Morgunblaðið - 05.07.2012, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2012
✝ Lilja R. Eiríks-dóttir fæddist
í Reykjavík 23.
júní 1941. Hún lést
á krabbameins-
deild Land-
spítalans 26. júní
2012.
Hún ólst upp í
Réttarholti við
Sogaveg í Reykja-
vík. Foreldrar
Lilju voru Eiríkur
Einarsson, f. 1891, d. 1973, síð-
ast bóndi í Réttarholti, og Sig-
rún Benedikta Kristjánsdóttir,
f. 1896, d. 1969, húsmóðir.
Lilja var ein af 15 systrum,
var fjórtánda í röðinni og
Björk, f. 1943.
Lilja giftist árið 1959 Einari
Inga Theódor Ólafssyni, f.
1936, d. 2007, þau skildu 1969.
Börn þeirra eru Guðrún
Ágústa Einarsdóttir, f. 1961,
sonur Guðrúnar heitir Ragnar
Ingi Magnússon, f. 1979. Dóttir
Ragnars heitir Alexandra Ang-
ela, f. 2002. Eiríkur Einarsson,
f. 1964. Kristján Rúnar Sveins-
son, f. 1972. Börn Kristjáns
Rúnars eru Alexander, f. 1993,
Karen, f. 2000, og svo Árni
Fannar, f. 2008 og Diljá Marín,
f. 2009 sem hann á með eig-
inkonu sinni Birnu Sólveigu.
Lilja fékkst við hin ýmsu
störf á starfsævi sinni en
margt var henni til lista lagt
hvort sem var að mála myndir
eða semja tónlist svo eitthvað
sé nefnt.
Útför Lilju verður gerð frá
Bústaðakirkju í dag, 5. júlí
2012, kl. 13.
næstyngst og oft
kölluð Besta. Syst-
ur Lilju eru Rann-
veig Ingveldur, f.
1920, Unnur Krist-
jana, f. 1921, d.
1976, Magga Alda,
f. 1922, d. 1947,
Jóna Kristjana, f.
1924, Auður Hall-
dóra, f. 1925, d.
2004, Lára Bryn-
hildur, f. 1926,
Svava Guðrún, f. 1928, d. 2008,
Erla Eyrún, f. 1929, Inga Ásta,
f. 1930, d. 2008, Stefanía Sal-
óme, f. 1933, d. 1999, Magn-
fríður Dís, f. 1934, Ólöf Svan-
dís, f. 1935 og Rafnhildur
Í dag kveð ég elskulegu og
yndislegu móður mína í hinsta
sinn. Það verður skrítið að
heyra ekkert í þér þar sem við
hringdumst á á hverjum degi
og stundum oft á dag. Við vor-
um ekki bara mæðgur, við vor-
um líka vinkonur. En nú er allt
svo tómlegt án þín. Þú varst
alltaf svo jákvæð og húmorinn
var alltaf til staðar og gerðir þú
oft grín að sjálfri þér og vit-
leysunni sem kom út úr þér,
hvað við gátum alltaf hlegið,
það var bara yndislegt. Þegar
ég var smá stelpa og bjuggum á
Hrísateignum, þá áttirðu enga
hrærivél en bakaðir samt á
hverjum degi og það kom fyrir
að ég smalaði krökkunum í göt-
unni og hópuðumst við fyrir ut-
an eldhúsgluggann og þú skip-
aðir okkur í röð og réttir okkur
kökusneið út um gluggann. Þú
brostir alltaf þegar þú rifjaðir
þetta upp til að minna mig á.
Ég gleymi því aldrei þegar
fyrsta barnabarnið þitt fæddist
og þú varst viðstödd. Hvað mér
þótti gott að hafa þig hjá mér,
þú varst eins og aðstoðarljós-
móðir, enda var þér sagt að þú
ættir að leggja þetta fyrir þig
því þú hefðir hæfileikana í það.
