Morgunblaðið - 01.06.2012, Page 47

Morgunblaðið - 01.06.2012, Page 47
MENNING 47 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2012 Myndlistarmessur – stökkpallur inn á alþjóðlegan myndlist- armarkað nefnist málþing sem haldið verður í Norræna húsinu í dag kl. 15 til 18 á vegum sam- starfsverkefnisins MESSA Vision og er það hluti af myndlistarverk- efni Listahátíðar í Reykjavík, (I) ndependent people, eða Sjálfstætt fólk. Á málþinginu verður kynnt hugmynd að því að halda fyrstu söluráðstefnu myndlistar hér á landi. Málþingið er haldið í kjölfar MESSA Teaser 2011 sem var prufukeyrsla á söluráðstefnu, haldin á Kex Hosteli í fyrra. „MESSA Vision er listamannarek- ið samstarfsverkefni sem leggur áherslu á að kynna þær hug- myndir, nálgun og áherslur og þann verðleika sem myndlistar- messur skapa í myndlistarheim- inum, bæði fyrir myndlistarmenn og almenning“ segir í tilkynningu. Nokkrir fyrirlestrar verða haldnir á málþinginu en heið- ursgestur þess er Andreas Ribb- ung, stofnandi og framkvæmda- stjóri alþjóðlegu myndlistarráð- stefnunnar Supermarket í Stokk- hólmi. Meðal þeirra sem halda fyrirlestra eru Dórothée Kirsch, framkvæmdastjóri Kynningarmið- stöðvar íslenskrar myndlistar og Curver Thoroddsen listamaður. Stjórnandi málþingsins er Hanna Styrmisdóttir, sjálfstæður sýningarstjóri. Framkvæmdafélag listamanna, FRAFL, er frum- kvöðull verkefnisins. Söluráðstefna mynd- listar haldin á Íslandi? Mælir Dorothée Kirch, framkvæmdastjóri KÍM, er meðal mælenda. Morgunblaðið/Ernir Kátínuvísindin nefnist nýtt tónverk eftir Pál Ragnar Pálsson samið við ljóð Eiríks Arnar Norðdahls sem flutt verður í Kaldalóni í Hörpu í dag kl. 17. Flytjendur verksins eru sópransöngkonan Tui Hirv og Duo Harpverk sem skipað er Katie Buckley hörpuleikara og Frank Aarnink ásláttarleikara. „Við Eiríkur höfum þekkst nokk- uð lengi, en þegar ég spilaði með hljómsveitinni Maus á sínum tíma þá vorum við mikið að spila á Ísafirði þaðan sem hann er. Þegar Eiríkur kom til Tallin til að taka þar þátt í bókmenntahátíð þá nefndi ég það við hann hvort ég ætti ekki að semja tónlist við einhver af ljóðunum hans og í framhaldinu sendi hann mér bækur sínar. Þar rakst ég strax á þessi tvö ljóð sem eru eins og hálf- gerð systkin, þ.e. Hýperbólusetning og Parabólusetning, og þau höfðuðu strax til mín. Ímyndunaraflið er svo dásamlega óbeislað hjá Eiríki og þessi ljóð segja manni svo margt án þess að þýða nokkurn skapaðan hlut,“ segir Páll Ragnar sem leggur stund á doktorsnám í tónsmíðum við Tónlistarakademíuna í Eistlandi. Að sögn Páls Ragnars hafa verkin fengið að gerjast yfir lengri tíma. „Hýperbólusetn- ingu samdi ég sumarið 2010 og Parabólusetningu ári síðar. Þetta ár sem leið á milli verkanna tveggja var gríðarlega af- kastamikið og í raun sýna verkin vel hvernig ég þróaðist á þessum tíma. Í Hýperbólusetningu reyndi ég að laga tónlistina að taktinum í textanum og þannig varð verkið eins og röð af litlum einingum þar sem fókusinn er á augnablikinu frekar en heildarmyndinni. Í Parabólusetn- ingu hafði ég hins vegar sama gegn- umgangandi púlsinn undir öllu verk- inu og þó það hljómi mótsagnakennt þá gaf það mér meira frelsi til að vinna með óreiðuna sem ljóðið fang- ar,“ segir Páll Ragnar og bætir við: „Markmiðið er að orkan og sköp- unargleðin í textanum komi fram í tónlistinni. Þannig að hið frjálsa flæði ljóðanna finnist í tónlistinni þar sem hún flýtur áfram í skipu- lagðri óreglu.