Morgunblaðið - 18.06.2012, Page 1

Morgunblaðið - 18.06.2012, Page 1
Glatt á hjalla á þjóðhátíðardeginum Gleðin var við völd í gær þegar þjóðhátíðardagurinn var haldinn með skrúðgöngum, ávörpum, dansi og skemmtunum af ýmsu tagi. Hátíðahöldin í Reykjavík hófust að vanda með samhljómi kirkjuklukkna, guðs- þjónustu í dómkirkjunni, hátíðardagskrá á Aust- urvelli og skrúðgöngu í kirkjugarðinn við Suðurgötu þar sem blómsveigur var lagður að leiði Jóns Sigurðssonar. Eftir skrúðgöngu frá Hlemmi niður Laugaveg færðist fjör í leikinn með barna- og fjölskyldu- skemmtunum í miðborginni. Á myndinni dansa börn í þjóðbúningum á Árbæjarsafni. Morgunblaðið/Ómar M Á N U D A G U R 1 8. J Ú N Í 2 0 1 2  Stofnað 1913  140. tölublað  100. árgangur  EVRÓPUMÓTIÐ HEFUR GENGIÐ FRÁBÆRLEGA OLÍUTUNNUR URÐU AÐ BARNALEST HEF ÞÖRF FYRIR AÐ SKAPA ÞVÍ LISTIN AUÐGAR LÍFIÐ TOMMI TOGVAGN 10 OLIVIER MANOURY 26GEIR VIÐ EFTIRLIT Í VARSJÁ 2 Baldur Arnarson Ingvar P. Guðbjörnsson „Ég tel að það sé orðið löngu tíma- bært að við ljúkum þingfundum. Það er hægt að ljúka þingi á einum degi,“ segir Ásta Ragnheiður Jóhannes- dóttir, forseti Alþingis, um stöðuna. Hún vill ekki ræða dagsetningar í þessum efnum og bendir á að réttur til þingfrestunar sé hjá Jóhönnu Sig- urðardóttur forsætisráðherra. Virði lög sem um þingið gilda Spurð hvernig henni hugnist þing í júlí kveðst hún ekki hrifin af því. „Lögbundið sumarleyfi þingsins er frá 1. júlí til 10. ágúst. Að sjálf- sögðu vil ég virða lög sem um þingið gilda. Það er ekki minn vilji að það sé verið að funda hér í sumar. Svo má minna á að innsetning forseta í emb- ætti fer fram í Alþingishúsinu 1. tala þar bara fyrir mína hönd,“ sagði Steingrímur sem áskilur sér rétt fyr- ir hönd VG til að endurskoða ESB- umsóknina, í ljósi umbrotanna í Evr- ópu. Ólöf Nordal, varaformaður Sjálf- stæðisflokksins, segir ríkisstjórnina hafa komið alltof seint fram með vanbúin mál, slík vinnubrögð séu að hennar mati ekki boðleg. „Það gengur ekki að ef ríkis- stjórnin kemur ekki sínum málum fram eigi þingið að halda áfram út í hið óendanlega.“ Magnús Orri Schram, þingflokks- formaður Samfylkingar, sagði „ekk- ert að frétta af þinglokum“ en vildi að öðru leyti ekki ræða stöðuna. Formaður Framsóknarflokksins telur ótækt að þing starfi nánast fram að forsetakosningum. MStaðan á Alþingi »4 og 9 ágúst og það þarf að gera tímafrekar ráðstafanir og breytingar í húsinu fyrir þá athöfn. Á meðan þær standa yfir er ekki hægt að halda þingfundi. Því vonast ég til að mönnum takist að ná samkomulagi um að ljúka þinginu á morgun [í dag].“ „Verður ekki hleypt lengra“ Steingrímur J. Sigfússon segir ekki koma til greina að láta undan kröfum minnihlutans í lykilmálum, þ.m.t. sjávarútvegsmálinu, til að greiða fyrir samþykkt um þinglok. „Það væri þvílíkur ábyrgðarhluti að gera það og kemur auðvitað ekki til greina. Nú held ég að þau verði að fara að átta sig á því að þau hafa sótt þetta það langt að þeim verður ekki hleypt lengra … Annaðhvort fæst botn í þetta á einum til þremur næstu dögum eða sumarþing blasir við. Þannig met ég stöðuna, en ég Vill ekki þingfundi í júlí  Þingforseti vísar til lögbundins sumarleyfis starfsmanna  Formaður VG segir ekki verða hvikað frá áætlun á þingi  Björgunar- sveitir frá Borgarfirði, Akranesi og höfuðborg- arsvæðinu ásamt þyrlu frá