Morgunblaðið - 19.07.2012, Side 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2012
✝ Björn Frið-finnsson fædd-
ist á Akureyri 23.
desember 1939.
Hann lést 11. júlí
sl.
Foreldrar hans
voru Friðfinnur
Ólafsson forstjóri,
f. 1917, d. 1980 og
Halldóra Sig-
urbjörnsdóttir,
húsmóðir, f. 1916,
d. 1995. Systkinin voru sex:
Guðríður Friðfinnsdóttir
(1942), Ólafur Friðfinnsson
(1945), Stefán Friðfinnsson
(1948), Sigrún Bára Friðfinns-
dóttir (1950), Steingrímur Frið-
finnsson (f. 1952, d. 2002) og
Elín Þóra Friðfinnsdóttir
(1956).
Björn kvæntist þann 5. maí
1962 Iðunni Steinsdóttur, kenn-
ara og rithöfundi, f. 5. janúar
1940. Börn þeirra eru: a. Leif-
ur Björnsson (1961), rútubíl-
stjóri og leiðsögumaður, sam-
býliskona Ragnheiður
Ármannsdóttir, fulltrúi hjá KÍ.
Synir þeirra eru Ármann
(2002) og Björn (2006). Fyrir
átti Leifur Selmu (1983), og
Heiðu Pálrúnu (1984), eig-
inmaður Axel Sæland. Dætur
Axels og Heiðu eru Lilja Björk
og Adda Sóley. Bróðir þeirra
samfeðra er Auðunn Torfi. b.
Steinunn Arnþrúður Björns-
aðarráðherra 1988-1989 og
ráðuneytisstjóri í við-
skiptaráðuneytinu 1989. Jafn-
framt var hann settur ráðu-
neytisstjóri í iðnaðar-
ráðuneytinu 1990-1993. Hann
átti þátt í samningagerðinni
um Evrópska efnahagssvæðið
EES, 1989-1992 og var einn af
framkvæmdastjórum Eftirlits-
stofnunar EFTA 1993-1996.
Ráðgjafi ríkisstjórnarinnar um
EES-mál var hann 1997-1998
en settur ráðuneytisstjóri í
dóms- og kirkjumálaráðuneyt-
inu 1999-2003. ins vann Björn
ýmis verkefni á vegum rík-
isstjórnarinnar 2004-2006, var
m.a. formaður nefndar um að-
gerðir gegn peningaþvætti og
vann á sviði almannavarna.
jörn var stundakennari og
prófdómari í opinberri stjórn-
sýslu og Evrópurétti við laga-
deild HÍ, og skrifaði kennslu-
bók í opinberri stjórnsýslu.
Hann hélt fjölda fyrirlestra um
Evrópurétt og skrifaði greinar
í blöð og tímarit. Hann gegndi
margvíslegum trúnaðar-
störfum, var m.a. í stjórn
Rauða kross Íslands og formað-
ur flóttamannaráðs RKÍ, var
formaður Sambands íslenskra
sveitarfélaga, í skipulagsstjórn
ríkisins, stjórn Þróunarsam-
vinnustofnunar, Norræna fjár-
festingarbankans, formaður
Landssambands sumarhúsaeig-
enda og formaður Almanna-
varnarráðs. Hann var einnig
virkur í Lionshreyfingunni.
Jarðarför Björns verður
gerð frá Dómkirkjunni í
Reykjavík í dag, 19. júlí 2012
kl.13.
dóttir (1963),
prestur og verk-
efnisstjóri á Bisk-
upsstofu. Eig-
inmaður hennar er
Þórir Guðmunds-
son, sviðsstjóri hjá
Rauða krossinum.
Synir þeirra eru
Unnar Þór (1991)
og Björn (1995.) c.
Halldór Björnsson
(1965), veðurfræð-
ingur á Veðurstofu Íslands.
Eiginkona hans er Helga Rut
Guðmundsdóttir, lektor við
Menntavísindasvið HÍ. Dætur
þeirra eru Iðunn Ýr (1992), El-
ín Sif (1998) og Embla Rún
(2001).
Björn lauk stúdentsprófi frá
MA 1959, lögfræðiprófi frá HÍ
1965 og hdl. réttindum 1970.
