Morgunblaðið - 25.06.2012, Side 26
26 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 2012
VIÐTAL
Sigyn Jónsdóttir
sigyn@mbl.is
Allt frá andláti listamannsins Sig-
urjóns Ólafssonar hefur Birgitta
Spur, eftirlifandi eiginkona hans,
haldið list hans og minninga á lofti.
Árið 1984, tveimur árum eftir að Sig-
urjón andaðist, stofnaði hún einka-
safnið Listasafn Sigurjóns Ólafs-
sonar. Þá endurgerði hún vinnustofu
Sigurjóns, bætti sýningarrými við
hús þeirra á Laugarnestanga ásamt
kaffistofu þar sem hægt er að gæða
sér á ljúffengu bakkelsi og fá sér
kaffibolla með fagurt útsýni fyrir
augum.
Þann 21. október árið 1988 var
safnið opnað almenningi en þá hefði
Sigurjón orðið áttræður. Allt frá
upphafi hefur verið lögð áhersla á
skráningu listaverka Sigurjóns og
var gefin út heildarskrá yfir verk
hans árin 1998 og 1990 sem ritstýrt
var af Birgittu. Skráin er sú eina sem
til er yfir öll verk íslensks listamanns
og aðgengileg öllum.
Í síðustu viku var undirritað gjafa-
bréf sem felur í sér að Listasafni Ís-
lands verði færð til eignar rúmlega
180 höggmyndir og 240 teikningar
Sigurjóns Ólafssonar ásamt öðrum
eignum safnsins. Samkomulagið
markar því tímamót í lífi Birgittu
Spur sem lætur nú af störfum sem
forstöðukona safnsins eftir þrjátíu
ára starf.
„Tívolísering“ safnastarfs
Hvers vegna var ákveðið að gefa
eignir safnsins?
„Ég hef lengi leitað leiða til að
tryggja framhaldslíf safnsins og nú
er ég komin á aldur,“ segir Birgitta
og brosir út í annað þar sem við sitj-
um saman í eldhúsinu á Laugarnes-
tanga og drekkum kaffi, umkringdar
listaverkum og fuglasöng. „Ég fann
fyrir miklum áhuga hjá Listasafni
Íslands sem ég er virkilega ánægð
með. Safnrekstur og starfsemi þess
eru margþætt. Það er mikilvægt að
öllum þáttum sé gert hátt undir
höfði. Söfn þurfa að rannsaka, safna,
varðveita og miðla. Sem lítið safn í
mikilli baráttu höfum við viljað sýna
hvað í okkur býr. Nú eru smærri
söfnin að verða æ fleiri og það er
mikið í umræðunni að þétta starf-
semi þeirra og jafnvel sameina til
þess að styðja við faglega starfsemi.
Þar er hægt að spara vinnu í til
dæmis bókhaldi og hægt að losa
vinnukrafta í annað, til dæmis rann-
sóknir. Grundvöllur allra sýninga er
að það fari fram rannsóknarstarf,“
segir Birgitta og gagnrýnir óþol-
inmæði í garð rannsóknarstarf safna
á Íslandi.
„Þó það sé búið að skrifa sögu ís-
lenskrar myndlistar einu sinni þarf
alltaf að vera að meta hlutina, rann-
saka þá upp á nýtt og setja í annað
samhengi. Þetta er dulið starf sem
höfðar ekki til svo margra en söfnin
eru jú sameiginlegt minni þjóðarinn-
ar.Um tíma átti að reka allt sem fyr-
irtæki og út úr því kom þetta með
skemmtiþáttinn, svokallaða „tívol-
íseringu“ safnastarfs sem hefur ver-
ið mjög áberandi víða, ekki síst er-
lendis. Ég er ekki að segja að það
eigi að vera leiðinlegt að fara á söfn,“
segir Birgitta glettilega.
