Morgunblaðið - 01.06.2012, Qupperneq 40
40 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2012
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Garðar
Tökum garðinn í gegn!
Klippingar, trjáfellingar, beða-
hreinsanir, úðanir og allt annað sem
við kemur garðinum þínum.
Áratuga reynsla, skilvirk vinnubrögð
og umfram allt hamingjusamir
viðskiptavinir.
20% afsláttur eldri borgara.
Garðaþjónustan: 772-0864.
Ferðalög
Frí rúta-Humarhlaðborð - Vorferð
Frí rúta fyir hópa, 30 plús á humar-
hlaðborð,
Humarveitingastaðurinn Hafið Bláa
Aðeins 35 mín. frá Reykjavík
Sími 483 1000 - www.hafidblaa.is
Gisting
Orlofsíbúðir - Hótel Sandafell
Njótið náttúrufegurðar Dýrafjarðar.
Orlofsíbúðir til leigu og hótelgisting.
Sími 456 1600.
gisting@hotelsandafell.com
Sumarhús
Sumarhúsalóðir í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir í
kjarrivöxnu landi Vaðness í Grímsnes-
og Grafningshreppi. Allar nánari
upplýsingar í síma 896-1864.
Rotþrær, vatnsgeymar og alvöru
moltugerðarkassar
Rotþrær og siturlagnir. Heildarlausnir
- réttar lausnir. Vatnsgeymar frá 300
til 50.000 lítra. Lindarbrunnar.
Borgarplast.is
Mosfellsbæ. S. 561 2211.
9 fm vandað bjálkahús
úr þéttum viði – fæst með eða án
þakefnis. Verð kr. 374.900,-
www.kofaroghus.is – s. 857-7703.
Lyngborgir.is. Sumarhúsalóðir
Til sölu eignarlóðir í Grímsnesi.
Stærðir 5800 fm-8700 fm, gott verð.
75 km frá Rvík.
Uppl. sími 8629626 - 8683592
- lyngborgir.is.
Sumarhúsalóðir í Kjósinni
Til sölu sumarhúsalóðir í landi
Möðruvalla 1 (Norðurnes) í Kjós.
Nánari upplýsingar á
www.nordurnes.info og í símum
561 6521 og 892 1938.
Sumarhús - Gestahús
- Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla -
Endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892 3742 og 483 3693,
www.tresmidjan.is
Tómstundir
Fótboltaspil 120cm
Flott fyrir heimili og í sumar-
bústaðinn. Kr. 38.100.
Fínt að reisa upp eftir notkun,
kemst alls staðar fyrir .
www.pingpong.is
Suðurlandsbraut 10 (2. h.),
108 Reykjavík. Sími 568 3920.
Til sölu
Finnsbúð 15, Þorlákshöfn
Til sölu skemmtileg eign í
Þorlákshöfn. Stutt er í skóla og aðra
þjónustu. Um er að ræða hús sem er
byggt 2005. Raðhús sem er 150 fm að
stærð, innangengt er í bílskúr sem er
30 fm. Upplýsingar í síma 899 0452.
Blekhylki og tónerar
í flestar gerðir prentara, 50-70%
ódýrari, öll hylki framleidd af
ORINK.
Blekhylki.is, Fjarðargötu 11,
Hafnarfirði, sími 517-0150.
Óska eftir
KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR
Kaupum allt gull. Kaupum silfur-
borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar-
leg viðskipti. Aðeins í verslun okk-
ar Laugavegi 61. Jón og Óskar,
jonogoskar.is - s. 552-4910.
KAUPI GULL!
Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða-
meistari, kaupi gull, gullpeninga og
gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt,
gamalt og illa farið.
Leitið til fagmanns og fáið góð ráð.
Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000
eða komið í Pósthússtræti 13 (við
Austurvöll).
Verið velkomin.
Þjónusta
MÓÐUHREINSUN GLERJA
Er komin móða eða raki á milli
glerja? Móðuhreinsun ÓÞ.
Sími 897 9809.