Þú varst mjög fjölhæf og list-
ræn, ef þú varst ekki að prjóna
eða mála, þá samdirðu lög og
spilaðir á skemmtarann og
leyfðir mér að heyra. Hug-
myndir þínar voru óteljandi
sem þig langaði til að gera og
skapa. Þú fórst oft fjöruferð-
irnar til að finna steina í öllum
stærðum og gerðum og bjóst til
lampa úr sumum þeirra, aðra
málaðir þú á. Þú hafðir svo
gaman af því að mála, enda
hélstu myndlistasýningu. Þér
þótti svo gaman að gleðja aðra,
þá leið þér svo vel og það fyllti
þig mikilli gleði. Maður fór
aldrei tómhentur frá þér, þú
vildir alltaf gefa manni eitt-
hvað, sama hvað það var, líka
það sem þú hafðir keypt fyrir
þig. Þú varst mjög gjafmild og
óeigingjörn. Þér leið svo vel í
Grafarholtinu og kallaðir heim-
ili þitt himnasælu og þú ljóm-
aðir. Þú varst svo ánægð með
flott útsýni og sérstaklega þar
sem þú sást fjallið þitt Esjuna,
eins og þú sagðir alltaf. Ég
lærði margt af þér og gat alltaf
leitað til þín um ráð og þú
fannst oftar en ekki einhverja
lausn. Þú varst oft ráðagóð.
En nú er komið að leiðarlok-
um og líður þér mikið betur eft-
ir baráttu við erfið veikindi sem
herjuðu á þig aftur og voru
verri í þetta sinn. En þú varst
alltaf jákvæð og misstir aldrei
húmorinn, þú ætlaðir að fara
heim af spítalanum. Svo var
ákveðið að þú kæmir til mín og
ég var að undirbúa komu þína.
Þú varst svo ánægð með það
því þér leið alltaf best í Hafn-
arfirði og þar vildirðu helst búa.
En þá fékk ég hringinguna frá
spítalanum og mér sagt að þér
hefði hrakað og það á sjálfum
afmælisdeginum þínum. En nú
ertu á öðrum góðum stað og í
góðum höndum, en verður hjá
mér í anda og hjarta.
Nú ertu farin okkur frá
minningar munum við geyma
allt frá fortíð og nú í ár
þér munum við aldrei gleyma
í höndum Drottins ertu hjá
á himninum á.
(GÁE)
Við þökkum þér allt sem þú
hefur fyrir okkur gert elsku
mamma, amma, langamma og
tengdó. Þín er og verður sárt
saknað.
Guðrún Ágústa
Einarsdóttir,
Ragnar Ingi Magnússon,
Alexandra Angela
Ragnarsdóttir,
Salvar Ólafur Sveinsson.
Frænka,
opinn faðmur,
elskandi hjarta,
glaður gjafari,
þú ert meira en yndisleg frænka,
þú ert sannur vinur.
Þessi orð lýsa vel Lilju, móð-
ursystur minni sem við kveðj-
um í dag. Fyrstu minningar
mínar tengjast henni og vináttu
okkar. Þá var hún kölluð Besta
og mér fannst það réttnefni,
hún var bæði blíð, góð og trygg.
Við vorum jafnöldrur sem gerði
að við vorum nánast eins og
systur.
Von okkar og trú á að að-
gerðin sem hún gekkst undir
fyrir rúmu ári, læknaði hana,
brást. Það var ekki liðinn mán-
uður frá því að hún fékk að vita
að meinið hefði tekið sig upp á
ný að hún var öll. Fyrir tveimur
árum flutti hún í bjarta og fal-
lega íbúð í húsi fyrir eldri borg-
ara. Hún kallaði íbúðina
„himnasælu“ og naut þess að
taka þar á móti systrum sínum
og fjölskyldu. Systurnar hafa
hist mánaðarlega hjá hver ann-
arri alla tíð, hennar dagur var
fæðingardagur föður þeirra en
hún var mikið pabbabarn. Hún
hélt veglega upp á sjötugsaf-
mælið sitt fyrir ári með veislu
sem lauk með harmonikkuballi.
Tónlist og dans voru alla tíð
hennar líf og yndi.
