Morgunblaðið - 18.06.2012, Blaðsíða 32
MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 170. DAGUR ÁRSINS 2012
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550
1. Í göngu á brjóstahaldaranum
2. Bíll sprengdur í Kópavogi
3. Tom og Katie á göngu í miðbænum
4. Líkamsræktarstöð tæmd á 50 mín.
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Paul McCartney er sjötugur í dag
og af því tilefni ætla íslenskir tónlist-
armenn að heiðra hann með tón-
leikum í Eldborgarsal Hörpu í kvöld. Á
meðal þeirra eru Gunnar Þórðarson,
Egill Ólafsson og Andrea Gylfadóttir.
AFP
Tónleikar á 70 ára
afmæli McCartneys
Ómar Einarsson
gítarleikari heldur
tónleika á Kaffi
Rósenberg á
morgun kl. 21
ásamt Kjartani
Valdemarssyni
píanóleikara, Jó-
hanni Ásmunds-
syni bassaleikara
og Jóhanni Hjörleifssyni trommuleik-
ara. Þeir flytja m.a. lög eftir Erol
Garner, Horace Silver, Miles Davis,
John Lennon og Paul McCartney.
Ómar Einarsson
á Kaffi Rósenberg
Íslensk-brasilíska tónlistarkonan
Jussanam da Silva og sveit hennar
halda tónleika í Gamla bíói í kvöld
kl. 21. Hún kveðst ætla að flytja eig-
in lög í samstarfi við höfunda frá
nokkrum löndum. Hún
segir kvöldið mjög
sérstakt í sínum
huga vegna þess
að í dag sé ár lið-
ið frá því hún
fékk ríkisborg-
ararétt á Ís-
landi.
Jussanam og hljóm-
sveit í Gamla bíói
Á þriðjudag Víða hæg vestlæg átt. Skýjað og þurrt að kalla, en síð-
degisskúrir, einkum syðra. Hiti 9-15 stig. Á miðvikudag Suðvest-
læg átt, 3-8 m/s og rigning eða skúrir eystra, annars þurrt að kalla.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg norðvestlæg átt eða hafgola og sums
staðar skúrir, einkum síðdegis. Hiti 6 til 15 stig, hlýjast á Suð-
vestur- og Vesturlandi.
VEÐUR
Stelpurnar okkar í ís-
lenska kvennalandsliðinu
í knattspyrnu eru í topp-
sæti síns riðils í und-
ankeppni Evrópumótsins
eftir 3:0 sigur gegn Ung-
verjum á Laugardalsvell-
inum. Margrét Lára Við-
arsdóttir, Hólmfríður
Magnúsdóttir og nýliðinn
Sandra María Jessen
skoruðu mörk íslenska
liðsins, sem er stigi á
undan Norðmönnum. »7
Stelpurnar okk-
ar í efsta sætið
Íslendingar á enn eitt
stórmótið í handbolta
KR og FH eru komin á kunnuglegar
slóðir í Pepsi-deildinni í knattspyrnu.
Bæðið lið unnu sína leiki í 7. umferð og
skutust þar með upp fyrir Skagamenn
í toppsæti deildarinnar. FH-ingar eru
með betri markatölu og tróna því á
toppnum. Hvorki gengur né rekur hjá
lærisveinum Guðjóns Þórðarsonar í
Grindavík, þeir sitja á botninum og
hafa enn ekki unnið leik. »4-5
KR-ingar og FH-ingar á
kunnuglegum slóðum
ÍÞRÓTTIR | 8 SÍÐUR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Guðrún Sóley Gestsdóttir
gudrunsoley@mbl.is
Skólasysturnar Thelma Björk Theo-
dórsdóttir og Brynhildur Lea Ragn-
arsdóttir leiddu hátíðarskrúðgöngu
Kópavogsbæjar í tilefni af 17. júní í
ár, en báðar eru þær nýstúdentar frá
MK. Leiðin lá frá Menntaskóla
Kópavogs að Rútstúni og lék veðrið
við þátttakendur í göngunni, glamp-
andi sólskin og hiti juku á stemn-
inguna og þegar gangan komst á
leiðarenda tóku margir sér augna-
bliksfrí frá hátíðarhöldum til að
leggjast í sólbað.