Nú er rétti tíminn fyrir
trjáklippingar og fellingar
Látið fagmenn okkar nostra við
garðinn þinn. Öll almenn
garðþjónusta á einum stað.
577 4444
www.gardalfar.is
Bátar
Galeon 610
Mjög vel með farinn 5,9 m með
Yamaha F150 (150hp) og kerru til
sölu. 5,9 milljónir. Sími 894 9757.
sharppc1500@hotmail.com
http://www.flickr.com/pho-
tos/55033696@N02/sets/721576298
59539710/
Vörubílar
Bíll til sölu
Man 35 - 430. Árg. des. 2004. Ekinn
143 þús. Álpallur, loftpúðar aftan,
smurstöð, góð dekk, dráttarkrókur,
rafdrifið segl. Leyfileg hlassþyngd
tæp 20 tonn. Mjög góður bíll. Tilboð
óskast. Einn eigandi, sími 893 7065.
Bílar óskast
Bílalíf • Kletthálsi 2 • www.bilalif.is
bílasala
...í bílum erum við sterkir!
☎ 562 1717
Skráðu bílinn
þinn frítt hjá
bilalif.is
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Hjólbarðar
Tilboð á dekkjum
155 R 12 kr. 6.900.
135 R 13 kr. 5900.
165 R 13 kr. 6.900.
155 R 13 kr. 7.900.
165/70 R 13 kr. 7.900.
185/70 R 13 kr. 7900.
Kaldasel ehf., Dalvegi 16 b,
201 Kópavogi, s. 544 4333.
Kebek - Nama heilsársdekk
Pakkatilboð 4 dekk + vinna
185/55 R 14 kr. 59.600
195/65 R 15 kr 54.400
205/65 R 16 kr. 71.000
215/55 R 16 kr. 75.400
205/50 R 17 kr. 75.600
215/55 R 17 kr. 82.400
235/45 R 17 kr. 85.560
225/55 R 17 kr. 95.600
225/65 R 17 kr. 97.160
Kaldasel ehf., Dalvegi 16 b,
201 Kópavogi, s. 544 4333.
Blacklion sumardekk -
pakkatilboð
195/65 R 15 kr. 52.900.
205/55 R 16 kr. 63.000.
4 dekk + vinna.
Kaldasel ehf. dekkjaverkstæði
(á móti Kosti),
Dalvegi 16 b Kópavogi,
s. 544 4333.
Rýmingarsala á vörubíladekkjum
315/80 R 22.5 75.000 + vsk.
13 R 22.5 kr. 39.500 + vsk.
12 R 22.5 kr. 39.500 + vsk.
11 R 22.5 kr. 36.600 + vsk.
425/65 R 22.5 kr.78.885 + vsk.
1100 R 20 kr. 39.500 + vsk.
1200 R 20 kr. 39.500 + vsk.
205/75 R 17 kr. 23.745 + vsk.
8.5 R 17.5 kr. 34.900 + vsk.
.Kaldasel ehf. hjólbarðaverkstæði
Dalvegi 16 b, Kópavogi,
s. 544 4333.
Kaupi silfur
Vantar silfur til bræðslu og endur-
vinnslu.
Fannar verðlaunagripir.
Smiðjuvegi 6, rauð gata, Kópavogi
fannar@fannar.is - s. 551-6488
Bílavörur
Við bróðurbörn
Guðrúnar Árnadótt-
ur kölluðum hana í æsku alltaf
Nunnu. Hún var ströng og ákveð-
in en ákaflega hjartahlý frænka.
Einhverju sinni vorum við í heim-
sókn á Barónsstígnum og lá mik-
ið á að fara heim til Keflavíkur og
ég gleymdi að kveðja Nunnu og
Ásmund, ég var minntur á það
næst er ég kom á Barónsstíginn
hvort ég ætlaði að kveðja núna.
Eftir það gleymdist aldrei að
kveðja þau.