Hann var fulltrúi yfirborg-
ardómara 1965-1966, bæj-
arstjóri á Húsavík 1966-1972,
framkvæmdastjóri Kísiliðj-
unnar í Mývatnssveit 1973-
1976, fjármálastjóri Rafmagns-
veitu Reykjavíkur 1977-1978,
fjármálastjóri Reykjavík-
urborgar 1978-1982, fram-
kvæmdastjóri lögfræði- og
stjórnsýsludeildar Reykjavík-
urborgar 1983-1987. Björn var
aðstoðarmaður dóms- og
kirkjumálaráðherra auk við-
skiptaráðherra 1987-1988, að-
stoðarmaður viðskipta- og iðn-
Með Birni Friðfinnssyni höf-
um við misst vandaðan embættis-
mann og sannan mannvin. Og ég
hef misst góðan tengdapabba. Ég
segi stundum að hann hafi lagt
fyrir mig þrjú Herkúlesarverk-
efni áður en ég fengi hönd dóttur
hans. Ég þurfti að mynda haf-
tyrðla á norðurhluta Grímseyjar,
þar sem hann hélt fram að þá
væri að finna, klifra með honum
niður skarð í þverhníptum hamr-
inum og lifa af ættarmót í eynni
sem einhverjir töldu ekki
minnstu raunina. Allt fór vel og
ég fékk bæði dótturina og að
njóta samvista við þennan merka
mann í aldarfjórðung.
Björn var embættismaður í
besta skilningi þess orðs. Hann
vann að framfaramálum með eld-
móði og elju. Þegar hann sem
bæjarstjóri Húsavíkur taldi að
rétt væri að leggja hitaveitu í bæ-
inn þá heimsótti hann hvern ein-
asta bónda á lagnaleiðinni þar til
hann hafði sannfært þá alla um
mikilvægi málsins. Síðar, þegar
hann stóð með öðrum fyrir hing-
aðkomu víetnamskra flótta-
manna, lét hann sér ekki nægja
að ná í þá til Malasíu heldur að-
stoðaði þá hvernig sem hann gat
við aðlögun að nýju samfélagi og
varð vinur margra þeirra og vel-
gjörðarmaður til æviloka.
Björn lagði sig fram um að
skilja embættismennsku sem
fræðigrein og bókahillurnar hjá
honum voru fullar af bókum um
opinbera stjórnsýslu. Eina þeirra
skrifaði hann sjálfur. Hann gat
samt alveg gert góðlátlegt gaman
að öllu saman og uppi á vegg í
sumarbústað þeirra Iðunnar er
platti sem á stendur, á þýsku:
„Hvað hefurðu á móti embættis-
mönnum? Þeir gera jú ekki
neitt.“
Við tengdapabbi sameinuð-
umst í nýjungagirninni; áhuga á
tækjum og tólum. Einhverjar
bestu samverustundir okkar
voru þegar við sátum saman við
nýjustu tölvuna hans, myndavél-
ina eða símann og reyndum að fá
græjuna til að virka almennilega,
báðir dálitlir ratar en mátulega
áhugasamir til að verja í þetta
löngum stundum. Þær voru held-
ur ekkert leiðinlegar.
Allir sem kynntust Birni kann-
ast við glettnina, svipinn sem
kom á hann þegar honum datt
eitthvað skemmtilegt í hug – ein-
hverja tengingu sem hann fann
við umræðuefni dagsins – og
bjartur glampi kom í augun.
Kímnigáfa hans var hnitmiðuð en
græskulaus og hitti alltaf beint í
mark.
Jafnaðarmenn gerast ekki
sannari en þeir sem einlæglega
vinna að betra þjóðfélagi fyrir alla
og fara sjálfir ekki í manngrein-
arálit. Þannig var Björn. Hann
hafði ánægju af samneyti við fólk,
ekki síst ef hægt var að brydda
upp á umræðuefni sem mátti
teygja og toga í ýmsar áttir og
helst ískra af hlátri í lokin.
Á ferðalögum erlendis gerði
hann sér far um að kynnast landi
og þjóð – og helst að læra tungu-
málið. Hann var forvitinn á for-
dómalausan hátt, lagði sig fram
um að kynnast fólki og aðstæðum
þess á þeirra eigin forsendum.
Fordómaleysið, áhugi hans á öllu
milli himins og jarðar og gott
minni gerðu hann að fjölfróðum
manni sem unun var að umgang-
ast.
Eftir Björn standa lagabálkar,
framkvæmdir og fólk sem hann
snerti. Tengdasyni hans verður
hann ógleymanlegur fyrir mann-
kosti sína og vináttu.
