Morgunblaðið - 05.07.2012, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2012
✝ Hulda SoffíaEinarsdóttir
Long fæddist á
Seyðisfirði 21.
febrúar 1928. Hún
lést á Landspít-
alanum, Hring-
braut, 24. júní
2012.
Foreldrar henn-
ar voru Sólrún
Guðmundsdóttir, f.
11. apríl 1887 á
Jökulsá í Borgarfirði eystra, d.
25. júlí 1951, og Einar Páll Jó-
hannsson Long, f. 15. febrúar
1879 í Miðhúsum í Eiðaþinghá,
d. 19. maí 1964. Fyrri kona
hans var Jónína Guðlaug Jóns-
dóttir, f. 21. júní 1873, d. 24.
ágúst 1913. Alsystur Huldu
Soffíu voru Fanney, f. 4. júlí
1922, d. 13. nóvember 2002, og
Jónína Sólveig, f. 16. nóv-
ember 1919, d. 10. febrúar
2012. Systir þeirra sammæðra
var Þórný Þorsteinsdóttir, f.
27. ágúst 1913, d. 21. apríl
1987. Systkini hennar sam-
feðra voru Jóhanna Matthea, f.
8. apríl 1899, d. 24. júlí 1982,
Anna Sveinbjörg, f. 26. nóv-
ember 1900, d. 4. desember
1981, Georg Richard, f. 7. nóv-
sem hún lauk Samvinnuskóla-
prófi 1948. Á árunum 1948-51
starfaði hún sem skrif-
stofustúlka hjá blaðinu Land-
vörn. Árin 1951-77 starfaði
hún á skrifstofu Ríkisspít-
alanna sem fulltrúi og deild-
arstjóri. Hún tók sér námsleyfi
á árunum 1959-61 þar sem hún
nam við Kennaraskóla Íslands
og útskrifaðist þaðan með
handavinnukennarapróf árið
1961. Árið 1977 hóf Hulda að
kenna handavinnu við Öldu-
selsskóla í Reykjavík þar sem
hún kenndi til ársins 1988. Þá
hóf hún aftur störf á skrifstofu
Ríkisspítalanna sem fulltrúi til
ársins 1999 þar sem hún lauk
vinnuferli sínum.
Í gegnum tíðina áttu Hulda
Soffía og Þorvaldur það sam-
eiginlega áhugamál að stunda
garð- og blómarækt. Sá áhugi
sást glögglega í garði þeirra í
Akraseli sem naut athygli fyrir
fegurð. Sá áhugi óx með Huldu
Soffíu alla tíð eftir það, þá
næst í þeim garðskika sem hún
átti í Skálagerði þar sem hún
bjó frá 1998 til 2009.
Áfram hélt hún áhuga sínum
við á Norðurbrún 1 þar sem
hún bjó síðustu árin og minn-
ing hennar lifir.
Jarðarför Huldu Soffíu
Long fer fram frá Seljakirkju í
dag, 5. júlí 2012, kl. 13.
ember 1902, d. 18.
maí 1943, Guðjón,
f. 21. febrúar
1905, d. 12. nóv-
ember 2003, Þórir,
f. 2. júní 1907, d.
19. júní 1983.
Hinn 17. októ-
ber 1964 giftist
Hulda Soffía Þor-
valdi Kjartanssyni
hárskerameistara.
Þorvaldur Kjart-
ansson fæddist í Reykjavík 25.
ágúst 1937 og lést 12 ágúst
1995. Þorvaldur lærði rak-
araiðn af föður sínum. Hann
starfaði sem hárskerameistari
á rakarastofu sinni í Austur-
stræti 20.
Hulda Soffía og Þorvaldur
eignuðust tvö börn, Kjartan
Þór, f. 18. nóvember 1970 og
Sigurbjörgu Eyrúnu, f. 18. júlí
1973. Eiginkona Kjartans Þórs
er Hildur Ása Sævarsdóttir og
eiga þau 2 börn, Söndru Maríu
f. 28. nóvember 1996 og Krist-
ófer Þór, f. 29. maí 2002.
