Morgunblaðið - 25.06.2012, Page 22

Morgunblaðið - 25.06.2012, Page 22
22 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 2012 Ingvi Jón Einarsson er sjötugur í dag og deilir hann afmælisdegimeð Helgu Björg dóttur sinni. ,,Saman eigum við 100 ára af-mæli því hún er þrítug í dag. Það vill svo til að daginn sem hún fæddist áttum við eldri bróðir minn, hann Sigurður Oddur, einnig 100 ára afmæli í sameiningu. Hann var sextugur en ég fertugur. Ingvi hefur búið alla tíð á Akureyri að undanskildum námsárum sínum sem hann bjó í Reykjavík. Þar nam hann tannlækningar og hefur unnið við þær frá árinu 1969 þegar hann útskrifaðist frá Há- skóla Íslands. „Ég hef að vísu farið um landið í nokkrar vikur í einu. Ég vann á Patreksfirði, Ísafirði, Húsavík og Seyðisfirði í nokkrar vikur í senn þegar þörfin var sem mest fyrir tannlækna um 1980. Ingvi á sjö börn og tvö þeirra á hann með núverandi eiginkonu sinni, Ragnheiði Ólafsdóttur grunnskólakennara. Hann á von á því að halda upp á afmælið í faðmi fjölskyldunnar ásamt afkomendum sem eru orðnir 23 talsins. Laxveiði hefur verið aðaláhugamál Ingva í gegnum tíðina, en nú hefur golfið tekið við. „Ég stefni á golfferð í til Spánar í haust. Golfið er helsta áhuga- málið. Veiðin er að detta út þar sem það er orðið svo dýrt að kaupa veiðileyfi. Ég byrjaði um aldamótin í golfinu sem er allt of seint en er með 21 í forgjöf sem er nóg til þess að hafa gaman af þessu,“ seg- ir Ingvi að lokum. Ingvi Jón Einarsson er sjötugur í dag Ingvi Jón Einarsson Ingvi er sjötugur í dag og ætlar að vera í faðmi fjölskyldunnar. Alls á hann 23 afkomendur. 100 ára afmælis- feðgin fagna í dag Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Reykjavík Nadía Ósk fæddist 28. ágúst kl. 18.10. Hún vó 2.860 g og var 47 cm löng. Foreldrar hennar eru Auð- ur Vilhjálmsdóttir og Birgir Ólafur Guðlaugsson. Nýir borgarar Kópavogur Kristján Möller fæddist 12. október kl. 15.24. Hann vó 4.340 g og var 51 cm langur. Foreldrar hans eru Ásdís Kristjánsdóttir og Agnar Tómas Möller. H elga Björg fæddist á Akureyri og ólst þar upp. Hún var í Barna- skólanum á Akureyri, Gagnfræðaskóla Ak- ureyrar, lauk stúdentsprófi frá MA 2002, var verslunarmaður í eitt ár en hóf síðan nám í viðskiptafræði við HR og lauk þaðan viðskiptafræðiprófi 2006 og síðan prófi í verðbréfamiðlun frá HR 2009. Helga Björg stundaði nám við Tón- listarskólann á Akureyri frá fjögurra ára aldri, lærði þar á blokkflautu frá fjögurra ára aldri og á þverflautu frá sex ára aldri og þar til hún varð fimmtán ára. Þá lék hún með Lúðra- sveit Tónlistarskólans á Akureyri í nokkur ár. Helga Björg vann í Lystigarðinum á Akureyri, Kirkjugarðinum og garð- inum umhverfis Sundlaugina er hún var í Unglingavinnunni, starfaði hjá Helga B. Ingvadóttir sjóðstjóri ÍV 30 ára Fjölskyldan Ragnheiður Sara á milli mömmu og pabba, Helgu Bjargar og Steindórs Kristins Jónssonar. Verðbréfamiðlari sem kann á þverflautu Hátt uppi Helga Björg í flugferð með manninum sem er atvinnuflugmaður. „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.isBíldshöfði 14 » 110 Reykjavík » Sími 567 6744 » gsvarahlutir.is Triscan gormar, bremsu- og stýrishlutir Pöntum á fimmtudögum, varan komin á mánudegi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.