Morgunblaðið - 25.06.2012, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 2012
in tekið við lóðum sem framkvæmdir
höfðu verið hafnar á með þeim sömu
skilmálum og áður var rakið.
Brynjar segir Óskar Bergsson
hafa ætlað að taka nokkra daga til að
skoða málið, en það er ekki fyrr en 7.
nóvember sem framkvæmdasvið
borgarinnar hefur samband og þeim
er boðinn fundur. Sá fundur fer fram
20. nóvember. Á þeim fundi segir
Brynjar borgina hafa hafnað form-
lega að taka við lóðunum en viður-
kennt hugsanlega bótaskyldu vegna
tjóns þeirra. Í bréfi sem Ellý K. Guð-
mundsdóttir, sviðsstýra fram-
kvæmda- og eignasviðs, ritar sama
dag kemur fram að borgin taki ekki
til baka lóðir sem framkvæmdir séu
hafnar á, að útreikningar og vilyrði
frá því um sumarið hafi verið mistök
og beðist er afsökunar á því að þeim
hjónum hafi verið gefin þau skilaboð
að slíkt væri hægt.
Á þessum tímapunkti voru Brynjar
og Ásdís komin með lögmann í málið,
en segjast þó hafa viljað reyna að fara
samningaleiðina við borgina áður en
málið færi dómstólaleiðina.
Á borgarafundi í Grafarholti 27.
apríl 2010 mun Ásdís hafa spurt
Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, þáver-
andi borgarstjóra, að því hvort við-
bótargjald á lóðunum væri réttlátt.
Svörin hafi verið þau að gjöldin hefðu
verið felld niður, en ekki var einhugur
um það á fundinum og segir Brynjar
að niðurstaðan hafi verið sú að haft
yrði samband við þau hjón síðar
vegna málsins. Brynjar sendi Hönnu
Birnu tölvupóst 25. maí 2010 og ítrek-
aði beiðni um svör vegna þessa. Engin
svör bárust að hans sögn. Tölvupóst-
urinn var sendur á netfangið borg-
arstjori@reykjavik.is og fyrir dómi
þar sem Hanna Birna bar vitni segir
Brynjar hana hafa neitað að bera
ábyrgð á umræddu netfangi.
Í kringum sveitarstjórnarkosning-
arnar 2010 segir Brynjar borgarlög-
mann hafa tjáð þeim að afgreiðsla
málsins yrði að bíða fram yfir kosn-
ingar. Á þeim tímapunkti taldi lög-
maður þeirra sig hafa náð sam-
komulagi við borgarlögmann þess
efnis að þau héldu lóðinni en fengu 6
milljónir greiddar í bætur, með fyrir-
vara um samþykkt borgarráðs.
Borgarlögmaður hélt því þó fram fyrir
dómi að ekki hafi verið um sam-
komulag að ræða.
Loks fundur með borgarstjóra
Í ágúst 2010 hafði ekkert gerst í
málinu og reyndi Brynjar að fá sam-
band við Jón Gnarr borgarstjóra.
Hann segir engin svör hafa borist frá
borgarstjóra né upplýsingar um hvar í
röðinni beiðni þeirra væri stödd í kerf-
inu. Raunar segist hann einnig hafa
reynt að fá fund með Hönnu Birnu, á
meðan hún var borgarstjóri, en engin
svör hafi heldur borist þaðan.
Það var loks 21. september 2010
sem boðaður var fundur með borg-
arstjóra. Á þeim fundi fól borgarstjóri
aðstoðarmanni sínum, S. Birni Blön-
dal, að vinna að málinu, að sögn
Brynjars. Engin niðurstaða fékkst í
málið þrátt fyrir það. Þegar þeim
hjónum þótti fullreynt að ná sam-
komulagi við borgina ákváðu þau að
höfða mál gegn borginni og var stefna
lögð fram í Héraðsdómi Reykjavíkur
26. maí 2011. Málið var tekið fyrir 28.
