Morgunblaðið - 25.06.2012, Side 14

Morgunblaðið - 25.06.2012, Side 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 2012 H a u ku r 0 9 b .1 1 Guðni Halldórsson lögfræðingur, gudni@kontakt.is Haukur Halldórsson hdl. haukur@kontakt.is Brynhildur Bergþórsdóttir rekstrarhagfræðingur, lögg. verðbr.- og fasteignasali, brynhildur@kontakt.is Gunnar Svavarsson viðskiptafræðingur, gunnar@kontakt.is Jens Ingólfsson rekstrarhagfræðingur, jens@kontakt.is Sigurður A. Þóroddsson hrl. sigurdur@kontakt.is Forgangslisti er nýjung fyrir kaupendur og fjárfesta. Skráning á www.kontakt.is • Skráðu þig á forgangslista og við sendum þér reglulega upplýsingar í tölvupósti um tækifæri sem við getum ekki sett í auglýsingar. Upplýsingar og skráning á www.kontakt.is. • Heildverslun með þekkt vörumerki í fatnaði. Ársvelta 150 mkr. Góð afkoma. • Smásöluverslun með náttúrulegar vörur. Ársvelta 25 mkr. • Leitum að meðeiganda að fyrirtæki sem býður upp á fegrunarmeðferðir. Auðveld kaup. • Rótgróið hreingerningarfyrirtæki með 40 starfsmenn. Ársvelta 150 mkr. og hefur vaxið með hverju árinu. Góð EBIDTA. • Heildverslun með heimsþekktar hársnyrtivörur fyrir fagfólk. Ársvelta 60 mkr. Hentar mjög vel til sameiningar. • Glæsilegt íbúðahótel með 20 íbúðum. Góð afkoma. • Heildverslun með vinsælar snyrtivörur fyrir fagfólk. Ársvelta 60 mkr. Góð afkoma. • Rótgróið gólfefnafyrirtæki í mjög góðum rekstri. Ársvelta 200 mkr. EBITDA 20 mkr. • Heildverslun með prjónagarn. Selur einnig mikið í gegnum heimasíðu á netinu. Vandaðar og vinsælar vörur. Auðveld kaup. • Stórt þvottahús og efnalaug. EBITDA 12 mkr. Hentugt fyrir dugleg og samhent hjón. Í rafhlöðum eru efni sem eru skaðleg náttúrunni. Þær mega því alls ekki fara í almennt sorp að notkun lokinni. Efnamóttakan leggur heimilum og fyrirtækjum til ókeypis kassa til að auðvelda söfnun á ónýtum rafhlöðum. Einnig má setja í hann ónýt smáraftæki. Kassinn er margnota og hann má nálgast á söfnunarstöðvum sveitarfélaga. Gufunesi · 112 Reykjavík · Sími 559 2200 · efnamottakan.is Rafhlöðukassi Það má losa úr kassanum á söfnunarstöðvum sveitarfélaga (endurvinnslustöðvum). Einnig er víða tekið á móti rafhlöðunum í sérstakar rafhlöðutunnar á bensínstöðvum N1 og Skeljungs. Hvert á að skila? Umhverfisverkefnið Sustania hefur útnefnt íslenska gagnaverið Verne Global á Ásbrú eina af 100 bestu sjálfbærnilausnum til framtíðar. Til- kynnt var um þessa viðurkenningu á Rio+20 ráðstefnunni, sem haldin var í Rio de Janeiro í liðinni viku. Sustania er samstarfsvettvangur fjölda alþjóðlegra fyrirtækja og hef- ur það að markmiði að stuðla að þró- un umhverfisvænna og sjálfbærra lausna fyrir samfélagið. Meðal bak- hjarla verkefnisins má nefna Micro- soft, GE, Tetra Pak, IKEA, SAS og UBS fjárfestingabanka. Af þeim 100 fyrirtækjum sem til- nefnd voru í Brasilíu mun eitt hreppa Sustania-verðlaunin. Verður dómnefndin m.a. skipuð Arnold Schwarzenegger og Gro Harlem Brundtland. Í tilkynningu frá Verne Global segir að upphaf Sustania 100-verk- efnisins sé fyrsti haldbæri afrakstur Rio+20 ráðstefnunnar. „Það er okkur heiður að jafnmik- ilvæg samtök og Sustania skuli út- nefna okkur eina af bestu umhverf- isvænu lausnum heimsins. Við stofnuðum Verne Global árið 2007 til að fást við áhyggjur af sjálfbærni í orkumálum og áhrifum gagnavera á losun kolefnis út í andrúmsloftið, en gagnaver eru einhver orkufrekasta starfsemi okkar tíma. Útnefningin er skýr staðfesting á árangri Verne til þessa,“ sagði Jeff Monroe fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins. Verkefnin sem valin voru í Sust- ania 100 hópinn dreifast yfir 56 lönd í sex heimsálfum og snerta fjölda sviða, s.s. borgarskipulag, orkumál, tísku, meðferð úrgangs og sam- göngur. ai@mbl.is Verne hampað í Ríó  Gagnaverið valið í hóp 100 grænna úrvalsverkefna Framtak Byggingarnar sem hýsa gagnaver Verne Global á Ásbrú. Gagnaverið notar umhverfisvæna orku. Framtakssjóðurinn AUÐUR I skilaði 695 milljóna króna hagnaði á árinu 2011 og var arðsemi eigin fjár 32%. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Auður Capital sendi frá sér á föstudag en þá var ársreikningur sjóðsins samþykktur á aðalfundi. Heildareignir í árslok 2011 námu 3.150 milljónum. AUÐUR I er í eigu rúmlega 20 fjárfesta, en þeirra á meðal eru stærstu lifeyrissjóðir landsins, stofnfjárfestar, einstaklingar og Auður Capital. Var sjóðurinn stofnaður árið 2008 og hefur til þessa fjárfest fyrir tæplega 2,4 milljarða í 9 fyrirtækjum. Á sjóðurinn í dag hluti í Securitas, Lifandi markaði, Ölgerðinni, Já upplýsingaveitum, Tali, Gagnavörslunni og Yggdrasil. Er eignarhlutur í hverju fyrirtæki frá 19% og upp í 100%. Veltu þessi félög samtals yfir 21 milljarði á liðnu ári og höfðu 930 starfsmenn. Anna Harðardóttir sjóðsstjóri AUÐAR I segir að af- koma síðasta árs staðfesti að tekist hafi að ná því mark- miði að byggja upp verðmætt eignasafn öflugra fyr- irtækja. „AUÐUR I er langtímafjárfestir og hefur náð góðum árangri í fjárfestingum á undanförnum 4 árum. Næstu misserin verður áhersla lögð á að bæta rekstur og auka verðmæti félaganna með náinni samvinnu við stjórn- endur.“ Segir Anna að sjóðurinn stefni að því að selja fjárfest- ingar sínar að miklu leyti á árunum 2014-16 og að þegar sé kominn fram töluverður kaupáhugi á fyrirtækjum í eigu sjóðsins. ai@mbl.is Mikil arðsemi hjá AUÐI I  Stefna að sölu fjárfestinga á tímabilinu 2014-16 Morgunblaðið/Kristinn Verðmæti Meðal fyrirtækjanna sem mynda eignasafn AUÐAR I má nefna matvælafyrirtækið Ölgerðina. - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.