Morgunblaðið - 18.06.2012, Side 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 2012
Hvað ertu að hlusta á um þessar mundir?
Ég hef verið að hlusta á hana Mirru Rós, Kveldúlf,
keypti hana um daginn, frábær diskur hjá henni. Og svo
að sjálfsögðu er alltaf í diskamagasíninu í bílnum nýút-
komin plata sem heitir Covered The Saints of Boogie
Street, þetta er Leonard Cohen cover-plata sem við
Soffía Karlsdóttir og nokkur önnur gáfum út hér í apríl-
byrjun, við stelpurnar syngjum öll lögin og erum við að
selja diskinn í öllum helstu hljómplötuverslunum um
landið. Við erum afskaplega ánægð með afraksturinn,
hljómar dálítið sjálfhverft en það er nú bara satt.
Hvaða plata er sú besta sem nokkurn tíma hefur verið
gerð að þínu mati?
Þetta er ekki auðveld spurning að svara … tja, Led
Zeppelin IV er svakaleg, Dark Side of the Moon með
Pink Floyd líka og svo Bob Marley and the Wailers, Leg-
end, hlustaði mikið á hana sem krakki. Ég held samt að
ég verði að segja Tom Waits, Closing Time, fyrsta platan
hans, já það er málið, algerlega málið. Textarnir, lögin,
nett falska píanóið, tónninn í plötunni er dásamlegur.
Hver var fyrsta platan sem þú keyptir og hvar keypt-
ir þú hana?
Það var platan Kona eftir Bubba Morthens sem var
gefin út 1985. Keypti hana í KHB á Egilsstöðum, lærði
hana utan að og kann hana enn.
Hvaða íslensku plötu þykir þér vænst um?
Það er án efa Söngævintýrið Rauðhetta & Hans og
Gréta sem Gylfi Ægis samdi og gaf út 1980. Við systkinin
fengum hana í jólagjöf og hún var mjög mikið spiluð, nán-
ast viðstöðulaust. Ég keypti hana svo á geisladiski fyrir
börnin mín og er
hún mikið uppá-
hald hjá þeim. Áð-
ur en ég fann
þessa plötu aftur
og var að segja
börnunum mínum
þessar Grimms-
sögur söng ég allt-
af þessi lög á milli,
eins og á plötunni.
Ég var búin að
gleyma ein-
hverjum hluta
textanna svo það
var mikil gleði
þegar ég fann
hana aftur, gat
farið að syngja
textana rétt fyrir
þau.
Hvaða tónlist-
armaður værir þú
mest til í að vera?
Magnús Þór
Sigmundsson. Hann er svo
frábær laga- og textasmiður
og, það sem meira er, hann
er einstaklega heillandi
manneskja, þekki hann ekki
persónulega en hef hitt
hann nokkrum sinnum og
spjallað við hann. Ekki eru
börnin hans síðri, Þórunn
Antonía og Baddi, en ég hef
verið svo heppin að fá að
kynnast þeim og fá að vinna með þeim. Ég á vonandi eftir
að vinna með Magnúsi einn daginn.
Hvað syngur þú í sturtunni?
Ettu James, fer nú samt oft eftir hvernig skapi maður
er í, stundum flakka heilu klassísku aríurnar.
Hvað fær að hljóma villt og galið á föstudags-
kvöldum?
Ég flakka mikið um safnið, oftar en ekki er það BB
King, Stray Cats og early ACDC, „Ride on“, þessi flottu
blúslög og Etta James.
En hvað yljar þér svo á sunnudagsmorgnum?
Cesaria Evora, Mercedes Sosa, jafnvel Mozart. Kaffið
rennur ljúflega niður með þeim.
Í mínum eyrum Esther Jökulsdóttir söngkona
Kaffið rennur ljúflega niður
með Mozart, Evora og Sosa
Heillandi Magnús Þór Sigmundsson
Morgunblaðið/RAX
Fyrsti þáttur nýrrar syrpu sápu-
óperunnar Dallas sló áhorfsmet í
Bandaríkjunum sl. viku en 6,8 millj-
ónir manna horfðu á þáttinn. Er
það mesta áhorf á upphafsþátt leik-
innar sjónvarpsþáttaraðar á kapal-
stöð þar í landi það sem af er ári en
þátturinn var sýndur á kapalstöð-
inni TNT.
Í hinni nýju þáttaröð er sjónum
beint að sonum bræðranna JR og
Bobby Ewing, þeim John Ross og
Christopher sem Josh Henderson
og Jesse Metcalfe leika.
Flestir aðalleikaranna úr gömlu
þáttaröðunum koma einnig fram í
þáttunum nýju, þau Larry Hagman,
Patrick Duffy og Linda Gray.
AFP
Endurkoma Patrick Duffy, Linda Grey og Larry Hagman snúa aftur í Dallas.
