Morgunblaðið - 18.06.2012, Page 2
VIÐTAL
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
„Maður fann strax að stemningin
var ekki sú sama og hún var áður.
Bílarnir eru ekki skreyttir eins og
þeir voru. Það hefur slegið á stemn-
inguna hjá fólkinu. Þetta voru mikil
vonbrigði,“ segir Geir Þorsteinsson,
formaður Knattspyrnusambands Ís-
lands, um stemninguna hjá pólsku
þjóðinni eftir að lið þeirra var á
laugardag slegið út úr riðlakeppni
Evrópumóts landsliða í knatt-
spyrnu.
Pólverjar og Úkraínumenn eru
gestgjafar mótsins að þessu sinni.
Geir er staddur í Varsjá sem eft-
irlitsmaður Evrópska knattspyrnu-
sambandsins UEFA. „Þó að maður
verði að gæta hlutleysis hefði verið
gaman að sjá gestgjafana komast
lengra áfram,“ segir hann.
Krefjandi leikir í Varsjá
UEFA hefur eftirlitsmann í
hverri borg þar sem leikir fara fram
á mótinu og hefur Geir fylgst með
leikjum í Varsjá þar sem höf-
uðstöðvar mótsins eru. Alls fara
fimm leikir fram í borginni en þrem-
ur þeirra er þegar lokið. Einn leikur
í 8 liða úrslitum fer svo fram þar auk
annars undanúrslitaleiksins.
Í starfi Geirs felst aðallega að
undirbúa leiki með liðunum sem
keppa hverju sinni og gæta að ör-
yggismálum á vellinum.
„Svo er eitt helsta starfið að vera
hlutlaus aðili evrópskrar knatt-
spyrnu og skila skýrslu um fram-
gang leiksins, framkomu leikmanna,
forráðamanna liðanna og áhorf-
enda,“ segir hann.
Geir segir að leikirnir í Varsjá
hafi verið krefjandi en þar fór opn-
unarleikurinn meðal annars fram og
mikil áhersla lögð á að hann færi
snurðulaust fram. Þá var mikil
spenna í kringum leik Rússa og
heimamanna í riðlakeppninni og
kom til átaka á milli stuðnings-
manna liðanna. Þurfti lögregla að
beita gúmmíkúlum á ólátaseggina
auk þess sem á annað hundrað
manns voru handteknir.
„Vissulega urðu ólæti í borginni
en framkvæmdin á vellinum tókst
vel fyrir utan nokkur smávægileg
atvik. Þetta voru einangraðir litlir
hópar, bullur að mínu viti og glæpa-
lýður sem efndi til slagsmála. Hin
99% voru bara fólk sem var komið til
að skemmta sér og fylgjast með fót-
bolta,“ segir Geir.
Opin og spennandi keppni
Hinir hefðbundnu vestrænu fjöl-
miðlar hafa að mörgu leyti gefið upp
ranga mynd af framkvæmd mótsins
í þessum tveimur fyrrverandi aust-
antjaldslöndum að sögn Geirs. Leik-
irnir í Varsjá fara fram á nýbyggð-
um þjóðarleikvangi sem Geir segir
með þeim glæsilegri í Evrópu. Fyrir
utan ólætin hafi mótið gegnið frá-
bærlega bæði í Póllandi og Úkraínu.
„Fótboltinn hefur verið fínn. Það
hefur enginn leikur verið markalaus.
Það er mjög gaman að upplifa það
að fyrir síðustu umferðina í riðla-
keppninni voru aðeins tvö lið úr leik
svo fjórtán lið áttu ennþá möguleika
á að komast í 8 liða úrslit. Það sýnir
bara jafnræðið í keppninni og að hún
er opin og spennandi,“ segir hann.
„Evrópumótið
hefur gengið
frábærlega“
Formaður KSÍ við eftirlit í Varsjá
Eftirlit Geir stendur vaktina á þjóð-
arleikvangi Pólverja í Varsjá.
