Morgunblaðið - 05.07.2012, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2012
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Hótanir sjávarútvegsstjóra ESB koma í sjálfu
sér ekki á óvart, þær hafa svo sem legið í loftinu.
Það sem ég hef meiri áhyggjur af er hvernig ís-
lensk stjórnvöld ætla að bregðast við þessum hót-
unum og hvernig íslenskra hagsmuna verði gætt í
makríldeilunni,“ segir Ragnheiður Elín Árnadótt-
ir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.
„Fram hefur komið að nú eigi að setja mak-
ríldeiluna í pólitískan farveg, þ.e. að leysa eigi
deiluna á pólitískum fundi ráðherra í haust. Við
það fara allar viðvörunarbjöllur af stað. Er rík-
isstjórn sem stendur í aðildarviðræðum við ESB
hæf til að gæta hagsmuna okkar í makríldeilunni í
ljósi beinnar tengingar málanna tveggja? Við
sjálfstæðismenn gagnrýndum að Tómasi H. Heið-
ar skyldi vikið frá sem aðalsamningamanni Ís-
lands. Fyrir því voru gefnar skýringar sem voru
ekki sérlega trúverðugar. Nú er staðan sú að í
gær er sagt að viðræðurnar við Evrópusambandið
strandi á makrílnum og næsta dag er deilan sett í
pólitískan farveg. Ég geri einfaldlega þá kröfu að
hagsmuna Íslendinga í deilunni verði gætt í hví-
vetna og að fyrir þeim verði barist. Við Íslend-
ingar höfum mjög réttmæt sjónarmið í deilunni og
allar ásakanir ESB um að við séum að stunda
ósjálfbærar veiðar og að við förum fram með of-
forsi í þessum veiðum eru rangar. Því þarf að
halda á lofti og mér liði betur ef það yrði áfram
gert við samningaborðið en ekki á pólitískum
fundi þar sem þessi tvö mál verða tengd með bein-
um hætti, líkt og þau gera eftir yfirlýsingar Mariu
Damanaki [sjávarútvegsstjóra ESB] í gær.“
Barroso sagði málin óskyld
Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkis-
málanefndar, segir forystu ESB hafa fullyrt að
makríldeilan og ESB-umsókin tengdust ekki.
„Ég fékk þau svör frá José Manuel Barroso,
forseta framkvæmdastjórnar ESB, þegar ég var á
fundi með honum í Kaupmannahöfn í apríl, að
þessi mál væru ótengd í hugum forystumanna
sambandsins, makríllinn og aðildarviðræðurnar,
en að hins vegar væri óleyst makrílmálið ekki
hjálplegt í viðræðunum, eins og hann orðaði það.
Ég hef talið að það væri viðhorf sambandsins.
Yfirlýsingar Damanaki benda hins vegar til
að málin séu tengdari en fulltrúar þess hafa viljað
vera láta. Mér finnst það sérkennilegt því deilan
er ekki aðeins á milli Íslands og ESB. Þarna eru
fleiri málsaðilar sem ekki eiga aðild að samband-
inu og hafa ekki sótt um aðild mér vitanlega, eins
og Noregur, Færeyjar og Rússland.“
Viðræðunum ekki lokið fyrir kosningar
– Áhrifamenn í VG, Ögmundur Jónasson
þ. á m., hafa gert kröfu um að viðræðunum verði
lokið áður en gengið verður til næstu kosninga.
Þýðir þessi töf ekki að sá möguleiki er úr sögunni?
„Ég held að það hafi verið orðið ljóst fyrir
nokkru að viðræðunum yrði ekki lokið fyrir kosn-
ingar. Hvort meginlínurnar í viðræðunum verða
þá tilbúnar ræðst af því hvort hægt verður að
opna sjávarútvegskaflann. Þegar það gerist liggja
fyrir meginsjónarmið, annars vegar af okkar
hálfu og hins vegar af hálfu Evrópusambandsins,
og þá fá menn að minnsta kosti einhverja mynd á
málið. Það er ekki útséð um það, myndi ég telja,
að það náist að opna kaflann fyrir kosningar. Og
ég tel eftirsóknarvert að fá þær línur eins skýrar á
borðið og hægt er fyrir kosningar.“
Vísbendingar innan sambandsins
– Þegar við ræddum saman í apríl sl. harm-
aðir þú að svo virtist sem innan ESB væru makríl-
deilan og ESB-umsóknin tengd saman. Hafa ekki
verið vísbendingar um þetta síðan í vor, að innan
ESB væru málin tengd saman?
