Morgunblaðið - 05.07.2012, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2012
✝ Erla Guð-mundsdóttir
fæddist í Reykjavík
27. mars 1944. Hún
lést á Landspít-
alanum Fossvogi,
deild B-7, 27. júní
2012.
Móðir hennar er
Guðrún Stefanía Jó-
hannsdóttir og faðir
hennar Guðmundur
Sigurðsson sem er
látinn.
Erla giftist 14. desember 1969
Sigurði Vilhjálmssyni, f. 11. mars
1941 í Skagafirði. Börn þeirra
eru 1. Brynjar Hólm Sigurðsson,
f. 27. mars 1965, kvæntur Önnu
Maríu Sveinsdóttur,
f. 22. nóvember
1969, synir þeirra
eru Hafliði Már og
Sigurður Hólm. 2)
Guðrún Lilja Sig-
urðardóttir, f. 6.
desember 1972.
Erla ólst upp í
Bakkakoti í Meðal-
landi þar til hún
fluttist til Keflavík-
ur árið 1965 og bjó
þar til æviloka. Erla vann hin
ýmsu störf, en lengst af við fisk-
vinnslu og hjá Pósti og síma.
Útför Erlu fer fram frá Kefla-
víkurkirkju í dag, 5. júlí 2012,
kl.13.
Mamma, elsku mamma,
man ég augun þín,
í þeim las ég alla
elskuna til mín.
Mamma, elsku mamma,
man ég þína hönd,
bar hún mig og benti
björt á dýrðarlönd.
Mamma, elsku mamma,
man ég brosið þitt;
gengu hlýir geislar
gegnum hjarta mitt.
Mamma, elsku mamma,
mér í huga skín,
bjarmi þinna bæna,
blessuð versin þín.
Mamma, elsku mamma,
man ég lengst og best,
hjartað blíða, heita –
hjarta, er sakna ég mest.
(Sumarliði Halldórsson.)
Mínar innilegustu þakkir
sendi ég til allra þeirra lækna er
komu að erfiðum veikindum
móður minnar sem og starfsfólks
deildar B7, Landspítala Foss-
vogi og heimahjúkrunar HSS
fyrir einstaka umönnun og ynd-
islega hlýju er reyndist ómetan-
leg á erfiðum stundum, takk.
Hvíl í friði elskulega mamma
mín, þú ert hetjan mín.
Þín dóttir,
Guðrún Lilja.
Í dag kveð ég móður mína í
hinsta sinn. Margs er að minnast
og margs er að þakka. Ég vil
þakka henni fyrir það sem hún
hefur kennt mér í gegnum tíðina,
til dæmis að halda í gamlar hefð-
ir, eins og að búa til rúllupylsu,
kæfu, flatkökur og fleira sem í
dag þykir kannski „sveitalegt“
og er kannski, en þessu ætla ég
að halda á lofti.
Tenging okkar við Meðalland-
ið er sterk og ófáar ferðirnar og
ómetanlegar sem við höfum farið
þangað bara tvö og dyttað að
hinu og þessu fyrir ömmu, heim-
sótt fólkið á bæjunum í kring,
þessu held ég áfram.
Það er margt sem ég hef lært
af mömmu sem ég ætla að nýta
mér sem veganesti út í lífið, hún
var hörkutól sem barðist fram á
síðasta dag.
Ég stend við það sem um var
talað, ég hugsa um ömmu.
Missir pabba er mikill sem
hefur staðið við hlið mömmu eins
og klettur í hennar veikindum.
Ég bið góðan Guð um að halda
utan um hann, það ætla ég að
gera.
Brynjar Hólm.
