Morgunblaðið - 18.06.2012, Page 23

Morgunblaðið - 18.06.2012, Page 23
árunum 1990-2000, sótti námskeið í Microstation, almennri kortagerð og landupplýsingakerfi, GIS, 2001, í ArcGis 9, landupplýsingakerfi, GIS, 2005 og í verkefnisstjórnun við HR 2006. Inga Dagmar var landvörður í Þjóðgarðinum í Skaftafelli, Jökuls- árgljúfrum og Herðubreiðarlindum og Öskju á árunum 1993-99, var líf- fræðingur á Náttúrustofu Austur- lands 2000-2001 og síðan á Nátt- úrufræðistofnun Íslands 2001-2005, var sérfræðingur hjá VSÓ Ráðgjöf 2005-2007, leiðsögumaður hjá Ís- landsflökkurum, UltimaThule og Útivist 2006-2009, hefur verið sér- fræðingur hjá Veðurstofu Íslands frá 2008 og stundað jökla- og gönguleiðsögn hjá Íslenskum fjalla- leiðsögumönnum frá 2008. Þegar hér er komið sögu ætti engum að koma á óvart að Inga Dagmar hefur áhuga á fjallaferðum og útvist. En hvaðan kemur þessi mikli áhugi? Í útilegum frá barnæsku „Ég held að hann hafi kviknað þegar ég var barn. Foreldrar mínir hafa alltaf verið mikið fyrir ferða- lög og við fórum mikið í útilegur þegar ég var krakki. Ég gekk svo í Hjálparsveit skáta í Reykjavík þegar ég var sautján ára og þá varð ekki aftur snúið. Fyrstu tvö árin með Hjálparsveit- inni fóru í samfelld nýliðapró- grömm en síðan tóku við ýmiss konar æfingar, leitir og leiðangrar. Þar var alltaf nóg að gera og mað- ur var í góðum félagsskap.“ Gekk yfir Vatnajökul Inga Dagmar hefur verið mikið á gönguskíðum. Hún gekk m.a. yfir Vatnajökul á páskum 2006. Þá var byrjað í Jökulheimum, gengið upp í Grímsvötn, gist í tjöldum á leiðinni og endað í Skálafellsjökli. Hún hefur gengið á alla helstu tinda landsins og er fyrir löngu bú- inn að týna tölunni á þeim. Auk þess er hún mikill hlaupagarpur, hefur tvisvar hlaupið Laugaveginn og fjórum sinnum hlaupið maraþon, tvisvar í Reykjavík en auk þess í Kaupmannahöfn og í Amsterdam. En er alltaf nóg að gera í fjalla- leiðsögninni? „Já, já. Eftirspurnin eftir svona ferðum eykst stöðugt, hjá hvoru tveggja, Íslendingum og erlendum ferðamönnum. Það eykst líka eft- irspurn eftir ferðum allt árið. Við erum í rauninni að kenna fólki á landið og veita því aðgang að nýj- um víddum þess. Það er alltaf jafn gaman að koma fólki af stað og finna hvernig áhugi þess vaknar á þessari stórkostlegu náttúrufegurð. Í rauninni er þetta hinn nýi lífsstíll þeirra sem vilja upplifa eitthvað nýtt og lifa heilbrigðu lífi.“ Fjölskylda Synir Ingu Dagmarar eru tvíbur- arnir Sindri og Jökull Bjarkasynir, f. 5.3. 2003. Systkini Ingu Dagmarar eru Hafdís Ósk Karlsdóttir, f. 1.6. 1972, nemi, og Daníel Karlsson, f. 1.5. 1979, iðnaðarmaður. Foreldrar Ingu Dagmarar eru Karl Nikulásson, f. 31.12. 1948, pípulagningarmeistari, og Elín Daníelsdóttir, f. 14.12. 