Morgunblaðið - 05.07.2012, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.07.2012, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2012 Kveðja frá KSÍ Knattspyrnuhreyfingin minn- ist við andlát Karls Guðmunds- sonar félaga sem tengdist leikn- um ævilangt, fyrst innan vallar en síðan með áratuga starfi einkum við þjálfun og fræðslu- störf. Þáttur Karls í uppbygg- ingu íslenskrar knattspyrnu er stór og knattspyrnuhreyfingin á honum margt að þakka. Karl byrjaði ungur að leika knattspyrnu með Fram og var leikmaður í Íslandsmeistaraliði Fram 1946 og 1947. Hann lék 10 fyrstu landsleiki Íslands á ár- unum 1946-1954 og stjórnaði landsliðinu í 20 leikjum á ár- unum 1954-1966. Var ekki þjálf- ari liðsins 1957, heldur ekki er hann var þjálfari hjá norsku lið- unum Lilleström 1958 og 1960 og Sandefjord 1962. Karl útskrifaðist sem íþrótta- kennari frá Íþróttakennaraskól- anum að Laugarvatni 1944, en þar sem engin kennsla í knatt- spyrnufræðum var við skólann, fór Karl út til að afla sér mennt- unar sem knattspyrnuþjálfari. Hann var fyrsti Íslendingurinn til að fara út fyrir landsteinana til að ná sér í þjálfaramenntun, er hann fór til árs dvalar á Eng- landi 1946. Þá lá leiðin til Kölnar í Þýskalandi 1949 og síðan sótti hann fjölmörg þjálfaranámskeið víðs vegar um Evrópu. Hann var þjálfari Fram átta keppnistímabil 1949, 1952-1954, 1956 og 1966-1968. Karl þjálfaði ÍA 1948 og ÍBH 1961. Þá stjórn- aði Karl KR-liðinu um tíma árið 1964 og í fyrstu Evrópuleikjum Karl M. Guðmundsson ✝ Karl Guð-mundsson íþróttakennari fæddist í Reykjavík 28. janúar 1924. Hann lést á Hjúkr- unarheimilinu Mörk 24. júní 2012. Útför Karls fór fram frá Bústaða- kirkju 4. júlí 2012. KR gegn Liverpool. Hann var einnig þjálfari hjá bikar- meisturum Vals 1965, og aðstoðaði við þjálfun hjá Þrótti R. og Kefla- vík 1964. Þegar Karl var ráðinn landsliðs- þjálfari 1954 tók hann einnig að sér ýmis þjálfara- og fræðslumál fyrir KSÍ og gerði það öll þau ár sem hann var landsliðsþjálfari. Sú nýbreytni var tekin upp 1955 að KSÍ hélt námskeið fyrir þjálfara að Laugarvatni og sá Karl um veg og vanda nám- skeiðanna. Þegar KSÍ hljóp undir bagga með þjálfun hjá félögum í 1. deild fyrir keppnistímabilið 1959 var Karl fenginn til að sjá um æfingar hjá félögum við Austur- bæjarskólann. Það gerði hann í nokkur ár. Þegar KSÍ setti upp „Æfingamiðstöð KSÍ“ í Austur- bæjarskólanum snemma árs 1964, stjórnaði Karl æfingum hjá félögum þeim að kostnaðar- lausu einu sinni í viku og þá fór hann til Keflavíkur einu sinni í viku. Karl var formaður fyrstu tækninefndar KSÍ, sem var sett á laggirnar 1961 og sá hann um stjórnun á öllum þjálfaranám- skeiðum á vegum KSÍ í árarað- ir. Árið 1975 var Karl skipaður skólastjóri Þjálfaraskóla KSÍ. Skólinn stóð yfir í tvo og hálfan mánuð og var alls 212 kennslu- stundir. Þátttakendur voru 20 og heimsóttu fjórir erlendir þjálfarar skólann. Sama ár veitti KSÍ aðildarfélögum aðstoð við að útbúa æfingaplön og sá Karl um að veita þá aðstoð. Karl var ráðinn framkvæmda- stjóri KSÍ 1976 í hlutastarfi og starfaði hann á skrifstofu sam- bandsins þrjú sumur, eða þar til að hann sagði starfi sínu lausu í september 1978. Knattspyrnuhreyfingin sendir fjölskyldu og ættingjum Karls Guðmundssonar innilegar sam- úðarkveðjur um leið og hún kveður félaga sem átti svo stór- an þátt í eflingu íslenskrar knattspyrnu á seinni hluta síð- ustu aldar sem raun ber vitni. