Morgunblaðið - 18.06.2012, Page 13

Morgunblaðið - 18.06.2012, Page 13
Ísland er í 11. sæti í sínum riðli eftir 12 umferðir í riðlakeppninni á Evrópumótinu í brids. Ísland vann Kýpur, 25:5, í 12. umferð í gær. Sex leikir eru eftir í riðlakeppninni en 9 efstu liðin í hvorum riðli halda áfram í úrslit. Útlit er fyrir að hart verði barist um úrslitasætin í B-riðli þar sem Ís- land er en litlu munar á liðunum í 3.-11. sæti. Lið Mónakó og Eng- lands, sem eru í efstu sætunum tveimur, virðast hins vegar hafa tryggt sér sæti í úrslitunum. Aðeins var spilaður einn leikur í gær en í dag spilar íslenska liðið við Dani, Austurríkismenn og Sviss- lendinga. Íslenska bridsliðið er í ellefta sæti Óskað var eftir að- stoð björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Húnavatnssýslum í gær. Þrír Belgar á torfæruhjólum, svo- kölluðum krossurum höfðu fest eitt hjóla sinna við Grettishæð á Stórasandi. Þrátt fyrir margar til- raunir tókst þeim ekki að losa hjólið en gátu komið sér til byggða á hin- um tveimur og óskuðu þar eftir að- stoð björgunarsveita. Eftir samráð við lögregluna á Blönduósi og fjallskilanefndir var ákveðið að verða ekki við beiðninni að sinni. Landslag er viðkvæmt og mikil bleyta er í jörðu og ekki þótti réttlætanlegt að reyna að ná hjólinu upp, of mikil hætta væri á skemmd- um á gróðri og jörð. Skoða á málið eftir um viku. Lögregla tilkynnti ferðamönn- unum niðurstöðuna og munu þeir breyta ferðaplani sínu að minnsta kosti næstu vikuna, segir í frétt frá Landsbjörg. Belgar á torfæru- hjólum í vandræðum FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 2012 Hringskonur afhentu Barnaspítala Hringsins 70 milljónir króna í liðinni viku þegar liðin voru rétt 70 ár frá stofnun Barnaspítalasjóðs Hrings- ins, eina milljón króna fyrir hvert ár. Gjöfin var samþykkt á aðalfundi Hringsins í vor og fer til tækjakaupa eins og tilgreint er í gjafabréfi. Valgerður Einarsdóttir, formaður kvenfélagsins Hringsins, afhenti gjöfina og þakkaði starfsfólki fyrir frábært starf. Hún sagði það gert sem hægt væri fyrir börnin í veik- indum þeirra. Aðstaðan er góð og betri en víðast, bæði fyrir sjúk- lingana og fyrir aðstandendur, sagði Valgerður. Hún rifjaði upp að Hringurinn hefði verið stofnaður árið 1904 og aðalverkefnið fyrstu tæplega fjöru- tíu árin hefði verið aðstoð við efna- litla berklaveika sjúklinga. „Þar unnu Hringskonur stórvirki,“ sagði Valgerður. „Þær reistu Hressing- arhæli í Kópavogi árið 1926 en íbúar þar voru þá einungis 4 talsins. Hús- inu var valinn staður sem þótti hreggviðrasamur, skjóllaus og ljót- ur. Rúm voru fyrir 23 sjúklinga og sex starfmenn ráðnir. Hringskonur fengu ábúð á Kópavogsjörðinni, réðu bústjóra og reistu peningshús. Búið framleiddi mjólk, egg, kjöt og garðávexti fyrir sjúklingana. Heil- næmt fæði vó þungt í meðferð berklasjúklinga fyrir daga berkla- lyfja. Frú Kristín Vídalín Jacobson, formaður og stofnandi Hringsins, rak þessi tvö fyrirtæki af dugnaði og metnaði. Þetta var á krepputímum en ágóði af búinu var góður. Þetta er merk saga og því nefni ég þetta nú að farin er af stað vinna í Kópavogi að koma þessum bygg- ingum í fyrra horf. Húsin eru komin í friðunarferli. Gera á sögu þeirra skil og þeim verður gefið nýtt hlut- verk. Þarna verður eflaust í framtíð- inni vinsæll kjarni til mannamóta og dægradvalar,“ sagði Valgerður meðal annars. Milljón frá Hringnum fyrir hvert ár Rausnarlegar Valgerður Einarsdóttir, formaður Hringsins, afhenti Jóni Hilmari Friðrikssyni, framkvæmdastjóra kvenna- og barnasviðs, gjöfina. Brot 5 ökumanna voru mynduð á Vesturlandsvegi á föstudag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Vesturlandsveg í norðurátt, við at- hafnasvæði Vegagerðarinnar sunn- an Hvalfjarðarganga. Á rúmlega einni klukkustund, eftir hádegi, fóru 492 ökutæki þessa akstursleið og því óku sárafáir ökumenn, eða um 1%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 124 km/klst en þarna er 90 km há- markshraði. Þess ber þó að geta að tveir þeirra voru ökumenn bifhjóla en annar þeirra mældist á 145 km hraða og hinn á 164. Vöktun lögregl- unnar á Vesturlandsvegi er liður í umferðareftirliti hennar á höfuð- borgarsvæðinu. Ofsaakstur tveggja bifhjólamanna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.