Morgunblaðið - 01.06.2012, Page 43
ÍSLENDINGAR 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2012
Hross, náttúran og bókmenntir
Dana segist hafa áhuga á hrossa-
rækt, náttúru Íslands og bók-
menntum: „Við hjónin höfum verið að
atast í hrossum frá 1996. Þegar við
festum kaup á jörðinni Hryggstekk,
keyptum við auk þess rækt-
unarhross. Þá var eiginlega ekki aft-
ur snúið. Maðurinn minn hefur svo
auk þess stundað tamningar og verið
knapi á mótum en ég hef í raun haft
meira en nóg að gera í dýra-
lækningunum.“
„Við ferðumst líka mikið um landið,
einkum á sumrin, og ætlum að fara í
„Víkurnar“ nú í sumar, eyðivíkur
milli Loðmundarfjarðar og Borgar-
fjarðar eystri.“
„Síðan les ég reiðinnar býsn, eink-
um þjóðsögur og um afrek, slysfarir
og íslenska þjóðhætti fyrri tíma. Ég
er alltaf jafn gáttuð á því hvernig
þessi þjóð náði að lifa af þær hremm-
ingar sem hún gekk í gegnum á
öldum áður.“
Fjölskylda
Dana giftist 10.7. 1998 Guðröði
Ágústssyni, f. 12.4. 1966, hrossarækt-
arbónda og hestamanni. Hann er son-
ur Ágústar Guðröðarsonar, f. 24.10.
1944, bónda á Sauðanesi á Langanesi,
og Erlu Bil Bjarnardóttur, f. 12.4.
1947, umhverfisstjóra í Garðabæ.
Börn Dönu og Guðröðar eru Snorri
Guðröðarson, f. 28.11. 1997, nemi; Bil
Guðröðardóttir, f. 14.2. 2006; Salvör
Guðröðardóttir, f. 11.10. 2008.
Albróðir Dönu er Hlynur Atli Sig-
urðsson, f. 26.6. 1973, fram-
kvæmastjóri ISAVA, búsettur í
Hafnarfirði.
Hálfbróðir Dönu, samfeðra, er Sig-
urður Gísli Sigurðsson, f. 22.4. 1987,
búsettur í Tyrklandi.
Hálfbræður Dönu, sammæðra, eru
Óttar Árnason, f. 4.6. 1982, starfs-
maður við álverið á Grundartanga,
búsettur í Reykjavík; Elmar Árna-
son, f. 1.4. 1984, framkvæmdastjóri,
búsettur í Reykjavík; Birkir Árnason,
f. 2.5. 1986, sjómaður, búsettur í
Reykjavík.
Foreldrar Dönu eru Sigurður
Gíslason, f. 20.12. 1949, fyrrv. vinnu-
vélastjóri, búsettur á Egilsstöðum, og
Salvör Jósefsdóttir, f. 19.2. 1955,
skólaliði, búsett í Garðabæ.
Stjúpfaðir Dönu er Árni Ómar Jó-
steinsson, f. 21.10. 1958, starfsmaður
hjá Mannviti.
Úr frændgarði Freydísar Dönu Sigurðardóttur
Salvör Jónsdóttir
húsfr. í Rvík.
Niels Pedersen
verkam. í Rvík.
Tryggvi Stefánsson
skósm. á Akureyri
Sigrún J. Trjámannsdóttir
húsfr. á Akureyri
Helga Gísladóttir
húsfr. á Hvammst.
Marensius Johannesson
í Þrándheimsf. í Noregi
Anna Olava Myhr
húsfr. í Þrándheimsf.
Freydís Dana
Sigurðardóttir
Sigurður Gíslason
fyrrv.vinnuvélastj. á Egilsst.
Salvör Jósefsdóttir
húsfr.
Jósef Tryggvason
b. á Þrastarhóli
Vilborg Pedersen
húsfr. á Þrastarhóli
Elise Hustad
húsfr. á Akureyri
Gísli Eiríksson
viðgerðarm. á Akureyri
Eiríkur Hjartarson
verslunarm. á Hvammst.
Jón Hjartarson
Alþingisvörður
Jóhanna G. Frímanns
frá Brunnastöðum
Hjörtur Jónsson
form. Kaupmannasamt. Ísl.