Lilja varð ung einstæð móðir
með þrjú börn og lífsbaráttan
var hörð þá sem nú. Samt vissi
ég fáa jafnörláta og hún var.
Hún naut þess að gefa og ég
held að ég hafi aldrei farið frá
henni án þess að hún gæfi mér
eitthvað að skilnaði. Þegar hún
hélt upp á sextugsafmælið í
sumarbústað Ingu „syss“ hafði
hún búið til litla, sæta gjöf fyrir
hverja okkar, systur sínar og
frænkur af mikilli hugkvæmni
og smekkvísi. Kímnigáfu hafði
hún líka í ríkum mæli eins og
þær systur allar og gat séð
spaugilegar hliðar á tilverunni
allt fram á síðasta dag.
Lilja var mjög skapandi,
hafði listræna hæfileika sem
ótal fallegar myndir eftir hana
sýna. Hún málaði líka á steina
og silki. Hún var tónelsk, samdi
lög á hljómborðið sitt, og minn-
ist ég helst laga sem hún samdi
í minningu látinna systra sinna.
Síðustu árin prjónaði hún mikið
og gaf auðvitað afraksturinn.
Það má segja að henni hafi
aldrei fallið verk úr hendi ef
heilsan leyfði. Börn hennar og
barnabörn voru henni allt og
var hún ákaflega stolt af þeim.
Þau viku ekki frá henni þegar
ljóst var hvert stefndi og hlúðu
að henni af miklum kærleika.
Hjúkrunarfólkinu ber að þakka
hlýju og nærgætna umönnun
sem aðstandendur nutu ekki
síður góðs af.
Við Jóhann sendum börnum
Lilju og öllum aðstandendum,
innilegar samúðarkveðjur.
Sigrún Löve.
Fyrir mörgum árum vorum
við, nokkrar söngelskar frænk-
ur, beðnar um að syngja fáein
lög í fjölskylduboði. Söngur
okkar var ætlaður til heima-
brúks og því kölluðum við okk-
ur „Kleinur með kaffinu“.
Frænkurnar voru tvær yngstu
dætur Eiríks og Sigrúnar í
Réttarholti, af alls fimmtán
dætrum og fjórar elstu dætra-
dætur þeirra. Okkur féll vel að
hittast og syngja saman og úr
varð frænkuklúbbur sem hist
hefur reglulega um árabil.
Smátt og smátt vék söngurinn
fyrir samræðunum því okkur
þótti svo dýrmætt að rifja upp
gamlar minningar og treysta
fjölskylduböndin. Allar áttum
við það sameiginlegt að minnast
æskuáranna í Réttarholti.
Réttarholtið var heimurinn
okkar. Það var okkar veruleiki
og sá veruleiki var sko kominn
til að vera! Afi og amma yrðu
alltaf í Réttarholti og þar yrði
alltaf glatt á hjalla, Amma
stæði við drekkhlaðið kaffiborð-
ið og skenkti kaffi í bolla um
leið og hún brosti kankvíslega
og laumaði inn orðtökum og
málsháttum sem hæfðu augna-
blikinu. Afi gengi um gólf og
raulaði lagstúf. Eftir kaffið fær-
um við krakkarnir síðan upp í
„stóra herbergi“ eða „litla her-
bergi“ að leika okkur. Að lokum
myndum við öll setjast flötum
beinum við útvarpið og hlusta á
barnatímann. Í lok dagsins
færu svo allir heim, saddir, sæl-
ir og glaðir. Sem börnum fannst
okkur að svona yrði þetta um
aldur og ævi.
