Morgunblaðið - 01.06.2012, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 01.06.2012, Qupperneq 42
42 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2012 Ég verð með smávegis veislu með um 30 gestum, dönsurum ogöðrum góðum vinum,“ segir afmælisbarn dagsins, Þyri HuldÁrnadóttir. Hún er kvartaldar gömul í dag og ætlar að gera vel við sig í tilefni dagsins. Hann mun byrja á gómsætum morgun- mat með kærastanum, „ætli við fáum okkur ekki grískt jógúrt með hunangi, jarðarberjum og bláberjum“. Þyri er dansari í Íslenska dansflokknum, og líkar starfið vel. „Maður getur ekki ímyndað sér neitt betra en að vinna við áhugamálið sitt. Ég vinn líka með frábær- um hóp og það er alltaf gaman að mæta í vinnuna.“ Í sumar mun Þyri breyta til og vinna við skapandi sumarstörf. „Ég og vinkona mín, Rakel Jónsdóttir, munum í samstarfi við Rauða krossinn end- urhanna gömul föt og benda fólki á nýtingarmöguleika í stað þess að henda flíkunum.“ Þyrí er einstaklega lunkin saumakona og hönn- uður og eyðir stórum hluta frítímans í að hanna flíkur. Hæfileik- arnir spurðust út og skyrtur sem hún hannaði seldust eins og heitar lummur. Aðspurð um eftirminnilegt afmæli er hún ekki lengi að draga fram átakamikla minningu. „Í fyrra endaði afmælið með danskeppni þar sem einn braut tönn og annar fékk skurð á hökuna.“ Áverkarnir hlutust að sögn Þyriar af tilraunum til að gera „orm- inn“. Ekki þarf að spyrja að því hver stóð uppi sem sigurvegari, „enda á náttúrlega að leyfa afmælisbarninu að vinna“, segir Þyri og hlær. gudrunsoley@mbl.is Þyri Huld Árnadóttir 25 ára Fjölhæf Þyri Huld er atvinnudansari og hönnður í hjáverkum. Hún er einnig mörgum kunn úr þáttunum Dans, dans, dans. „Braut tönn í danskeppni“ D ana fæddist á Akureyri og ólst þar upp og í Óð- insvéum í Danmörku. Hún var í Þelamerk- urskóla, Humlehave Skole í Óðinsvéum og Tornbjerg Gymnasium í Óðinsvéum, stundaði nám við Menntaskólann á Egils- stöðum og lauk þaðan stúdentsprófi 1992, sinnti hestatamningum í Húna- vatnssýslu í eitt ár, stundaði síðan nám í dýralækningum við Den Kongelige Veterinær- og Landbohøj- skole í Kaupmannahöfn og lauk það- an prófum í dýralækningum árið 2002. Fluttu heim og keyptu jörð Dana flutti til Svíþjóðar árið 2000 og starfaði þar við dýralækningar á árunum 2002-2004. Auk þess sinntu þau hjónin innflutningi og sölu á ís- lenskum hestum í Danmörku og Sví- þjóð á árunum 1996-2004. Dana varð héraðsdýralæknir í Austurlandsumdæmi nyðra 2004 og gegndi því embætti til 2011 en hefur síðan verið sjálfstætt starfandi dýra- læknir á Iðavöllum á Fljótsdals- héraði. Dana og eiginmaður hennar, Guð- röður, festu kaup á jörðinni Hrygg- stekk í Skriðdal árið 2005 og hafa stundað þar hrossarækt síðan. Þau voru auk þess með um þrjú hundruð fjár að Hryggstekk þegar mest var en eru nú með um tuttugu fjár. Hrossaræktin hefur þó allan tímann verið þeirra aðalbúgrein. Dana er í hestamannafélaginu Breiðfaxa og meðlimur í Hrossarækt- arsamtökum Austurlands. Freydís Dana Sigurðardóttir dýralæknir 40 ára Á fjórhjólinu Fjölskyldan í girðingarvinnu. Frá vinstri: Snorri, Bil, Guðröður, Salvör og Gunni frændi. Dýralæknirinn Dana Dana Dýralæknirinn, einbeitt á svipinn, í vinnunni. Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Reykjavík Emma Ósk fæddist 16. júlí kl. 9.27. Hún vó 3.820 g og var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru Ágústa Sig- urlaug Guðjónsdóttir og Jón Kristinn Ragnarsson. Vestmannaeyjar Andrea fæddist 7. nóvember kl. 18.51. Hún vó 3.910 g og var 53 cm löng. Foreldrar hennar eru Kristjana Sif Högnadóttir og Ágúst Sævar Einarsson. Nýir borgarar „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Opnunartímar: Mánudaga til föstudaga 9-18 og laugardaga 11-14 Smiðjuvegur 6 (rauð gata) // 200 Kópavogur // Sími 567 7777 // parketbudin.is ÞAÐ DETTUR ALLT Í DÚNALOGN Heimsins besta parketundirlag fæst nú á Íslandi • Hentar bæði í fljótandi lögn og til niðurlímingar • Framúrskarandi kostur fyrir samlímt, gegnheilt, eða harðparket • 21db hljóðdempun milli hæða • 33% dempun í rými • Verndar og minnkar álag á allar læsingar parkets eða harðparkets • Mesta pressa sem um getur eða 1/10 úr mm • Dúkurinn er léttur, sterkur og meðfærilegur í notkun • Dúkurinn er einstaklega rakaþolinn og þarf ekki rakaþolið plast undir The FloorMufflertm er verkfræðilegt undur, hannað til að mæta og fara fram úr kröfum markaðarins um hljóðdempun og pressu. KYNNINGARTILBOÐ Á FLOORMUFFLER Tilboðsverð: 790 kr. pr. m2 Fullt verð: 1.313 kr. pr. m2 Meðan birgðir endast

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.