Morgunblaðið - 25.06.2012, Page 27
breyting á strúktúr safnsins. Nú
verður sjálfseignarstofnunin lögð
niður og færð sem gjöf til Listasafns
Íslands. Íbúðin er því eign safnsins
en ég bæ að búa hérna á meðan ég vil
og get. Þegar ég treysti mér ekki til
þess lengur verður íbúðinni breytt í
gestaíbúð sem ég og börnin mín get-
um sótt um að búa í á meðan höf-
undarétturinn er í gildi, til ársins
2053,“ segir Birgitta og bætir við að
húsið sé henni sérstaklega kært.
„Húsið hefur sérstaka sögu því
Ragnar í Smára lét reisa það fyrir
okkur þegar Sigurjón var berkla-
veikur á Reykjalundi árið 1961.“
Kemur þú til með að hætta störf-
um fyrir safnið?
„Ég fæ leyfi til að vera sérstakur
ráðgjafi og auðvitað verður eitthvað
aðlögunartímabil þar sem ég get
vonandi látið eitthvað gott af mér
leiða,“ segir Birgitta.
Hvað hyggst þú taka þér fyrir
hendur?
„Ætti ég kannski að fara í nám?“
segir Birgitta hlæjandi. „Nei, ég er
ekki komin það langt. Það er mikil
vinna eftir og við eigum eftir að klára
ýmsa pappírsvinnu sem ég held að
gæti tekið nokkra mánuði og jafnvel
heilt ár. Byrjum á því að minnsta
kosti.“
Er eitthvað sem þig langar að gera
frekar en annað?
„Eftir að hafa búið með listamanni
í svo mörg ár við þau kjör sem lista-
menn höfðu þá og margir hafa enn
hef ég lært að maður getur ekki
endilega hugsað alltaf um eigin hags-
muni,“ bendir Birgitta á. „Ég þurfti
að gefa ýmislegt upp á bátinn enda
með stóra fjölskyldu. Þá þarf maður
að hugsa fyrst og fremst um heild-
ina,“ segir Birgitta en þau Sigurjón
eiga saman fjögur börn. „Fyrst átt-
um við heima í bragga með að ynd-
islega náttúru í kring en mjög erfitt
umhverfi,“ útskýrir hún. „Það er
nefnilega þannig að ef maður reynir
að gera hlutina vel þá er það full-
nægjandi í sjálfum sér. Ég hef aldrei
leyft mér að hugsa um hvað ég gæti
verið að gera annað. Annars hef ég
engar áhyggjur af framhaldinu, það
hefur aldrei vantað verkefnin og ég
mun alltaf hafa nóg fyrir stafni,“ seg-
ir Birgitta og klárar úr bollanum. „Á
ég að byrja að hafa áhyggjur af því á
níræðisaldri?“ segir hin sjarmerandi
Birgitta og hlær. Ég þakka kærlega
fyrir kaffið og segi: „Nei, það væri al-
gjör synd að byrja á slíku núna.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
MENNING 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 2012
undanförnum ár-
um. Platan er til-
raunakennd og í
flestum tilvikum er
erfitt að festa fing-
ur á eitthvert
ákveðið form.
Hljóðin læðast inn og út eitt af öðru,
skapa þannig andrúmsloft og stemn-
ingu frekar en hefðbundin lög,
sjaldnast er ákveðinn taktur sem
knýr þau áfram. Á því eru þó und-
antekningar, sér í lagi þegar líður á
hlustunina. Hamar og Welcome
High Frequency Spirits United eru
formfastari og keyrð áfram af mek-
anískum takti sem er oft ágætlega
útfærður og þar að auki læðast inn
melódíur sem vinna á og verða kunn-
uglegar við endurtekna hlustun.
Þessi lýsing ætti líklega að duga
flestum til að átta sig á að tónlist
Kiru Kiru er fyrir þá sem eru leit-
andi og þurfa ekki að styðja sig við
hefðir og form í hlustuninni. Oft og
tíðum gengur dæmið líka vel upp og
hljóðmyndin er vel heppnuð. Kristín
fær marga hljóðfæraleikara til liðs
við sig og þeirra innlegg fellur ágæt-
lega að þeirri mynd sem búið er að
draga upp. Hættan við þessa tegund
tónlistar er að tilraunirnar eru í
næsta nágrenni við tilgerðina en á
Feathermagnetik næst sem betur
fer að mestu leyti að forðast þá slóð.
Fín plata fyrir fyrir þá sem eru
lengra komnir í tilraunahlustun.
Ljósmynd/Antje T