FRÉTTASKÝRING
Ingvar P. Guðbjörnsson
ipg@mbl.is
Innbrot í hesthús hafa verið tíð á und-
anförnum vikum og mánuðum. Í gær-
morgun komst upp um innbrot í sex
hesthúsum á Hellu, þaðan sem stolið
var hnökkum, reiðtygjum og verð-
mætum járningatækjum. Þjófarnir
voru vandlátir og stálu verðmætari
hnökkum, reiðtygjum og járninga-
tækjum. Þá höfðu þeir fyrir því að
taka ístöð og ólar af hnökkum og
skilja eftir í hnakkageymslunum.
Taka málin í sínar hendur
Í mars á þessu ár var farið ráns-
hendi um hesthúsahverfið á Selfossi
og nýlega greindi mbl.is frá því
hvernig hesthúsaeigendur á Selfossi,
Eyrarbakka, Stokkseyri, Hveragerði
og í Þorlákshöfn ætla, í samstarfi við
lögreglu og viðkomandi sveitarfélög,
að verjast ágangi þjófa og jafnvel að
leggja fyrir þá gildrur. Þar verður
komið upp nágrannavörslu og öll bíl-
númer sem heimsækja hverfin skráð
niður. Þá verður aðgengi að þeim
hverfum takmarkað og komið fyrir
eftirlitsmyndavélum.
Í samtali við hesthúsaeigendur á
Hellu kom fram að brugðist verði
svipað við þessari árás á hverfið þar
og er unnið að því að koma upp
myndavél í hverfinu sem í dag hefur
takmarkað aðgengi með einstefnu.
Í júní var tilkynnt um innbrot í þrjú
hesthús í Víðidal í Reykjavík og einnig
nýlega í Mosfellsbæ.
Í janúar 2011 var lagt hald á yfir
þrjátíu hnakkar sem fjórir einstak-
lingar höfðu stolið víða á höfuðborg-
arsvæðinu. Samkvæmt 264. grein al-
mennra hegningarlaga bíður þess
sem gerist uppvís að því að kaupa þýfi
allt að tveggja ára fangelsisvist.
Hægt að örmerkja hnakka
Eftir innbrotin á Hellu kom upp
umræða um hvaða leiðir væru tækar
til að merkja hnakkana þannig að auð-
velt væri að bera kennsl á þá. Þekkt er
í hrossarækt að örmerkja hross og
með sömu tækni er hægt að merkja
alla hnakka á öruggan hátt. Þannig
er með einfaldri leið hægt að bera
kennsl á viðkomandi hnakk og rekja
hann til rétts eiganda. Eini hæng-
urinn er sá að til þess að þetta
virki þarf að vera miðlægt
kerfi sem geymir upplýs-
ingar um eigendur og
heldur utan um lögmæt
eigendaskipti.
Áfram farið ráns-
hendi um hesthús
Hestamenn skipuleggja þjófavarnir vegna tíðra innbrota
Ljósmyndir/Sigurður Kristinn Guðbjörnsson
Fóru ránshendi Á vinstri mynd sést austari hluti hesthúsgötunnar á Hellu. Ekki var farið í neitt hús í vestari hlut-
anum. Á hinni sjást í hrúgu ístöð, gjörð og ístaðsólar sem þjófarnir tóku af hnökkum á staðnum og skildu eftir.
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 2012
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir
Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
B
irt
m
eð
fy
rir
va
ra
um
p
re
nt
vi
llu
r.
H
ei
m
sf
er
ð
ir
ás
ki
lja
sé
r
ré
tt
til
le
ið
ré
tt
in
g
a
á
sl
ík
u.
A
th
.a
ð
ve
rð
g
et
ur
b
re
ys
t
án
fy
rir
va
ra
.
Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Akureyri • Sími 461 1099 • www.heimsferdir.is
5.-12. september
Fararstjóri: Trausti Hafsteinsson
Gönguferð á Tenerife
kr.196.800
á mann í tvíbýli
225.800 í einbýli
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
•
N
M
53
0
43
Tenerife er afar vinsæll áfangastaður og sannarlega spennandi valkostur
fyrir vandláta göngumenn. Dvalið er á góðu hóteli í bænum Puerto del
la Cruz á norðurströnd Tenerife.
Daglega verður farið í göngur um fjölbreytt og fagurt landsvæðið þar
sem útsýnið er oft á tíðum stórkostlegt. Einnig er farið í dagsferð til
nágrannaeyjunnar La Gomera og gengið um Garajonay-þjóðgarðinn.
Innifalið: Flug, skattar, gisting á 3* hóteli með hálfu fæði. Akstur til og frá flugvelli. Gönguferðir
samkvæmt dagskrá. Dagsferð til La Gomera ásamt hádegisverði. Íslensk fararstjórn miðað við
lágmarksþátttöku 16 manns.
Sprengja sprakk í bíl í Kópavogi í
gærmorgun með þeim afleiðingum að
bíllinn skemmdist og rúða brotnaði í
nálægu húsi.
„Þetta var í [gær]morgun um
fimmleytið og talsvert hár hvellur
heyrðist víða,“ sagði Friðrik Smári
Björgvinsson, yfirmaður rannsóknar-
deildar lögreglunnar á höfuðborgar-
svæðinu, um málið. Hann sagði tjón á
bílnum hafa verið minniháttar.
Friðrik segir frekar um skoteld að
ræða en heimagerða sprengju og að
engin vitni hafa verið að atburðinum.
Friðrik segir að heyrst hafi í bifreið
sem ekið var í burtu frá staðnum þar
sem sprengjan sprakk. Mikið lið lög-
reglumanna kom á vettvang og auk
þess voru sprengisérfræðingar frá
Landhelgisgæslunni kallaðir til.
Bifreiðin stóð fyrir utan einbýlis-
hús en eigandi hennar býr í húsinu.
Viðmælendum blaðsins úr röðum
íbúa í hverfinu bar ekki öllum saman
um nákvæma tímasetningu enda voru
flestir enn hálfsofandi þegar sprengj-
an sprakk. Íbúi í Fossvogi segist hafa
vaknað um fimmleytið um nóttina við
mikinn hvell. Annað vitni segir
sprenginguna hafa heyrst um allan
Kópavog. Vegfarandi sem átti leið
framhjá staðnum í gærmorgun segir
að afturstuðari bílsins hafi verið
skemmdur. Var skoteldinum að öllum
líkindum komið fyrir milli afturhjóla
bifreiðarinnar.
Nágrannar héldu margir að þeir
hefðu vaknað við þrumuveður en
þeim brá heldur betur í brún þegar
þeim varð litið út um morguninn þar
sem lögreglan var með mikinn við-
búnað og götunni var lokað um tíma.
Skoteldur sprakk í bíl og
rúða brotnaði í íbúðarhúsi
Bílsprengja Á myndinni sést hvern-
ig rúða í nærliggjandi húsi brotnaði.
Fjölmennt lið lögreglu kallað á vettvang
„Það er búið að fara þrisvar inn
hjá okkur,“ sagði Kristján Jóns-
son, hesthúseigandi á Hellu, sem
lenti í því að brotist var inn í
hesthús hans um helgina þriðja
árið í röð og þaðan stolið hnökk-
um og fleiru.
„Fyrst var nú stolið hnakk frá
mér. Síðan í fyrra var stolið alveg
nýjum hnakk sem sonur minn
átti. Svo núna brutust þeir inn
einu sinni enn og tóku fjóra
hnakka.“
Heildartjón fjölskyld-
unnar af hnökkunum sex
er nálægt einni milljón en
sá dýrasti var um hálfrar
milljónar króna virði.
„Þetta voru allt
lítið notaðir
hnakkar,“
sagði
Kristján.
Tjón upp á
eina milljón
RÆNDUR Í ÞRIÐJA SKIPTI
Kristján
Jónsson