Hulda Soffía flutti á ung-
lingsárum frá Seyðisfirði til
Reykjavíkur þar sem hún bjó
til dánardags. Hulda stundaði
nám við Samvinnuskólann þar
Mig langar að minnast
tengdamóður minnar, Huldu
Soffíu Long, nokkrum orðum.
Leiðir okkar lágu saman fyrir
17 árum og get ég með sanni sagt
að þú hefur kennt mér mjög mik-
ið. Enginn hefur fengið mig til
þess að hugsa eins mikið um lífið
og þú og fyrir það er ég þér
þakklát, hvort sem það var nám,
heimilið, börnin eða starf mitt.
Mér þótti vænt um að þú tókst
virkan þátt í okkar lífi og fannst
mér dásamlegt þegar þú komst
núna í lok maí með okkur fjöl-
skyldunni á Hamborgarafabrikk-
una í tilefni afmæli Kristófers.
Það skipti þig engu þó hávaðinn
væri mikill og einungis hamborg-
arar í boði, samverustundin var
það sem skipti þig máli.
Ég vil þakka þér fyrir þann
tíma sem við áttum saman og
mun ég ávallt minnast þín sem
hjartahlýrrar tengdamóður.
Hér kveð ég þig núna, Hulda mín,
með þökk og kærleik í hjarta.
Ég stolt var tengdadóttir þín,
saman við áttum tímana bjarta.
Trú og traust þú hafðir á mér,
því aldrei mun ég gleyma.
Af öllu hjarta ég þakka vil þér,
megi englar guðs þig geyma.
Þín tengdadóttir,
Hildur Ása.
Við fráfall hjartkærar móður-
systur minnar birtast fjölmörg
minningarbrot úr ævi minni sem
öll tengjast þessari hýru og bros-
mildu konu. Fyrst sem lítill
drengur á þriðja ári töltandi á
milli tjalda í útilegu á Laugar-
vatni með Huldu og Lóu, báðar
einstakar frænkur sem voru hluti
af öruggu og kærleiksríku um-
hverfi bernsku minnar. Þá minn-
ist ég einnig líflegra tíma við há-
degisverðarborðið á
Nönnugötunni. Um tíma einn
vetur kom Hulda nánast daglega
og borðaði hádegismat með okk-
ur á Nönnugötunni. Í litlu eld-
húsi sátum við þrír drengir, for-
eldrarnir og Hulda. Þetta voru
stuttar en ánægjulegar stundir
og ég saknaði hennar þar þegar
þeim tíma lauk. Jólin á Nönnu-
götunni og Hulda frænka tengj-
ast sérstaklega í minningunni
sem helgast að því að það var
venja að við fengum að taka upp
jólagjöfina frá Huldu áður en
borðað var. Var þar gjarnan
spennandi lesefni á ferð sem ró-
aði kraftmikla drengi og færði
frið og ró í aðdraganda og eft-
irvæntingu jólahátíðarinnar.
Seinna þegar þroskinn jókst voru
ljóðabækur og ljóðasöfn í pökk-
um Huldu til mín og hafa vafa-
laut alið með mér ást á ljóðum
sem æ hafa fylgt mér síðan. Þá
hefur kennaranám hennar vafa-
laust orðið til þess að móðir mín
taldi réttast að ég færi í kennslu.
Oft kom Hulda til mömmu og
saman saumuðu þær ýmislegt og
í náminu naut hún aðstoðar syst-
ur sinnar m.a. við saumaskap.
Kappsemi og ákveðni einkenndi
vinnu þeirra og ekki var verið að
slóra við þau verkefni.