Sigurður Hjartarson
í Olympíu
Tryggvi Ófeigsson
útgm.
Páll Ásgeir Tryggvason
sendiherra
Hörður Zóphaníasson
fyrrv. skólastj.
Ólafur Þ. Harðarson
prófessor
Tryggvi Harðarson
fyrrv. sveitastj.
Hryssa og folald Hæra frá Ásmund-
arstöðum og Herma frá Hryggstekk.
Dana Hér er dýralæknirinn kominn
úr vinnugallanum og uppáklædd.
95 ára
Katrín Sæmundsdóttir
90ára
Auður Ingvarsdóttir
85 ára
Sigurður Ólafsson
Tryggvi Björnsson
80 ára
Auður Guðbrandsdóttir
Sigursteinn Húbertsson
75 ára
Auður Guðjónsdóttir
Jón Guðmundsson
Sveinn Guðmundsson
70 ára
Guðlaug Óskarsdóttir
Gunnhildur H. Hjörleifs-
dóttir
Hans B. Guðmundsson
Hreinn Pálsson
Jón Þorsteinn Gíslason
Kristín Björnsdóttir
Ríkey Ingimundardóttir
Skúli Skúlason
60 ára
Gerður Garðarsdóttir
Guðmunda B. Þórhallsdóttir
Guðmundur B. Hólm-
steinsson
Gunnar Pálsson
Ingvi Ómar Meldal
Jóhann Jónsson
Jörundur Sveinn Torfason
Kristinn Dagsson
Kristrún Böðvarsdóttir
Margrét Stefánsdóttir
Matthías H. Angantýsson
Svavar Jóhannsson
50 ára
Axel Gíslason
Ásta Sigurðardóttir
Björn Antonius Erlingsson
Elín Magnúsdóttir
Friðjón Hraundal
Halldórsson
Hafdís Aðalsteinsdóttir
Jóhanna Sigurðardóttir
Kristján J. Guðmundsson
Margrét Árdís Ósvaldsdóttir
Sólveig Kjartansdóttir
Steinunn Þorkelsdóttir
Valdimar Birgisson
Þórdís Óladóttir
40 ára
Ása Margrét Einarsdóttir
Elín Helena Petersdóttir
Erlendur Svavarsson
Freydís Dana Sigurðardóttir
Georg Pétur Brekkan
Guðmunda M. Guðmunds-
dóttir
Hafsteinn B. Sveinbjörns-
son
Hildur Gestsdóttir
Inga Sóley Ágústsdóttir
Ísabella Aniela Andrésdóttir
Kjartan Friðrik Sal-
ómonsson
Linda Naabye
Magnús Viðar Árnason
Pétur Örn Bjarnason
Rósa Mjöll Heimisdóttir
Sigurður Rúnar Baldursson
Vilberg Marinó Jónasson
Xiuying Cui
Ævar Örn Jónsson
30 ára
Baldvin Reyr Smárason
Guðrún Harpa Heimisdóttir
Hanna Dögg Maronsdóttir
Kristinn Guðjónsson
Michal Wladyslaw Froese
Til hamingju með daginn
30 ára Katla ólst upp á
Sólheimum í Grímsnesi.
Hún er nemi í kennslu-
fræði við Háskóla Íslands.
Maki Ágúst Óli Hróð-
marsson, f. 1976, starfar
sem áfengis- og vímu-
efnaráðgjafi hjá SÁÁ.
Börn Óli Gunnar, f. 2004,
Einar Bragi, f. 2006, og
Þóra Ingibjörg, f. 2007.
Foreldrar Þorleifur Sí-
vertsen, f. 1956, vinnur
við umönnun fatlaðra á
Sólheimum, og Helga
Kristinsdóttir, f. 1955,
starfar við blómarækt.
Katla Sif
Þorleifsdóttir
30 ára Ómar ólst upp í
Keflavík og Hvalfirði.
Hann er húsasmíðameist-
ari og lauk B.Sc. í bygg-
ingarfræði frá Vitusbering
BTH-háskólanum í Hor-
sens og er löggiltur
mannvirkjahönnuður.
