Morgunblaðið - 05.07.2012, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2012
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Nú þarf ekkiað deila umþað lengur
eða hafa um það
fleiri orð hvort
aðildarumsókn Ís-
land að Evrópu-
sambandinu og makríldeilan við
sambandið tengist. Í heimsókn
Mariu Damanaki, sjávar-
útvegsstjóra Evrópusambands-
ins, kom skýrt fram að sam-
bandið vill ekki ræða
sjávarútvegsmálin við Ísland –
opna sjávarútvegskaflann eins
og það er kallað – fyrr en Ís-
lendingar hafa beygt sig fyrir
vilja sambandsins í
makríldeilunni.
Skýrara getur þetta ekkert
verið og út af fyrir sig er heið-
arlegt af þessum fulltrúa fram-
kvæmdastjórnarinnar að koma
til landsins og útskýra þetta fyr-
ir ráðamönnum hér, sem hafa
verið tregir til að skilja þetta,
eða í það minnsta tregir til að
miðla þessum skilningi til al-
mennings.
Það er líka heiðarlegt af þess-
um talsmanni Evrópusam-
bandsins í sjávarútvegsmálum
að benda Íslendingum á það sem
íslensk stjórnvöld hafa reynt að
fela, að Evrópusambandið setur
það sem skilyrði fyrir aðild Ís-
lands að landið lúti löggjöf sam-
bandsins. Þetta
mættu ráðamenn
hér á landi fara að
viðurkenna og
hætta þeim leik-
araskap að við
séum í viðræðum til
að sjá hvað er í pakkanum. Nú
hefur það enn einu sinni fengist
staðfest að í pakkanum er Evr-
ópusambandið með húð og hári,
þar með taldir lagabálkarnir
eins og þeir liggja fyrir.
En þó að heimsókn Damanaki
hafi að þessu leyti verið gagnleg
er hún ekki að öllu leyti fagn-
aðarefni. Hótanir hennar um að
í haust verði Íslendingar beittir
refsiaðgerðum lúti þeir ekki
þegar í stað og undanbragða-
laust vilja Evrópusambandsins
við veiðar á makríl eru ógeð-
felldar í meira lagi. Ef einhver
döngun væri í íslenskum ráða-
mönnum dygðu slíkar hótanir til
að viðræðum um aðild að sam-
bandinu yrði tafarlaust slitið.
Vandi Íslendinga er hins vegar
sá að forystumenn ríkis-
stjórnarinnar hafa reynst reiðu-
búnir til að gera hvað sem er til
að þóknast Evrópusambandinu í
þeirri viðleitni að selja landið
þangað inn. Þess vegna er hægt
að ferðast hingað og berja á
landsmönnum án þess að gripið
sé til varna.
Damanaki talaði
skýrt og íslenskir
ráðamenn hlupu
óðara í felur}
Nú þarf ekki lengur að
efast um afstöðu ESB
Klúðrið við vinnuríkisstjórn-
arinnar vegna
áformaðrar breyt-
ingar á stjórn-
arskránni verður æ
augljósara. Nú eru tilteknir
fyrrverandi fulltrúar svokallaðs
stjórnlagaráðs farnir að munn-
höggvast við forsetann um til-
lögur um stjórnar-
skrárbreytingar á þeirri
forsendu að hann megi ekki tjá
sig um þær.
Ef forseti má ekki tjá sig um
þessar tillögur hvernig fer þá á
því að fyrrverandi fulltrúar í
stjórnlagaráði ríkisstjórn-
arinnar haldi fram skoðunum
sínum?
Nú er það svo að stjórnlaga-
ráð varð til eftir að lítill hluti
kjósenda, rétt rúmur þriðj-
ungur, mætti á kjörstað til að
taka þátt í kosningu til stjórn-
lagaþings. Þær kosningar voru
dæmdar ólöglegar í Hæstarétti
en þá skipuðu þingmenn rík-
isstjórnarinnar engu að síður í
svokallað stjórnlagaráð þá sem
dæmt hafði verið að hefðu ekki
verið löglega kjörnir. Ekki náð-
ist meirihluti á þingi fyrir þess-
ari dæmalausu afgreiðslu, en
ráðið tók engu að síður til starfa
þar sem allir þeir sem dæmdir
höfðu verið ólöglega kjörnir, ut-
an einn, tóku sæti í
ráðinu.
Eftirleikurinn
hefur verið í fullu
samræmi við að-
dragandann, af-
skaplega ógæfulegur. Stjórnlag-
aráð skilaði af sér tillögum sem
allir viðurkenndu að væru ónot-
hæfar og Alþingi hefur ekkert
fjallað efnislega um þær. Engu
að síður á að kjósa um þær í
ónothæfri mynd ásamt kosn-
ingum um einhverjar spurningar
sem hafa þann eina tilgang að
rugla málið og opna á þá túlkun
sem ríkisstjórninni hentar. Á
sama tíma er unnið að lagfær-
ingum á ónothæfum tillögunum,
en þær lagfæringar liggja þó
ekki nægilega tímanlega fyrir til
að almenningur geti tekið af-
stöðu til þeirra.