Þegar Hulda flutti í sína
fyrstu íbúð á Kleppsveginum var
oft sameinast hjá henni á gaml-
árskvöld. Því var það þegar við
hjónin vorum í tilhugalífinu var
farið til Huldu. Helgu fannst það
fullmikið í fang færst þar sem
hún var rétt að kynnast mínu
fólki. Hlýlegrar móttökur og
hressilegt andrúmsloft á heimili
Huldu urðu til þess að mín tilvon-
andi naut kvöldsins og hafði það
lengi í minnum. Þar sem þau
Þorvaldur hófu búskap um svip-
að leyti og við keyptum þar að
auki íbúð í sömu blokk og börnin
okkar á svipuðum aldri varð það
til þess að Kjartan Þór og Sig-
urbjörg Eyrún voru í afmælum
dætra okkar og dæturnar í
þeirra. Við nutum þeirra sam-
verustunda sem skilja eftir
margar góðar minningar. Með
árunum hafa samskiptin ekki
verið jafn tíð og fyrrum, en alltaf
tók Hulda okkur af mikilli alúð
þegar við hittumst. Kjartan Þór
og Sigurbjörg Eyrún voru stolt
foreldra sinna og eftir að Þor-
valdur lést voru þau ásamt
barnabörnunum gleðigjafar og
styrkur Huldu.
Við Helga, Margrét og Fann-
ey þökkum Huldu frænku sam-
fylgdina í lífinu og sendum börn-
um hennar og fjölskyldum þeirra
innilegar samúðarkveðjur. Bless-
uð sé minning elskulegrar og
mætrar konu.
Einar Long Siguroddsson.
Ég hitti Huldu fyrst í kringum
1989 þegar ég fór að vinna með
dóttur hennar í Hagkaup í Skeif-
unni. Maður hugsar ekkert mikið
um foreldra vina sinna þegar
maður er ungur. Það eru bara
mamma og pabbi einhvers sem
maður þekkir og þykir vænt um.
Fjölskyldan bjó í Akraselinu og
kom ég þar nokkuð oft en bland-
aði lítið geði við heimilisfólk ann-
að en vinkonu mína sem ég var
að heimsækja.
Við Hulda kynntumst ekki að
ráði fyrr en eftir að þær mæðgur
fluttu í Skálagerðið, eftir að Þor-
valdur lést, en þar varð ég tíður
gestur. Við Hulda tengdumst í
gegnum tal um handavinnu með-
al annars en þar sem hún hafði
verið handavinnukennari var hún
afar fróð um hannyrðir og var
gott og gaman að ræða verkefnin
við hana.
Ég var mjög oft boðin í mat til
þeirra mæðgna og urðu umræð-
ur oft fjörugar um mat, málefni
líðandi stunda, garðyrkju, slúður,
sjónvarpsefni og hvað annað það
sem okkur datt í hug. Hulda sá
mikið eftir garðinum sínum í
Akraselinu eftir að hún flutti í
Skálagerðið en þær mæðgur
gátu þó gert litla pallinn að fal-
legum garði með blómum og
trjám í pottum og litlu beði og
var okkur tíðrætt um hin ýmsu
blóm og plöntur sem gaman væri
að hafa í garðinum, meðhöndlun
þeirra og líftíma.
Eftir að Hulda flutti sig svo á
Norðurbrún hittumst við ekki
eins oft en mikið var gott að sjá
hana þegar maður þó leit við. Ég
er sérstaklega þakklát fyrir að
hafa farið á handverkssýninguna
á Norðurbrún 1. júní sl. og
drukkið með henni kaffi eftir að
hafa dáðst að útskurði og mynd-
um.
Minningarnar streyma fram í
hugann, um jólahlaðborðið forð-
um þegar við komum svo heim og
við Sigurbjörg Eyrún lærðum að
meta Grand Marnier, við skálum
fyrir þér á 10 ára afmælinu í des-
ember elskuleg, um jólatón-
leikana í Langholtskirkju sem
við fórum á allar fjórar mæðg-
urnar, um Krúsu og þegar ég var
að passa hana þegar farið var til
útlanda, um hangikjöt á
sautjánda júní og svo mætti lengi
telja, ég bið að heilsa Hulda mín
og þakka fyrir mig, ég kem svo í
bollurnar þegar þar að kemur.