Ómar starfar fyrir sveitar-
félagið Hvalfjarðarsveit.
Sonur Þorleifur Bjarni
Höfðdal, f. 2002.
Foreldrar Kristófer Þor-
grímsson bifvélavirkja-
meistari, f. 1949, og
Ágústa Þorleifsdóttir, f.
1947, heimavinnandi.
Ómar Örn
Kristófersson
Ingibjörg Jóhannsdóttir, skóla-stjóri Húsmæðraskólans áLöngumýri í Vallhólma í Skaga-
firði, fæddist á Löngumýri 1. júní
1905. Hún var dóttir Jóhanns Sig-
urðssonar, bónda á Löngumýri, og
Sigurlaugar Ólafsdóttur húsfreyju.
Ingibjörg átti því láni að fagna að
hljóta haldgóða menntun af hendi for-
eldra sinna en þau voru dugleg að
beina börnum sínum á mennta-
brautina. Faðir Ingibjargar starfaði
sem kennari áður en hann gerðist
bóndi í Skagafirði.
Ingibjörg sótti nokkur námskeið í
garð- og skógrækt áður en hún fór til
Reykjavíkur í Kvennaskólann. Þar
þurfti hún einungis að sitja einn vetur
því hún kom ákaflega vel undirbúin.
Ingibjörg lauk kennaraprófi 1936.
Ingibjörg fór í námsferð til barna- og
húsmæðraskóla í Noregi og Svíþjóð
1938. Þá stundaði hún nám við Hús-
mæðrakennaraskóla Noregs og síðar
í Danmörku og Þýskalandi.
Ingibjörg er verðugur fulltrúi
þeirra kvenna af aldamótakynslóð-
inni sem einsettu sér ungar að vinna
að menntun kynsystra sinna og ryðja
braut nýjum viðhorfum í hússtjórn er
lutu að auknum þrifnaði, mat-
jurtaræktun og fjölbreyttari fæðu.
Ingibjörg tók áskorun Jónasar frá
Hriflu, þáverandi kennslumálaráð-
herra, að taka að sér starf skólastýru
við Húsmæðraskólann á Staðarfelli
árið 1937. Ingibjörg þótti standa sig
með mikilli prýði í þau sjö ár sem hún
stýrði skólanum.
Á lýðveldisárinu 1944 flutti hún aft-
ur heim að Löngumýri og stofnaði
Húsmæðraskóla og var skólastjóri
hans til 1967. Þar þurfti hún að byrja
alveg frá grunni því aðbúnaðurinn
var enginn. Oft gekk erfiðlega að fá
styrki og reyndi hún að mæta þeim
kostnaði sjálf eftir fremsta megni.
Mikil aðsókn var í skólann og útskrif-
uðust um 700 stúlkur í hennar tíð.
Ingibjörg var formaður Skógrækt-
arfélags Skagfirðinga, Kvenfélags
Seyluhrepps og gjaldkeri Kven-
félagasambands Skagafjarðar um
skeið. Hún skrifaði töluvert í blöð og
tímarit, aðallega um uppeldis- og
skólamál.
Ingibjörg lést 9. júní 1995.
Merkir Íslendingar
Ingibjörg Jó-
hannsdóttir
30 ára Þórhalla fæddist
og ólst upp í Reykjavík.
Hún starfar sem verk-
fræðingur hjá Össuri. Hún
nam hátækniverkfræði í
HR.
Maki Björn Ólafur Ingv-
arsson, f. 1969, starfar
hjá CCP sem engineering
manager.
Börn Högni Snær, f.
2002, Ingvar Leó, f. 2008,
og Ylfa Margrét, f. 2011.
Foreldrar Helga Aust-
mann Jóhannsdóttir, f.
1952, og Hörður Alberts-
son, f. 1953.
Þórhalla Aust-
mann Harðardóttir
Grandagarði 8 | Sími: 862 9010 | kokkurinn@kokkurinn.is
veisluþjónusta hinna vandlátu
Kokkurinn hjálpar þér að halda
hina fullkomnu veislu
Árshátíðir
Brúðkaup
Erfidrykkjur
Fermingar
Fundir
Kynningar
Þema
kokkurinn.is
Ferskur fiskur öll
hádegi í Víkinni