Morgunblaðið - 01.06.2012, Síða 44

Morgunblaðið - 01.06.2012, Síða 44
44 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2012 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Líklega var það kona í hrútsmerkinu sem sagði: Súkkulaði, karlmenn, kaffi; sumt er betra sterkt. Trygglyndi þitt er augljóst en hugsanlega vanhugsað. 20. apríl - 20. maí  Naut Allt virðist vaxa þér í augum og fara í taugarnar á þér og að sjálfsögðu nærðu ekki tökum á neinu. Sýndu styrk, tími efasemd- anna líður senn hjá. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú nýtur hæfileika þinna til að eiga samskipti við fólk skriflega eða munnlega í dag. Hikaðu ekki við að tala við yfirmann þinn ef þú ert ekki ánægð/ur. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það lífgar tvímælalaust upp á til- veruna að eiga stund með góðum vinum. Ein- hver kergja er í ungviðinu en hún líður hjá. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það er engin ástæða til að óttast skuld- bindingar. Byrjaðu á þvotta- og ruslahrúg- unum og einbeittu þér að því að gera dvalar- stað þinn fallegri og hagnýtari. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú munt að öllum líkindum fá óvænt- an glaðning af einhverjum toga í dag. Líttu svo á að allir séu að reyna að gera sitt besta með þeim verkfærum sem þeir hafa yfir að ráða. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú hefur ríka hæfileika til þess að fá aðra á þitt band. Kannski kynnist þú fljótlega nýrri manneskju sem á eftir að fylgja þér út lífið. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Nýttu þær hugmyndir sem þú hefur aðgang að til að bæta umhverfi þitt, bæði í vinnunni og á heimilinu. Taktu ákvörð- un um að draga úr ósiðum og reyndu að hlúa betur að jákvæðu þáttunum í skapgerð þinni. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Bolmagn annarra gerir þér kleift að ná lengra á framabrautinni um þessar mundir. Sýndu aðgát í fjármálunum því of mikil bjartsýni kann að verða dýrkeypt. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú ert boðberi hinna góðu tíðinda og þarft ekki að fyrirverða þig þótt þú baðir þig í þakklæti. Gefðu annaðhvort mikið eða heilan helling, ekkert hálfkák þar. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Ef þér líkar ekki hitinn skaltu halda þig frá eldhúsinu, ef svo má segja. Ást- vinir dragast að þér þegar þeir álíta að þú gætir líka þarfnast þeirra. 19. feb. - 20. mars Fiskar Ástvinur vill vera frír og frjáls, láttu það eftir honum, annars færðu hann bara upp á móti þér. Þú hefur náð tökum á ein- hverju og ætlar þér alla leið með það. Það féll í góðan jarðveg þegarvísnagáta birtist í Vísnahorninu á dögunum. Þess vegna verður tek- inn upp sá siður að birta vísnagátu á föstudögum. Faðir minn kenndi mér þessa gátu sem hann segist hafa kunnað frá barnæsku: Allsber gaur sem átti pell á ýmsar hliðar skoppa vann nefinu klórar niður í svell nokkuð gruggótt drekkur hann. Lausnarorðið má finna í lok þáttarins. „Spark“ nefnist ný limru- bók eftir vísindamanninn og líffræð- inginn Sturlu Friðriksson. Hann hef- ur gaman af að kasta fram vísum og limrum á ferðalögum sínum erlendis. Og þykir raunar best að yrkja í rút- um! Sturla yrkir ekki aðeins á ensku, heldur spreytir sig einnig á færeysku í Föroyarslag, sem hefst á erindinu: Mangur hiðan fuglur fer, farið er að heysta. Í ti fagra flokki er flogin Ása – Trausta. Og svo kemur viðlagið: – Lat hann sova á tínum armi, ríka jómfrúva. – Í löngum brag á dönsku um Ann og Janus Paludan bregður fyrir ís- lensku: Í nótt er öll veröldin vor með vinum er stígum við spor. Hver einasta mær er manni svo kær og Ann sínum ambassador. Sturla yrkir