september. Meðal þess sem Brynjar
og Ásdís lögðu til grundvallar máli
sínu var að í lóðaleigusamningi kæmi
hvergi fram að þau mættu ekki skila
lóðinni. Auk þess sem flestir aðrir
hefðu fengið slíkt. Dómurinn féllst á
þennan hluta af rökstuðningi þeirra,
auk þess sem dómurinn taldi ekki full-
sannað með vörn borgarinnar, að
ákvæði í lóðaleigusamningi um að
hann jafngilti afsali gæti staðist, enda
kæmi slíkt hvergi fram í samningnum
sjálfum. Þá tók dómurinn undir að
með tölvupóstum sumarið 2009 frá
lögmanni á framkvæmda- og eigna-
sviði borgarinnar hefðu falist vænt-
ingar um að þau gætu skilað lóðunum.
Brynjar segir að mál mágs síns og
svilkonu hafi fengið aðra meðferð en
þeirra. Þau hafi í janúar 2010 ákveðið
að stefna borginni. Í kjölfar stefn-
unnar hafi borgin viljað skoða samn-
ingaleið í málinu. Hins vegar hafi
borgin ekkert gefið eftir í þeirra máli.
Í því ljósi má teljast sérstakt að
borgin skyldi ekki hafa áfrýjað nið-
urstöðum héraðsdóms þar sem hún
tapaði málinu og valið þess í stað að
greiða verðbætur ofan á dóminn.
Morgunblaðið/Eggert
Urðarbrunnur Brynjar Gunnlaugsson við lóðina sem hann fékk loks að skila eftir þriggja ára baráttu við borgina.
Börðust við borgina í 3 ár
Var neitað um skil á lóð í Úlfarsárdal 2009 þegar aðrir máttu skila Unnu
málið fyrir héraðsdómi í mars 2012 Borgin greiddi verðbætur ofan á dóminn
FRÉTTASKÝRING
Ingvar P. Guðbjörnsson
ipg@mbl.is
Tæplega þriggja ára baráttu
hjónanna Brynjars Gunnlaugssonar
og Ásdísar Óskar Smáradóttur um að
fá að skila lóð sinni við Urðarbrunn
17 í Úlfarsárdal lauk 7. júní síðastlið-
inn með samkomulagi við Reykjavík-
urborg eftir að borgin hafði verið
dæmd í héraðsdómi, þann 30. mars
síðastliðinn, til þess að taka við lóð-
inni og endurgreiða lóðargjöld ásamt
dráttarvöxtum, alls á annan tug millj-
óna króna.
Samkomulagið gekk hins vegar
lengra en dómurinn því borgin sam-
þykkti að verðbæta höfuðstólinn frá
því að lóðargjöldin voru greidd í
ágúst 2007 til endurgreiðsludags.
Heildarendurgreiðsla til lóðarhafa
var því á þriðja tug milljóna króna, en
hefði verið mun lægri ef borgin hefði
samþykkt að taka við lóðunum og
endurgreiða lóðargjöldin í ágúst 2009
líkt og gert hafði verið í tilfellum
flestra lóðarhafa hverfisins. Að sögn
Brynjars voru einungis nokkrar lóðir
sem ekki hafði fengist að skila á þeim
tímapunkti.
Langur aðdragandi málsins
Saga málsins nær aftur til 12. júlí
2007, þegar lóðarúthlutun fór fram.
En átökin við borgina hófust ekki
fyrr en haustið 2009 þegar tilkynnt
hafði verið að lóðinni yrði skilað.
Þegar ljóst var sumarið 2009 að
stór hluti lóðarhafa í hverfinu hafði
ákveðið að skila lóðum sínum og lóð-
arhafar Urðarbrunns 17 sáu fram á
að ef þau kláruðu húsið yrðu þau
meðal fárra íbúa á svæðinu ákváðu
þau að kanna möguleikana á því að
skila lóðinni. Að þeirra mati voru for-
sendur fyrir því að byggja á svæðinu
brostnar.