Í dag kveð ég elskulega
tengdamóður mína sem hefur
barist við erfið veikindi undan-
farin ár. Margar eru minning-
arnar og samverustundirnar á
þessum 20 árum sem við höfum
fylgst að. Ég vil þakka henni fyr-
ir að vera til staðar fyrir okkur
og fyrir syni mína, englana sína
eins og hún kallaði þá.Tengda-
móðir mín var svona „af gamla
skólanum“ ekta húsmóðir eins
og maður myndi segja, hún bak-
aði, sultaði, prjónaði, saumaði og
þar fram eftir götunum og það
voru ófáir öskudagsbúningarnir
eða jólafötin sem hún hristi fram
úr erminni á engum tíma á engl-
ana sína eða ef þurfti að setja bót
á buxur, stytta þær eða stoppa í
sokka, allt gat hún gert.
Erla var heimakær og leið
best heima á Greniteignum eða í
sveitinni sinni, Meðallandinu,
þar sem hún gekk í öll verk, jafn-
vel þó heilsunni væri farið að
hraka gerði hún það sem hún gat
en tók bara lengri tíma í það.
Hún passaði upp á mömmu sína
fram á síðasta dag, sendi okkur í
það að gera vorverkin með
henni, setja niður kartöflur,
sumarblómin, slá blettinn og þau
verk sem hún var vön að gera í
sveitinni. Hún var algjör nagli
fram á síðasta dag, barðist eins
og hetja með viljann að vopni en
varð að lúta í lægra haldi í þetta
sinn.
Ég bið algóðan Guð að styrkja
tengdaföður minn, hans missir
er mikill á stuttum tíma, og gefa
okkur hinum styrk.
Starfsfólki og læknum á deild
B-7 Landspítala Fossvogi vil ég
þakka einstaka umönnun svo og
heimahjúkrun HSS.
Anna María Sveinsdóttir.
Amma Erla var yndisleg
amma, hún gerði allt fyrir okkur
sem hún gat, alltaf bauð hún
okkur upp á kökur þegar við
komum í heimsókn og ef hún átti
ekki köku þá bakaði hún bara
fyrir okkur. Henni fannst æðis-
legt þegar við gistum hjá henni,
hún var alltaf tilbúin að leika við
okkur þegar við vorum yngri.
Hún bakaði alltaf piparkökur og
piparkökuhús með okkur fyrir
jólin. Hún var alltaf að hrósa
okkur fyrir það sem við vorum
að gera hvort sem það var góður
golfhringur, körfuboltaleikur
eða í skólanum. Þó svo að okkur
fyndist okkur ekki ganga nógu
vel sá hún alltaf björtu hliðarnar
á öllu og kom manni í gott skap
aftur með jákvæðni og gleði.
Amma lét lítið bera á veikindum
sínum þegar við vorum í kring-
um hana þó henni liði ekki vel,
bara til að láta okkur líða vel.
Betri ömmu hefðum við ekki get-
að átt. Þó við hefðum ekki lengri
tíma með henni þá kenndi hún
okkur rosalega margt sem á eftir
að nýtast okkur í lífinu, m.a. að
gefast aldrei upp, sem hún gerði
svo sannarlega ekki og erum við
þakklátir fyrir þennan tíma sem
við áttum með henni. Við munum
alltaf elska þig amma og við
hlökkum til að hitta þig næst, við
verðum alltaf sömu englarnir
þínir og vitum að þú verður okk-
ar það sem eftir er.
Hafliði Már og
Sigurður Hólm.
Við systkinin höfum svo lengi
sem við munum átt vináttu og
stuðning Erlu frænku vísan. Þau
pabbi okkar voru systrabörn, og
samgangur talsverður. Sem börn
dvöldumst við öll sumur á
Bakkakoti, þar sem Erla var
potturinn og pannan í ýmsum
praktískum málum, þótt hún
hefði flutt að heiman áratugum
fyrr. Siggi var aldrei langt und-
an. Hún var óþreytandi að leið-
beina og kenna, jákvæð, upp-
byggileg og skemmtileg. Hún fór
úr leið til að stytta okkur stundir
og fannst alveg jafn gaman að
kjafta við okkur eins og að
spjalla við fullorðna fólkið. Það
fundum við mætavel og fannst
við merkilegri fyrir vikið.