„Þýðing rannsókna, þetta innra
dulda starf er mikilvægt til þess að
við getum miðlað og komið vitneskju
á framfæri við almenning. Söfnin
sem fræðslustofnanir hafa óhemju-
mikla þýðingu. Söfnin geta gert svo
mikið ef þau fá fjárhagslegt svigrúm
til. Heildarskráning verka Sigurjóns
á vefsíðu okkar er til dæmis góður
grunnur að því sem koma skal í
fræðslustarfi safna. Meðal annars
þess vegna er mikilvægt fyrir safnið
að tengjast höfuðsafni íslenskrar
myndlistar.“
Munu fjárframlög til safnsins
aukast nú þegar það er í ríkiseign?
„Þessu er erfitt að svara þar sem
ég er eiginlega komin út úr mynd-
inni,“ segir Birgitta brosandi. „Ég
segi því án ábyrgðar að það verði
meiri framlög frá ríkinu en hafa ver-
ið að undanförnu.“
Heildin skiptir mestu máli
Hvað verður um íbúðarhúsnæðið
sem tilheyrir safninu og er heimili
þitt?
„Í raun og veru verður mjög lítil
„Alltaf viljað
sýna hvað í
okkur býr“
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar var
gefið Listasafni Íslands í síðustu viku
Tímamót Birgitta Spur
stofnaði Listasafn
Sigurjóns Ólafssonar
fyrir tæpum þrjátíu árum.
Sigurjón Ólafsson fæddist
á Eyrarbakka árið 1908 og
hlaut sína fyrstu tilsögn í
myndlist hjá Ásgrími Jóns-
syni listmálara og síðar
Einari Jónssyni mynd-
höggvara. Hann hóf nám í
Konunglegu akademíunni í
Kaupmannahöfn árið 1928
en þar lærði verðandi eig-
inkona hans, Birgitta Spur,
einnig höggmyndalist á ár-
unum 1952-54.
Sigurjón hlaut skjótan
frama erlendis og þegar
hann sneri heim að loknu
stríði ásamt eiginkonu sinni, Birgittu Spur, varð hann
meðal brautryðjenda abstraktlistar á Íslandi. Jafnframt
var hann talinn einn helsti portrettlistamaður sinnar
samtíðar.
Eftir Sigurjón liggja á annan tug útilistaverka og
veggskreytinga í Reykjavík. Stærst verka hans eru án
efa lágmyndirnar á stöðvarhúsi Búrfellsvirkjunar, sem
hann vann á sjöunda áratugnum, en þekktari eru ef til
vill Öndvegissúlurnar við Höfða, styttan af séra Friðriki
við Lækjargötu og Íslandsmerki á Hagatorgi.
Sigurjón andaðist 20. desember árið 1982 og tveim-
ur árum síðar stofnaði Birgitta einkasafnið Listasafn
Sigurjóns Ólafssonar. Safnið var opnað almenningi
þann 21. október 1988 þegar Sigurjón hefði orðið átt-
ræður.
Á vefsíðu safnsins, www.lso.is, má finna skrá yfir öll
verk Sigurjóns Ólafssonar ásamt nánari upplýsingum
um safnið.
Einstakur portrettlistamaður
ÆVIÁGRIP SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR
Sigurjón Ólafsson
Kristín Björk Kristjáns-dóttir eða Kira Kira hef-ur verið lengi að, allt fráþví að Tilraunaeldhúsið
var hvað virkast á síðasta áratug síð-
ustu ald-ar þar til nú. Nýjasta afurð-
in er plat-an Feathermagnetik sem
kemur út á vegum þýsku útgáfunnar
Morr sem hefur verið iðin við að
koma íslenskri tónlist á framfæri á
Tilrauna-
starfið
heldur
áfram
Geisladiskur
Kira Kira - Fethermagnetik bbbnn
HALLUR MÁR
TÓNLIST
Fáðu
garðsláttinn
í áskrift
og slakaðu á í sumar
Sími 571 2000 | hreinirgardar.is