Þórir Guðmundsson.
Björn tengdafaðir minn var
einstakur maður. Það munu allir
taka undir sem kynntust honum.
Ég kynntist Birni fyrst þegar ég
fór að venja komur mínar á Sund-
laugaveginn. Hann kom mér fyrir
sjónir sem afar greindur og
vinnusamur maður sem fylgdist
vel með og var ákaflega vel að sér
um flest. Björn var önnum kafinn
á þessum tíma sem aðstoðarmað-
ur ráðherra og oft undir miklu
álagi. Samt var hann alltaf skap-
góður og vingjarnlegur í um-
gengni á heimilinu.
Hann hafði gaman af að segja
sögur og einnig hafði hann dálæti
á fimmaurabröndurum og orða-
leikjum. Mér er ógleymanlegt
þegar ég í fyrsta skipti fékk að
njóta þessa sérstaka skopskyns
Björns. Ég hafði tyllt mér inn í
stofu til að glugga í fréttirnar í
sjónvarpinu og þar sat hann í sóf-
anum með skjalatöskuna í kjölt-
unni og marga pappíra sem hann
las yfir á meðan hann fylgdist
með fréttunum. Eitthvað var
minnst á Helmút Kohl kanslara
V-Þýskalands en samhengið man
ég ekki. Björn hafði ekki oft talað
við þessa ungu vinkonu sonar síns
sem sat þarna í stofunni en segir
svo kersknislega: „Já Helga mín,
það var veturinn sem hann Hel-
mút kól“. Brandarinn varð ekki
lengri og samræðurnar ekki held-
ur að þessu sinni.
Samræður okkar urðu þó eðli-
lega fleiri á þeim aldarfjórðungi
sem fór í hönd. Óvenjulega sterk
réttlætiskennd og réttsýni ein-
kenndi Björn. Hann var hins veg-
ar lítið fyrir deilur eða rökræður.
Ég held hann hafi litið á slíkt sem
óþarfa tímaeyðslu, en þó bar hann
fulla virðingu fyrir skoðunum og
sannfæringu annarra.
Björn gegndi mörgum trúnað-
arstörfum um ævina og naut
trausts hvar sem hann lét til sín
taka. Hann var gegnheill og prin-
sippfastur og lét aldrei nokkurn
hlaupa með sig í gönur. Það hefur
eflaust ekki hentað öllu hans sam-
starfsfólki enda var hann óhagg-
anlegur ef brjóta átti í bága við
það sem hann taldi rétt. Ég lærði
fljótt að bera virðingu fyrir ríkri
dómgreind Björns og það átti við
um flest hans samferðafólk.
Björn var fæddur foringi en
tranaði sér þó aldrei fram. Hann
var einn af þeim sem hugsaði,
skipulagði og framkvæmdi í þágu
rétts málstaðar án þess að huga
að því hver launin væru. Honum
var slétt sama hvort einhver gæti
slegið hann til riddara á því sem
hann átti heiðurinn af. Björn var
ættarhöfðingi í eðli sínu og naut
virðingar sem slíkur innan sinnar
eigin stórfjölskyldu og meðal
víetnömsku flóttafjölskyldnanna
sem hann af ósérhlífni aðstoðaði
við að fóta sig í nýju landi. Höfð-
ingjaeðlið kom einstaklega vel í
ljós árin sem hann og Iðunn
bjuggu í Brussel og tóku á móti
Íslendingum og öðrum gestum
háum sem lágum af óviðjafnan-
legri gestrisni.
Það er erfitt að kveðja einstak-
an mann með aðeins fáum orðum.
Það mætti segja frá svo mörgum
þáttum í fari hans eins og hvernig
hann gekk til verks án þess að tví-
nóna við hlutina. Símtöl við Björn
voru alltaf í símskeytastíl, engin
óþarfa orð, bara nákvæmlega það
sem þurfti að komast til skila.
Þannig var orðagjálfur og sýnd-
armennska Birni framandi enda
kom hann alltaf til dyranna eins
og hann var klæddur. Þannig
man ég hann.
Helga Rut Guðmundsdóttir.
Elsku afi okkar.
Maður í svörtum buxum með
axlaböndum, blárri skyrtu og
nokkra penna í skyrtuvasanum.
Breitt glott, blik í augum bak við
stóra gyllta gleraugnaumgjörð,
fæðingarblettur á kinninni og
risastór eyru. Og að sjálfsögðu
húfan góða. Svona munum við eft-
ir Birni afa okkar.