Þótt samverustundum á
Bakkakoti fækkaði, og við elt-
umst og þroskuðumst hætti Erla
ekki að hafa áhuga á því sem við
tókum okkur fyrir hendur. Hún
samgladdist okkur á gleðistund-
um og syrgði með okkur á sorg-
arstundum. Hún var einhvern
veginn alltaf til staðar, raungóð
og ræktarsöm.
Tryggð hennar við samfélagið
á Bakkakoti, umhyggjan fyrir
Gunnu frænku alla tíð, fölskva-
laus aðdáunin á afkomendum og
vinátta hennar og hlýja í garð
ömmu og okkar hinna, sýnir best
hvern mann Erla hafði að
geyma. Hún ræktaði garðinn
sinn, var örlát og áhugasöm.
Erla sýndi mikla þrautseigju í
veikindum sínum síðustu misser-
in og naut einlægs stuðnings
sinna nánustu við að gera lífið
bærilegra. Hún notaði hvert
tækifæri til að hitta fólk, fara af
bæ og vera virkur þátttakandi í
lífinu. Styrkur hennar og fólks-
ins hennar var á köflum óskiljan-
legur okkur sem gátum lítið ann-
að en fylgst með af hliðarlínunni.
Hvorugt okkar á þess kost að
fylgja frænku okkar í dag, en
hugur okkar er hjá frændum
okkar og vinum; Gunnu, Sigga,
Brynjari, Guðrúnu, Önnu Maríu,
Hafliða og Sigga Hólm. Við
minnumst Erlu með þökk og
virðingu.
Tinna og Orri Páll
Jóhannsbörn.
Erla
Guðmundsdóttir
HINSTA KVEÐJA!
Mig langar að kveðja
Erlu með þessu ljóði sem
gjarnan var sungið á æsku-
árum okkar austur í Með-
allandi með kæru þakklæti
fyrir samfylgdina.
Kvöldblíðan lognværa kyssir hvern
reit.
Komið er sumar, og fögur er sveit.
Sól er að kveðja við bláfjalla brún,
brosa við aftanskin fagurgræn tún.
Seg mér, hvað indælla auga þitt leit
íslenska kvöldinu í fallegri sveit!
Innilegar samúðarkveðj-
ur til fjölskyldu Erlu.
Margrét Bjarnadóttir
og fjölskylda.
Elsku besta
mamma mín.
Nú hefur þú kvatt þennan
heim og enn finnst mér það svo
óraunverulegt að þú sért farin
frá okkur og ég eigi ekki aftur
eftir að droppa við hjá þér eða
eiga langt símaspjall við þig. Það
er búið að vera tómlegt og skrítið
undanfarið að byrja ekki daginn
á að hringja og heyra í þér og
vera ekki að fara til þín á kvöldin
og sitja hjá þér. Ég sakna þín al-
veg óendanlega mikið. Ég og
stelpurnar mínar, Sigrún Arna
og Íris Huld, erum búnar síðustu
daga að vera að rifja upp ótal
minningar sem við eigum um
stundir með þér. Alltaf hafðir þú
fulla trú á því sem ég var að gera
og hvattir mig áfram og sagðir
ótal sinnum hvað þú værir stolt
Sigrún Jóna
Lárusdóttir
✝ Sigrún JónaLárusdóttir
fæddist á Akureyri
16. apríl 1929. Hún
lést á Landspít-
alanum í Fossvogi
16. júní 2012.
Útför Sigrúnar
fór fram frá Kópa-
vogskirkju 29. júní
2012.
af mér, og þau orð
þín ylja mér í dag.
Útskriftargjöfin
sem þú gafst mér er
sú dýrmætasta gjöf
sem ég hef fengið.
Þrátt fyrir veikindi
þín þá skipti það þig
miklu máli að geta
sýnt mér hvað þú
varst ánægð með
það sem ég var að
gera.
