæra systir fengið hinstu hvíld eftir bar- áttu við krabbamein. Bar- áttan var háð af dugnaði enda lífsvilji og heimþrá mikil. Kraftur hennar gegn þessum vágesti ásamt blindu í nokkur ár var ótrú- legur. Þegar Badda systir fædd- ist var ekki gott í ári hjá foreldrum okkar, þau höfðu hafið búskap í Vestmanna- eyjum 1928 en flutt norður í Vatnsdal á æskustöðvar föð- ur okkar 1931. Þegar Badda fæddist fór pabbi á vertíð til Eyja en vegna vegalengdar og ófærðar kom hann mömmu og elstu systur fyr- ir heima hjá foreldrum ljós- móðurinnar í öruggt skjól. Það er einkennileg tilviljun að ég fann í gömlu dóti frá foreldrum okkar kvittun fyrir greiðslu meðlags fyrir veru þeirra mæðgna þar. Faðir okkar starfaði margar vertíðir hjá Gísla Johnsen í Eyjum frá því hann var ungur maður enda oft einu peningarnir sem menn sáu á árinu, allt annað var reiknað í ærgildum. Aftur fluttu þau til Eyja og bjuggu þar til 1940, þar fæddumst við yngri systurn- ar tvær. Þá fluttum við að Borgarholti í Biskupstung- um, þar bjó fjölskyldan í 10 ár. Við systurnar fjórar ól- umst upp við gott og skemmtilegt heimilislíf. Vinnan var oft mikil og eng- inn auður í ranni en æsku- minningar bjartar. Það var margt gert sér til skemmt- unar, allt heimatilbúið af nægjusemi, kveðist á og búnir til leikir, einnig var sungið mikið. Faðir okkar átti orgel og var lærður org- anisti, hann hafði fimm kvenraddir á heimilinu og söng sjálfur bassa, þetta var okkur öllum til skemmtunar á síðkvöldum í afskekktri sveit. Svo var það handa- vinnan okkar meðan pabbi las framhaldssögur. Badda var ákaflega dug- leg og sterk alla tíð. Hún var mikil hestakona á yngri árum og tamdi hesta, þar af tvo sem hún átti sjálf, Röð- ull var fyrri hesturinn og Yrpa sem var góðhestur, hennar síðasta hross. Ung að árum fór hún að starfa við Íþróttaskólann í Hauka- dal að vetrum en réð sig í kaupavinnu á sumrin, t.d.var hún tvö sumur í Bræðratungu og eitt sumar að Króki. Síðan lá leiðin til Reykja- víkur, þar sem hún fór að starfa á Hressingarskálan- um og við tvær leigðum okk- ur litla íbúð, ég var í skóla og ýmissi vinnu sem til féll en hún í vaktavinnu. Við urðum mjög nánar, áttum allt saman og unnum fyrir okkar nauðþurftum. Þessi ár voru góð ár. Síðar breytti hún um starf og fór að vinna í Sanitas og þar kynntist hún Benedikt Kristjánssyni sem síðar varð eiginmaður hennar, þá fann ég fyrir afbrýðisemi, þá var ég ekki lengur númer eitt. Svona er maður eig- ingjarn ungur. En ég tók hann í sátt og við urðum mestu mátar. Ég hef mest minnst bernsku Böddu, við höfum undanfarna mánuði rifjað upp þann tíma og hún hafði ánægju af. Samt finnst mér ég hafa talað en hún brosað. Badda var alltaf að hugsa um aðra, hún var mín sterka stoð á yngri árum. Hún var manni sínum og börnum styrkur alla tíð. Börnin hennar hafa metið það og þakkað með umhyggju og kærleika til hinstu stundar. Að leiðarlokum þakka ég fyrir að hafa átt svo fórn- fúsa konu að systur. Blessuð sé minning henn- ar. Hrafnhildur Kristinsdóttir. Bergþóra Gunn- björt Kristinsdóttir MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2012 Nýverið lézt sú ágæta kona Hrönn Andrésdóttir eftir erfiða sjúkdómsbaráttu. Það er ekki sjálf- gefið að við lifum öll til eilífðarnóns eins og við höldum of. Veruleikinn kemur inn í dæmið og klippir á. Ég man eiginlega aldrei eftir „Hrönsu“ öðru vísi en brosandi þau ár sem við vorum saman í Hlíða- skóla. Þær sátu á fremsta bekk stöllurnar Anna Sigurðardóttir og Hrönn og komst maður auðvitað ekki hjá því að sjá og aðallega heyra í þeim. Ég kom í bekkinn 12 ára E beint frá Svíþjóð og mér skilst að kenn- arar hafi verið búir að undirbúa bekkinn undir það að nú myndi koma nýr drengur og að menn hafi verið beðnir um að taka mér vel og skilja að ég kæmi úr töluvert öðru vísi umhverfi en var hér á Íslandi á þeim árum. Það er ávallt erfitt að koma inn í nýtt umhverfi en þetta tókst alveg ágætlega og bekkjar- félagarnir bezta fólk, sem ég þekki flest enn í dag. Eitthvað er þó farið Hrönn Andrésdóttir ✝ Hrönn Andrés-dóttir fæddist í Reykjavík 11. mars 1950. