Morgunblaðið - 25.06.2012, Side 10

Morgunblaðið - 25.06.2012, Side 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 2012 María Ólafsdóttir maria@mbl.is Textílhönnuðurinn BrynjaEmilsdóttir hannar barna-fatnað og fylgihluti hann-aða úr gömlum efnum og afgöngum undir nafninu Besla. Með þessu lagi verður hver flík einstök og litir og mynstur blandast skemmtilega saman. Einnig hannar Brynja værðarvoðir og gólfteppi fyrir börnin. Nýtir stafla af afgöngum „Eftir að ég eignaðist dóttur mína fyrir þremur og hálfu ári fór ég dálítið í krúttgírinn sem ég hafði aldrei verið í áður. Enda hafði ég fram að því verið að hanna kven- og útivistarfatnað. Útgangspunkturinn varð því að búa til eitthvað fyrir börn og ég hef nú gert værðarvoðir, rúmföt og gólfteppi. Eins hef ég nýtt gömul efni og afganga í svuntur og kjóla og eru fleiri vörur vænt- anlegar í þeim dúr í sumar. Maður vill vera hagsýnn og nýta hlutina og hugsar líka meira um slíkt þegar maður á sjálfur barn. Ég ákvað því að fara að nota efni sem mér hefur áskotnast í gegnum árin og hefur safnast upp í stafla hjá mér. Eins reyni ég að hafa það sem ég geri umhverfisvænt og það nýjasta hjá Hugmyndirnar færast lengra Með því að nota afganga í ýmsum litum og mynstr- um býr Brynja Emils- dóttir textílhönnður til fallegar svuntur og kjóla á börn. Hún hannar einnig værðarvoðir og gólfteppi og leitast eftir að endurnýta og nota lífræn efni í hönnun sína. Úrval Efnisstaflarnir hennar Brynju nýtast vel í smekkjagerðina. Mörgum þykir gott að fá sér tesopa. Sumir drekka bara te á meðan aðrir drekka bæði te og kaffi. Allt eftir hentugleika og löngun hverju sinni. Alls konar te er gott og þræða margir tebúðir jafnt hér heima sem erlendis í leitinni að hinu „eina rétta tei“. Meðal góðra tetegunda má nefna hið breska Clipper-te en inni á heimasíðu þess clipper-teas.com má skoða heil- an frumskóg af tei sem hjá þeim er framleitt. Enn þá betra er þó það að á síðunni má finna ýmiss konar girni- legar uppskriftir að gúmmulaði til að borða með tebollanum. Varla myndu margir slá hendinni á móti kók- oshöttum frú Simkins, líkt og þessar formkökur eru kallaðar á síðunni. Né heldur súkkulaðibitamúffum úr smiðju hinnar sömu. Nóg er af upp- skriftum til að velja úr og allir ættu að geta fundið hér eitthvað við sitt hæfi með góðum tebolla. Vefsíðan www.clipper-teas.com Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Úrval Bollakökur má útfæra á ýmsan skemmtilegan hátt með tebollanum. Gómsætt með tebollanum Listaklúbburinn Selma er klúbbur áhugafólks um myndlist. Félagsaðild veitir aðgang að sérsniðinni leið- sögn og fyrirlestrum í Listasafni Ís- lands. Einnig fá félagar afslátt í Safnbúð og jafnframt 25% afslátt af sýningarskrá viðkomandi sýn- ingar. Sækja má um aðild að klúbbnum á vefsíðu safnsins, www.listasafn.is, eða með tölvupósti á selma@listasafn.is. Árskort gildir í 12 mánuði frá útgáfudegi. Meðal fríðinda sem kortinu fylgja er af- sláttur í safnbúð og frír aðgangur að safninu. Endilega … … gangið í listaklúbb Morgunblaðið/Ómar Á svelli Fyrir utan Listasafn Íslands. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Nú stendur yfir í Sláturhúsinu á Egilsstöðum sumarsýning. Er þetta í fjórða sinn sem sumarsýning er sett þar upp og hún því orðin fastur liður í starfsemi Sláturhússins. Að þessu sinni leiða saman list sína feðgarnir Þór Vigfússon og Helgi Þórsson og mæðginin Ólöf Birna Blöndal og Sveinn Snorri Sveinsson. Samsýningin Feðgar / Mæðgin er einkar fjölbreytt þar sem bland- ast saman myndlist, ljóðlist í formi innsetningar, verk sem eru á mörk- um þess að vera málverk og skúlp- túrar. Nálgast má nánari upplýs- ingar og opnunartíma sýningarinnar á www.slaturhus- id.is og á facebook. Fjölbreytt Á sýningunni blandast saman myndlist, ljóðlist og skúlptúr. Samsýning á Egilsstöðum Spriklandi fiskbúð Veitingastaður / verslun Nethylur 2 • 110 Reykjavík • Sími: 587 2882 • galleryfiskur.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.