Stundum fengum við frænk-
urnar að gista hjá yngstu dætr-
unum á heimilinu. Nokkuð hafði
dregist að skíra þær og hlutu
þær því gælunöfnin „Minnsta“
og „Besta“. Sú yngsta var köll-
uð „Minnsta“ en Lilja, sú næst-
yngsta, var kölluð „Besta.“
Áreiðanlega af því hún var svo
ljúf og góð. Við minnumst þess
þegar amma greiddi þykka hár-
ið hennar Lilju í fallegar fléttur
og batt í þær hárborða. Svo tók
hún okkur hverja af annarri og
sápuþvoði andlit okkar svo enn-
ið varð eins og glansandi spegill
og greiddi hár okkar vandlega –
við misgóðar undirtektir. Í end-
urminningunni var alltaf sól-
skin. Lilja var dagfarsprúð og
hógvær. Hún var ákaflega mús-
íkölsk og stóð varla út úr hnefa
þegar hún var farin að spila lög
á píanó eftir eyranu. Það var
magnað að heyra hvernig
hljómarnir streymdu frá henni
af fingrum fram eins og galdur.
Þegar frænkuklúbburinn hittist
taldi hún sig ekki liðtæka í
söngnum en vildi hlusta og gefa
góð ráð. Hún var góður hlust-
andi, hnyttin í tilsvörum og
hitti oft naglann á höfuðið.
Henni var líka fleira til lista
lagt því hún var mjög drátthög
og stundaði um skeið myndlist-
arnám og hélt m.a. sýningu á
verkum sínum.
Börnin, sem nutu æskuár-
anna í Réttarholti, uxu úr grasi
og urðu stór og síðan fullorðin.
Þau hafa lært að heimur æsk-
unnar varðveitist aðeins í minn-
ingunni. Fráfall Lilju minnir
okkur á það. Við söknum henn-
ar sárt og um leið horfinna
tíma. Börnum hennar, Guðrúnu
Ágústu, Eiríki, Kristjáni
Rúnari og fjölskyldum þeirra,
sendum við einlægar samúðar-
kveðjur.
Björk, Halla, Margrét,
Sigrún L. og Sigrún P.
Í dag kveð ég mína kæru og
góðu vinkonu.
Það eru 42 ár síðan við Lilja
kynntumst á Leifsgötunni, ég
vann í sjoppunni og hún átti
heima á annarri hæð í sama
húsi.
Tíminn er svo fljótur að líða
að maður áttar sig ekki á því
fyrr um seinan, nú er hún
Besta farin frá okkur, ekki átti
ég von á því svona fljótt þegar
hún hringdi í mig tveimur dög-
um fyrir afmælið mitt og óskaði
mér til hamingju með það og
sagði að sjúkdómurinn hefði
tekið sig upp og hún yrði lögð
inn daginn eftir. Ég óskaði
henni til hamingju með hennar
því ég yrði ekki heima á hennar
degi því ég yrði úti á landi.
Þegar við kvöddumst bað hún
mig að kalla sig Bestu hér eftir
og hún myndi kalla mig Nansý,
það var samþykkt og hlógum
við báðar að þessu.
Ekki átti ég von á að þetta
yrði í síðasta sinn sem við töl-
uðum saman, ég mun sakna
þessara símtala mikið, þau voru
ekki 10 eða 15 mín. heldur
lengri lágmark 60 mín. við höfð-
um alltaf svo mikið að segja
hvor annarri. Þessar mínútur
voru alltaf svo fljótar að líða því
Lilja var mjög skemmtileg kona
og ég mun sakna hennar mikið.
Hún var mikill bingó spilari og
fórum við tvisvar saman í bingó
í vor, það var hennar áhugamál.
Nú er Besta farin frá okkur
og ég þakka henni fyrir góða
vináttu öll þessi ár.
Ég votta fjölskyldu hennar
innilega samúð.
Nanna Þorleifsdóttir.
Lilja Ragnhildur
Eiríksdóttir
Elsku fallega amma mín,
mikið er ég fegin að hafa náð að
vera hjá þér þegar þú kvaddir
þennan heim. Það eru svo ótal
margar minningar sem renna
um huga minn þegar ég hugsa
til þín. Einna helst man ég þó
eftir frystikistunni á háaloftinu
á Brimó sem var alltaf full af ís
þegar maður kom í heimsókn.