“ Aðspurður segist Páll Ragnar hafa samið verkin sérstaklega með flytjendurna í huga. „Tui, sambýlis- kona mín, mun syngja verkin á ís- lensku. Það er vissulega ákveðin áskorun, en hún hefur gert það nokkrum sinnum áður auk þess sem hún er mikil tungumálamanneskja,“ segir Páll Ragnar og tekur fram að hann hafi samið nokkur verk á ís- lensku fyrir sambýliskonu sína áður. „Við vinnum ansi mikið saman, höld- um t.d. tónleika undir merkjum Konveier og vinnum oft hugmynda- vinnu saman þegar ég er að semja fyrir aðra,“ segir Páll Ragnar og tekur fram að það séu í raun mikil forréttindi að semja fyrir Tui. „Ég þekki rödd hennar mjög vel og veit hvernig hún hljómar á ýmsum svið- um. Ég fæ hana oft til að syngja fyr- ir mig þegar ég er að semja og spyr hana álits sem er mjög gefandi.“ Þess má að lokum geta að auk verks Páls Ragnar verða á tónleik- unum frumflutt verk eftir Völu Gestsdóttur, Áskel Másson, Pétur Grétarsson og rússneska tónskáldið Andrew Gen. Popoff, en Úlfur Úlf- aldi bætist þá í hóp ofangreindra flytjenda. silja@mbl.is „Tónlistin flýtur áfram í skipulagðri óreglu“  Duo Harpverk og Tui Hirv frumflytja Kátínuvísindin Páll Ragnar Pálsson Hönnunartvíeykið Ostwald Helga- son hlaut í gær hæsta styrk úr vor- úthlutun Hönnunarsjóðs Auroru. Tvíeykið sem skipað er Susanne Ostwald og Ingvari Helgasyni fékk tveggja milljóna króna styrk til þátttöku í tískuvikunni í New York í september nk. Alls var úthlutað tíu milljónum króna, fyrst og fremst til fatahönnuða. Meðal annarra sem hlutu styrk voru Eygló Margrét Lárusdóttir fatahönnuður fyrir áframhaldandi vöruþróun og mark- aðssókn erlendis og María Ólafs- dóttir, Guðrún Ragna Sigurjóns- dóttir og Gréta Hlöðversdóttir fyrir barnafatalínuna As we grow. Morgunblaðið/Styrmir Kári Úthlutun úr Hönn- unarsjóði Auroru Styrkur Ingvar Helgason úr hönnunartvíeykinu Ostwald Helgason, þakkar fyrir sig við úthlutun hæsta styrkjarins úr Hönnunarsjóði Auroru í gær. Afsláttur Laugardaga kl. 11-16 Borðstofuhúsgögn Hvíldarstólar Sófar Hornsófar Sófasett SvefnsófarGarðhúsgögn við lokum versluninni Les Misérables - Vesalingarnir (Stóra sviðið) Fös 1/6 kl. 19:30 Lau 9/6 kl. 19:30 Lau 16/6 kl. 19:30 Lau 2/6 kl. 19:30 Sun 10/6 kl. 19:30 Fim 21/6 kl. 19:30 Fös 8/6 kl. 19:30 Fös 15/6 kl. 19:30 Fös 22/6 kl. 19:30 Fimm stjörnu stórsýning! Síðasta sýning 22. júní. Dagleiðin langa (Kassinn) Sun 3/6 kl. 19:30 Fim 7/6 kl. 19:30 Mið 6/6 kl. 19:30 Lau 16/6 kl. 19:30 Allra síð.sýn. Eitt magnaðasta fjölskyldudrama 20. aldarinnar. Síðustu sýningar. Afmælisveislan (Kassinn) Fös 1/6 kl. 19:30 Lau 1/9 kl. 19:30 Lau 2/6 kl. 19:30 Sun 2/9 kl. 19:30 Eitt vinsælasta verk Pinters. Sýningar í september komnar í sölu. Kristján Eldjárn - minningartónleikar (Stóra sviðið) Fim 7/6 kl. 20:00 Allur ágóði rennur í minningarsjóð Kristjáns Eldjárn Gamli maðurinn og hafið (Kúlan) Fös 8/6 kl. 19:30 Sun 10/6 kl. 19:30 Fös 15/6 kl. 19:30 Lau 9/6 kl. 19:30 Fim 14/6 kl. 19:30 Brúðusýning fyrir fullorðna eftir Bernd Ogrodnik. Listahátíð 2012 Glymskrattinn (Þjóðleikhúskjallarinn) Fös 1/6 kl. 22:30 Lau 2/6 kl. 22:30 Sun 3/6 kl. 16:00 Danssýning eftir Melkorku Sigríði og Sigríði Soffíu Níelsdóttur. Listahátíð 568 8000 | borgarleikhus.is Tengdó – HHHHH–JVJ. DV Svar við bréfi Helgu (Nýja sviðið) Fös 1/6 kl. 20:00 aukas Þri 5/6 kl. 20:00 aukas Lau 9/6 kl. 20:00 20.k Lau 2/6 kl. 20:00 17.k Mið 6/6 kl. 20:00 19.k Sun 10/6 kl. 20:00 lokas Sun 3/6 kl. 20:00 18.k Fös 8/6 kl. 20:00 aukas Byggt á metsölubók Bergsveins Birgissonar. Hrífandi saga um þrá og eftirsjá Rómeó og Júlía (Stóra svið ) Sun 3/6 kl. 20:00 Fös 8/6 kl. 20:00 Sun 10/6 kl. 20:00 aukas Ógleymanleg uppfærsla Vesturports. Síðustu sýningar! Tengdó (Litla sviðið) Sun 3/6 kl. 20:00 Fös 8/6 kl. 20:00 lokas Sönn saga. Í samstarfi við CommonNonsense. Síðustu sýningar! Bastards - fjölskyldusaga (Stóra sviðið) Fös 1/6 kl. 20:00 Lau 2/6 kl. 20:00 Í samstarfi við Vesturport ofl. Aðeins þessar sýningar á Listahátíð Beðið eftir Godot (Litla sviðið) Fös 1/6 kl. 20:00 Lau 2/6 kl. 20:00 Lau 9/6 kl. 20:00 lokas Tímamótaverk í flutningi pörupilta

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.