Vitað er að um fyrirhugaðar
stjórnarskrárbreytingar er mik-
ill ágreiningur bæði utan þings
og innan, en engu að síður er
málið keyrt áfram með offorsi.
Og svo þegar nýkjörinn forseti
kýs að hafa á þessu þá sjálfsögðu
skoðun að málið sé illa unnið, þá
stíga fram ólöglega kjörnir
fulltrúar minnihluta Alþingis og
telja sjálfa sig en ekki hann
mega hafa opinberar skoðanir á
málinu. Ætlar þessi vitleysa
engan endi að taka?
Ólöglega kosnir
fulltrúar hafa sig
mjög í frammi}
Klúðrið heldur áfram
Úðinn drýpur og sindrar í silfurgljá.
Í svona veðri finnst regninu gaman að detta
á blómin, sem nú eru upptekin af að spretta
og eru fyrir skemmstu komin á stjá.
Og upp úr regninu rís hin unga borg,
rjóð og tær eins og nýstigin upp af baði.
Og sólin brosir á sínu himneska hlaði
og horfir með velþóknun yfir stræti og torg.
Og léttir geislar glitra um lygnan fjörð
eins og glóbjört minning um tunglskinið
frá í vetur.
Ó, engan ég þekki, sem gæti gert þetta betur
en guð að búa til svona fallega jörð.
Ég sé Tómas Guðmundsson ganga með
bros á vör um borgina á júnímorgni fyrir
mörgum árum. Ferskleiki er í loftinu eftir júníregnið,
grasið grænt, himinninn bjartur, það getur fátt verið
betra í heiminum en sumardagur á Íslandi. Tómas Guð-
mundsson vissi það og orti um það þetta bjarta og fallega
ljóð.
Sumartíminn á Íslandi er einstakur og það er ekki
annað hægt en að njóta hans með bros á vör. Það var síð-
asta júnímorguninn þetta árið sem Íslendingar fengu að
ganga til kosninga og kjósa á milli sex frambærilegra
einstaklinga í stól forseta Íslands. Þrátt fyrir þá öm-
urlegu og neikvæðu umræðu sem átti sér stað í sam-
félaginu fyrir þessar kosningar gekk ég til kjörstaðar
með bros á vör enda um yndislegan sum-
ardag að ræða í lýðræðisríki. Ég var glöð yfir
því að fá að kjósa, ég var glöð yfir því að ég
gat valið á milli sex einstaklinga sem allir
hefðu getað sinnt embættinu sem þeir buðu
sig fram í með sóma. Ég var glöð yfir því að
ég vissi að atkvæði mitt kæmist til skila og
yrði talið með, hefði sitt að segja í þessum
sögulega viðburði sem kosningar alltaf eru.
Það var leiðinlegt hve stór hluti kosn-
ingabærra manna sá sér ekki fært að kjósa
en ég held að meginástæðan fyrir því sé sum-
arið. Fólk vill ekki láta menga fyrir sér sum-
arfríið með pólitík, það gengur um stræti og
torg, fjöll og móa með bros á vör og hlustar á
fuglalífið, horfir á grasið spretta. Það kveikir
ekki á sjónvarpi, fer varla á netið, það gleym-
ir því að júnímorgunn forsetakosninganna er
runninn upp. Það var líka freistandi að slökkva á öllu og
líka sjálfum sér í aðdraganda kosninganna, umræðan var
á lágu plani og það leiðinlega er að hún hefur haldið
áfram að vera á lágu plani að loknum kosningum.
Sitjandi forseti vann þessar kosningar með meirihluta
gildra atkvæða, við það situr. Þann vilja þjóðarinnar sem
kaus ber að virða. Það skiptir engu máli hvernig fram-
bjóðendur höguðu sinni kosningabaráttu eða hvort sjón-
varpsmaður flissaði í kosningasjónvarpinu yfir hreint fá-
ránlegum tölum. Forsetakosningarnar eru að baki.
Íslenskt sumar er framtíðin í bili, þangað til næst, tökum
upp léttara hjal. ingveldur@mbl.is
Ingveldur
Geirsdóttir
Pistill
Júnímorgunn
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Í
gær bárust fregnir af því að
enska úrvalsdeildarliðið Tott-
enham hefði keypt íslenska
landsliðsmanninn Gylfa Sig-
urðsson frá þýska knatt-
spyrnuliðinu Hoffenheim fyrir 8 millj-
ónir punda sem nemur tæpum 1,6
milljörðum króna.
