Morgunblaðið - 25.06.2012, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 2012
Kristinn H. Bene-
diktsson, fyrrverandi
blaðamaður og ljós-
myndari, lést á Heil-
brigðisstofnun Suður-
nesja á laugardag
eftir erfið veikindi, 63
ára að aldri.
Foreldrar Kristins
voru þau Þórdís Krist-
insdóttir, sem starfaði
um árabil hjá bæjar-
sjóði Hafnarfjarðar,
og Benedikt Sveins-
son, skipasmiður og
aðalbókari.
Kristinn stundaði nám hjá Þóri
Óskarssyni ljósmyndara í Reykja-
vík á árunum 1966-1970. Samhliða
náminu starfaði hann hjá Morgun-
blaðinu undir handleiðslu Ólafs K.
Magnússonar ljósmyndara. Að
námi loknu var Kristinn fastráðinn
ljósmyndari Morgunblaðsins til
1975 en þá fór hann
til frekara náms í fag-
inu í Bandaríkjunum.
Á árunum 1976-1979
starfaði Kristinn sem
ljósmyndari og blaða-
maður fyrir tímaritið
Sjávarfréttir og einn-
ig starfaði hann sem
fréttaritari Morgun-
blaðsins í Grindavík á
níunda áratug síðustu
aldar. Fréttaritara-
starfið var þá auka-
starf með verkstjórn í
fiskvinnslufyrirtækinu Hópsnesi hf
í Grindavík. Síðasta verk Kristins
var Sjómannadagsblað Grindavík-
ur. Kristinn lætur eftir sig fjögur
börn.
Að leiðarlokum þakkar Morgun-
blaðið samfylgdina um langt árabil
og færir aðstandendum Kristins
innilegar samúðarkveðjur.
Andlát
Kristinn H.
Benediktsson
Umhverfishópur Landsvirkjunar, Blöndustöð ásamt
sjálfboðaliðum luku nýlega við að gróðursetja átján þús-
und kynbættar birkiplöntur sem upprunnar eru úr Geir-
mundarhólaskógi í Hrolleifsdal í verkefni um endur-
heimt hinna fornu Brimnesskóga í Skagafirði.
Eingöngu eru notaðar upprunalegar skagfirskar trjá-
plöntur í verkefninu. Alls tóku um 25 manns þátt í gróð-
ursetningunni að þessu sinni. Gera má ráð fyrir að milli
500 og 600 vinnustundir liggi hér að baki og milli þrjú og
fjögur þúsund eknir kílómetrar. Nú er lokið við að gróð-
ursetja í ríflega tvo þriðju þess lands sem félagið hefur
til afnota, en það er á þriðja tug hektara.
Mesta gróðursetningin
Að sögn Steins Kárasonar, framkvæmdastjóra Brim-
nesskóga, er þetta langmesta gróðursetningin til þessa
við endurheimt Brimnesskóga. Eins og áður eru plönt-
urnar framleiddar hjá Barra hf. á Egilsstöðum og er það
nýmæli að plönturnar voru afhentar frosnar í pappa-
kössum, 80 stykki í hverjum.
Fyrir skömmu fengu Brimnesskógar 250 þúsund
króna umhverfisstyrk úr Samfélagssjóði Landsbankans
til að endurheimta hina fornu Brimnesskóga, en um-
hverfisstyrkjum bankans er ætlað að styðja við verkefni
á sviði umhverfismála og náttúruverndar.
Endurheimt hinna fornu
Brimnesskóga í Skagafirði
Átján þúsund kynbættar birkiplöntur gróðursettar
Brimnesskógar Ungmenni úr umhverfishópi Lands-
virkjunar í Blöndustöð unnu við gróðursetninguna.
hvernig Kvenfélagið Brautin í Bol-
ungarvík brást við fækkun fé-
lagskvenna með aðgerðum sem
leiddu til fjölgunar í félaginu. „Það
sama þarf kirkjan að gera. Þau sem
yfirgefið hafa kirkjuna á und-
anförnum árum hafa valið það af
ýmsum ástæðum. Nú þarf að setja
það markmið að fjölga í kirkjunni og
finna leiðir til þess.“
Í hópi vígsluvotta voru m.a. bisk-
upar frá Færeyjum, Grænlandi,
Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finn-
landi, Írlandi, Englandi, Skotlandi
og Þýskalandi auk íslenskra bisk-
upa, presta og djákna.
Morgunblaðið/Eggert
Handayfirlagning Vígsluvottar og viðstaddir biskupar lögðu hendur á höfuð Agnesar, sem kraup við altarið, og báðu fyrir henni.