Síðustu vikur sem ég átti með
þér eru yndisleg minning. Við
gátum setið á hverju kvöldi og
spjallað um allt mögulegt og
stundum bara þagað saman. Þú
varst svo skynsöm og margt
ræddum við í trúnaði og ég lofa
að standa við þau loforð sem ég
gaf þér. Ég er svo glöð yfir að þú
sagðir mér svo oft hvað þú værir
ánægð að sjá hvað ég væri ham-
ingjusöm. Eftir spjall og sherrys-
taup naut ég þess að fá að nostra
við þig fyrir svefninn og endaðir
þú svo á því að raða öllu á nátt-
borðið þitt og hlógum við þá og
sögðum að þú værir orðin eins og
pabbi. En skyndilega komst þú
okkur á óvart með því að kveðja
svona fljótt, en það var eins og þú
hefðir óskað þér að fá að sofna
svefninum langa með öll börnin
þín í kring um þig. Eftir erum við
í sorg en jafnframt þakklát fyrir
allt það sem þú gafst okkur. Ég
trúi að nú líði þér vel og veit að
það hefur verið vel tekið á móti
þér á þeim stað sem þú ert á
núna. Ég vil þakka Arnari bróður
mínum fyrir það hversu frábær-
lega hann hugsaði um foreldra
okkar þeirra síðustu ár. Elsku
Addi, það er ómetanlegt allt sem
þú gerðir fyrir þau og verður
aldrei fullþakkað.
Takk elsku mamma mín fyrir
að hafa alltaf verið til staðar með
fyrir mig. Ég sakna þín ótrúlega
mikið, minningarnar um ánægju-
legar stundir með þér munu lifa
og ylja mér um ókomin ár.
Guð blessi þig, elsku mamma
mín.
Þín dóttir,
Auður.
Í dag er ég sorgmædd því hún
amma mín er dáin. En ég er líka
óendanlega þakklát fyrir allt það
sem hún kenndi mér og fyrir
minningarnar sem ég á um hana.
Fyrsta minning mín af ömmu
er frá því ég var mjög lítil og sat í
fanginu á henni og hún ruggaði
mér og söng fyrir mig lagið
„svona svona“ sem hún samdi.
Mér leið svo vel þegar hún sat
svona með mig í fanginu. Lagið
hennar hef ég svo sungið fyrir
son minn á sama hátt síðan hann
fæddist, af því ég lærði það af
henni.
Það er erfitt að segja frá Sirru
ömmu án þess að minnast á Ein-
ar afa. Sirra og Einar voru ein-
staklega kærleiksríkt fólk. Þeim
þótti ofboðslega vænt um öll
barnabörnin sín og sýndu það
óspart. Á skólaaldri var ég svo
lánsöm að búa nálægt þeim
þannig að ég gat farið til þeirra
þegar ég vildi. Það var alltaf svo
gott að koma heim til ömmu og
afa og það var eins og þau hefðu
allan tímann í heiminum fyrir
mig. Við afi og amma spjölluðum
mikið saman þegar ég var hjá
þeim og oft var mikið hlegið.
Amma var líka ótrúlega hug-
myndarík og fann alltaf upp á
einhverju skemmtilegu til að
gera með mér. Hún spilaði við
mig, réð með mér krossgátur,
málaði með mér, krullaði á mér
hárið og svo ótalmargt fleira.
Fyrir þessar góðu minningar er
ég afar þakklát.
Ég var ekki mjög gömul þegar
ég fór að líta á ömmu sem mína
bestu vinkonu. Hún var þrosk-
aðri en ég, en ég fann aldrei fyrir
því að hún væri eldri en ég, hvað
þá 50 árum. Líklega er það vegna
þess að hún kom alltaf fram við
mig eins og jafningja, líkt og hún
gerði við alla aðra. Það var hægt
að spjalla við ömmu um allt og
ekkert. Hún var alltaf svo já-
kvæð og áhugasöm að það var al-
veg yndislegt að tala við hana.
Þar sem hún hafði upplifað
margt á sinni ævi var hún líka
sem ótæmandi brunnur af
áhugaverðum sögum og visku.
