Morgunblaðið - 05.07.2012, Síða 21

Morgunblaðið - 05.07.2012, Síða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2012 Fákur Mikil umferðarteppa myndaðist í Seláshverfinu í gær vegna framkvæmda en þeir sem voru á heldur óhefðbundnari fararskjóta áttu ekki miklum vandræðum með að komast leiðar sinnar. Ómar Fimmtudaginn 21. júní sl. fjallaði Morgunblaðið um vandkvæði iðn- nema við að kom- ast á námssamn- ing og ljúka námi sínu að fullu. Ekki skal gert lít- ið úr þeim vand- kvæðum en þó er rétt að vekja at- hygli á aðgerðum til úrbóta sem stjórnvöld hafa staðið fyrir í sam- starfi við aðila vinnumarkaðar- ins. Síðastliðið haust hóf mennta- og menningar- málaráðuneyti greiðslu styrkja til fyrirtækja og stofnana sem taka nemendur í vinnustaða- nám eða starfsþjálfun og stuðla þannig að því að þeir geti lokið námi sínu. Með þessu var tekið stórt skref til að efla starfsnám í landinu en samtök á vinnumarkaði hafa lengi kallað eftir slíkum styrkjum. Á dögunum var skrefið stigið til fulls með samþykkt Alþingis á lögum um vinnustaðanámssjóð. Með þeim hafa styrkir til vinnustaðanáms verið festir í sessi en fjárveiting til sjóðsins á fjárlögum ársins 2012 er 150 m.kr. og hefur ríkisstjórnin lýst því yfir að sama fjárhæð verði veitt til hans árin 2013 og 2014. Nýlega auglýsti ráðuneytið styrki til vinnu- staðanáms fyrir síðari hluta árs 2012. Þeim sem áhuga hafa er hér með bent á að sækja um fyrir 10. ágúst nk. en auglýsingu um styrkina er að finna á vefsíðu ráðuneytisins. Eftir Katrínu Jakobsdóttur »Með þessu var tekið stórt skref til að efla starfs- nám í land- inu … Katrín Jakobsdóttir Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. Efling vinnu- staðanáms Þrennt ógnar nú framtíð Íslend- inga. Í fyrsta lagi Samfylking- arandi sem hefur minnimátt- arkennd og undirgefna alþjóðahyggju að leiðarljósi. Andi sem vill ekki sjálfstæði Íslands og berst með öllum tiltækum ráðum að koma okkur undir erlent vald, er á móti fullveldi landsins. Í öðru lagi ESB-andi sem er óskiljanlegur við núverandi aðstæður og minnir meir á trúarbrögð en vitræna um- ræðu. Í þriðja lagi Icesave-andi sem er vilj- inn til að Íslendingar borgi skuldir einka- banka og óreiðumanna. Vinstrimönnum hefur aldrei blöskrað að hengja skatta á sína verkamenn, það sjá allir nú. Ólafur Ragnar Grímsson ætlaði að hætta sem forseti eftir sextán ár á Bessastöðum, það hefði á margan hátt verið sanngjarnt. En við mörg töldum það skapa hættu, varðstaða hans hefur skipt sköpum í Ice- save, hann reis gegn hryðjuverkaárás Bret- anna og sneri umræðunni við í Evrópu okk- ur í hag. Og hann vakti athygli á þessu níðingsverki í garð NATÓ-þjóðar þar sem vopnlaus friðelskandi þjóð var stimpluð glæpamenn af einu valdamesta ríki ver- aldar. Á meðan gengu forráðamenn rík- isstjórnarinnar ekki fram fyrir skjöldu, nánast breiddu yfir höfuðið. Og Samfylk- ingin óttaðist að aðildarviðræður um inn- göngu í ESB færu út um þúfur. Skaðinn af hryðjuverkalögunum skiptir þúsundum milljarða og skaðabætur ber að sækja á hendur Bretum. Það var gungu- háttur að slíta ekki stjórnmálasambandi við ofbeldisríkið haustið 2008. Hættan vofir enn yfir Enn eru Bretar og Hollendingar að streða fyrir dómstólum að koma skuldum einkabankanna yfir