Þegar við systkinin eltumst
breyttist Nunnu-nafnið í Gunnu,
hún lét sér það í léttu rúmi liggja
á meðan við vorum ung. En þegar
hún komst að því að félagar mínir
og vinir kölluðu mig Kidda var
hún ekki alveg sátt við það og
taldi að ég ætti ekki að leyfa nein-
um að uppnefna mig heldur halda
mig við þau nöfn sem ég var
Guðrún
Árnadóttir
✝ Guðrún Árna-dóttir fæddist á
Stórahrauni,
Eyrarbakkahreppi,
Árnessýslu 3. júní
1916. Hún lést 8.
maí 2012.
Guðrún var
jörðuð í kyrrþey
15. maí 2012.
skírður, eftir það
kallaði ég hana aldr-
ei annað en Guð-
rúnu.
Ég bjó í kjallar-
anum á Baróns-
stígnum meðan ég
stundaði nám í
Reykjavík um 5 ára
skeið. Þar kynntist
ég hversu miklir
heimsborgarar þau
hjónin voru en þó
enn meiri Íslendingar. Sannkall-
aðir sælkerar á lífið og tilveruna.
Á Barónsstígnum voru þjóðmálin
rökrædd og skipst á skoðunum
um menn og málefni. Rabarbar-
agrauturinn var oft súr og með
miklum rjóma. Eitt af því mik-
ilvæga sem Guðrún kenndi mér
var að lífið væri miklu meira ef
maður lifði því lifandi og tæki
þátt í samfélaginu og gerði gagn.
Takk fyrir lífið og vináttuna og
vertu blessuð, Guðrún.
Kristinn Þór Jakobsson.
Guðrún Árnadóttir hjúkrunar-
kona kvaddi þennan efnisheim 8.
maí síðastliðinn. Mig langar að
minnast hennar, má segja að ég
hafi fengið hana í arf, því hún var
vinkona móður minnar. Ég öf-
undaði mömmu af þessari vin-
konu sem ég horfði á í æsku með
lotningu því hún var einstaklega
skýr með mikið höfuðljós og lit-
ríka sólaráru.
Svo þegar móðir mín kvaddi
þetta jarðlíf urðum við vinkonur.
Þótt hún væri 20 árum eldri en ég
var það enginn munur því hún
var svo ung í anda, forvitin og
kát. Sumarið 1986 er hún var um
áttrætt bauð hún mér í bíltúr
austur í Lón með viðkomu á Höfn
í Hornafirði. Hún vildi sýna mér
gott fólk og huldufólk, en þar var
krökkt af alls konar huldum ver-
um. Það eru ekki margir sem
bera virðingu fyrir innri víddum
náttúrunnar. Nú er hún komin
inn í þessa ljósheima og getur
endurnýjað kunningsskapinn.
Takk fyrir vináttuna, góða
ferð, kæra Guðrún
Erla Stefánsdóttir.
Látin er öldruð vinkona okkar,
Guðrún Árnadóttir hjúkrunar-
kona. Kynni okkar hófust þegar
við komum í heimsóknir hjá
skyldfólki í nýbyggðum sum-
arbústað austur í Grímsnesi um
1980. Nágrannar í einum af
næstu bústöðum voru Guðrún og
eiginmaður hennar, Ásmundur
Sigurðsson. Báðar þessar fjöl-
skyldur voru frumbyggjar í sum-
arhúsahverfi austan Sogsins í
landi Norðurkots. Guðrún og Ás-
mundur byggðu sinn bústað uppi
á hæð nálægt Kolgrafarhól og
nefndu Kolgrafarkot. Guðrún
frænka Guðjónsdóttir og Krist-
ján Jóhannsson byggðu sinn bú-
stað handan vegarins spölkorn
frá og nefndu hann Ljósaland.
