Morgunblaðið - 19.07.2012, Side 19
FRÉTTIR 19Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2012
Ársalir fasteignamiðlun og fyrirtækjasala
Ef þú vilt selja, leigja eða kaupa fasteign eða selja
eða kaupa fyrirtæki í rekstri, hafðu samband.
Ársalir
FASTEIGNAMIÐLUN
Engjateigi 5, 105 Rvk
533 4200
Ársalir ehf fasteignamiðlun
533 4200 og 892 0667
arsalir@arsalir.is
Engjateigi 5, 105 Rvk
Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali
Tilboð 100 myndir á
aðeins 2700 kr,-
Komdu með 100 myndir eða meira og við
prentum þær út fyrir þig á 27 kall stykkið.
Gildir fyrir allar pantanir sem koma inn
og eru sóttar fyrir 15. júlí 2012
www.hanspetersen.is
Höfum opnað nýja verslun í Reykjanesbæ.
Skechers GOwalk
fisléttir og sveigjanlegir
Þú færð GO walk skó í: Skór.is, Kringlunni og Smáralind
Intersport Lindum, Kópavogi | Steinar Waage, Kringlunni og Smáralind
Fjarðarskór, Hafnarfirði | Blómsturvellir, Hellisandi | Skóhúsið, Akureyri
Mössuskór, Akureyri | Skóbúð Húsavíkur, Húsavík | Sentrum, Egilsstöðum
Lónið, Höfn í Hornafirði | Axel Ó, Vestmanneyjum
Sumir barnaskólar á Bretlandi hafa
neitað stúlkum um HPV-bólusetn-
ingu, sem getur verndað þær fyrir
leghálskrabbameini, á trúarlegum
forsendum. Margir þeirra láta
heilsugæslulækna stúlknanna ekki
vita af því en þeir gætu að öðrum
kosti bólusett þær.
Bólusetningin er í boði fyrir stúlk-
ur á aldrinum 12-13 ára en hún veitir
vernd gegn tveimur afbrigðum
HPV-veirunnar sem veldur 70% af
leghálskrabbameinstilfellum.
Rannsókn á vegum tímarits
heilsugæslulækna á Bretlandi leiðir í
ljós að 24 skólar hafi ákveðið að taka
ekki þátt í bólusetningunni, margir
þeirra af trúarlegum ástæðum.
Breska blaðið Guardian segir frá
þessu.
Ástæðurnar sem skólarnir gáfu
fyrir því að taka ekki þátt í bólusetn-
ingunni voru til dæmis að það „sam-
rýmdist ekki anda skólans“ og „nem-
endur fylgi ströngum kristnum
reglum, þeir giftist innbyrðis innan
hópsins og stundi ekki kynlíf utan
hjónabands“.
Dr. Richard Vaultrey, varafor-
maður heimilislæknanefndar bresku
læknasamtakanna, segir það
áhyggjuefni hve margir skólar leyfi
nemendum sínum ekki að vera bólu-
settir. „Þetta felur í sér að börnun-
um er stefnt í hættu síðar á lífsleið-
inni og eitthvað ætti að gera til að
bregðast við því,“ segir hann.
Þúsund konur látast af völdum
leghálskrabbameins á Bretlandi á
ári hverju. kjartan@mbl.is
Neita nemendum um
HPV-bólusetningu
Greint var frá
því í nýsjá-
lenskum fjöl-
miðlum í gær að
leyniþjónusta
landsins hefði
gert rassíu
heima hjá nokkr-
um ríkisborg-
urum Fídjieyja.
Þeir eru grun-
aðir um að leggja
á ráðin um að ráða Frank Bainim-
arama, forsætisráðherra Fídjieyja,
af dögum.
Rajesh Singh, sem áður var ráð-
herra í ríkisstjórn Fídjieyja, er einn
mannanna en hann neitar nokkurri
vitneskju um áform um að myrða
forsætisráðherrann.
Herinn á Fídjieyjum tók völdin
þar árið 2006 en Bainimarama var
þá yfirmaður hans. Hann var síðar
útnefndur forsætisráðherra lands-
ins til bráðabrigða.
NÝJA-SJÁLAND
Grunaðir um að
áforma morðtilræði
Frank
Bainimarama
Læknar í Chhattisgarh-ríki á Ind-
landi fjarlægðu leg úr fátækum
konum án nokkurrar lækn-
isfræðilegrar ástæðu til þess að
geta fengið fé til baka úr sjúkra-
tryggingum. Amar Agrawal, heil-
brigðisráðherra ríkisins, greindi
frá þessu í gær.
Hann áætlar að læknarnir hafi
svikið út jafnvirði rúmra 45 millj-
óna króna með þessu háttalagi. Þá
er talið að margar af legnáms-
aðgerðunum hafi verið fram-
kvæmdar á ólöglegan hátt.
kjartan@mbl.is
INDLAND
Sviku út fé
með legnámi
Fátækar konur urðu fyrir svikunum.Ónæmi HIV-veirunnar fyrir lyfjum
hefur aukist á vissum svæðum Afr-
íku og Asíu undanfarið. Þetta kem-
ur fram í nýrri könnun sem Al-
þjóðaheilbrigðismálastofnunin
(WHO) kynnti í gær.
Aldrei hafa fleiri fengið HIV-lyf í
lág- og meðaltekjulöndum og því
hafa læknar fylgst grannt með því
hvort ónæmi gegn lyfjunum aukist í
kjölfarið. Könnunin er sú fyrsta
sem gerð hefur verið á þessu sviði.
Samkvæmt tölum Alnæmisstofnun-
ar Sameinuðu þjóðanna fá nú átta
milljónir manna HIV-lyf í lág- og
meðaltekjulöndum.
Tíðni lyfjaónæmisins reyndist
vera 6,8% en það er það hlutfall
fólks sem er ónæmt fyrir lyfjunum í
fyrsta skipti sem það reynir þau.
„Þetta er á því bili sem við gerð-
um ráð fyrir. Þetta er ekki gríð-
arlega hátt hlutfall en við þurfum
klárlega að fylgjast grannt með
hvernig þetta þróast,“ segir Gott-
fried Hirnschall, yfirmaður alnæm-
ismála hjá WHO.
34 milljónir sýktar af HIV
Á sunnudag hefst alþjóðleg ráð-
stefna um alnæmi í Washington-
borg í Bandaríkjunum sem stendur
yfir til föstudags. Alls voru 34 millj-
ónir jarðarbúa sýktar af HIV-veir-
unni á síðasta ári. Þeir hafa aldrei
verið fleiri og er það vegna fram-
fara í lyfjum sem auka lífslíkur
þeirra sem þjást af sjúkdómnum.
Af þessum 34 milljónum höfðu 2,5
milljónir nýverið greinst með sjúk-
dóminn. Alls létust 1,5 milljónir
manna úr alnæmi á síðasta ári,
langflestir þeirra í löndum sunnan
Sahara-eyðimerkurinnar.
AFP
Munaðarlaus Börn foreldra sem hafa látist úr alnæmi í S-Afríku. 1,5 millj-
ónir manna létust í löndum Afríku sunnan Sahara á síðasta ári.
Aldrei fleiri á
HIV-lyfjum
Flestir látast enn sunnan Sahara