ekki aðeins í rútum, heldur kemur andinn yfir hann í há- loftunum. Hann orti limru í Con- corde í flugi frá Hollandi árið 1985: I tried to talk while on board the supersonic Concorde. But what came to my mind was somewhere behind. And I was ahead of the word. Minnir óneitanlega á ensku limr- una góðkunnu um ungu dömuna Bright, sem birtist í Vísnahorni á dögunum: There was a young lady named Bright, whose speed was much faster than light. She set off one day in a relative way and returned on the previous night. Það er siður íslenskra limruhöf- unda að snara limrum á íslensku eða enduryrkja þær. En það verður að teljast frumlegt hjá Sturlu að endur- yrkja enska limru á ensku! Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af allsberum gaur, limrum og andagift í Concorde Lausnarorðið er penni. G æ sa m a m m a o g G rí m u r G re tt ir S m á fó lk H ró lf u r h ræ ð ile g i F er d in a n d VIÐ EIGNUÐUMST TVÍBURA ÉG SÁ ÞAÐ MÉR ÞYKIR ÞETTA LEITT SNOOPY MINN ÉG VEIT EKKI HVORT ÞAÐ LÆTUR ÞÉR LÍÐA BETUR EN MÉR SKILST AÐ SAMBANDSSLIT SÉU BARA PARTUR AF ÞVÍ AÐ VERA TIL HANN HEFUR RÉTT FYRIR SÉR, ÉG ÆTLA EKKI AÐ LÁTA ÞETTA NÁ TIL MÍN ÉG KYNNTIST HENNI Í KEILU- HÖLLINNI GERIRÐU ÞÉR GREIN FYRIR ÞVÍ... ...AÐ FLEST VANDAMÁL Í HJÓNABANDINU OKKAR MÁ REKJA TIL ÞESS AÐ VIÐ HLUSTUM EKKI Á HVORT ANNAÐ HEYRÐIRÐU HVAÐ ÉG SAGÐI!? NEI, VARSTU AÐ SEGJA EITTHVAÐ? Alfreð Gíslason, aðalþjálfari hjáþýska handboltafélaginu Kiel, stendur fremst og hæst allra Íslend- inga um þessar mundir, að mati Vík- verja. Um liðna helgi stýrði hann liði sínu til sigurs í Meistaradeild Evr- ópu eftir að það hafði sigrað í þýsku meistarakeppninni í byrjun tímabils, orðið bikarmeistari og tryggt sér þýska meistaratitilinn. Fernan í höfn á sama tímabilinu og möguleiki á að liðið tapi ekki stigi í deildinni en það á eftir að leika einn leik. x x x Þetta er ótrúlegur árangur. Sumirsegja að við þessu hafi mátt bú- ast þar sem flestir af bestu hand- boltamönnum heims leiki með Kiel. Það er vissulega sjónarmið en til- fellið er að það er ekki nóg að hafa stjörnur heldur er það mikil kúnst að láta þær spila saman sem eina heild. Alfreð kann þá kúnst manna best og þess vegna hefur hann verið eins sigursæll og raun ber vitni í gegnum tíðina. x x x Víkverji hefur fylgst með Alfreðsem leikmanni og þjálfara í um þrjá áratugi. Alfreð hefur aldrei leg- ið á liði sínu og aldrei sætt sig við annað en sigur. Með krafti sínum hefur hann drifið samherjana og lærisveinana hverju sinni áfram og fyrir líðandi tímabil var markmiðið einfalt: Að vinna þrennuna, þ.e. verða þýskur bikarmeistari, Þýska- landsmeistari og Evrópumeistari. Alfreð fagnaði innilega þegar áfang- anum var náð og Víkverji samgladd- ist honum svo sannarlega. x x x Annar íþróttamaður, Eyjamaður-inn Tryggvi Guðmundsson, náði merkum áfanga sl. þriðjudagskvöld, þegar hann sló 25 ára markamet í efstu deild karla í fótbolta. Hann hefur nú gert 127 mörk í efstu deild og er Víkverji sannfærður um að sennilega geti aðeins Tryggvi bætt metið. Ástæðan er sú að bestu menn fara í atvinnumennsku og spila því ekki eins lengi heima, en þess ber að geta að Tryggvi lék reyndar lengi erlendis. Met hans er enn glæsilegra fyrir vikið. víkverji@mbl.is Víkverji Orð dagsins: En hjálparinn, andinn heilagi, sem faðirinn mun senda í mínu nafni, mun kenna yður allt og minna yður á allt það, sem ég hef sagt yður. (Jóh. 14, 25.) Jarðvegsþjöppur - Vatnsdælur - Malbikunarvélar Vinnustaðamerkingar - Vélsópar - Hellulagningatæki A. Wendel ehf - Tangarhöfða 1 - 110 Reykjavík - Sími 551 5464 - wendel.is Tæki til verklegra framkvæmda Stofnað 1957

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.