„Jú. Það hafa verið vísbendingar um það. En
þegar eftir því hefur verið gengið hjá talsmönnum
Evrópusambandsins hafa þeir alltaf orðað þetta
eins og Barroso gerði, að makrílmálið væri ótengt
mál en ekki hjálplegt. Það hefur verið hin form-
lega lína hjá þeim hingað til.“
– Jón Bjarnason gagnrýnir ESB fyrir hótanir
í makríldeilunni. Tekurðu undir þessa gagnrýni?
„Ég veit ekki hvort það á að kalla þetta hót-
anir en sambandið er auðvitað að nota þetta mál
til að beita þrýstingi á eitt mál til að fá lausn í
öðru. En ég ítreka að ég tel mikilvægt að ná samn-
ingum um ábyrga notkun auðlindarinnar. Við
þurfum auðvitað að ætla okkur viðunandi hlut í
því. Eðlilega,“ segir Árni Þór á við makrílkvóta.
Telur pólitískan farveg í
deilunni hringja bjöllum
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins óttast tengingu makríls og ESB-umsóknar
Morgunblaðið/Eggert
Sjávarútvegsráðherra Steingrímur J. Sigfússon með fulltrúa Kanadastjórnar, Randy Kamp.
Skúli Hansen
skulih@mbl.is
„Það kemur mér nú á óvart, því að
þau hafa nú yfirleitt sagt að þau
haldi þessu aðskildu og að sjálf-
sögðu ætlumst við til þess,“ segir
Steingrímur J. Sigfússon, sjávar-
útvegsráðherra, spurður út í við-
brögð sín við nýlegum ummælum
Mariu Damanaki, sjávar-
útvegsstjóra ESB, þess efnis að
skiptar skoðanir séu um það í ráð-
herraráði ESB hvort hefja eigi
viðræður um sjávarútvegsmál við
Íslendinga í tengslum við aðild-
arumsókn Íslands, en þar væri
makríldeilan í aðalhlutverki. Stein-
grímur segir það ekki hjálpa upp
á að fara að hræra þessu saman,
nógu erfið sé makríldeilan eins og
hún er og sömuleiðis aðildarferlið.
„Við áttum hér óformlegan þrí-
hliða fund í gær, eins og komið
hefur fram í yfirlýsingu frá Nor-
egi og ESB, þar sem farið var yfir
stöðu málsins og niðurstaðan var í
raun sú ein að gefast ekki upp og
það er stefnt á það að menn hittist
í byrjun september, en í aðal-
atriðum er óbreytt staða í mál-
inu,“ segir Steingrímur og bætir
við: „Deilan er erfið, það ber mik-
ið á milli og ég held að það verði
að trappa niður og hafa mjög hóf-
legar allar væntingar um að það
verði auðvelt að ná þessu saman.“
Hann segir þó að það væri of-
boðslega gott ef það tækist að
leysa þetta mál en það verði að
vera gert á einhverjum grunni
sem Íslendingar geti sætt sig við
og þar sem ríkir og réttmætir
strandríkjahagsmunir landsins
eru virtir.
Viðhorf liggja skýrar fyrir
Aðspurður hvort aðilar makríl-
deilunnar hafi færst nær hver
öðrum eftir fundarhöld síðustu
daga segir Steingrímur: „Ég held
að það sé ekki hægt að segja að
það hafi orðið nein mikil breyt-
ing, nema kannski að viðhorfin
liggja nú skýrar fyrir.“ Hann seg-
ir það nýtt að ráðherrar og yf-
irmenn þessara mála komi saman
og fari yfir málin, það hafi emb-
ættis- og samninganefndarmenn
ríkjanna gert fram af þessu.
Ummæli Damanaki koma á óvart
Morgunblaðið/Eggert
Ráðherrafundur Steingrímur segir að makríldeilan hafi verið rædd á þríhliða
fundi Íslendinga, Norðmanna og ESB í fyrradag. Staða málsins er óbreytt.
Steingrímur segir það ekki hjálpa að hræra saman makríldeilunni og aðild-
arumsókninni Aðilar makríldeilunnar munu funda aftur í byrjun september
Á mánudag var
fyrsti dagur
strandveiða í þess-
um mánuði og sló
hann öll fyrri afla-
met í dagsveiði.