1946, versl- unarkona. Úr frændgarði Ingu Dagmarar Karlsdóttur Arnþrúður Guðjónsdóttir húsfr. á Hvoli Eyjólfur Guðmundsson b. og rith. á Hvoli í Mýrdal Elín Björnsdóttir húsfr. í Loftsölum Guðbrandur Þorsteinsson vitav. í Loftsölum í Mýrdal Karl K .Arngrímsson b. á Veisu í Fnjóskadal Ingunn Stefánsdóttir húsfr. á Geldingalæk Einar Jónsson alþm. á GeldingalækInga Dagmar Karlsdóttir Karl Nikulásson pípulagningarmaður í Rvík. Elín Daníelsdóttir verslunarkona í Hafnarfirði Daníel Guðbrandsson b. í Kerlingadal Ingveldur Eyjólfsdóttir húsfr. í Kerlingadal Nikulás Einarsson smiður í Rvík. Inga Dagmar Karlsdóttir húsfr. í Rvík. Karitas Sigurðardóttir húsfr. á Veisu Kristján Karlsson skólastjóri á Hólum Sigurður Sigurðsson skólastjóri og búnaðarmálastj. Ljósmynd/Kristófer Lund Toppurinn Inga Dagmar og Katrín María á Hvannadalshnjúki. ÍSLENDINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 2012 101 árs Guðrún Jónsdóttir 90 ára Gunnar Magnússon 85 ára Hjalti Þórðarson Maríanna Elísa Franzdóttir Unnur Árnadóttir 80 ára Kristín Guðbergsdóttir Kristþór Sveinsson Sigurður Jónsson 70 ára Anna Þórunn Ottesen Einar Muller Erhartsson Hildur Eiðsdóttir Hrefna Finnbogadóttir Jón Sigurðsson Kolbrún Gunnarsdóttir Ólafur Brynjólfsson Sigrún Reynisdóttir Stefán Jónsson Svala Eiðsdóttir Viktor S. Guðbjörnsson 60 ára Finnbogi Jóhannsson Guðrún Pálsdóttir Heiðar H. Hermundsson Hildur Haraldsdóttir Ingibjörg Richter Jóhann Gíslason Jón Ingi Skúlason Öfjörð Kristín Ketilsdóttir Skúli Konráðsson Steinunn Guðbrandsdóttir Vilhjálmur Pétursson 50 ára Agnes Einarsdóttir Bang-Orn Sribunruang Ellen Klara Eyjólfsdóttir Erla Kristín Harðardóttir Hjördís Björk Birgisdóttir Hjördís Einarsdóttir Ingólfur Arnarson Kristinn Þór Elíasson Ólafur Árni Bjarnason Ólafur Björnsson Páll Áskelsson Pétur Valgarð Hannesson Ragnar Þór Kárason Sigríður Esther Birgisdóttir Valgeir Njálsson Þór Ingvason 40 ára Andrea Jónsdóttir Ása Dóra Finnbogadóttir Benjamin Dominique Bohn Birna Sólveig Ragnarsdóttir Egill Egilsson Erla Sigríður Grétarsdóttir Hafdís Jakobsdóttir Inga Dagmar Karlsdóttir Ægir Ágústsson 30 ára Björn Axel Jónsson Britta Magdalena Ágústsdóttir Harald Gunnar Halldórsson Helgi Marteinn Ingason Jóhanna Sigurbjörg Ólafsdóttir Karl Baldvin Jónasson Kristján Orri Magnússon Ólafur Ingi Þorgrímsson Rafn Haraldur Rafnsson Róbert Heimir Helgason Sigurgeir Sigurgeirsson Sæmundur Mariel Gunnarsson Vilhjálmur Sverrir Pétursson Til hamingju með daginn 40 ára Eva Jóna fæddist á Selfossi og ólst upp í Reykjavík. Hún vinnur í leikskólanum Stakkaborg í Bólstaðarhlíð. Börn Kristín Líf, f. 1989, Ingibjörg Jóna, f. 1992, Perla Sóley, f. 2000 og Róbert Dagur, f. 2005. Foreldrar Kristín Ingólfs- dóttir, f. 1956, kirkjuvörð- ur í Fella- og Hólakirkju og Ásgeir Arnar Jónsson, f. 1954, d. 2005, fósturfaðir Freyr Guðlaugsson, f. 1950. Eva Jóna Ásgeirsdóttir 30 ára Þóra Margrét ólst upp í Kópavogi. Eins og stendur er hún í fæðing- arorlofi en stefnir í