Landhelgisgæslunni voru kall- aðar út rétt fyrir kl. 22 í gærkvöldi til leitar að manni sem talið er að hafi fallið fyrir borð á gúmmíbáti í Borgarfirði. Maðurinn fannst í Mið- fjarðarskeri og var bjargað um borð í þyrluna um klukkan 23. Hann var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík, en ekki var vitað um líðan hans er blað- ið fór í prentun. Dóttir mannsins var með honum í för og komst hún af eigin rammleik í land í einni af Borgareyjum skammt frá Borgarnesi, þar sem báturinn fannst. Þau voru bæði í flotbúningi. Feðginum bjargað úr Borgarfirði Tveir forsetaframbjóðendur telja að tafir á störfum þings- ins geti haft neikvæð áhrif á kosningabaráttuna. Ari Trausti Guðmundsson segir umræður um störf þings- ins á vissan hátt koma niður á baráttunni og Andrea Jóhanna Ólafsdóttir telur þingið geta truflað baráttuna en kosið verður 30. júní. Þó óttast Herdís Þorgeirs- dóttir að áherslan á störf þingsins geti takmarkað að- gang frambjóðenda að fjöl- miðlum. Þóra Arnórsdóttir tel- ur rétt að gera þinghlé. »8 Hlé verði gert á þingi SÝN FRAMBJÓÐENDA Íhaldsflokkurinn Nýtt lýðræði virð- ist hafa farið með nauman sigur af hólmi í grísku þingkosningunum í gær. Antonis Samaras, formaður flokksins, stefnir að því að mynda nýja ríkisstjórn eins fljótt og auðið verður. Hann sagði að Grikkir myndu standa við skuldbindingar sínar gagnvart alþjóðastofnunum. Þetta voru aðrar þingkosningarn- ar í landinu á fjörutíu dögum en ekki tókst að mynda starfhæfa meiri- hlutastjórn eftir fyrri kosningarnar sem fóru fram í maí. Vinstriflokkurinn Syriza, sem er á móti neyðarlánum Evrópusam- bandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins, vann mikið á og hlaut næstflest atkvæði. Flokknum hafði jafnvel verið spáð sigri í kosningunum og óttast hafði verið að það gæti þýtt að Grikkir þyrftu frá að hverfa í evru- samstarfinu. »15 AFP Úrslit Stuðningsmaður Nýs lýðræð- is fagnar sigri í gærkvöldi. ESB and- ar léttar  Andstæðingar neyð- arlána unnu mikið á  Spurn eftir æðardúni er mikil um þessar mundir og hefur verð farið hækkandi frá árinu 2010. Ef fram heldur sem horfir fer verðmæti út- flutts æðardúns yfir hálfan milljarð á árinu. Mest af dúninum er flutt út til Japans og er hann m.a. notaður í hágæðasængur sem kosta 2-5 millj- ónir króna í verslunum í Japan. Æðarvarp telst til hlunninda á um 400 býlum og af hreinsuðum dún fást um og yfir þrjú tonn. 160-300 þúsund krónur fást fyrir kílóið. Vor- ið var gott fyrir æðarbændur víðast hvar, en hret í maí gerði þó strik í reikninginn hjá einhverjum bænd- um á norðanverðu landinu. »6 Gott vor og dúnn fyrir hálfan milljarð Hugað að hreiðri Óðinn Ívarsson og Sig- ríður Hanna Sigurðardóttir í Norðurkoti. Ljósmynd/Guðbjörg Helga  Eftir miklu er að slægj- ast með því að halda stór- ar alþjóð- legar ráð- stefnur hér á landi. Þannig má áætla að gestir á ráð- stefnu Norræna vegtækni- sambandsins í Hörpu í síðustu viku hafi skilið eftir um 160 milljónir króna hér á landi í veitingahúsum, verslunum og öðrum þjónustufyr- irtækjum. Ef flugfélög og hótel eru talin með gæti ráðstefnan hafa skil- að þjóðarbúinu í heild um 300 millj- ónum króna. Þegar er farið að bóka og skipuleggja ráðstefnur á árinu 2017. »12 300 milljónir í kass- ann frá tæknifólki

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.