Morgunblaðið - 05.07.2012, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2012
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Vísindamenn við evrópsku rann-
sóknastöðina í öreindafræði,
CERN, í Genf í Sviss tilkynntu í
gær að þeir hefðu fundið öreind
sem hefur sömu eiginleika og
Higgs-bóseindin svonefnda.
Leitað hefur verið að öreindinni
í 45 ár en það var skoski eðlisfræð-
ingurinn Peter Higgs sem fyrstur
gat sér til um tilvist hennar.
Ef það sem vísindamennirnir
telja sig sjá út úr tilraunum með
stóra öreindahraðalinn er í raun
öreindin, er hér um að ræða eina
merkustu vísindauppgötvun aldar-
innar. Tilvist Higgs-bóseindarinn-
ar færir sönnur á að ósýnilegt svið,
svokallaða Higgs-svið, leiki um all-
an alheiminn sem gefur efni
massa.
Víkki skilning á alheiminum
Frekari rannsókna er þó þörf til
að hægt sé að slá því föstu að
Higgs-eindin sé í raun fundin en
búist er við því að það verði form-
lega staðfest eftir nokkra mánuði.
Það gæti hins vegar tekið mörg
ár fyrir vísindamenn að komast að
því hvort öreindin sé eins og sú
sem staðallíkanið, sem er eins og
stendur besta kenning eðlisfræð-
inga um hvernig alheimurinn virk-
ar, spáir fyrir um eða ekki.
Allt sjáanlegt efni í alheiminum
virðist aðeins vera um fjögur pró-
sent af öllu efni í honum en af-
gangurinn er talinn vera dularfullt
hulduefni og orka.
Fram kemur í tilkynningu frá
CERN að frekari uppgötvanir sem
tengjast Higgs-bóseindinni kunni
að bregða birtu á skilning manna á
þeim 96 prósentum alheimsins sem
enn eru hjúpuð leyndardómi.
Higgs-bóseindin fundin
Áratugalangri leit vísindamanna að Higgs-bóseindinni að öllum líkindum lokið
Rennir stoðum undir kenningu nútímaeðlisfræði um hvernig alheimurinn virkar
AFP
Gleði Peter Higgs (t.h.) óskar ein-
um vísindamannanna til hamingju.
Kjörstjórn í
Mexíkó hefur
ákveðið að rúm-
lega helmingur
atkvæða í forseta-
kosningunum sem
fram fóru um síð-
ustu helgi verði
endurtalinn.
Andrés López
Obrador, forseta-
frambjóðandi
PRD-flokksins sem laut í lægra
haldi fyrir Enrique Peña Nieto,
frambjóðanda PRI-flokksins, krafð-
ist að öll atkvæði yrðu endurtalin.
Hann sagðist hafa sannanir um að
rangt hafi verið haft við í kosning-
unum og sakaði Nieto um að brjóta
gegn kosningalögum.
Samkvæmt talningu hlaut López
Obrador næstflest atkvæði, eða
31,64% á móti 38,15% Peña Nieto.
Sá fyrrnefndi tapaði forsetakosning-
unum árið 2006 með 1% mun og hélt
því þá fram að meiri háttar kosn-
ingasvik hefðu átt sér stað.
Helmingur
atkvæða
talinn á ný
Andrés López
Obrador
Maður sem bera átti út úr leiguíbúð
sinni í borginni Karlsruhe í suðvest-
urhluta Þýskalands skaut fjóra gísla
til bana áður en hann svipti sig lífi
eftir umsátur lögreglunnar í gær.
Lögregla lét til skarar skríða eftir að
reykjarlykt lagði frá íbúðinni og
fundust þá lík fólksins.
Auk mannsins féllu dómsfulltrúi,
lásasmiður, eigandi íbúðarinnar og
væntanlegur leigjandi. Til stóð að
bera skotmanninn út þar sem hann
hafði ekki greitt leiguna. Hann brást
hins vegar við með því að taka fjór-
menningana í gíslingu og loka sig
inni í íbúðinni.
Hundruð lögreglumanna voru
kallaðir á staðinn og var svæðið í
kringum blokkina rýmt. Stóð um-
sátrið yfir í um þrjár klukkustundir.
Vitað er að lögregla reyndi að ná
sambandi við byssumanninn, sem
talinn er hafa verið veiðimaður og átt
fjölda vopna, en ekki er vitað hvort
það tókst áður en hann beindi vopn-
um sínum að gíslunum.
AFP
Voðaverk Réttarmeinafræðingar lögreglunnar ganga inn í blokkina þar
sem leigjandi drap fjórar manneskjur eftir að hafa haldið þeim í gíslingu.
Fimm létust í gísla-
töku í Karlsruhe
Kínverskir hermenn hafa vökul
augu með Raúl Castro, forseti
Kúbu, þar sem hann stígur um
borð í bifreið sína. Hinn aldni leið-
togi Karíbahafseyjunnar kom til
Beijing, höfuðborgar Kína, í fjög-
urra daga heimsókn í gær. Henni
er ætlað að treysta bönd þessara
vinaþjóða sem tengdar eru í gegn-
um kommúnismann.
Castro mun funda með Hu
Jintao forseta, Wen Jiabao for-
sætisráðherra og Xi Jinping vara-
forseta meðan á dvöl hans í Kína
stendur. Búist er við að þeir reyni
að byggja á tíu samningum sem Xi
undirritaði í heimsókn sinni til Ha-
vana í fyrra. Þá mun kúbverski
forsetinn einnig heimsækja Víet-
nam.
Kína er næststærsta viðskipta-
land Kúbu en Víetnam sér eyjunni
fyrir hrísgrjónum. Þetta er fyrsta
heimsókn Raúls Castros til Kína
frá því hann tók við stjórnartaum-
unum á Kúbu af bróður sínum Fí-
del fyrir fjórum árum. AFP
Castro
heimsækir
Kínverja
„Ég er dolfallinn yfir því hversu
hratt þessar niðurstöður hafa
komið. Ég bjóst aldrei við að
þetta myndi gerast á minni lífs-
tíð og ég ætla að biðja fjölskyld-
una mína um að setja kampavín
í ísskápinn,“ sagði tárvotur Pet-
er Higgs, eðlisfræðingurinn sem
spáði fyrir um tilvist öreind-
arinnar, eftir að vísindamenn-
irnir kynntu niðurstöður sínar í
gær í Genf.
Öreindin er nefnd í höfuðið á
Higgs en hún er einnig gjarnan
nefnd „guðseindin“ í fjölmiðlum
og daglegu tali, mörgum
vísindamönnum til óyndis.
Táraðist við
kynninguna
„FAÐIR“ BÓSEINDARINNAR
Sérsmíðaðar állausnir
Speglar • Gler • Hert gler
Öryggisgler • Litað gler • Bílspeglar
Sandblástur • Álprófílar
Máltöku- og uppsetningaþjónusta
Við leggjum metnað
okkar í að bjóða sérhæfðar
og vandaðar lausnir í
álprófílum. Við bjóðum upp
á sérsmíðaðar skápahurðir,
rennihurðir, borð, skápa
o.m.fl.
Á nýrri heimasíðu okkar
glerslipun.is er gott yfirlit
yfir það sem er í boði.
Auk þess bjóðum við alla
velkomna í Vatnagarða
12 þar sem fagfólk veitir
góða þjónustu og allar þær
upplýsingar sem þarf.
Vatnagarðar 12 | Sími 588 5151 | Fax 588 5152 | glerslipun.isSTOFNAÐ 1922
SYSTEM STANDEX®
Álprófílar
Glerslípun & Speglagerð ehf.