Hörpu þinnar, ljúfa lag
lengi finn í muna.
Því ég minnist þín í dag,
þökk fyrir kynninguna.
(Á.K.)
Arndís D. Arnardóttir (Dísa).
Hulda Soffía Long
Sárt er nú að kveðja Ragn-
heiði mágkonu mína en um leið
ljúft. Sárt er að sjá á eftir henni
svona fljótt, en ljúft að vita að
hún er laus við þrautirnar og
núna er hún með eiginmanni sín-
um sem fór fyrir tæpum tveimur
árum. Ragnheiði kynntist ég eft-
ir að hún flutti með móður sinni
og fjölskyldu til Súgandafjarðar
frá Önundarfirði. Fljótlega hóf-
ust kynni með henni og bróður
mínum Einari. Þar sem bæði
voru ung að árum var ekki gert
ráð fyrir að samband þeirra yrði
langlíft, en reyndin varð önnur.
Þau áttu eftir að eiga farsælt
ævilangt hjónaband.
Ragnheiður fékk ekki langa
skólagöngu en samt kunni hún
flest jafnvel og betur en aðrir.
Hún var gædd mikilli aðlögunar-
hæfni sem kom sér vel í mismun-
andi störfum og hlutverkum í líf-
inu.
Þau hjónin fluttu búferlum
með fjölskyldu sinni frá Suður-
eyri til Reykjavíkur á níunda
áratugnum og þá þurfti að aðlag-
ast nýjum búsetu- og atvinnu-
háttum.
Einar og Ragga voru alla tíð
mjög samrýnd og fór fjölskyldan
saman í margvíslegar ferðir þar
Ragnheiður Sigrún
Sörladóttir
✝ RagnheiðurSigrún Sörla-
dóttir fæddist á
Kirkjubóli í Val-
þjófsdal í Önund-
arfirði 16. júlí 1945.
Hún lést úr krabba-
meini á Landspít-
alanum við Hring-
braut 24. júní 2012.
Útför Ragnheið-
ar fór fram frá
Grafarvogskirkju
4. júlí 2012.
sem landsins gæði
voru nýtt. Haustin
einkenndust af
berjaferð þar sem
nokkrir bústaðir í
góðu berjalandi
voru leigðir í viku-
tíma og gjarnan
samþætt skot- og
fiskveiði. Farið var
í kræklingafjöru
um páska og yfir
sumartímann var
að mestu haldið til í fellihýsinu á
ýmsum stöðum. Þessum dýr-
mætu hefðum hafa þau nú skilað
til afkomenda sinna.
Ragnheiður var mjög hrein-
skiptin kona og mátti treysta því
að hún meinti það sem hún
sagði. Framkoma hennar var
ljúf og einkenndist af áhuga og
umhyggju fyrir högum annarra.
Meðan á veikindum hennar í lok-
in stóð var áhuginn á velferð
annarra sá sami og sínum þján-
ingum tók hún með æðruleysi.
Að leiðarlokum vil ég þakka
samfylgdina, það var ljúft og
gjöfult að fá þig inní fjölskyld-
una eftir að hafa alist upp með
sex bræðrum. Saman unnum við
ýmis störf frá því að beita á línu
til þess að starfa á gistiheimili og
þegar um veislur var að ræða
var gott að leita til þín. Starfs-
gleði þín var smitandi og gaf
störfunum gildi. Þegar ég flutt-
ist í Bryggjuhverfið í Reykjavík
fyrir sjö árum bauðst þú mér í
gönguklúbb með systrum þínum
og frænkum mínum og þar átt-
um við alltaf skemmtilegar sam-
verustundir hvern laugardag og
verður þín sárt saknað.
Systrum þínum, börnum,
tengdabörnum og afkomendum
votta ég innilega samúð.
Kristín Valgerður
Ólafsdóttir.
