Morgunblaðið - 12.07.2012, Síða 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2012
Síðumúla 11, 108 Reykjavík,
sími 568 6899, vfs@vfs.is
www.vfs.is
Hágæða ítalskar háþrýstidælur frá
Lavor Best
Mótor: 2800 W
Þrýstingur: 160 bar
8,5 L/min
8m barki
Fjórir mismunandi spíssar fylgja
ásamt túrbóspíss
Verð: 79.900 kr
Lavor Tomcat
Mótotor: 1600 W
Þrýstingur: 110 bar
6 L/min
Túrbóspíss fylgir
Verð: 18.900 krLavor Skipper
Mótor: 1900 W
Þrýstingur: 130 bar
7 L/min
8m barki
Túrbóspíss fylgir
Verð: 29.900 kr
Páll Fannar Einarsson
pfe@mbl.is
Skóla- og frístundasvið Reykjavík-
ur hefur í sumar boðið upp á alls
kyns námskeið á frístundaheim-
ilunum fyrir börn og unglinga á
aldrinum 5-18 ára, en svokallaðir
smíðavellir hafa verið þar á meðal.
Smíðaverkstæði fyrir börn fædd
1999-2003 hefur verið starfrækt
við Frístundamiðstöðina Ársel í
sumar, en verkstæðinu verður
lokað á föstudaginn.
Verkstæðið er undir daglegri
stjórn leiðbeinenda sem aðstoða
börnin við smíðarnar og eru efni
og verkfæri á staðnum.
„Þetta er ágætlega vinsælt hjá
krökkunum. Við erum með um 50
krakka í ár. Þeir eru aðallega að
smíða kofa. Svo eru menn líka að
fikta við smíðar og það er allt frá
dótaflugvélum og sverðum yfir í
hillur og borð,“ segir Óskar Örn
Ásgeirsson, starfsmaður til
margra ára við Frístunda-
miðstöðina Ársel.
Mæta ár hvert
Aðsóknin hefur verið heldur
meiri í sumar en seinustu ár en
tryggur hópur ungra smiða mætir
ár hvert. „Það eru sumir sem
koma hvert sumar en við fáum að
sjálfsögðu ný andlit líka,“ segir
Óskar.
Alls starfa um fjórir leiðbein-
endur á Smíðavellinum í Árseli, en
að sögn Óskars er kostnaðurinn
við starfið og hráefnið ekki hár.
„Ég held að hver dagur kosti okk-
ur um 45 krónur. Þetta er opið í
fimm vikur og þetta er klárlega
ódýrasta námskeiðið,“ segir hann.
Frjáls mæting
Ekki er nauðsynlegt að skrá sig
á námskeið á Smíðavöllum og því
hefur krökkunum verið algerlega
frjálst hvenær þeir mæta og fara.
„Krakkarnir bara koma þegar þeir
vilja og fara þegar þeir vilja. Þeir
eru margir óvanir svona skipulagi.
Við erum t.a.m. ekki með neina
skipulagaða matmálstíma og þeir
eru stundum svolitla stund að ná
því,“ segir Óskar.
Að smíðinni lokinni kjósa flestir
krakkarnir að taka kofana með sér
heim.
„Þetta eru um tíu kofar sem ná
að klárast og ég býst við að flestir
taki þá með sér heim,“ segir Óskar
og kveður sáttur við sumarið á
Smíðavöllum.
Flott Ekki er hægt að kvarta yfir veðri en sól og blíða hefur ríkt í sumar.
Völundarsmíð Aðsóknin hefur verið heldur meiri í sumar en seinustu ár en hópur ungra smiða mætir ár hvert. Kofarnir eru tíu talsins en flestir taka þá heim.
Kveður sáttur
við sumarið á
Smíðavöllum
Vísindamenn við Háskóla Íslands og
Landspítala fengu á dögunum birta
grein í einu virtasta vísindariti heims,
Journal of Thoracic Oncology, á sviði
krabbameinslækninga.
Greinin byggist á rannsóknum á
árangri skurðaðgerða við lungna-
krabbameini á 15 ára tímabili hér á
landi. Rannsóknirnar sýna að árang-
ur slíkra aðgerða er mjög góður í al-
þjóðlegum samanburði.
Enn fremur hafa lífslíkur þeirra
sem gangast undir slíkar aðgerðir
batnað umtalsvert á síðustu árum, að
því er kemur fram í fréttatilkynn-
ingu.
Lungnakrabbamein er annað al-
gengasta krabbameinið sem greinist
hjá báðum kynjum á Íslandi, en ár-
lega greinast hátt í 150 einstaklingar
með meinið. Helsta úrræðið við
lungnakrabbameini er skurðaðgerð
þar sem æxlið er fjarlægt ásamt nær-
liggjandi lungnavef. Þessar aðgerðir
eru oft umfangsmiklar og hafa stund-
um fylgikvilla.
Í grein íslensku vísindamannanna í
tímaritinu Journal of Thoracic Onco-
logy er lýst könnun á árangri þessara
aðgerða hér á landi á árabilinu 1994-
2008. Greinin byggist á meistarverk-
efni Húnboga Þorsteinssonar, lækna-
nema og nú kandídats á Landspítala,
sem vann verkefnið undir handleiðslu
Tómasar Guðbjartssonar prófessors.
Aðrir höfundar voru læknarnir
Steinn Jónsson prófessor, Helgi J. Ís-
aksson, Ásgeir Alexandersson, Guð-
rún Nína Óskarsdóttir og Rut Skúla-
dóttir.
Góður árangur í
krabbameinsað-
gerðum á Íslandi
Lífslíkur
sjúklinga hafa
batnað umtalsvert
Morgunblaðið/Ásdís
Skurðaðgerð Góður árangur hefur
náðst í krabbameinsaðgerðum.