Morgunblaðið - 18.06.2012, Side 18

Morgunblaðið - 18.06.2012, Side 18
18 UMRÆÐANBréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 2012 Smiðjuvegi 7 - 200 Kópavogi - Sími: 54 54 300 Opnunartími: 08:00 - 17:00 alla virka daga www.ispan.is - ispan@ispan.is CE-VOTTUN ER OKKAR GÆÐAMERKI Sérfræðingar í gleri … og okkur er nánast ekkert ómögulegt HERT GLER: Í handrið • Í skjólveggi Ef eitthvert réttlæti er til, þá verður að taka þingmenn og ráðherra „vel- ferðar“-stjórnarinnar fyrir landsdóm vegna málefna heimilanna. Skúli fógeti lét byggja stjórn- arráðshúsið við Lækjartorg sem fangelsi, nú legg ég til að það verði settir rimlar aftur í alla glugga í hús- inu og sópað þangað inn þingmönnum velferðarstjórnarinnar og þeir spurð- ir um skjaldborgina. Aðalástæðan er sú að það voru til margar leiðir til þess að taka á málefnum heimilanna. Ég vil benda á það enn og aftur að velferðarstjórnin hafði öll völd yfir bankakerfinu í marga mánuði eftir hrun, en kannski það óheiðarlegasta af öllu var að Samfylkingin og ASÍ drógu VG á asnaeyrunum og vildu ekki taka á þessum málefnum af póli- tískum ástæðum af því að þau vildu fórna öllu fyrir ESB, jafnvel heim- ilum landsmanna. Það þarf ekki ann- að en að hlusta á þetta unga fólk Sam- fylkingarinnar, það er í alvarlegri afneitun. Til hvers að vera að kjósa til þings og fá svo yfir sig þetta sjálf- umglaða, veruleikafirrta lið sem nú stjórnar? Ég er einn af þeim sem var til- tölulega sáttur með úrslit síðustu al- þingiskosninga. Lofað hafði verið að skjaldborg yrði slegin um heimilin, en þvílík vonbrigði og hryllingur og ein- hver mesta svikamylla seinni ára. Ein leiðin sem hægt var að fara og marg- oft hefur verið bent á var að festa vísi- töluna við t.d. 4% á meðan mesta höggið reið yfir, þá hefði að vísu fólkið sem átti skrilljón í bankanum ekki átt núna eina og hálfa skrilljón, en hvað með það. Sama má segja um lífeyr- issjóðina. Svo grætur Pétur Blöndal af því að það tikka ekki inn vextir hjá honum. Það verða einhverjir að vera eftir í landinu til þess að taka lán og borga vexti. Ég held meira að segja að Onkel Jóakim myndi skammast sín fyrir Pétur og ég vil gjarnan taka Pétur í stærð- fræðitíma við tækifæri. Ef það þarf þjóðarsátt um eitthvað á Íslandi í dag þá eru það málefni heim- ilanna en ekki ESB, ramma- áætlun, stjórn- arskráin, kvótinn eða eitthvað af þeim tugum mála sem nú bíða afgreiðslu á Alþingi. Og nú er byrjaður enn einn spuna- dansinn. Einhverjir þrír sérfræð- ingar sem fjármálaráðherra réði til þess að yfirfara mál heimilanna sögðu að það væri ódýrara að vera með íbúðalán í Danmörku en á Íslandi! Það skyldi þó ekki vera ein ástæðan fyrir því að velferðarstjórnin sinnti ekki skjaldborginni og tók strax á lánamálunum, átti draumurinn um ESB að leysa allan vanda? Þeir kom- ust að þeirri niðurstöðu að það myndi kosta svo og svo mikið fyrir þjóðina að taka á málefnum heimilanna, en hvað kostar að gera ekki neitt? Og svo étur RÚV þetta allt hrátt. Mér finnst RÚV vera orðinn einhver ómerkilegasti fjölmiðill landsins. Þar á bæ er talað af vanvirðingu um Ber- lusconi og Murdoch, sem er ágætt, en ég held þeir ættu að líta í eigin barm. Ég held líka að þeir ættu að fá ein- hverja aðra en prófessorana sína úr háskólanum til þess að tala um mál- efni líðandi stundar svo maður þurfi ekki ælupoka við sjónvarpið þegar maður horfir á fréttir. Að lokum, það tapa allir á því að ekki var tekið strax á málefnum heimilanna, lífeyrissjóðirnir, Íbúða- lánasjóður, bankarnir