Samkvæmt reglum Alþjóðaknatt-
spyrnusambandsins FIFA skulu þau
félög sem þjálfa leikmenn frá 12-21
árs aldri fá svokallaðar uppeldisbætur
í sinn hlut. Þær greiðast þó einungis ef
leikmaður gengur til liðs við annað fé-
lag að samningstíma loknum og ekki
er samið um kaupverð á milli félaga af
þeim sökum. Leikmanni er frjálst að
semja við það félag sem hann vill eftir
að samningur rennur út. Félög fá
engu að síður ofangreindar bætur í
sinn hlut. Þær reiknast út í hlutfalli
við styrkleika viðkomandi deildar á
FIFA-listanum og í hlutfalli við styrk-
leika deildarinnar í viðkomandi landi.
Því fá félög í efstu deild til dæmis
hærri uppeldisbætur en félög í næst-
efstu deild.
Uppeldisfélög leikmanna fá einnig
greiddar svokallaðar samstöðubætur í
hvert skipti sem leikmaður á aldrinum
12-23 ára skiptir um félag á milli landa
eftir að leikmaður hefur gert sinn
fyrsta atvinnumannasamning. Sam-
stöðubætur eru að hámarki 5% af
kaupverði leikmanns. Hafi leikmaður
leikið með fleiri en einu félagi á aldr-
inum 12-23 ára skiptast bæturnar á
milli félaganna í ákveðnu hlutfalli. 1%
af kaupverði fer til þess félags eða fé-
laga sem leikmaðurinn spilaði með frá
12 til 15 ára aldurs. Það eru 0,25% fyr-
ir hvert ár sem leikmaðurinn spilaði
með félagi. Eftir að leikmaður hefur
náð 16 ára aldri fær félag 0,5% af
kaupverði fyrir hvert ár sem leik-
maður leikur með félaginu til 23 ára
aldurs. Sé leikmaður 22 ára þegar fé-
lagsskipti eiga sér stað eru sam-
stöðubætur 4,5%. Einungis eru greidd
full 5% í samstöðubætur ef leikmaður
skiptir um félag þegar hann er 23 ára.
Búbót fyrir íslensk félög
Félagsskipti Gylfa hafa verið góð
búbót fyrir íslensku knattspyrnu-
félögin FH og Breiðablik. Árið 2010
var Gylfi keyptur frá enska knatt-
spyrnuliðinu Reading til Hoffenheim í
Þýskalandi fyrir um 6 milljónir punda
eða 1,1 milljarð króna. FH, Breiða-
blik og Reading fengu samtals 4% af
kaupverðinu í samstöðubætur. Gylfi
lék með FH frá 12 til 13 ára aldurs og
með Breiðabliki frá 14 til 16 ára ald-
urs áður en hann gekk til liðs við
Reading þar sem hann spilaði í nær 5
ár til tvítugs. Við félagsskiptin fékk
FH því rúmar 5,5 milljónir króna í
sinn hlut sem var rúmlega 0,5% af
kaupverðinu. Breiðablik fékk rúmar
9 milljónir sem jafngilti tæpu 1% en
Reading 27,5 milljónir eða tæp 2,5%.
Í ofanálag samdi Breiðablik um að fá
í sinn hlut 10% af framtíðarsöluverði
þegar Gylfi gekk til liðs við Reading
árið 2006. Því fékk félagið í sinn hlut
10% af söluverði ofan á samstöðubæt-
urnar þegar Gylfi gekk til liðs við
Hoffenheim. Samtals fékk Breiðablik
því rúmar 115,5 milljónir árið 2010.
Breiðablik og FH fá einnig sam-
stöðubætur nú þegar Gylfi gengur til
liðs við Tottenham. Það á einnig við
um Hoffenheim og Reading.
Í íþróttablaði Morgunblaðsins í
dag kemur fram að samstöðubætur
skiptast þannig að FH fær um 8
milljónir, Breiðablik fær um 14 millj-
ónir, Reading fær rúmar 30 milljónir
og Hoffenheim um 15,5 milljónir
króna, sem jafngildir 1% af kaup-
verðinu þar sem hann lék þar í 2 ár.
Afgangurinn af kaupverðinu, um 1,5
milljarðar króna, rennur til Hoffen-
heim.
Samstöðubætur skila
tugum milljóna
Morgunblaðið/Ómar
Rándýr Gylfi Sigurðsson er genginn til liðs við Tottenham. Samstöðubætur
skila tugum milljóna til íslenskra félaga.
Gylfi var keyptur á 8 milljónir
punda og er hann á meðal dýr-
ustu knattspyrnumanna Ís-
landssögunnar. Einungis Eiður
Smári Guðjohnsen er talinn
hafa verið dýrari þegar hann fór
frá Chelsea til Barcelona en
kaupverðið var ekki gefið upp.
Nýlega keypti enska úrvals-
deildarliðið Wolves Björn Berg-
mann Sigurðsson fyrir um 3
milljónir punda frá Lilleström í
Noregi. Gera má ráð fyrir því að
samstöðubætur hans uppeldis-
félags, ÍA, nemi að lágmarki um
12 milljónum króna.
ÍA fær 12
milljónir
FLEIRI FÁ SAMSTÖÐUBÆTUR
Björn Bergmann Sigurðarson
Skilar ÍA um 12 milljónum.