Vígslan sögulegur viðburður
Séra Agnes M. Sigurðardóttir var vígð biskup Íslands í gær fyrst kvenna Hún tekur við
embættinu 1. júlí næstkomandi Nývígður biskup segir að kirkjan þurfi að bregðast við fækkun
Morgunblaðið/Eggert
Biskupspredíkun Agnes M. Sigurðardóttir biskup predikaði við vígsluna.
SVIÐSLJÓS
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Séra Agnes M. Sigurðardóttir var
vígð biskup Íslands í gær, fyrst
kvenna. Biskup Íslands, Karl Sig-
urbjörnsson, vígði eftirmann sinn að
viðstöddu fjölmenni í Hallgríms-
kirkju. Agnes tekur við embætti 1.
júlí nk.
„Engum blandast hugur um að
hér erum við að lifa sögulegan við-
burð í íslenskri kirkju þegar kona er
í fyrsta sinn vígð til embættis bisk-
ups,“ sagði Karl biskup í vígsluræðu
sinni. „Hér er merki reist og afger-
andi og gleðilegt skref stigið til jafn-
ræðis kvenna og karla í kirkju og
samfélagi. Þjóð og kirkja fagna þér,
séra Agnes Sigurðardóttir. Þú ert
umvafin elsku og fyrirbæn kirkj-
unnar og væntingum alþjóðar.“
Karl biskup talaði m.a. um hvers
nývígður biskup mætti vænta. Sókn-
arbörn hennar væru nú um allt land
og kastljósin myndu beinast að
henni í meiri mæli en hún hefði áður
þekkt. Hann minnti á að þrátt fyrir
allt sem blasti við ytri augum væri
Guð að verki. Karl bað þess að kraft-
ur anda Guðs mætti bera Agnesi
uppi, uppörva hana og styrkja.
Séra Agnes kraup við altarið og
gaf heit um að gegna biskupsþjón-
ustunni með árvekni, réttsýni og
trúmennsku eftir þeirri náð sem Guð
gæfi henni. Biskuparnir báðu fyrir
henni með handayfirlagningu.
Fjölga þarf í kirkjunni
Biskupinn nývígði predíkaði við
athöfnina. Agnes minnti m.a. á að
þjónustan sem kirkjan innti af hendi
væri jafn mikilvæg nú og á öldum
áður.
„Öllum landsmönnum gefst kost-
ur á henni óháð trúfélagsaðild. Eitt
af einkennum þjóðkirkju er að hún
stendur öllum opin. Jesús fór ekki í
manngreinarálit og það gerir kirkja
hans ekki heldur. Erindi hennar er
öllum ætlað,“ sagði Agnes biskup.
Hún sagði að kirkjan hefði þurft
að horfast í augu við mörg lærdóms-
rík mál og búa þannig um hnúta að
hægt væri að horfa björtum augum
til framtíðar. „Það starf hefur eflt
okkur og þeir ferlar sem mótaðir
hafa verið eru öðrum fordæmi í sam-
félaginu,“ sagði Agnes biskup. Hún
benti á að í guðspjalli dagsins væru
tvær dæmisögur Jesú um að leita að
hinu týnda. Agnes sagði frá því
Séra Auður Eir Vil-
hjálmsdóttir hlaut
fyrst kvenna prests-
vígslu hér á landi ár-
ið 1974. Hún tók þátt
í vígsluathöfninni í
gær og færði séra
Agnesi í gyllta kór-
kápu eftir að Karl
biskup hafði sett
biskupskrossinn um
háls hennar.
Nú hafa alls 70
konur vígst til
prestsþjónustu í Þjóðkirkjunni og systurkirkjum hennar, það er í Frí-
kirkjunni í Hafnarfirði og Fríkirkjunni í Reykjavík. Auk þess hafa tvær ís-
lenskar konur verið vígðar beint til þjónustu í norsku kirkjunni. Af þess-
um 70 prestsvígðu konum eru 58 enn starfandi, þar af starfa tíu
íslenskar konur sem prestar erlendis, flestar í Noregi, samkvæmt upp-
lýsingum frá Biskupsstofu.
Í kórkápu með biskupskross
70 KONUR HAFA VÍGST HÉR TIL PRESTSÞJÓNUSTU FRÁ ÁRINU
1974 ÞEGAR AUÐUR EIR VILHJÁLMSDÓTTIR FÉKK VÍGSLU
Kvenprestar Séra Auður Eir (t.v.) og Agnes biskup.
Morgunblaðið/Eggert