og þjóðin sjálf undir forystu Norrænu „helfarar“- stjórnarinnar og ASÍ. HALLDÓR ÚLFARSSON, Mosfellsbæ, doriulfars@gmail.com Heimilin og svikamylla ríkisstjórnarinnar Frá Halldóri Úlfarssyni Halldór Úlfarsson Í Kattholti dvelja nú tuttugu nýfæddir kett- lingar. Stjórn Katta- vinafélags Íslands hef- ur á undanförnum vikum farið víða um höfuðborgarsvæðið í leit að heimilislausum köttum og reynt að koma þeim í skjól í Kattholti. Ástandið er skelfilegt. Hungraðar og hræddar kisur sem ekki eiga í nein hús að venda halda til í fjöru, bak við gáma, fela sig bak við steina – þar til þær sjá mat. Þá verð- ur hungrið hræðslunni yfirsterkara. Í Kattholti er mikill fjöldi óskila- katta og í ljósi ástandsins þar nú sér stjórn Kattavinafélags Íslands sig til- neydda að hvetja kattaeigendur að láta gelda högna og taka læður úr sambandi. Þær kettlingafullu læður, litlu kettlingar og kisur á ýmsum aldri sem búa nú í Kattholti sýna að- eins eitt: Ábyrgðarleysi kattaeig- enda. Kattavinafélag Íslands hvetur kattaeigendur um allt land að axla þá ábyrgð sem fylgir því að eiga kött og láta taka þá úr sambandi um leið og þeir komast á réttan aldur. Aðeins þannig getum við stemmt stigu við offjölgun katta. Ófrjósemisaðgerð er varanleg lausn og fær kisi að fara samdægurs heim og er fljótur að ná góðri heilsu Útigangskettir lifa við harðan kost, hungraðir, veikir, kaldir og hraktir og eiga öm- urlega ævi. Rekstur Kattholts er mjög erf- iður og reynir þessi gríðarlega offjölgun katta mjög á starfsfólk og starfsemi Kattholts sem er líknafélag, rekið af félagsgjöldum og með hjálp fyrirtækja sem færa kisunum mat. Algengt viðhorf fólks er að halda að læða þurfi endilega að eign- ast kettlinga. Það er mikill misskiln- ingur. Kostir við geldingu og ófrjó- semisaðgerðir eru að bæði læður og högnar verða góðir einstaklingar, heimakærir, blíðir, hreinlátir og lenda síður í slagsmálum og á flakki. Kattaeigendur! Tökum höndum saman og breytum ástandinu til betri vegar, sýnum ábyrgð og dýravernd. Það er allra hagur, ekki síst kattanna. Áríðandi tilmæli til eigenda og umsjón- armanna katta Eftir Önnu Kristine Magnúsdóttur »Kattavinafélag Ís- lands hvetur katta- eigendur um allt land að axla þá ábyrgð sem fylgir því að eiga kött og láta taka þá úr sam- bandi um leið og þeir komast á réttan aldur. Anna Kristine Magnúsdóttir Höfundur er formaður Kattavinafélags Íslands. Framboð Vigdísar Finnbogadótt- ur og kosning hennar til embættis forseta árið 1980 var bylting. Í fyrsta sinn í öllum heiminum hafði kona verið kosin lýðræð- islegri kosningu í embætti þjóð- höfðingja. Þar fyrir utan var Vig- dís bæði makalaus og einstæð móðir. Í kosningabaráttunni var Vigdís spurð fjölda spurninga sem lutu að makaleysi hennar, m.a. hvernig sætaskipan í mat- arboðum yrði háttað á Bessastöð- um. Vigdís svaraði á þá leið að það væru til hringlaga borð! Vig- dís var ávallt hnyttin í tilsvörum enda varla annað í boði. Vigdís var ein þeirra kvenna sem brutu múra og þokuðu þar með jafnrétti karla og kvenna skrefi fram á við. Og hún gerði það ein á báti. Vigdís sagði á fundi árið 2009 að þegar hún bauð sig fram hefði enginn karlmaður samþykkt að vera „maðurinn á bak við konuna“ enda á skjön við tíðarandann og allar hefðbundnar hugmyndir um hlutverkaskipan karla og kvenna. Fyrir vikið var Vigdís eini forsetaframbjóðandi sögunnar árið 1980 sem hafði ekki haft maka sér við hlið. Val kvenna stendur nefnilega oft og tíðum á milli