Allt frá upphafi sumarhúsabú-
skapar við byggingar- og rækt-
unarstörf, var mikill samgangur
milli þessara nágranna, þær
nöfnur og eiginmenn þeirra áttu
margt sameiginlegt og góður vin-
skapur var með þessu fólki alla
tíð. Guðrún og Ásmundur voru
afar duglegt og afkastamikið
ræktunarfólk og má glöggt sjá
handarverk þeirra enn í dag, því
öll sú stóra lóð sem umlykur bú-
staðinn þeirra er þakin þéttum og
hávöxnum skógi, sannkallaður
unaðsreitur í skjóli trjágróðurs,
runna og blómskrúðs. Húsið
byggðu þau Ásmundur að mestu
sjálf og hann hlóð eldstæðið góða,
frá því barst hlýja og ylur sem
einkenndi bústaðinn og húsráð-
endur.
Þegar við hjónin keyptum bú-
stað frændfólksins í Ljósalandi,
var Ásmundur látinn og var Guð-
rún eftir það ein í sínum bústað.
Undi hún hag sínum hvergi bet-
ur, kom á vorin um svipað leyti og
farfuglarnir og var fyrir austan
allt sumrið og fram á haust, þeg-
ar fuglar og upp komnir ungar
flugu sína leið.
Guðrún var einstök kona og
einkar ljúfur nágranni, vinskapur
okkar við hana hélst allan þann
tíma sem hún treysti sér austur í
Grímsnes. Við kölluðum hana
„Guðrúnu á Hólnum“. Oft var
komið við hjá henni, gjarnan bara
til að kanna hvernig hún hefði
það. Og hún kom yfir til okkar,
stundum þegar aðstoðar eða
greiðvikni var þörf. Hún var afar
gestrisin og höfðingi heim að
sækja. Þegar hún bauð okkur til
sín var vel veitt í mat og drykk,
ekki gleymist laxinn sem hún
fékk beint frá Selfossbændum.
Stundum þeginn kaffisopi og eitt-
hvað gott með, oft dropi af góðri
veig í glasi. Hún var heimsmann-
eskja og aristókrat. Hafði yndi af
ferðalögum, innan lands sem ut-
an. Náttúruunnandi og umhverf-
issinni, gekk á fjöll og jökla á
yngri árum. Fjölfróð var hún og
mundi tímana tvenna og þrenna,
kunni frá mörgu að segja. Ákveð-
in var hún í skoðunum og sagði
sína meiningu um menn og mál-
efni, umbúðalaust og gat kveðið
fast að orði. Harðsnúin var hún í
stjórnmálum, gallhörð vinstri-
manneskja, hafði kynnst mörg-
um stjórnmálamönnum á þeim
tíma þegar Ásmundur vann að
ýmsum landsmálum og sat á Al-
þingi.
Nú er Grímsnesdrottningin
okkar búin að kveðja. Flogin suð-
ur yfir heiði, og það á vordögum.
Horfin til feðra sinna og mæðra.
Hennar verður lengi saknað, ekki
síst austur þar. Og seint munu
gleymast minningarnar hlýju um
einstaka heiðurs- og sómakonu,
góðan og ljúfan granna.
Ættingjum og fjölskyldu Guð-
rúnar sendum við hugheilar sam-
úðarkveðjur.
Svanfríður og Njáll.
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is
má finna upplýsingar um inn-
sendingarmáta og skilafrest.
Einnig má smella á Morgunblaðs-
lógóið efst í hægra horninu og
velja viðeigandi lið.
Skilafrestur | Sé óskað eftir birt-
ingu á útfarardegi þarf greinin að
hafa borist á hádegi tveimur virk-
um dögum fyrr (á föstudegi ef út-
för er á mánudegi eða þriðju-
degi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, jafnvel þótt
grein hafi borist innan skilafrests.
Lengd | Hámarkslengd minning-
argreina er 3.000 slög. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda stutta
kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem aðstandendur
senda inn. Þar kemur fram hvar
og hvenær sá sem fjallað er um
fæddist, hvar og hvenær hann
lést og loks hvaðan og hvenær út-
förin fer fram. Þar mega einnig
koma fram upplýsingar um for-
eldra, systkini, maka og börn, svo
og æviferil. Ætlast er til að þetta
komi aðeins fram í formálanum,
sem er feitletraður, en ekki í
minningargreinunum.
Minningargreinar