Þegar góðir hlutir gerðust í mínu
lífi gat ég ekki beðið eftir að
segja ömmu frá þeim því þá kom
fyrir að hún hoppaði af kæti og
alltaf grét hún af gleði því hún
var svo innilega stolt af mér. Hún
var líka sú fyrsta sem ég leitaði
til á erfiðum stundum og alltaf
tókst henni að gefa mér styrk til
að halda áfram bein í baki og
bjartsýn á framhaldið. Þetta gat
hún amma mín og ég vona að hún
hafi vitað hversu mikið ég kunni
að meta það sem hún gerði fyrir
mig í gegnum árin, hvað ég lærði
mikið af henni og hversu mikil og
góð áhrif hún hafði á mig og aðra.
Hún verður ávallt mín stærsta
fyrirmynd í lífinu m.a. vegna
þess að hún vildi öllum vel og var
svo þolinmóð, sterk og góð kona.
Hún amma mín var líka ein-
staklega hlý kona. Hún kvaddi
mig alltaf með faðmlagi og með
því að segja mér hvað henni
þætti vænt um mig. Í Vogatung-
unni beið hún alltaf fyrir utan
dyrnar á meðan ég fór inn í bíl og
svo þegar ég keyrði framhjá veif-
aði hún mér brosandi og sendi
mér fingurkoss. Sama hvernig
viðraði þá kvaddi hún á þennan
skemmtilega hátt.
Knúsin og kveðjurnar hennar
Sirru fyrir utan ömmuhús verða
víst ekki fleiri. Allt það sem hún
ósjálfrátt kenndi okkur sem vor-
um svo lánsöm að eiga hana að og
góðu minningarnar um hana
munu þó ávallt lifa með okkur.
Erna.
Elsku Día mín.
Ég á eftir að sakna þín óend-
anlega mikið.
Þú varst alltaf kletturinn minn
í gegn um lífið. Ég gat alltaf
treyst á þig á erfiðum stundum á
lífsleiðinni.
Þú ert ljós í myrkri minnar sálar
minningarnar ylja á sorgarstund.
Er þræddi ég ljósi byrgðar brautir hálar
birti upp þín hlýja og góða lund.
Þú gafst mér von í veður lífsins dróma,
vinur, sem að aldrei gleymist mér,
með nálægð þinni hvunndag léstu
ljóma
lífið varð mér sælla nærri þér.
Þú verður hér í draumi dags og nætur
ef dreyra þakinn hugur kvelur mig,
ef sorgir á mig herja og hjartað grætur
huggunin, er minningin um þig.
Ég kveð þig nú með djúpan harm í
hjarta.
Þú hefur lagt af stað þín síðstu spor.
Til himnaföður liggur leið þín bjarta,
liðnar þrautir, aftur komið vor.
(Rúna)
Takk fyrir allt.
Rakel (Aggý).
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
ómetanlegan kærleik, stuðning og samúð við
andlát og útför ástkærs eiginmanns míns,
bróður og mágs,
SVERRIS GUÐMUNDAR HESTNES,
sem lést föstudaginn 15. júní.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk Fjórðungssjúkrahúss Vestfjarða
fyrir einstakan hlýhug og umönnun.
Guðmundína Þorláksdóttir Hestnes
og aðstandendur.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur hlýju og samhug við andlát og útför
móður okkar og tengdamóður,
KRISTVEIGAR SKÚLADÓTTUR,
Hlíðarvegi 45,
Siglufirði.
Steinþóra Vilhelmsdóttir, Atli Benediktsson,
Ágúst Vilhelmsson, Hildur M. Egilsdóttir,
Jakobína Vilhelmsdóttir, Ólafur Ólafsson,
Auður Vilhelmsdóttir.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna
upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á
Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið.
Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að
hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför
er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, jafnvel þótt grein
hafi borist innan skilafrests.
Lengd | Hámarkslengd minningargreina er 3.000 slög. Lengri greinar
eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu
kveðju, 5-15 línur.
Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn-
arnöfn sín undir greinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með
minningargrein nema beðið sé um annað.
Minningargreinar