Morgunblaðið - 25.06.2012, Side 2

Morgunblaðið - 25.06.2012, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 2012 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Tilboð : Fólksbíll – 6500,- (fullt verð 9000,-) Jepplingur – 8000,- (fullt verð 12.000,-) Pantaðu alþrif strax í dag Handþvottur / Handbón Er bíllinn þinn skítugur eftir helgina? BÓNSTÖÐIN DALVEGI 16C Sími 571-9900 / 695-9909 Hestamannafélög á suðvesturhorni landsins fóru ríðandi á Landsmót hestamanna í gær. Hátt í 200 hestamenn tóku þátt í reiðinni. Landsmót hestamanna hefst árla í dag, klukk- an átta, með forkeppni í B-flokki gæðinga. Um- gjörð mótsins er glæsilegri en nokkru sinni fyrr en búist er við um 15.000 gestum á mótið. Hesta- áhugamenn geta fengið fréttir beint í æð á sér- stökum sérvef á mbl.is. Hátt í 200 hestamenn riðu á Landsmót Morgunblaðið/Styrmir Kári Landsmót hestamanna hefst í dag í Víðidal í Reykjavík Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Vatnsskorturinn kemur niður á öll- um og er mjög alvarlegur fyrir hót- elið. Það er algjörlega óþolandi að búa við vatnsskort,“ sagði séra Geir Waage, sóknarprestur í Reykholti í Borgarfirði. Nú skortir þar neyslu- vatn líkt og venjulega í þurrkatíð. „Fólk í sínum húsum verður að inn- rétta sig eftir þessu, fara í sturtu á réttum tíma og passa upp á vatnið. Í nútíma samhengi er þetta algjörlega óþolandi.“ Vatnstankur sem séð hefur Reyk- holti fyrir vatni til bráðabirgða var á sínum tíma byggður sem bruna- varnatankur fyrir varaeintakasafn Landsbókasafnsins í gamla héraðs- skólahúsinu. Tankurinn er annað- hvort ekki nógu stór eða ekki er safnað nægu vatni í hann fyrir stað- inn, að mati Geirs. Hann sagði að Orkuveita Reykjavíkur (OR) hefði yfirtekið vatns- og frárennslisveit- una árið 2006 og lofað þá að leysa úr neysluvatnsskortinum. Efndirnar hefðu hins vegar dregist. OR boraði á Rauðsgili í fyrra og hefur holan gefið gott vatn, að sögn Geirs. „Þolinmæðina þrýtur af því menn vita að það er til nóg vatn, en bara er eftir að koma því á staðinn.“ Stjórn OR ákvað nýlega að herða á framkvæmdum við nýja vatnsveitu í Reykholti og vill hún leita leiða til þess að ljúka þeim fyrir árslok, að því er segir í frétt frá OR. Vatns- skorturinn í Reykholti var ræddur á stjórnarfundi OR 14. júní sl. að frum- kvæði Björns B. Þorsteinssonar, áheyrnarfulltrúa Borgarbyggðar í stjórninni. Hann gerði einnig bókun um málið. Búið er að ganga frá öllum nauð- synlegum leyfum frá einkaaðilum vegna lagningar nýrrar vatnsveitu. Hönnun mannvirkja er á lokastigi og fyrirhugað að fara í útboð á næstu vikum, samkvæmt frétt OR. Óþolandi vatnsskortur  Neysluvatn skortir í Reykholti í Borgarfirði  OR leitar leiða til að ljúka vatnsveituframkvæmdum fyrir árslok Morgunblaðið/Arnaldur Reykholt Neysluvatn vantar. Persónuvernd hefur fellt niður mál vegna kvört- unar um að eft- irlitsmyndavél væri í bíl sem lagt var á bíla- stæði við fjöl- býlishús í Reykjavík. Samkvæmt áliti Persónuverndar tókst ekki að sýna fram á tilvist myndavélarinnar þrátt fyrir vett- vangsferð stofnunarinnar á umrætt bílastæði. Ljósmynd og myndskeið sem sögð voru af bílnum með