á Íslendinga. Þótt nið- urstaðan verði þeim í hag fyrir ESA verða Forseti landsins hefur lýst því yfir að í þessu máli standi hann ekki til hlés eða verði nein „puntudúkka“. Við búum við það í fyrsta sinn að eiga forsætisráðherra, Jó- hönnu Sigurðardóttur, sem ætlar í stórum málum með þau í gegn á hnefanum. Allir forsætisráðherrar urðu á undraskömmum tíma menn málamiðlunar og sátta, nú er þetta með allt öðrum hætti. Ólafi Ragnari engin vorkunn Forseta vorum er engin vorkunn að standa þessa vakt næstu fjögur árin. Hann var kosinn af rökhyggju þeirra kjósenda sem treysta honum til að standa vörð um fullveldi landsins. Bæði Írar og Grikkir og fleiri hafa sagt stöðu Íslendinga öfunds- verða í hruninu að hafa ekki verið komnir í ESB eða með evru. Nú var forsetinn valinn áfram vegna þess að kjósendur treysta honum til að standa vörð um fullveldi landsins, um stjórnarskrána og að Icesave dauðroti ekki efnahag Íslendinga næstu hálfa öld. Varðstaða Ólafs Ragnars Gríms- sonar boðar okkur öryggi á erfiðum tímum. Forsetinn hefur orðið að slá á fingur rík- isstjórnarinnar hvað eftir annað. En hann veitir nú sínum gömlu samherjum það að- hald sem þeir þurfa í stærstu málum sam- tímans. Hann hefur tekið sér stöðu með þjóðinni. þeir að sækja peningamálið fyrir íslenskum dómstóli. Annars heyrist það orð af götunni að ríkisstjórnin sé búin að gefa ESB fyrirheit um að ef málið fellur okkur í óhag muni hún freista þess að koma því í gegnum Alþingi eina ferðina enn. Nú ógnar bæði ríkisstjórn- inni og Bretum sú staða að áfram stendur Ólafur Ragnar Grímsson í stafni og horfir til hafs og er klár á að vísa Icesave í dóm þjóðarinnar í þriðja sinn. Þóra Arnórsdóttir komst aldrei í kosningabaráttunni frá því að vera fulltrúi Icesave-manna og ESB- sinna sem kaus að láta ríkisstjórnina í friði með öll sín ætlunarverk. Hún féll úr hrein- um meirihluta niður í 33% fylgi af því að hún sjálf náði ekki að þvo hendur sínar og hafði í kringum sig óða samfylkingarmenn sem sköðuðu framboð hennar. ESB-draugurinn lifir Enn berjast Össur og Jóhanna fyrir því að troða okkur inn í Evrópusambandið og hús evrunnar, sem brennur og er að eyði- leggja gömul menningarríki. Og Jóhanna hefur því miður Steingrím J. Sigfússon í bandi og óskaplega lætur hann draga sig lengi á asnaeyrunum. Hann er farinn að minna mig á annan stjórnmálaforingja sem dró flokk sinn á asnaeyrunum árum saman, flokk sem hafði sömu grundvallarstefnu og Vinstri grænir í ESB-málum. Allir flokkar nema kratarnir höfðu frelsi landsins að leiðarljósi alla síðustu öld og voru á móti yfirþjóðlegu valdi. Nú hefur það gerst að Samfylkingin var búin að vinna sína heima- vinnu á Alþingi og gera þjóðaratkvæða- greiðslur með lögum frá 2010 aðeins ráð- gefandi. Sem sé þjóðin á kannski ekki að eiga síðasta orðið í stærsta og afdrifarík- asta máli Íslandssögunnar á eftir Gamla sáttmála 1262. Eftir Guðna Ágústsson » Forseta vorum er engin vorkunn að standa þessa vakt næstu fjögur árin. Hann var kosinn af rökhyggju þeirra kjósenda sem treysta honum til að standa vörð um fullveldi landsins. Guðni Ágústsson Höfundur er fyrrv. alþingismaður og ráðherra. Ólafur Ragnar Grímsson stendur vaktina áfram

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.