Morgunblaðið - 19.07.2012, Side 37
MENNING 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2012
Lára Hilmarsdóttir
larah@mbl.is
Hljómsveitin Sometime, sem Daní-
el Þorsteinsson, the Danni og
Rósa Birgitta Ísfeld Sigríð-
ardóttir, eða Diva de la Rosa skipa
ásamt tónlistarmönnunum DJ Mo-
onshine, Noem og Modion, gefur
frá sér nýju plötuna „Music from
the Motion Picture Acid Make-
Out“.
Glíma að ljúka við plötuna
„Vinkona mín sem býr hérna úti
heitir Shira Kela, og einn daginn
datt mér í hug að nafnið hennar
gæti þýtt „acid makeout“ á ís-
lensku,“ segir Danni en hann er
búsettur í Barcelona þar sem hann
stundar nám í grafískri hönnun.
„Mér fannst þetta passa svo vel
við plötuna því það var þvílík
glíma að klára plötuna og ég var
farinn að spá í að hætta við þetta
allt saman. En þegar við vorum að
nálgast það að leggja lokahönd á
plötuna vorum við orðin ótrúlega
ánægð með útkomuna. Það fólst
ákveðið jafnvægi í ferlinu, slæmt
og gott. „Acid“ eða sýra er eitt-
hvað slæmt fyrir mér en „make-
out“ eða að kela og sættast er
gott,“ segir Danni.
Stuttmynd í bígerð
Tónlistin á hljómplötunni er
samin í tengslum við stuttmynd
sem Danni hefur unnið að seinasta
eina og hálfa árið, en fjöldi fólks
hefur komið að gerð myndarinnar.
Þá stuttmynd segir Danni vera
væntanlega í vor. Ekki var auðvelt
að koma orðum að söguþræði
myndarinnar en hún fjallar um
einskonar draum. „Ég er með hug-
myndina að myndinni í höfðinu þó
að hún sé ekki tilbúin. Flest atrið-
in er ég nú þegar búinn að taka en
kannski vantar eitt eða tvö upp á.
Það verður bara að koma í ljós,“
segir Danni. Hann segist ekki vita
hvar eða hvenær myndin verði
sýnd. „Þetta er fyrsta tilraun mín í
kvikmyndagerð en ég efast ekki
um að tengslanetið mitt hérna í
Barcelona komi að góðum notum
við að koma myndinni á framfæri.“
Sometime hefur skrifað upp á
dreifingarsamning fyrir nýju plöt-
una þeirra við bandarískt útgáfu-
fyrir tæki. „Þannig að í vetur för-
um við að öllum líkindum þangað
til þess að kynna plötuna betur og
í tónleikahald,“ segir Danni.
Afslappað stuð Tónlistina af plötu Danna og Rósu í Sometime sem nefnist
„Acid Make-Out“ má heyra á tónlistarstöðinni Ibiza Global Radio sem „spil-
ar aðallega rólegt popp, sem passar vel því við erum frekar róleg“. Danni.
Sýra, kelerí og draumar
Umslagið „Alveg rosalegt, í raun
listaverk út af fyrir sig.“
Ný plata frá
Sometime og
stuttmynd frá
Danna „Var
farinn að spá í að
hætta við þetta“
Davíð Már Stefánsson
davidmar@mbl.is
Í kvöld verður sýnt safn tilraunakenndra
kvikmynda frá Bandaríkjunum í Bíó Para-
dís. Sýningin, sem ber nafnið Einkasvæði,
samanstendur af stuttum verkum kvik-
myndagerðarmanna frá Boston. Mynd-
irnar verða sýndar í Reykjavík, Helsinki,
Pétursborg og Stokkhólmi frá 18. júlí til
19. ágúst.
Vettvangur kvikmyndalistar
„Við erum eini vettvangurinn á Íslandi
fyrir kvikmyndalist þar sem hægt er að
sýna eitthvað öðruvísi. Kvikmyndagerð-
armenn sem vilja sína stuttmyndir eða
heimildamyndir og jafnvel myndlistarmenn
sem hafa verið að vinna með kvikmynda-
verk hafa fengið að sýna hjá okkur. Við
erum í rauninni bara opin fyrir því að nota
salina og svæðið okkar undir kvikmynda-
list í sem víðustum skilningi,“ segir Hrönn
Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis
kvikmyndanna.
Viðkomandi verkefni er hugarfóstur
Mariyu Nikiforova sem jafnframt er sýn-
ingarstjóri dagskrárinnar. Hugmyndina
fékk hún er hún ferðaðist frá bækistöðvum
sínum í Boston til heimaslóða sinna í Pét-
ursborg. Myndirnar snúast um persónu-
legt rými og innri íhugun en listamenn-
irnir eru að túlka þá erfiðleika sem fylgja
því að flytja á nýjar slóðir þar sem tungu-
mál og menning er frábrugðin því sem
þeir hafa vanist.
Þekkt nöfn og fágætar filmur
Nokkur þekkt nöfn eru á meðal þeirra
sem eiga kvikmynd á sýningunni og má
þar nefna Laidu Lertxundi, Jodie Mack og
Saul Levine en verk þessara listamanna
hafa verið sýnd víðsvegar um Bandaríkin
og Evrópu. Auk þeirra eru nokkrir nýliðar
sem eru lítt þekktir fyrir utan Norður-
Ameríku. Þess má einnig geta að stór hluti
þeirra kvikmynda sem verða sýndar eru
teknar upp á 16 mm filmu en slíkt er fáséð
í dag. Tilraunakvikmyndagerðarmenn,
einna helst í Boston, hafa þó nýtt sér
tæknina til hins ýtrasta.