Ég er búin að ákveða það að
þegar ég verð eldri og komin
með ömmubörn ætla ég að
verða eins og þú, alltaf að hafa
ís í frystinum fyrir börnin. Þú
varst alltaf svo góð við okkur
Andra þegar við komum til
Eyja í heimsókn og hamingjan
og gleðin sem þú sýndir öllum í
kringum þig var ómetanleg.
Nú ertu komin á góðan stað
með hinum englunum og hér
heima kveiki ég á englakerti
sem þú áttir einu sinni og hugsa
um allar fallegu minningarnar
sem þér fylgja. Það eru ekki til
orð sem fá því lýst hversu mikið
Kristjana Guðrún
Einarsdóttir
✝ Kristjana Guð-rún Ein-
arsdóttir fæddist
að Kollsá í Grunna-
víkurhreppi 10.
október 1926. Hún
lést á Heilbrigð-
isstofnun Vest-
mannaeyja 25. júní
2012.
Útför Kristjönu
Guðrúnar fór fram
frá Landakirkju 4.
júlí 2012.
ég sakna þín. Ég
elska þig og mun
alltaf gera.
Þín ömmustelpa,
Aníta.
Elsku amma
mín, þegar ég fer
að rifja upp vakna
margar yndislegar
minningar sem við
áttum saman. Allar
þær frábæru stundir þegar ég
var yngri á Brimó þar sem við
spiluðum olsen olsen, bakaðar
voru pönnsur og mikið spjallað
og hlegið. Þú varst alltaf svo
hlý og góð. Alltaf var hægt að
leita til þín með hvað sem er.
Svo í seinni tíð ræddum við
mikið um handavinnu þá að-
allega prjón og hekl sem við
báðar höfðum svo gaman af,
framtíðina og námið mitt. Þú
hafðir alltaf svo mikla trú á
mér. Nú þegar þú ert farin á
betri stað trúi ég því að þú
munir veita mér stuðning bæði í
leik og í starfi. Ég ætla að enda
þetta á bæn sem þú kenndir
mér og við fórum alltaf með
saman þegar ég gisti hjá ykkur
afa á Brimó.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Þín
Hildur Björk.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
HULDA ANNA KRISTJÁNSDÓTTIR,
lést á dvalarheimilinu Jaðri, Ólafsvík,
miðvikudaginn 27. júní.
Útförin fer fram frá Ólafsvíkurkirkju
laugardaginn 7. júlí kl. 11.00.
Kristjana Huldudóttir, Pétur Bogason,
Sigurður Kristján Höskuldsson, Guðmunda Wium,
Magnús Höskuldsson, Sæunn Jeremíasdóttir,
Valur Höskuldsson, Sigfríð Ósk Valdimarsdóttir,
Grétar Höskuldsson, Olga Sædís Aðalsteinsdóttir,
Bára Höskuldsdóttir, Pétur Sigurðsson,
Erla Höskuldsdóttir, Sveinbjörn Benediktsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÁSTRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR,
Efra-Seli,
Hrunamannahreppi,
sem andaðist að morgni þriðjudagsins 26.
júní á Dvalarheimilinu Blesastöðum
verður jarðsungin frá Hrunakirkju þriðjudaginn 10. júlí kl. 14:00
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningarkort Dvalar-
heimilisins á Blesastöðum sem fást hjá Sjafnarblómum á Selfossi.
Helgi E. Daníelsson,
Ásdís Daníelsdóttir,
Ástríður G. Daníelsdóttir,
Jóhanna S. Daníelsdóttir
og fjölskyldur.
✝
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur hlýhug, samúð og vináttu við andlát
ástkærrar eiginkonu, móður, dóttur og systur,
GUNNHILDAR ÞÓRU
GUÐMUNDSDÓTTUR,
sem lést á heimili sínu Sunnuvegi 11 í Hafnar-
firði þriðjudaginn 15. maí og var jarðsungin
frá Digraneskirkju þriðjudaginn 22. maí.
Hermann Georg Gunnlaugsson,
Saga Jóhanna Inger Mellbin,
Fanny Ósk Mellbin,
Jónína Sigurgeirsdóttir,
Gunnar Kr. Gunnarsson,
systkin og aðrir ástvinir.