fjölskyldu, eða a.m.k. fjölskyldu með maka, og frama. Ástæðan er sú að karl- menn, sem makar kvenna, eru oft ekki tilbúnir að veita konum sín- um þann meðbyr sem þær þurfa til að ná í óskahöfn sína. Og sums staðar er það erfitt ef ekki ómögulegt fyrir konur að halda áfram á vinnumarkaði eftir gift- ingu eins og t.d. í Afganistan og eftir barneignir eins og t.d. í Jap- an. Þóra Arnórsdóttir hefur boðið sig fram til forseta Íslands. Líkt og Vigdís, er Þóra frambærileg kona og móðir. Ólíkt Vigdísi hins vegar á Þóra maka og alls eiga þau sex börn og það sem meira er: Svavar er tilbúinn að gæta bús og barna á Bessastöðum! Það er það byltingarkennda við fram- boðið. Það stendur fyrir raun- verulegan sigur í jafnréttismálum enda er markmiðið með jafnrétti það að einstaklingar, óháð kyn- ferði, taki að sér embætti og hlut- verk eins og best hentar í sam- ræmi við eiginleika og val hvers og eins. Þar fyrir utan tilkynnti Þóra forsetaframboð sitt þegar hún var komin sjö mánuði á leið. Framboð Þóru á sér hljóm- grunn á Íslandi enda ríkir jafn- rétti innan margra fjölskyldna hérlendis. Samtímis hefur skapast mikil umræða í kringum það hér heima þrátt fyrir að Ísland trónir á toppnum í jafnréttismálum í al- þjóðlegum samanburði enda eru Þóra og Svavar að fara gegn væntingum hefðbundinna hug- mynda um hlutverkaskipan karla og kvenna. Erlendis hefur fram- boðið vakið mikla athygli og ljóst að framboð og kosning Þóru til embættis forseta mun blása kon- um um allan heim anda í brjóst og skapa fordæmi á sviði jafnrétt- ismála. Alþjóðlega er einnig mikil áhersla á að fá karlmenn til liðs við jafnréttisbaráttuna. Svavar mun svo sannarlega víkka út sjóndeildarhringinn fyrir konur og karla víða um veröld og vera frábær fyrirmynd karlmanna sem kjósa að vera „maðurinn á bak við konuna“ og heima með börnum sínum. Eins og umræðan í kring- um framboðið endurspeglar eru Þóra og Svavar, líkt og Vígdís á sínum tíma, að brjóta múra til að koma jafnréttinu í höfn. Karl get- ur verið fyrirvinna og forseti eða hvað sem er! Kona getur verið fyrirvinna og forseti eða hvað sem er! Jafnrétti hefur nefnilega það að markmiði að skapa val í stað þess að fjötra fólk í krafti fyrirfram gefinna hugmynda um hvað sé hlutverk hvers og eins um aldur og ævi. Með kjöri Þóru til embættis forseta munu Íslendingar slá enn eitt heimsmetið í jafnrétti! GUÐRÚN M. GUÐMUNDSDÓTTIR, mannfræðingur, HILDUR KNÚTSDÓTTIR, rithöfundur, HLYNUR HALLSSON, myndlistarmaður, INGA M. SKÚLADÓTTIR, meistaranemi, JARÞRÚÐUR ÁSMUNDSDÓTTIR, formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna, ÓLAFUR ÖRN ÓLAFSSON, veitingamaður. Forsetaframboð og heimsmet Frá Guðrúnu Margréti Guðmunds- dóttur, Hildi Knútsdóttur, Hlyni Hallssyni, Ingu Magneu Skúladótt- ur, Jarþrúði Ásmundsdóttur og Ólafi Erni Ólafssyni. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lif- andi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfu- daga. Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notk- un og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morg- unblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar eru á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felli- gluggi þar sem liðurinn "Senda inn grein" er valinn. Í fyrsta skipti sem inn- sendikerfið er notað þarf notand- inn að nýskrá sig inn í kerfið. Ít- arlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. - nýr auglýsingamiðill 569-1100 finnur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.