„Þeir sem hafa verið að vinna með þess-
ar 16 mm filmur tala um að það séu svo
rosalega mikil litablæbrigði í henni og að
hún sé svo rík af andstæðum. Það er al-
gjör lúxus að fá að sjá kvikmyndir sem
eru teknar með 16 mm filmu varpað upp á
stórt bíótjald, það er bara nokkuð sem
maður sér aldrei þessa dagana,“ segir
Hrönn að lokum.
Tilraunamyndir frá Boston
Morgunblaðið/Golli
Öðruvísi Í Bíó Paradís, Hverfisgötu 54, má iðulega finna kvikmyndir sem teljast fremur óhefðbundnar.
Morgunblaðið/Ernir
Skemmtun Sýningin hefst klukkan átta í kvöld.
Tækifæri til að berja
fágætar filmur augum
Eyjamenn í
hljómsveitinni
Dansi á rósum
halda tónleika á
skemmtistaðnum
Spot á laug-
ardagskvöldið
kl. 10 undir yf-
irskriftinni Upp-
hitun fyrir
Þjóðhátíð.
Ásamt hljóm-
sveitinni verða sjö aukahljóðfæra-
leikarar á sviðinu og því má segja
að um stórsveit sé að ræða. Ef-
laust kannast þjóðhátíðargestir í
Eyjum við hljómsveitina því hún
hefur spilað nær samfleytt á
Þjóðhátíð síðan 2000. Árið 2007
átti Dans á rósum lag Þjóðhátíðar,
Stund með þér og í byrjun júlí gaf
hljómsveitin út plötuna „Sól í
dag“.
Hitað upp fyrir
Þjóðhátíð
Stund með Dansi á
rósum.
Sage Sallone
lést á heimili
sínu nýlega, 36
ára að aldri, en
hann var sonur
leikarans Syl-
vesters Stallone.
Samkvæmt
skýrslu lögregl-
unnar í Los
Angeles hafði
Stallone yngri
legið látinn í
þrjá daga eða lengur á heimili
sínu áður en hann fannst. Sylves-
ter Stallone hefur nú ráðið einka-
spæjarann P.I. Scott Ross til þess
að rannsaka orsök andláts sonar
síns. Ross sá einnig um að rann-
saka meint barnaníð Michaels
Jacksons og ofbeldismál Chris
Browns og Rihönnu frá árinu
2009.
Sage Stallone látinn
Sage Stallone lést á
heimili sínu, 36 ára
gamall.
CHANNING
Tatum
MATTHEW
McConaughey
VINNAN Á KVÖLDIN HEFUR ALDREI
VERIÐ JAFN SKEMMTILEG!
SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI - SÝND Í 2D OG 3D
VINSÆLASTA SÖGUPERSÓNA
VERALDAR SNÝR AFTUR Á HVÍTA
TJALDIÐ Í SUMARSTÓRMYND ÁRSINS!
MISSIÐ EKKI AF ÞESSARI“
Manni, Dýri og Lúlli eru
mættir aftur í stærstu
fjölskyldumynd sumarsins!
MAGIC MIKE kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:20 2D
MAGIC MIKE VIP kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 - 8 - 10:20 2D
ICE AGE 4 ísl.Tali kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 3D
ICE AGE 4 ensku.Tali kl. 8 - 10:10 3D
ICE AGE 4 ísl.Tali kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 - 8 2D
DREAMHOUSE kl. 8 - 10:10 2D
CHERNOBYL DIARIES kl. 10:30 2D
ROCK OF AGES kl. 8 2D
MADAGASCAR 3 ísl.Tali kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 3D
MADAGASCAR 3 ísl.Tali kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 2D
SNOW WHITE kl. 10:30 2D
UNDRALAND IBBA ísl.Tali kl. 1:30 2D
ÁLFABAKKA
AKUREYRI
EGILSHÖLL
VIP
16
16
16
L
L
L
L
L
L
L
12
12
12
12
12
16
L
L
L
12
12
TED kl. 5:40 - 8 - 10:20 2D
MAGIC MIKE kl. 8 - 9 - 10:30 2D
DREAMHOUSE kl. 8 - 10:10 2D
ÍSÖLD 4 ÍSLTAL kl. 6 3D
ÍSÖLD 4 ENSKTTAL kl. 7 2D
MADAGASCAR 3 ÍSLTAL kl. 6 2D
MAGIC MIKE kl. 8 - 10:20 2D
MADAGASCAR 3 ísl.Tali kl. 6 3D
LOL kl. 6 2D
DREAM HOUSE kl. 8 - 10:20 2D
KRINGLUNNI
16
L
L
12
12
12
MAGIC MIKE kl. 5:40 - 8 - 10:20 2D
DREAMHOUSE kl. 8 - 10:10 2D
MADAGASCAR 3 ísl.Tali kl. 5:50 3D
MADAGASCAR 3 ísl.Tali kl. 5:50 2D
LOL kl. 8 2D
ROCK OF AGES kl. 10:10 2D
KEFLAVÍK
16
12
10
MAGIC MIKE kl. 8 2D
THE AMAZING SPIDERMAN kl. 10:20 3D
DREAMHOUSE kl. 8 - 10 2D
TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á