haust á háskólanám á Akureyri í hjúkrunarfræði. Maki Jóhannes Þorkels- son, f. 1982, pípulagn- ingameistari. Börn Aron, f. 2011. Foreldrar Helga Þóra Jónsdóttir, f. 1957, kirkju- vörður í Fossvogskapellu og Sigurður Haraldsson, f. 1953, kjötiðnaðar- meistari. Þóra Margrét Sigurðardóttir Alfreð J. Jolson, biskup kaþ-ólsku kirkjunnar á Íslandi,fæddist 18. júní 1928 í Bridgeport í Connecticut í Banda- ríkjunum. Alfreð gekk í reglu jesúíta 1946. Hann lauk guðfræðiprófi frá Weston College í Boston 1958 og vígðist til prests 14. júní 1958. Auk þess lauk Alfreð licenciatsprófi frá Weston College 1959 og MBA-prófi í viðskiptafræði frá Harvard 1962 og doktorsprófi í heimspeki og félags- fræði frá Gregorian háskólanum í Róm 1970. Doktorsritgerð hans fjallaði um rannsóknir á hlutverki presta og þeim hindrunum sem koma í veg fyrir köllun til prests- starfa. Hann starfaði víða um heim við háskólakennslu, meðal annars við Al-Hikma háskólann í Bagdad Bost- on College of Buisness Admin- istration, háskólann í Herare í Sim- babwe, en þá hét sú borg Salisbury og landið Ródesía. Einnig kenndi hann við Saint Josefs-háskólann í Fíladelfíu og var aðstoðarrektor og yfirmaður viðskiptafræðideild- arinnar í Wheel-ing Jesuit College í Vestur-Virginíu frá 1986. Alfreð var vígður Reykjavíkur- biskup í Dómkirkju Krists konungs í Reykjavík 6. og 7. febrúar 1988. Alfreð biskup var góður ræðu- maður, heimsmaður og sannur menntamaður. Þeir sem til hans þekktu sögðu hann einstaklega hlýj- an með sterka nærveru. Hann var jafnan alþýðlegur og félagslyndur og átti létt með að blanda geði við aðra og lagði rækt við að eiga góð samskipti við vini sína og kunningja. Foreldrar Alfreðs voru Alfred Jol- son, sem rak vélaverkstæði í Fair- field í Connecticut, og Justine, af írskum ættum, dóttir John Houli- han, hótelhaldara og ríkisþingmanns í Newton í Connecticut, og Cather- ine. Móðir Alfreds var Karolina Amundsen, frá Kristiansand í Nor- egi. Faðir Alfreds, afi Alfreðs Jols- son, var Guðmundur Hjaltason, f. 1872, bakari á Ísafirði, og starfaði m.a. sem kolakyndari og bakari í Bridgeport, Bandaríkjunum. Meðal skyldfólks Alfreðs er Rósa Ingólfsdóttir og Leifur Dungal læknir. Alfreð Jolson lést 21. mars 1994. Merkir Íslendingar Alfreð J. Jolson 30 ára Valgerður Lóa ólst upp á Grenivík og er bú- sett á Akureyri. Eins og stendur er hún að klára fæðingarorlof og stefnir í haust á háskólanám í líftækni. Maki Gunnar G. Gunn- arsson, f. 1969, sjómaður. Börn Soffía Líndal, f. 2009 og Sonja Líndal, f. 2011. Foreldrar Gísli Árnason, f. 1949, sjómaður og Soffía Daðadóttir, f. 1957, nuddari. Valgerður Lóa Gísladóttir TRAUST ÞJÓNUSTA Í 20 ÁR Við gerum þér verðtilboð – þetta er ódýrara en þú heldur, – jafnvel ódýrara en að sjá um sláttinn sjálf/ur Sími: 554 1989 www.gardlist.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.