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. Kveðja frá Knattspyrnu- félaginu Fram Við fráfall Karls Guðmunds- sonar sér Fram á bak góðum og traustum félaga, innan leikvallar sem utan. Hann var elstur þriggja bræðra sem léku knatt- spyrnu með Fram, hinir voru Guðmundur Valur og Steinn, sem eru látnir. Þeir bræður hófu allir ungir að leika knattspyrnu með Fram og léku með öllum aldursflokkum félagsins. Eftir að þeir lögðu keppnisskóna á hilluna gerðust þeir þjálfarar, en Karl var fyrsti knattspyrnumað- urinn á Íslandi sem ýtti úr vör og hélt utan til að læra galdra knattspyrnunnar, fyrst í Eng- landi, hjá Chelsea og Arsenal 1946, þá í Þýskalandi og víðar. Karl var frumkvöðull knatt- spyrnuþjálfunar á Íslandi. Það má með sanni segja að Karl hafi verið fyrsti fram- kvæmdastjóri Fram, því að 21 árs var hann ráðinn starfsmaður félagsins 1945 og var öllum stundum á Framvellinum við Skipholt. Hann sá um að völl- urinn væri í sem bestu ásig- komulagi, ásamt öðrum störfum í rekstri félagsins, og þá þjálfaði hann alla yngri flokka Fram. Þar fyrir utan æfði hann sjálfur, lék með meistaraflokki og varð liðsmaður Íslandsmeistaraliðs Fram 1946 og 1947. Hann lék með Framliðinu fjórtán keppn- istímabil, 1940-1953. Karl lék 10 fyrstu landsleiki Íslands og sinn síðasta sem fyr- irliði og þjálfari. Karl tók þátt í fyrstu 15 landsleikjunum sem leikmaður og þjálfari, en alls stjórnaði hann landsliði Íslands í 20 landsleikjum á árunum 1954- 1966. Karl var þjálfari meist- araflokks Fram 1949, 1952-54, 1956, og 1966-1968. Aðalstjórn Fram kveður heið- ursfélaga sinn Karl Gumunds- son með hlýju og þakkar honum vel unnin störf í þágu félagsins. Eiginkonu hans og fjölskyldu eru sendar hugheilar samúðar- kveðjur. Fyrir hönd aðalstjórnar, Sigmundur Ó. Steinarsson. Ég var nýskriðinn úr háskóla og var að taka við stærstu fé- lagsmálahreyfingu landsins, ÍSÍ. Með fullt af hugmyndum um að breyta þessu og hinu eins og gerist gjarnan þegar tekið er við nýjum verkefnum. Hann var þjóðþekktur knattspyrnuþjálfari og íþróttamaður og ekki síst mikill fræðimaður á sviði íþróttanna og kennari við Kenn- araháskóla Íslands. Hann hafði fengið ótal viðurkenningar fyrir frábær störf á vettvangi íþróttanna. Hann var eldri og reyndari á öllum sviðum og skyldi vera einn af mínum und- irmönnum. Hvernig skyldi þetta ganga? Jú, þetta gekk frábær- lega, ekki síst vegna mannkosta og góðvildar Kalla og reyndar annarra samstarfsmanna. Í minningunni var þetta tími upp- gangs og breyttra áherslna en ekki síður tími kennslu og góðr- ar ráðgjafar. Ég naut þess að vinna með Kalla sem alltaf var jákvæður og uppbyggilegur og hvatti mig áfram til verka. Þrátt fyrir að á þeim tíma hafi hann verið að nálgast starfslok á far- sælum ferli var hann sífellt að vinna að eflingu fræðslustarfs íþróttahreyfingarinnar. Hann var klókur í mannlegum sam- skiptum hann Kalli. Í hugann koma öll samtölin sem við áttum og veiðiferðirnar í sumarbústað hans við Meðalfellsvatn. Þar naut hann sín í frábæru um- hverfi. Og þar lærði ég að kasta flugu. Og stöðugt fékk maður góð ráð og hvatningu þegar rædd voru málefni sem þurfti að takast á við á lífsins leið. Kalli lét oft sjá sig á skrifstofu ÍSÍ eftir starfslok og fylgdist vel með. Og nú er þessi öðlingur horfinn til austursins eilífa eftir farsælt og gott lífsstarf. Íþrótta- hreyfingin hefur misst einn af sínum bestu félögum. Fyrir öll hans góðu störf og samstarf vil ég þakka. Ég sendi fjölskyld- unni allri einlægar samúðar- kveðjur. Stefán Snær Konráðsson. Ég kynntist Kristni, eða Kidda eins og við kölluðum hann, fyrir tæpum sex árum, en hann hafði þá komið reglulega í nudd til Steinþórs, mannsins míns. Þeir voru orðnir hinir mestu mátar og Kiddi orðinn tíður gestur á heimili okkar. Kiddi hefur um árabil verið eins og einn af okkur í fjöl- skyldunni. Þær eru ótal stund- irnar sem við höfum brallað eitthvað saman, skipulagt ljós- myndasýningar, horft á lands- leiki að ógleymdu árlegu Evr- óvision kvöldinu okkar saman. Hann kom alltaf til okkar á annan í jólum og átti með okk- ur góða jólastund. Hann hafði frá mörgu að segja og það var bæði fróðlegt og skemmtilegt að hlusta á frásagnir hans. Kristinn Helgi Benediktsson ✝ Kristinn HelgiBenediktsson, ljósmyndari og blaðamaður, fædd- ist í Hafnarfirði 4. október 1948. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Suð- urnesja 23. júní 2012. Kristinn var jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði 4. júlí 2012. Fljótlega eftir að ég kynntist Kidda fór ég að að- stoða hann við prófarkalestur á ýmsum blaðaútgáf- um sem hann vann að og þar stóð hæst Sjómanna- dagsblað Grinda- víkur ár hvert. Hann var mikill fagmaður og hafði mikla ánægju af því sem hann var að fást við hverju sinni. Hann var líka hafsjór af fróð- leik um allt sem sneri að fisk- veiðum og vinnslu og átti mikið safn af ljósmyndum því tengdu. Það var alltaf gaman að vinna með honum og stundum gekk mikið á, því allt þurfti að gerast í gær þegar blaðið var á leið í prentun. Og þegar allt var yfir- staðið, þá var tími til að fá sér eitthvað gott að borða. Þau voru ófá símtölin sem voru á þessa leið: „Sigrún, eigum við ekki að elda okkur læri?“ og svo birtist hann með lambalæri og meðlæti, og hann vissi uppá hár hvort ég ætti til grænar baunir og rauðkál eða ekki. Við vorum nýbúin að eiga eitt af okkar góðu matarkvöldum sam- an þegar Kiddi lagðist inn á spítala. Hann hafði nýlokið við að klára Sjómannadagsblað Grindavíkur en náði ekki að vera viðstaddur hátíðahöld sjó- mannahelgarinnar sjálfur. En hugurinn og eldmóðurinn var á sínum stað og hann var strax farinn að huga að næsta verk- efni, hann t.d. bað mig um að taka myndir af hátíðahöldunum til að eiga fyrir næsta ár. Kidda verður sárt saknað á okkar heimili, en minningin mun lifa í hjörtum okkar. Foreldrum Kidda, börnum, barnabörnum og öðrum ástvin- um sendum við okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Sigrún Þorbjörnsdóttir, Steinþór Ingibergsson. Góður vinur okkar í Stapa- prenti, Kristinn Benediktsson ljósmyndari og blaðamaður, er horfinn úr þessu jarðlífi eftir langa og hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm. Það er eft- irminnileg reynsla að hafa um- gengist þennan heilsteypta og hjartahlýja dugnaðarfork og fylgst með honum að starfi síð- ustu árin. Hann var fljótvirkur, vel skipulagður og jafnvígur á pennann og myndavélina. Þrátt fyrir langvarandi veikindi heyrðist hann aldrei kvarta, bar sig ávallt vel, fasmikill og snöfurmannlegur á velli, gam- ansamur allt til loka og neitaði staðfastlega allri aðstoð sem honum bauðst við að ljúka síð- asta glæsilega eintakinu af Sjó- mannadagsblaði Grindavíkur sem kom út stuttu fyrir andlát hans. Okkur rann til rifja að sjá hann stundum koma til vinnu í prentsmiðjunni þar sem hann setti saman blaðið, þreyttur eftir stífa lyfjagjöf og lítinn svefn, en hann var snöggur að hrista af sér drungann og næsta morgun var hann jafnvel kominn á sjó. Kristinn lifði að sjá þann draum sinn rætast að Grinda- vík sem honum var hugleiknari en aðrir staðir í heimi hér yrði eitt blómlegasta bæjarfélagið á suðvesturhorninu. Þegar hann fór í prófkjör fyrir flokkinn sinn 1994 lýsti hann framtíð- arsýn sinni fyrir bæinn með eftirfarandi orðum, svo ein- kennandi fyrir kraftinn, dugn- aðinn og bjartsýnina sem fylgi honum til æviloka: „Eigum við að auka atvinn- una, byggja ný íbúðahverfi, auka verslun og þjónustu, stækka leikskólann og grunn- skólann og efla íþróttir og fé- lagsstarf unglinganna? Auðvitað! Við drífum í þessu!“ Því miður varð Kristinn ekki stjórnmálamaður – starfið hefði líklega ekki átt við hann því hann var maður átaka augna- bliksins, vildi sjálfur standa í miðju rótinu og ágjöfinni. Hann vann mikið þrekvirki fyrir sjó- menn á Suðurnesjum og víðar, ekki aðeins sem ljósmyndari sem festi líf þeirra og starf á filmu komandi kynslóðum til fróðleiks og áminningar heldur líka sem öflugur samherji þeirra og talsmaður í ræðu og riti. Guð blessi minningu hans. Eðvarð T. Jónsson, Svavar Ellertsson. Félagsstarf eldri borgara                               !  "   #$    %$ #    & '$ (#     )* +#  '$ (#  ,            -  # . # #  /&    " # # , .# # 0#  /&    " # # ##  ,  /&   .# #   0 #  #1 '  #.2# 3     !   .# (,#  4  5&  ## ,      6  "  , 3 7  6,  ##    #2  #   #& ,  "*  ,  # 4 & *  "#$   % $  )* &   !$ , 8   &    ' (  0  + , .    , Raðauglýsingar Við Jannick kynntumst fyrst haustið 1997 þegar við vorum saman í sér- deildinni í Hamraskóla og urðum strax miklir vinir. Nú, þegar hann er dáinn, er svo gott að hugsa um hvað við gátum hlegið þar mikið, skemmt okkur og tal- að um heima og geima. Við vorum líka saman í skammtímavistun- inni í Hólabergi, en þar áttum við mjög góðar stundir. Leikjanám- skeiðið í Langholtsskóla sumarið 1998 kemur líka upp í hugann, en þar vorum við alltaf eitthvað að grallarast í hinu og þessu og ég man að við heimsóttum stundum hvor annan eftir skólann og bröll- uðum margt saman. Jannick var fyrst og fremst skemmtilegur og hress strákur og Margrét Halldóra, mamma hans, var sérlega góð kona sem hló oft dátt að okkur þegar ég var í heimsókn hjá honum. Hún dó því miður allt of snemma. Jannick var mikill áhugamað- ur um bíla og flugvélar og honum þótti gaman að tala um Suzuki- jeppann sem ég fór óheppilega salibunu á þegar ég var lítill strákur og hann ræddi oft um að gera hann upp ef hann myndi finna hann einhvers staðar. Jannick Kjeldal ✝ Jannick Kjel-dal fæddist í Hilleröd í Dan- mörku 30. mars 1987. Hann lést í heimahúsi 21. júní 2012. Útför Jannick fór fram frá Hall- grímskirkju 29. júní 2012. Eftir að ég fékk rafmagnsvespuna mína góðu hittumst við Jannick oftar en áður. Þá var mikið brallað og hlegið og ég man sérstaklega eftir því hvað var gaman hjá okkur í afmælisveislunni minni í fyrra. Jan- nick skaust alltaf út í garð þegar hann heyrði í flugvélum sem flugu yfir Grafarvoginn og sagði afmælis- gestum allt um þær, enda fátt sem hann vissi ekki um þau far- artæki. Jannick vakti hlátur og gleði hvar sem hann kom og í af- mælinu reytti hann svoleiðis af sér brandarana að allir gestirnir hlógu þar til þeim varð illt í mag- anum. Ekki datt mér í hug að við myndum aldrei sjást aftur þegar við kvöddumst eftir þá góðu veislu. Jan, Daníel og Henriette, þið eigið um sárt að binda og ég vil votta ykkur mína dýpstu samúð. Megi Guð gefa ykkur styrk til þess að takast á við þessa miklu sorg. Og elsku Jannick, ég sakna þín mjög sárt, en hugga mig við það að við sjáumst síðar. Þangað til verðurðu með mér í huganum. Sofðu rótt, kæri vinur minn, og kysstu mömmu þína frá mér. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Sjafnar Gunnarsson. Kæra mágkona, mig langar að minnast þín með nokkrum orðum. Okkar kynni hófust fyrir tólf árum þegar ég kynntist bróður þínum og var ég strax tekinn inn í fjölskylduna. Alltaf var veislu- borð ef maður kom í heimsókn, Jónína Kristbjörg Pálsdóttir ✝ Jónína Krist-björg Páls- dóttir fæddist á Siglufirði 23. júlí 1949. Hún lést á Landspítalanum 18. júní 2012. Útför Jónínu fór fram frá Fossvogs- kirkju 27. júní 2012. hlaðið borð af kræs- ingum og veislurnar voru stórglæsilegar. Á Siglufirði fannst þér gott að vera og þar varstu öllum stundum ef heilsan var þokkaleg. Þið hjónin voruð saman að laga húsið ykkar og er það að verða glæsilegt. Ég kveð þig með trega og sorg í hjarta elsku Ninna mín og megi algóði guð blessa minningu þína. Við vott- um allri fjölskyldunni samúð okkar. Sigrún Þór Björnsdóttir og Sigurbjörn Pálsson. Lengd | Hámarkslengd minningargreina er 3.000 slög. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem aðstandendur senda inn. Þar kemur fram hvar og hvenær sá sem fjallað er um fædd- ist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og hvenær útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn, svo og æviferil. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.