Morgunblaðið - 18.06.2012, Page 26

Morgunblaðið - 18.06.2012, Page 26
26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 2012 VIÐTAL Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Franski bandóneonleikarinn og myndlistarmaðurinn Olivier Ma- noury sýnir vatnslitamyndir frá Ís- landi í Þjóðmenningarhúsinu en sýningin stendur til loka ágúst. Um myndlist sína hefur Olivier sagt: „Ég er þeirrar skoðunar að efnistök og stíll eigi rætur sínar að rekja til eilífðartogstreitu hæfileika og takmarkana. Mín eigin mynd- verk eru einfaldlega tilraun til að reyna að fanga síbreytilegt ljós og andrými náttúrunnar sem og manngerðs umhverfis.“ Spurður um myndirnar á sýning- unni í Þjóðmenningarhúsinu segir Olivier: „Þetta eru allt vatns- litamyndir sem ég hef málað á Ís- landi, flestar frá síðustu þremur árum en aðrar eldri, aðallega myndir af íslenskri náttúru en einnig er þarna að finna borgar- myndir. Ég er franskur og á mann eins og mig virkar íslensk náttúra sterk og öflug, stór og mikil. Þar er fátt um tré og því er víðfeðmt. Íslensk náttúra er mjög merkileg. Vandamálið er að það er nokkuð kalt á Íslandi þannig að erfitt er að mála utan dyra og því mála ég stundum inni í bílnum. Ég tek líka ljósmyndir til að hafa viðmið og mála svo myndirnar heima.“ Spilar með lokuð augu Olivier Manoury ólst upp í París og hóf myndlistarnám sem barn að aldri. Síðar las hann ensku og bók- menntir við Sorbonne-háskóla og lauk þaðan meistaraprófi í nútíma- bókmenntum. Samhliða há- skólanámi var hann í listaháskóla Parísarborgar þar sem hann lagði stund á málaralist, auk þess að læra höggmyndalist. Drýgstan hluta ævi sinnar hefur Olivier þó starfað sem tónlistar- maður og er vel þekktur sem band- óneonleikari í Frakklandi og víðar um heim. „Ég hef alltaf verið að mála en hefur aldrei verið myndlistarmaður að aðalstarfi. Ég sinni tónlistinni mun meira en myndlistinni og mála í frístundum,“ segir hann. Hann hefur samið tónlist fyrir kvikmynd- ir, leikhús og danssýningar, spilað inn á fjölda geisladiska, auk þess að leika á tónleikum og tónlistar- hátíðum í Evrópu og Suður- Ameríku. Olivier leikur bæði tangó og djass en meðal þeirra hljóm- sveita sem hann hefur stofnað eru Tangoneon, Tempo Di Tango og Le Grand Tango. Síðastnefnda hljómsveitin er skipuð þekktum hljóðfæraleikurum úr íslensku tón- listarlífi. Hann segir að það sé ekki erfitt að skipta sér á milli list- greina. „Þetta er alveg ágætis skipting. Tónlistarflutningur er oft næturvinna og maður þarf ekki ekki einu sinni ljós til að spila. Ég spila oft með lokuð augun. Þegar maður málar skiptir ljós og birta hins vegar miklu máli.“ Hljóðfærið hans, bandóneon, er þjóðarhljóðfæri í Argentínu og gegnir miklu hlutverki í tangó- tónlist og er af harmónikkuætt. „Sem krakki var ég mjög hrifinn af þessu hljóðfæri,“ segir hann. Ég byrjaði að spila í kringum 1980 og á þeim tíma voru fjölmargir arg- entínskir flóttamenn í París. Ég hitti tónlistarmenn úr þeirra röðum og þeir vöktu áhuga minn á tangó- tónlist og þessu sérstaka hljóð- færi.“ Fjölbreytileiki lítils samfélags Olivier býr í París ásamt konu sinni, Eddu Erlendsdóttur píanó- leikara. Þegar blaðmaður náði tali af Olivier var hann staddur í Stokkalæk þar sem Edda er að taka upp plötu og hann er henni til aðstoðar sem tæknimaður. Edda leikur aðallega klassíska tónlist og Olivier segist hrífast af slíkri tón- list. „Tangótónlistin sem ég leik svo oft minnir um margt á klass- íska tónlist, það er ekki svo mikið bil þar á milli,“ segir hann. Hann segir að þau hjónin komi minnst tvisvar á ári til Íslands en hér á landi eiga þau son og barna- barn. Hann segir mikinn mun á stórborginni París og Reykjavík. „París er gríðarstór og mikil borg þar sem einstaklingurinn getur auðveldlega látið sig hverfa inn í mannfjöldann. Sumir þekkja ekki einu sinni nágranna sína, þótt ég geri það nú reyndar. Samskipti fólks eru allt öðruvísi en á Íslandi þar sem allir þekkjast. Í Reykjavík gengur maður niður Laugaveginn og mætir alltaf nokkrum mann- eskjum sem maður þekkir. Í litlu samfélagi kemst fólk ekki hjá því að hittast og þar er því meiri fjöl- breytni en í fjölmennari sam- félögum, jafn einkennilega og það kann nú að hljóma. Í París um- gangast klassískir tónlistarmenn aðra klassíska tónlistarmenn, og djasstónlistarmenn umgangast aðra djasstónlistarmenn en ekki mikið tónlistarmenn í öðrum grein- um. Á Íslandi er þetta allt öðru Listin auðgar lífið  Franski listamaðurinn Olivier Manoury sýnir vatnslitamyndir sínar í Þjóðmenningarhúsinu Olivier Ég er franskur og á mann eins og mig virkar íslensk náttúra sterk og öflug, stór og mikil. Náttúra Ein af vatnslitamyndum Oliviers á sýningunni í Þjóðmenningarhúsinu. Á Krúsku færðu: heilsusamlegan mat, kjúklingarétti, grænmetisrétti, fersk salöt, heilsudrykki, súkkulaðiköku, gæðakaffi frá Kaffitár og fallega stemningu. Suðurlandsbraut 12 l 108 Reykjavík l S. 557-5880 l kruska@kruska.is l kruska.is OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ 11-20 SENDUM Í FYRIRTÆKI Næring fyrir líkama og sál

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.