Það var á sólríkum vordegi
vorið 1960 að ég sá Ragnheiði
Sörladóttur í fyrsta sinn. Hún
var þá unglingur um fermingu
og var nýflutt til Suðureyrar frá
Valþjófsdal í Önundarfirði
ásamt Sigurbjörgu móður sinni.
Þær mæðgur sáu um matargerð
fyrir verkafólk á staðnum.
Það leið ekki langur tími þar
til Einar bróðir tók eftir þessari
bráðfallegu ungu stúlku. Hann
var alltaf fljótur að taka ákvörð-
un og úr þeirra vinskap varð
ævilangt ánægjulegt hjónaband.
Ragnheiður var fljót að vinna
sér vináttu og trausts allra í fjöl-
skyldunni, enda var hún harð-
dugleg, gestrisin og glaðleg
manneskja. Ungu hjónin keyptu
sér lítið hús með mikla sögu og
bjuggu þar í nokkur ár en árið
1968 byggðu þau glæsilegt ein-
býlishús á Suðureyrartúninu. Á
þessum bletti gat skollið á fár-
viðri sem tungumálagarpurinn
Kristján G. Þorvaldsson kallaði
Hjallaveður og hafði margoft
tætt burt allt hey af Suðureyr-
artúninu. Árið 1924 lyfti þessi
náttúrukraftur af grunni gamla
Suðureyrarbænum og þeytti
honum hátt í loft upp en bærinn
var nánast á sama stað og hús
Einars og Ragnheiðar.
Súgandafjörður virkar eins og
risavaxin trekt í SV- og NV-stór-
viðrum og þá er vindmögnunin
óskapleg á vissum stöðum. Grjót
og möl úr fjörunni tekst á loft og
lemur húsin með ógnarkrafti og
þá eru glergluggar lítil vörn.
Þessum náttúrukröftum fengu
hjónin snemma að kynnast og
oft þurfti að glerja stofuglugg-
ana upp á nýtt.
En svona smámunir spilltu
ekki gleði húsbændanna. Þar
var alltaf glatt á hjalla og mikill
gestagangur.
Árið 1982 flutt hjónin til
Reykjavíkur og ráku þar verslun
og gerðu út hraðfiskibát.
Ragnheiður tók þátt í öllum
störfum og stóð eins og klettur
að baki sínum manni.
Hún flakaði fisk, beitti línu og
afgreiddi í versluninni. Öll störf
voru unnin með alúð og gleði
enda vegnaði þeim vel. Heimilið
var rómað fyrir þjóðlegan ís-
lenskan mat og Ragnheiður var
snillingur í matargerð. Kunnátta
hennar í súpugerð úr fiski vakti
verðskuldaða hrifningu og marg-
ir reyndu að læra kúnstina af
henni.
Margar eru minningarnar sem
tengjast þeim hjónum og börnum
þeirra. Þar var gaman að koma
og annarri eins rausn og höfð-
ingsskap hef ég aldrei kynnst.
Síðasta haust byrjaði Ragn-
heiður að veikjast en þrátt fyrir
það hélt hún stórveislu um jólin
fyrir alla fjölskylduna og lék á als
oddi.
En sjúkdómurinn magnaðist
og fyrir skömmu var ljóst að ekki
var um lækningu að ræða.
Ég talaði við Ragnheiði nokkr-
um dögum fyrir andlátið og
spurði um heilsufarið. Hún sagði
að sér liði ekki beint vel en svo
sem ekkert til að kvarta útaf.
Nú hefur hún kvatt en minn-
ingarnar um góða manneskju lifa
góðu lífi.
Ellert Ólafsson.
Það er erfitt að skrifa þessi orð
um hana frænku mín, hana Ragn-
heiði, því heilsteyptari konu er
vart hægt að hugsa sér, að ég tali
nú ekki um fallega, að innan sem
utan.