Bróðir Ásdísar, sem einnig hafði
ásamt konu sinni, bróður hennar og
konu hans fengið úthlutaða par-
húsalóð í dalnum, hafði í júní 2009
samband við framkvæmda- og eigna-
svið borgarinnar. Hann spurði hvort
hægt væri að skila lóð sinni, hvað
fengist greitt til baka fyrir lóðina og
hver frágangur hennar þyrfti að vera.
Skömmu síðar barst svar frá borginni
þess efnis að til að skila lóð sem fram-
kvæmdir væru hafnar á yrðu þau að
brjóta niður sökkla, botnplötu og
annað þess háttar og áskilinn væri
réttur til þess að byggingarfulltrúi
tæki lóðina út. Auk þess fylgdu með
útreikningar á endurgreiðslu. Þetta
kemur fram í dómskjölum málsins og
tölvupósti sem Morgunblaðið hefur
undir höndum.
Brynjar og Ásdís litu svo á að þau
ættu sama rétt. Þau sáu með því
ákveðið tækifæri til að losa sig frá því
að byggja í hverfi sem ekki væri útlit
fyrir að myndi byggjast upp á næst-
unni og höfðu skömmu síðar sam-
band símleiðis við sama lögfræðing
hjá borginni til að ræða þann mögu-
leika að skila sinni lóð. Daginn eftir
berst tölvubréf þar sem fram kemur
hversu mikið fáist greitt til baka við
skil á lóðinni.
Þau tilkynna formlega með tölvu-
bréfi að þau ætli að skila lóð sinni
þann 4. ágúst 2009.
Skorti fé til endurgreiðslu
Á þessum tímapunkti virðist sem
borgin hafi verið komin í vandræði
vegna hverfisins og á fundi sem
Brynjar, bróðir Ásdísar og svilkona
hans áttu með Óskari Bergssyni, for-
manni borgarráðs, 5. október 2009
kom fram, að sögn Brynjars, að borg-
in gæti ekki tekið lóðir þeirra til baka
þar sem fjármagn hjá henni væri af
skornum skammti. Brynjar segist
hafa orðið verulega ósáttur við þessi
svör og talið með því brotið á jafn-
ræði, enda hafi á þessum tímapunkti
verið búið að heimila öllum, nema
þessum lóðarhöfum, að skila og borg-
„Ég fer fram á að Jón Gnarr biðj-
ist afsökunar fyrir hönd borg-
arinnar og útskýri hvernig hann
ætli að koma í veg fyrir að svona
geti komið fyrir aftur og ég fer
fram á að Hanna Birna víki [sem
borgarfulltrúi]. Hún er búin að
sýna það að hún beitir mjög svo
vafasömum aðferðum við að ná
fram þeim hlutum sem klárlega
eru ekki hagsmunir borgarinnar
og borgin greiðir gríðarlega fjár-
muni fyrir. Þetta er ofbeldi og
einelti sem borgin er að beita
okkur undir stjórn Hönnu Birnu
og Jón Gnarr tekur svo við. Þetta
er gríðarlegt órétti og þau nota
allt aflið og alla klæki í bókinni
við það að knésetja fimm manna
fjölskyldu. Allt sem þau geta. Þau
veigra sér hvergi,“ segir Brynjar
um þá meðferð sem hann og fjöl-
skyldan máttu þola. Hann segir
borgina hafa lagt á þau mikinn
kostnað við að afla gagna vegna
málsins. „Ég vil meina að borgin
haldi frá okkur gögnum og hún
leggur engin gögn fram nema
henni sé stefnt til að afhenda
þau.“
Segist hafa orðið fyrir einelti
ÓSÁTTUR VIÐ NÚVERANDI OG FYRRVERANDI BORGARSTJÓRA
Borgarráð Reykjavíkur hefur sam-
þykkt að ganga til samninga við
Kex Hostel og Landey ehf. um af-
notasamning til fimm ára af ófrá-
gengnu svæði sunnan við Kex Hos-
tel. Gistiheimilið er á Skúlagötu 28.
Jafnframt lagði borgarráð til að
varið yrði sex milljónum til fram-
kvæmda á svæðinu og að leitað yrði
eftir þátttöku Bílastæðasjóðs um
gjaldskyld bílastæði á lóðinni. End-
anlegir samningar verða lagðir fyr-
ir borgarráð til samþykktar.