6,8 milljónir horfðu á fyrsta þátt Dallas
David Byrne, fyrrum forsprakki
hljómsveitarinnar Talking Heads,
hefur sl. tvö ár unnið að plötu með
tónlistarkonunni St Vincent, réttu
nafni Annie Erin Clark. Platan mun
bera titilinn Love This Giant og
kemur út 10. september nk. Upp-
tökur hafa farið fram í Hoboken í
New Jersey í Bandaríkjunum og
munu þau Byrne og Clark fylgja
plötunni eftir með tónleikaferð sem
hefst í haust. Með í för verður átta
manna blásarasveit, hljómborðs-
leikari og trommuleikari. Frá þessu
segir á vef dagblaðsins Guardian.
Morgunblaðið/Ómar
Íslandsvinur David Byrne sýndi verk sín
á Listahátíð í Reykjavík 2010.
Plata með Byrne
og St Vincent
JOHN CUSACK ER EDGAR ALLAN POE
EMPIRE
SPRENGHLÆGILEGMYND.
„Scott ... tekst að skapa rafmagnaða
stemningu í Prometheus“
-V.J.V., Svarthofdi.is
- Roger Ebert
FRÁBÆR RÓMANTÍSK GAMANMYND
MILEY CYRUS DEMI MOORE
EGILSHÖLL
12
12
12
12
10
12
10
16
16
16
16
VIP
12
12
L
L
L
L
L
L
L
L
L
L
L
L
ÁLFABAKKA
KRINGLUNNI
MADAGASCAR3 ÍSLTAL KL. 3:30 - 4 3D
MADAGASCAR3 ÍSLTAL KL. 4 - 6 2D
PROMETHEUS KL. 5:30 - 8 - 10:30 3D
PROMETHEUS KL. 10 2D
MADAGASCAR3 ENSTAL KL. 6 - 8 2D
SNOWWHITE KL. 8 - 10:40 2D
UNDRALAND IBBA ÍSLTALKL. 3:30 2D
THEAVENGERS KL. 5:20 3D
THERAVEN KL. 8 - 10:20 3D
12
L
L
L
AKUREYRI
16
16
MADAGASCAR3 ÍSLTAL KL. 6 3D
MADAGASCAR3 ENSTAL ÓTEXTUÐ KL. 8 3D
RAVEN KL. 10 2D
UNDRALAND IBBA ÍSLTAL KL. 6 2D
LOL KL. 8 2D
SAFE KL. 10 2D
12
16
16
KEFLAVÍK
LMADAGASCAR3 ENSTAL ÓTEXTUÐ KL. 8 3D
PROMETHEUS KL. 10 2D
LOL KL. 8 2D
SAFE KL. 10 2D
MADAGASCAR3M/ÍSL.TALI KL. 3:40 - 5:50 3D
MADAGASCAR3 ÓTEXTUÐM/ENSKU.TALIKL. 8 - 10:103D
MADAGASCAR3M/ÍSL.TALI KL. 3:40 - 5:50 2D
MADAGASCAR3M/ENSKU.TALIKL. 4 - 8 2D
SNOWWHITE KL. 5:20-8 - 10:10 2D
SNOWWHITE LUXUSVIP KL. 5:20 - 8 - 10:40 2D
LOL KL. 3:40 - 5:50 - 8 2D
THERAVEN KL. 10:40 2D
THEDICTATOR KL. 6 - 8 - 10:10 2D
THEAVENGERS KL. 10:10 2D
UNDRALAND IBBAM/ÍSL.TALIKL. 3:30 2D MADAGASCAR3M/ÍSL.TALI KL. 5:50 - 8 3D
MADAGASCAR3 ÓTXTM/ENSKU.TALIKL. 8 - 10:10 3D
MADAGASCAR3M/ÍSL.TALI KL. 5:50 2D
LOL KL. 10:10 2D
THE LUCKYONE KL. 5:50 - 8 2D
DARKSHADOWS KL. 10:10 2D
SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI - SÝND Í 2D OG 3D
TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á
Sérsmíðaðar állausnir
Speglar • Gler • Hert gler
Öryggisgler • Litað gler • Bílspeglar
Sandblástur • Álprófílar
Máltöku- og uppsetningaþjónusta
Við leggjum metnað
okkar í að bjóða sérhæfðar
og vandaðar lausnir í
álprófílum. Við bjóðum upp
á sérsmíðaðar skápahurðir,
rennihurðir, borð, skápa
o.m.fl.
Á nýrri heimasíðu okkar
glerslipun.is er gott yfirlit
yfir það sem er í boði.
Auk þess bjóðum við alla
velkomna í Vatnagarða
12 þar sem fagfólk veitir
góða þjónustu og allar þær
upplýsingar sem þarf.
Vatnagarðar 12 | Sími 588 5151 | Fax 588 5152 | glerslipun.isSTOFNAÐ 1922
SYSTEM STANDEX®
Álprófílar
Glerslípun & Speglagerð ehf.