Morgunblaðið - 25.06.2012, Síða 11
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Textílhönnuður Brynja nýtir efni sem hún hefur sankað að sér og saumar svuntur og kjóla á yngstu kynslóðina.
mér er að láta framleiða fyrir mig í
Indlandi ungbarnalínu sem verður
úr vottaðri lífrænni bómull. Linda
Ólafsdóttir myndskreytir, sem
starfar með mér á vinnustofunni
minni, gerði mynstur fyrir hluta
þeirrar línu svo og hönnunarfyr-
irtækið Hnoss. En þessi lína var
kynnt á HönnunarMars síðast-
liðnum. Fyrir utan hvað það er
skemmtilegra að gera eitthvað með
öðrum færir það hugmyndir manns
líka lengra,“ segir Brynja.
Tæknilegt nám
Brynja fær hugmyndir sínar
mikið í gegnum börnin sín auk þess
sem hugmyndir spretti út frá gömlu
efnunum sínum. Í gegnum þau
spretti fram alls konar litapælingar
og samsetningar. Brynja útskrif-
aðist sem textílhönnuður frá
Listaháskóla Íslands árið 2000 og
hélt að því loknu í nám til Barcelona.
En þaðan útskrifaðist hún árið 2006
úr fatatækni og hönnun.
Að því loknu starfaði hún um
þriggja ár skeið hjá Zo-On og hann-
aði útivistarfatnað en hefur síðast-
liðin ár starfað sjálfstætt auk þess
að kenna í Myndlistarskóla Reykja-
víkur í textíldeildinni.
Brynja var með grunn í
spænsku og heillaði hana því að fara
til Barcelona. En á þessum tíma var
hún líka komin með barn og segir
einstaklega barnvænt að vera með
lítið barn í námi í Barcelona svo það
varð úr.
„Námið var mjög tæknilegt,
mikil sníðagerð og áherslur á
iðnaðarferlið,“ segir Brynja.
Hönnun Brynju má skoða og
fylgjast með nýjungum á vefsíðunni
www.brynjaemils.com
Mjúkt Værðarvoðir í fallegum litum fyrir litlu krílin halda á þeim hita.
Smekkur Hver og einn sérstakur.
Brynja fær hug-
myndir sínar mikið í
gegnum börnin sín
auk þess sem hug-
myndir spretti út
frá gömlu efnunum
sínum.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 2012
Nú stendur yfir við matjurtargarða
Akureyrar myndlistarsýning. En garð-
arnir eru við gömlu gróðrarstöðina á
Krókeyri í Innbænum, (ofan við Iðn-
aðar- og Mótorhjólasafnið).
Sýningin er hluti verkefnis Guð-
rúnar Pálínu Guðmundsdóttur mynd-
listarmanns og Jóhanns Thorarensen
garðyrkjufræðings, sem nefnist
Uppskeruhátíð ræktunar og mynd-
listar.Verkefnið hófst 2010 og var í
kjölfarið valið til norrænu menning-
arráðstefnunnar Nordmatch í Hels-
inki fyrir Íslands hönd. Þá tóku fimm
myndlistarmenn þátt í sýningunni og
einn félags- og garðyrkjufræðingur.
Í ár hefur sýningin stækkað og eru
leikmenn og listnemar samtals ell-
efu. Þátttakendur eru Arna G. Vals-
dóttir, Hlynur Hallsson, Kristín Þóra
Kjartansdóttir, Þórarinn Blöndal,
Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, Joris
Rademaker, Sigrún Héðinsdóttir, Júl-
ía Runólfsdóttir, Hugi Hlynsson, Vikt-
or Hollanders og Ívar Hollanders.
Hinn 26. ágúst verður síðan
uppskeruhátíð þegar menn geta gætt
sér á uppskerunni, ásamt því að
hlýða á fyrirlestra um myndlist, gróð-
ur og ræktun.
Myndlistarsýning við matjurtargarða
Uppskeruhátíð Í ágúst getur fólk notið myndlistar og ræktunar á sama stað.
Myndlist, gróður og ræktun
Girnileg uppskrift sem kallast Syk-
urbrúnn úr nýrri uppskriftabók eftir
Þorbjörgu Hafsteinsdóttur. Upp-
skriftin er ætluð fyrir 2.
1 vel þroskuð lárpera
1 msk. hnetusmjör
1 dl graskersfræ
3 dl ósæt möndlumjólk
4-5 þurrkaðar, steinlausar döðlur
8 ísmolar úr grænu tedufti
1 tsk xylitol EÐA hnífsoddur af
stevía sætuefni
1 frosinn banani
1 lítil msk. hrátt kakóduft eða
kakónibs frá Naturya
1 hnífsoddur salt, t.d. Himalajasalt
frá Natur hurtig
Aðferð
Settu bananann í frysti einum degi
áður en á að nota hann. Afhýddu lár-
peruna og fjarlægðu steininn. Settu
allt saman í blandarann og láttu
ganga örlitla stund. Smakkaðu svo til
með xylitol.
Smá trikk:
Til bragðauka má bæta við smá
chili eða cayennepipar – passaðu þig
samt, þú vilt ekki að drykkurinn verði
of sterkur.
Fróðleiksmoli
Súkkulaði – já! Þú ert að lesa bók
eftir einlægan súkkulaðidýrkanda.
Það eru margar ástæður fyrir því
hvað mér líkar vel við súkkulaði. Sú
mikilvægasta er að gæðasúkkulaði
smakkast ómótstæðilega, það bætir
líka skapið, eykur húmorinn og gælir
við kynorkuna. Það er efninu feny-
lethylamin að þakka en það vekur
viss skilaboð í heilanum sem tendra
löngun okkar í kynlíf.
Sykurbrúnn hristingur
Súkkulaði eykur húmorinn
Hristingur Gott úr súkkulaði.
Trésmiðja GKS ehf, Funahöfða 19, sími 577 1600, gks@gks.is, gks.is
Gæði - Kunnátta - Sveigjanleiki
Dreymir þig nýtt eldhús!
Hjá þaulvönum starfsmönnum GKS færðu sérsmíðað eldhús
og allar innréttingar sem hugurinn girnist.
Við bjóðum framúrskarandi þjónustu og gæðasmíði
alla leið inn á þitt heimili.