Gangi til samninga
við Kex Hostel
Í kjölfar fundar með borgarstjóra í
september 2010 hafði S. Björn
Blöndal samband við Brynjar, að
hans sögn, og kvaðst ætla að fá
óháð lögfræðiálit á málinu. Síðar
segir Brynjar hann hafa sagt sér að
lögfræðistofan hefði komist að
þeirri niðurstöðu að þau ættu ekki
rétt á að skila lóðinni. Brynjar seg-
ist hafa viljað vita hvaða forsendur
væru þar að baki en ekki fengið
svör né fengið að sjá hið óháða
lögfræðiálit. Hann segir S. Björn
hafa borið því við að það væri ekki
hægt þar sem hugsanlegt væri að
Brynjar og Ásdís færu í mál við
borgina og álitið gæti skipt máli
fyrir vörn borgarinnar. Eftir að dóm-
ur var fallinn segist Brynjar hafa
haft samband við S. Björn og viljað
fá að sjá álitið, en segir svörin hafa
verið á sömu leið, að ekki væri
hægt að veita aðgang að álitinu þó
málinu væri endanlega lokið.
Fær ekki aðgang að álitinu
BORGIN LÉT GERA ÓHÁÐ LÖGFRÆÐIÁLIT VEGNA MÁLSINS
Líðan mannsins sem slasaðist alvar-
lega við vinnu við snjóflóðavarnar-
garð í Bolungarvík á laugardag er
stöðug, að sögn vakthafandi læknis
á gjörgæsludeild Landspítalans. Til
stendur að útskrifa hann af deild-
inni í dag.
Traktorinn sem maðurinn var í
rann ásamt tengivagni átta metra
fram af brún. Maðurinn vann að
uppgræðslu við snjóflóðavarnar-
garðinn þegar óhappið átti sér stað.
Að sögn lögreglu er lítið vitað um
tildrög slyssins en þau verða rann-
sökuð frekar. Svo virðist sem
traktorinn hafi misst afl með áð-
urnefndum afleiðingum. Maðurinn
var fluttur með þyrlu Landhelgis-
gæslunnar til Reykjavíkur.
Ljósmynd/Vikari.is
Óhapp Traktorinn er illa farinn eftir slysið
við snjóflóðavarnargarðinn í Bolungarvík.
Líðan stöðug eftir
alvarlegt vinnuslys
Á síðasta fundi borgarstjórnar var
samþykkt að auglýsa tillögu að
deiliskipulagi Landspítalans við
Hringbraut með 9 atkvæðum gegn
5. Fulltrúi Vinstri grænna sat hjá
við afgreiðsluna og bókaði um mik-
ilvægi vistvænna samgangna við og
í kringum nýjan spítala. Borgar-
fulltrúar Sjálfstæðisflokksins bók-
uðu einnig um málið en þeir
mótmæla því yfirþyrmandi bygg-
ingamagni sem áætlað er á lóðinni.
Morgunblaðið/Golli
Auglýsing deili-
skipulags samþykkt
Kosningastjórn
Ara Trausta
sendi tilkynn-
ingu frá sér á Fa-
cebook í gær-
kvöldi þar sem
segir að stuðn-
ingsmenn Þóru
hafi leitað eftir
því að Ari
Trausti dragi
framboð sitt til
baka og lýsi yfir stuðningi við hana
einungis til að Ólafur Ragnar verði
ekki endurkjörinn. „Einstaklingar
hafa hringt í mig, bæði fylgismenn
Ólafs sem vilja ekki Þóru og fylg-
ismenn Þóru sem vilja fyrir engan
mun Ólaf Ragnar,“ sagði Ari í sam-
tali við mbl.is í gærkvöldi. Ari tók
fram að einungis einstaklingar
hefðu haft samband við hann en
ekki formlegir talsmenn Þóru eða
Ólafs.
Ari beðinn um að
hætta við framboð
Ari Trausti
Guðmundsson