Fyrsta minning mín um hana
var þegar hún kom vestur á Patró
í heimsókn til mömmu, en þær
voru systur, vá hvað hún var
glæsileg, alveg eins og fegurðar-
drottningarnar sem maður sá í
flottu blöðunum. Mikið var ég
montin að eiga svona fallega
frænku og sagði öllum stelpunum
heima að hún væri fræg. Hún var
alltaf svo fín til fara, með uppsett
hárið og langar og flottar neglur,
svo stórglæsileg. Alltaf langaði
mig til að verða eins og hún en
það er önnur saga.
Ragga var gift honum Einari
Ólafs, miklum mætamanni frá
Súgandafirði, þar bjuggu þau
fyrstu árin sín en fluttu svo
suður. Eftir að ég flutti suður
urðu miklar samgöngur okkar
á milli og hafa þær verið mér
dýrmæt reynsla. Að koma til
Röggu var eins og að fara á
ættarmót því allir sóttu mikið í
hana og alltaf kom maður að
veisluborði. Ég hef aldrei náð
að þakka ykkur Einari fyrir
þær yndislegu stundir sem ég
átti með ykkur en þær verða
vel geymdar.
Elsku Álfheiður, Kristín og
Óli og fjölskyldur, Guð gefi
ykkur styrk á þessum erfiðu
tímum.
Kveðja,
Sigríður Páls, frænka.
Ragnheiður Sigrún, það
dugði ekkert minna en þetta
stóra, sterka nafn á svona
mikla konu eins og þig. Við
systurnar nutum þeirra for-
réttinda að alast upp á Suður-
eyri í miklu nágrenni við ykkur
fjölskylduna og lífið var ljúft,
einfalt og gott.
Þú varst töffari, eins og sagt
er í dag, til dæmis voru ekki
allar konur sem keyrðu bíl fyr-
ir 40 árum síðan en það gerðir
þú. Þið Einar stóðuð alltaf í
rekstri saman og þú gekkst í það
sem þurfti að gera hverju sinni,
hvort sem það var að beita,
flaka, fara á sjó eða afgreiða í
búðunum ykkar.
Þú varst ættmóðirin, vakin og
sofin yfir stórfjölskyldunni.
Heimili þitt stóð okkur alltaf op-
ið og við þökkum fyrir umhyggju
í okkar garð í gegnum árin.
Þú varst eiginkonan, leiðir
ykkar Einars höfðu legið saman
síðan á unglingsárunum og þið
voruð samtaka í öllu. Við vitum
að hann frændi okkar hefur ekki
getað verið lengur án þín.
Kæra Ragga, við þökkum
samfylgdina og vottum fjöl-
skyldunni samúð okkar. Minn-
ing þín mun lifa í hjörtum okkar.
Svo hleypur æskan unga
óvissa dauðans leið
sem aldur og ellin þunga,
allt rennur sama skeið.
Innsigli engir fengu
upp á lífsstunda bið,
en þann kost undir gengu
allir að skilja við.
(Hallgrímur Pétursson)
Hafdís, Svanhildur
og fjölskyldur.
✝
Okkar ástkæri bróðir, mágur og frændi,
EYJÓLFUR KRISTJÁNSSON,
fyrrum verkstjóri,
Þrastahrauni 4,
Hafnarfirði,
lést á Landspítala háskólasjúkrahúsi
sunnudaginn 17. júní.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey
að ósk hins látna.
Við þökkum öllum þeim sem önnuðust hann af mikilli umhyggju,
sérstaklega Guðbjörgu í heimahjúkrun, Guðbjörgu á göngudeild
hjartabilunar, Halldóru Björnsd. og starfsfólki E-14, Hjartadeildar.
Hjartans þakkir fyrir samúð og hlýhug.
Sigurður Hákon Kristjánsson, Lilja Á. Sigurðardóttir,
Ingimar Kristjánsson, Kristín Gunnbjörnsdóttir,
Magnús Kristjánsson,
Elísabet Kristjánsdóttir, Grétar Ingimundarson.