Mestur var aflinn
á svæði A, sem
nær frá Eyja- og
Miklaholtshreppi
að Súðavík-
urhreppi, eða
183,5 tonn.
Því næst kom svæði B með 74 tonn,
svæði C var með 52 tonn og svæði D
með 31,3 tonn. Alls veiddust því 340,8
tonn á fyrsta veiðidegi þessa mánaðar
skv. upplýsingum frá Fiskistofu. Að
sögn Guðmundar M. Kristjánssonar,
hafnarstjóra Ísafjarðarbæjar, hefur
júlí alltaf verið góður fyrir smábátasjó-
menn. Svæði A hefur þó verið lokað
fyrir veiðar síðan um miðjan júní og
margir því eflaust beðið eftir að kom-
ast á sjóinn. Þar er heimilt að veiða
2.860 tonn af óslægðum botnfiski á
tímabilinu, 715 tonn í maí, 858 tonn í
júní, 858 tonn í júlí og 429 tonn í ágúst.
Strandveiði-
sjómenn slá
met í veiði
Met Smábátar öfl-
uðu vel á mánudag.
Karlmaður á þrí-
tugsaldri var í
Héraðsdómi
Reykjaness í gær
dæmdur í tveggja
mánaða fangelsi
fyrir að hafa ekið
bifreið án ökurétt-
inda á Reykjanes-
braut í mars sl.
Lögregla stöðvaði
för hans við álver-
ið í Straumsvík og játaði maðurinn
brot sitt skýlaust.
Í sakavottorði mannsins, sem er
fæddur árið 1984, kemur fram að
honum hefur frá árinu 2003 fjórum
sinnum verið gert að greiða sektir
fyrir brot á umferðarlögum og fimm
sinnum verið sviptur ökurétti.
Hann var sviptur ökurétti ævilangt
árið 2007 en þá var hann dæmdur í
sex mánaða fangelsi fyrir ölvunar-
akstur, akstur undir áhrifum ávana-
og fíkniefna, hraðakstur og akstur
sviptur ökurétti. Með dóminum voru
skilorðsdómar frá árinu 2006 teknir
upp og dæmdir með.
Maðurinn hefur alls sjö sinnum
verið dæmdur til fangelsisrefsingar.
Í fangelsi
fyrir að aka
án réttinda
Stopp Maðurinn
ók án ökuréttinda.
Að sögn Stein-
gríms J. Sigfús-
sonar átti Ísland
m.a. tvíhliða
fund með Rúss-
landi í tengslum
við ráðherra-
fundinn.
„Staðan í
sambandi við
karfann var að sjálfsögðu á dag-
skrá á þeim fundi og það er búið
að ná fram samþykki fyrir því að
það verði viðræðufundur um mál-
ið í lok ágúst eða byrjun sept-
ember, hér á Íslandi, og Rússar
eru búnir að fallast á að koma til
viðræðna með sína vísindamenn,
fulltrúa stjórnvalda og fulltrúa
sjávarútvegsins. Þannig að við
bindum vonir við að það komist
hreyfing á málin þar,“ segir
Steingrímur, aðspurður hvort
umskipun rússneskra skipa á
karfa í Hafnarfirði hafi verið
rædd á fundinum.
Ræddu við Rússa
um umskipun á
karfa í Hafnarfirði
„Sjómenn í úthafsveiðum
eiga mikilla hagsmuna að
gæta. Norðaustur-
Skotland er á margan hátt
hjarta sjávarútvegsins í
Skotlandi og hafnir á borð
við Peterhead eru háðar
sjávarútvegi. Sjálf ólst ég
upp í sjávarplássinu Mac-
duff í Norðaustur-
Skotlandi og þekki því vel til mikilvægis sjáv-
arútvegs, sem er ekki einskorðað við efna-
hagsmál heldur varðar sjálfa
samfélagsgerðina,“ segir Eilidh Whiteford,
þingmaður Skoska þjóðarflokksins (SNP) í
kjördæminu Banff and Buchan á Skotlandi.
Whiteford átti fund með Benedikt Jóns-
syni, sendiherra Íslands í Lundúnum, 8. maí
sl. og hafði milligöngu um fundi hans og full-
trúa skoskra úthafsveiðimanna í kjölfarið.
Whiteford segir þau Benedikt hafa skipst á
andstæðum sjónarmiðum um deiluna.
Fundaði með
sendiherra Íslands
BRESKUR ÞINGMAÐUR
Eilidh Whiteford