Thelma Björk er fjallkona Kópa-
vogsbæjar í ár. Hún flutti ljóðið Hver
á sér fegra föðurland eftir skáldkon-
una Huldu, en ljóðalesturinn var lið-
ur í hátíðardagskrá á Rútstúni í
Kópavogi. „Ég vildi flytja þjóðlegt og
fallegt ljóð,“ segir hin tvítuga
Thelma Björk.
Stekkur á milli hlutverka
Aðspurð hvernig hún ætlaði að
eyða því sem eftir lifði þjóðhátíð-
ardags segist hún talsvert upptekin.
„Að athöfn lokinni mun ég stökkva
heim til að skipta úr búningnum í
venjuleg föt því svo fer ég að vinna,“
segir Thelma Björk en eftir að fjall-
konustörfum lauk aðstoðaði hún við
hátíðahöldin. „Ég er aðallega í eft-
irliti, en tek líka ruslarúnt og vinn við
fallturninn og hoppkastalann,“ segir
hún.
Thelma klæddist fallegum kyrtli
sem hún fékk að láni hjá Þjóðdansa-
félagi Reykjavíkur. „Hann er sérlega
glæsilegur og aldrei að vita nema
maður gifti sig í svona búningi.“
Ásamt Thelmu leiddi Brynhildur
Lea skrúðgönguna, en hún var
fulltrúi nýstúdenta á þjóðhátíðardeg-
inum í ár. Báðar hyggja þær á há-
skólanám í haust.
Brynhildur Lea flutti ræðu við til-
efnið og rakti þar í stuttu máli sögu
Rútstúns sem var grænmetisgarður
og beitiland allt þangað til að eig-
endur hans, hjónin Finnbogi Rútur
Valdemarsson og Hulda Dóra Jak-
obsdóttir afhentu Kópavogsbæ lóð-
ina með því skilyrði að hún yrði nýtt
til skemmtana.
„Hér hefur svo 17. júní verið hald-
inn hátíðlegur frá því að ég man eftir
mér og lengur. Ég hef líka sótt hing-
að ýmsar skemmtanir og tónleika,“
segir Brynhildur.
Hún hlaut verðlaun fyrir góðan ár-
angur á stúdentsprófi í sögu og hefur
nám í sagnfræði við Háskóla Íslands
í haust. „Ég hef mikinn áhuga á fag-
inu svo það lá beint við að fara í sagn-
fræði í háskólanum eftir útskrift.“
Brynhildur klæddist ekki síður
glæsilegri þjóðbúningi en fjallkonan.
„Mamma mín saumaði búninginn og
var eitthvað um þrjá mánuði að búa
hann til,“ segir Brynhildur Lea.
Fjallkonan tekur ruslarúnt
Sautjándanum
fagnað af krafti í
Kópavogi
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Stúdent Brynhildur Lea flutti ræðu á Rútstúni, en hún er nýútskrifuð úr Menntaskólanum í Kópavogi. Hún klædd-
ist glæsilegum þjóðbúningi við tilefnið. „Mamma saumaði búninginn og það tók um þrjá mánuði að búa hann til.“
Þjóðartákn Thelma Björk var fjallkona Kópavogs í ár. Hún flutti Hver á sér
fegra föðurland. „Ég vildi flytja þjóðlegt og fallegt ljóð,“ segir hún.
„Þetta var nú svona eins og maður
bjóst við. Reyndar hikstuðum við að-
eins í byrjun en síðan var þetta
öruggt,“ sagði Guðmundur Guð-
mundsson, landsliðsþjálfari í hand-
bolta, en íslenska landsliðið verður
með á enn einu stórmótinu eftir að
hafa tryggt sér
farseðilinn á
HM. »8