eft- irlitsmyndavélinni þóttu ekki nægi- lega skýr til þess að hægt væri að greina án nokkurs vafa hvort eft- irlitsmyndavél hefði verið komið fyrir í umræddum bíl á bílastæði fjölbýlishússins. Í ljósi þessa varð niðurstaðan sú að ekki lægi fyrir sönnun á því að atvik væru með þeim hætti sem greinir í kvört- uninni. Þar sem Persónuvernd hefur ekki frekari úrræði til að kanna staðreyndir málsins ákvað því stjórn stofnunarinnar að fella mál þetta niður vegna skorts á sönnunum. Deilt um eftirlits- myndavél  Sögð vera í bíl á bíla- stæði fjölbýlishúss Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is Stjórn Félags eldri borgara í Reykjavík hefur skorað á borgaryfirvöld að endurskoða þá ákvörðun sína að draga verulega úr fé- lagsstarfi aldraðra í félagsmiðstöðvum borg- arinnar. Félagið hefur áhyggjur af því að nið- urskurður og uppsagnir starfsmanna muni hafa neikvæð áhrif á það félagsstarf sem þar hefur verið byggt upp. Ekki ráðið í stað þeirra sem hætta Unnar Stefánsson, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík, hefur miklar áhyggjur af gangi mála. „Samkvæmt okkar heimildum á að reyna að fækka fólki, ekki mun verða ráðið í stað þeirra leiðbeinenda sem munu ná 70 ára aldri á næstunni en þeir eru nokkuð margir. Mér skilst að borgin stefni á að leita til Félags eldri borgara, kirkjunnar, Rauða krossins og fleiri aðila til að fá sjálfboðaliða til starfa í stað launaðra leiðbeinenda.“ Unnar segir að félagsstarf sé mikilvægur þáttur í lífi margra eldri borgara og því mikill missir ef framlög borgarinnar dragist saman. Hann bætir við að borgin hafi ekki enn haft samráð við Félag eldri borgara í Reykjavík um þessar breytingar. Á vegum borgarinnar eru 16 félagsmiðstöðv- ar, margar þeirra í húsum þar sem íbúðir eru fyrir eldri borgara og þær njóta töluverðra vin- sælda að sögn Unnars. Í félagsmiðstöðvum aldraðra fer fram fjölbreytt starf, fólk kemur saman og syngur, dansar, teflir, sinnir handa- vinnu og spilar á spil, svo eitthvað sé nefnt. Þátttakendur fái aukin völd Í maí á síðasta ári skilaði starfshópur innan borgarinnar af sér skýrslu um sjálfbært fé- lagsstarf en þar kemur fram að stefna skuli að aukinni valdeflingu og notendasamráði. Unnið hefur verið eftir tillögum starfshóps- ins síðan en sú vinna miðast við að færa þátt- takendum meiri völd en jafnframt aukna ábyrgð á félagsstarfinu. Með því á að virkja aldraða til þátttöku í mótun og framkvæmd fé- lagsstarfsins. Hafa áhyggjur af félagsstarfinu  Stjórn Félags eldri borgara skorar á borgina að endurskoða áform um að draga úr félagsstarfi eldri borgara  Segja að fækka eigi launuðum leiðbeinendum  Þess í stað verði leitað til sjálfboðaliða Birna Sigurðardóttir hjá Velferðarsviði borgarinnar vildi ekki tjá sig um eðli nið- urskurðarins. „Hins vegar þurfum við svigrúm til að geta aukið möguleika eldri borgara á að koma í framkvæmd sínum hugmyndum í félagsstarfinu. Eldri borg- arar eru á ýmsum aldri og þarfir þeirra eru mismunandi. Þess vegna er markmiðið að auka valdeflingu innan t.d. yngri hópsins.“ Valdefling markmið FÁI MEIRA AÐ SEGJA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.