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 16. apríl 2012. Útför Hrannar fór fram frá Frí- kirkjunni í Reykja- vík 25. apríl 2012. að sjá á árganginum og er til dæmis hinn ágæti Hilmar Hauks- son horfinn frá okkur og nú Hrönn. Hrönn, Anna og Jensína voru miklir mátar man ég og hélzt sú vinátta þeirra alla tíð. Hrönn vann við bókhalds- störf, konan á bak við tjöldin, hjá stóru fyr- irtæki og stóð sína plikt af alúð. Ár- in 1962-1963 voru umbrotaár fyrir íslenzkan æskulýð. Menn fóru úr einhæfri fatatízku, gúmmískóm, Cebo-strigaskóm og nankinsbux- um og peysum yfir í támjóa skó, mjó bindi, skyrtur og bítlapeysur af ýmsum gerðum og hlustuðu allir á Bítlana eða Dave Clark Five. Þegar ég lít til baka sé ég að dvöl mín í Hlíðaskólanum var eldskírn, en líka einstakt tækifæri til að kynnast góðu fólki. Hrönn var svo sannarlega ein af þeim og geymi ég vel minninguna um þegar ég hitti hana í síðasta sinn hressa í bragði en greinilega þjáða. Hún kallaði til mín og var þetta sama gjallandi, aðeins ögrandi ljúfa röddin og ég man eftir úr barna- og unglinga- skólanum. Hrönn lifir í minningunni og þakka ég fyrir að hafa kynnst henni og hennar vinum og sendi sterkar samúðarkveðjur til fjöl- skyldu hennar. Friðrik Á Brekkan. ✝ GunnlaugurOddsen Gunn- laugsson (Gulli) fæddist í Reykja- vík 17. september 1931. Hann lést á sjúkrahúsi í Stant- horpe í Ástralíu 22. maí 2012. Foreldrar hans voru Sesselja Sig- ríður Þorkelsdóttir, f. 2. októ- ber 1909, d. 26. september 1950 og Gunnlaugur Oddsen Vilhjálmur Eyjólfsson, f. 14. ágúst 1909, d. 17. febrúar 1951. Systur Gulla voru Dag- mar, f. 25. júní 1930, d. 16. apríl 1997, Aðalheiður, f. 3. október 1932, d. 5. júní 2001, Erla, f. 7. mars 1937, Sólveig, f. 29. september 1939. Gulli flutti um tvítugt til Sandgerðis þar sem hann kynntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Lilju Sæbjörnsdóttur, f. 16. október 1935. Foreldrar hennar voru Sæbjörn Þór- arinsson, f. 25. apríl 1886, d. 22. september 1973 og Ásta Laufey Guðmundsdóttir, f. 15. febrúar 1905, d. 20. des- ember 1973. Börn Gulla og Lilju eru Sædís, f. 26. september 1954, d. 18. janúar 1993, Inga, f. 26. febrúar 1957, stúlka, f. 1958, d. 1958, Erla, f. 14. mars 1960, Gunn- laugur Pálmi, f. 20. apríl 1962. Gulli flutti með fjölskyldu sína til Ástralíu 1968 og sett- ist þar að til frambúðar. Barnabörnin eru 15 og barna- barnabörnin 18. Útför Gunnlaugs verður í Stanthorp í Ástralíu í dag, 1. júní 2012, kl. 10.30. Elskulegur bróðir okkar er látinn í Ástralíu. Gulli bróðir fluttist til Sandgerðis rúmlega tvítugur þar sem hann kynntist konu sinni og bjuggu þau þar í nokkur ár. Eftir að börn þeirra fæddust fluttu þau til Reykja- víkur og vann Gulli ýmis störf. Síðasta starf hans var húsvörð- ur í Hátúninu og þar tóku for- lögin yfir. Óskilapóstur hafði legið þar um tíma og þar á meðal var auglýsingabæklingur um kynningarfund fyrir áhuga- samt fólk um nýtt líf í Ástralíu. Gulli fór á fundinn og 1968 tók fjölskyldan sig upp og flutti al- farin til Ástralíu. Afkomendur Gulla og Lilju í Ástralíu eru nú 36. Eftir 21 árs fjarveru komu þau til Íslands til árs dvalar en fjarvera frá börnum og fjöl- skyldum var þeim erfið og styttu þau dvölina í fjóra mán- uði. Þau voru búin að skipu- leggja aðra ferð til Íslands nú í sumar og ættingjar hlökkuðu mikið til að hitta þau en ferðin breyttist í mun lengri ferð hjá Gulla við fráfall hans eftir stutt veikindi. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Vald. Briem) Við kveðjum elskulegan bróður og móðurbróður með miklum söknuði og hann mun alltaf eiga stóran stað í hjarta okkar. Við sendum Lilju og fjölskyldu innilegar samúðar- kveðjur. Biðjum góðan Guð að vaka yfir þeim og vernda. Erla, Sólveig og systrabörn. Látinn er móðurbróðir minn, Gunnlaugur Oddsen Gunn- laugsson, í Stanthorpe í Queensland. Gulli, eins og hann var alltaf kallaður, ólst upp í vesturbænum í Reykjavík en hóf síðar búskap með eiginkonu sinni, Lilju Snæbjörnsdóttur í Sandgerði. Ég man eftir heimili þeirra í Hátúni þar sem þau bjuggu ásamt börnum sínum fjórum, Sædísi, Ingu, Erlu og Gulla Pálma en þau voru öll á svipuðum aldri og við systkinin og því vinsælt að heimsækja þau og alltaf fengum við mjög hlýjar móttökur. Á árinu 1968 var aflabrestur og gengisfellingar í kjölfarið. Aukið atvinnuleysi varð til þess að margir Íslendingar ákváðu að freista gæfunnar í Ástralíu og þar á meðal Gulli og Lilja. Mér er mjög minnisstæð kveðjustundin, sem var okkur krökkunum erfið, því þrátt fyr- ir ævintýraljómann af því að þau væru að flytjast til fjar- lægrar heimsálfu þá lá það líka í loftinu að það gætu liðið mörg ár þar til endurfundir yrðu. Samskiptum var haldið við fyrst og fremst með árlegum jólakortum og myndum þar sem mjög dýrt var þá að hringja til Ástralíu. Gulli og Lilja fluttust oft á milli staða í leit að nýjum atvinnutækifær- um þannig að það var farið að grínast með það á Íslandi fyrir hver jól hvort að þau væru ekki örugglega komin með nýtt heimilisfang. Það má segja að Gulli hafi verið ævintýramaður í sér, alltaf tilbúinn að prófa eitthvað nýtt. Marga í fjöl- skyldunni á Íslandi langaði að heimsækja Gulla, Lilju og börnin í Ástralíu en fáir létu verða af því enda um 17 þúsund km vegalengd að ræða. Móð- ursystir mín, Dagmar, fór þó þrisvar í heimsókn og Erla móðursystir mín einu sinni og tóku þær mikið af myndum á 8 mm filmu sem öll fjölskyldan naut góðs af. Árið 1989 komu þau Gulli og Lilja í heimsókn til Íslands í boði Aðalheiðar og Georgs, systur og mágs Gulla, en gamla Ísland togaði alltaf í þau. Við komu þeirra til Íslands urðu miklir fagnaðarfundir eftir 21 árs fjarveru frá Íslandi. Ætlun þeirra var að dvelja eitt ár á Ís- landi en börnin og barnabörnin í Ástralíu toguðu í þau og héldu þau sátt heim á leið eftir 4 mánaða dvöl – heimahagarnir lágu nú í Ástralíu. Á síðastliðnu ári varð Gulli áttræður og fengu þau Lilja flugmiða til Íslands í afmæl- isgjöf frá börnum sínum og barnabörnum. Fjölskyldan á Íslandi var farin að hlakka til endurfundanna nú í sumar en í mars síðastliðnum fengum við þær sorglegu fréttir að Gulli væri orðinn alvarlega veikur. Því miður náði hann ekki að heimsækja sitt gamla föðurland aftur. Eftir 44 ára búsetu Gulla og Lilju í Ástralíu hefur stór ættbogi skotið þar rótum. Von- andi gefst okkur, frænkum og frændum, tækifæri á að kynn- ast betur í náinni framtíð. Ég minnist móðurbróður míns sem brosmilds og hlýlegs frænda með stríðnisglampa í augum. Fallinn er frá góður drengur en góðar minningar lifa. Ég og börnin mín, Sóley María og Einar Páll, sendum okkar innilegustu samúðar- kveðjur yfir hálfan hnöttinn til Lilju, Ingu, Erlu, Gulla Pálma og allrar fjölskyldunnar. Sigríður Einarsdóttir og fjölskylda. Gunnlaugur Oddsen Gunnlaugsson Gjótuhrauni 8, 220 Hafnarfirði Sími: 571 0400, legsteinar@gmail.com GRANÍT OG LEGSTEINAR Fallegir legsteinar á einstöku verði Frí áletr un Gjótuhrauni 8, 220 H fnarfirði Sími 571 400 ranit@granit.is Mikið úrval Allir legsteinar á kr. 75.000,- Miðhra n 22 b, 210 G ð bæ, í i 571 4 0 granit granit.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.