Hann var alltaf mjög rólegur,
sat lengi og hlustaði á útvarps-
fréttir eða las blöðin. En það var
alltaf gaman að hlusta þegar hann
talaði, því hann hafði alltaf eitt-
hvað skemmtilegt að segja. Það
var líkt honum að sitja einbeittur
yfir sjónvarpsfréttum en líta
snöggvast upp til að gera orða-
grín eða segja fyndna sögu um
það sem verið var að fjalla um.
Hann var lífsreyndur maður og
ef maður var að læra eitthvað í
skólanum gat hann iðulega sagt
manni meira en kennslubækurn-
ar og látið hnyttnar sögur fylgja
með.
Hann hafði gaman af því að
stríða fólki í kringum sig. Þegar
við vorum lítil tók hann af sér
puttana og rændi okkur nefjun-
um. Hann hræddi okkur barna-
börnin með sögum af tásuljónum í
sumarbústaðnum. Það voru
skelfileg dýr sem átu tærnar af
börnum sem fóru of langt frá bú-
staðnum eða gengu ekki í sokk-
um. Hann teiknaði myndir af okk-
ur og ljónunum til að koma
boðskapnum á framfæri.
Hann var mikið náttúrubarn.
Það fengum við að upplifa í kring-
um sumarbústaðinn. Þar ræktaði
hann tré og nefndi sum þeirra í
höfuðið á barnabörnunum. Hann
sagði okkur frá þeim draumi að
einhvern tímann yrði þéttur
skógur í kringum bústaðinn.
Hann átti bækur um fugla og
plöntur og fór oft með okkur að
skoða blóm og fugla og hafði ætíð
margt um þau að segja. Hann
sýndi okkur minkabú nálægt bú-
staðnum og veiddi minkana síðan
til að bjarga fuglavarpinu. Það
var alltaf gaman að fara í göngu-
ferðir með honum eða í leit að nýj-
um plöntum til að planta nálægt
bústaðnum.
Hann afi var alltaf til staðar
fyrir okkur, hann var okkur góð
fyrirmynd og skemmtilegur fé-
lagi. Það er mikill missir að sjá
hann
fara en hann mun alltaf vera í
hjörtum okkar. Við þökkum fyrir
ógleymanlegar stundir.
Björn Þórisson
og Iðunn Ýr Halldórsdóttir.
Björn mágur minn er látinn.
Hann hóf baráttu við illvígan
sjúkdóm á síðasta ári. Lengi vel
leit út fyrir að hann mundi hafa
sigur en í vetur tók að halla undan
fæti. Því stríði lauk eitt sólríkt
síðdegi á hásumri er náttúran
skartaði sínu fegursta. Björn unni
íslenskri náttúru og naut sín hvað
best í skógrækt við Álftavatnið
fagurblátt.
Þegar ég var drengur átti ég
stóra systur. Stóra systir var mér
undurgóð, passaði mig og söng í
svefn á kvöldin. Seinna fór hún í
MA eins og við systkinin flest.
Þegar leið að stúdentsprófi frétti
ég að hún ætti kærasta. Mér leist
illa á það. Eitt sumarið kom hann
í heimsókn, ungur myndarmaður,
hét Björn. Mér fannst hann
reyndar gamall enda kominn yfir
tvítugt.
Birni fylgdu ýmsar nýjungar.
Hann átti forláta ljósmyndavél.
Þvílík flottheit höfðu ekki sést á
Seyðisfirði. Þegar Björn og Iðunn
voru gefin saman í kirkjunni
heima, vorið 1962, trúði hann mér
fyrir vélinni. Ég var 11 ára og var
eins og grár köttur í kringum alt-
arið að taka myndir. Minnisstæð-
ara verkefni hef ég varla fengið.
Björn átti vin þar eystra sem
lánaði honum bíl. Í ljósgrænum
Phobeta vorum við út um allan
fjörð. Ýtur voru að ryðja fyrir
Hafsíld og ýmsum síldarplönum.
Það var spennandi að fylgjast
með atinu og Björn svaraði öllum
spurningum mínum. Ég fékk á
tilfinninguna að maðurinn vissi
allt. Faðir hans hafði enda verið
einn af „vitringunum“, í vinsælum
þáttum Sveins Ásgeirssonar sem
ég hafði heyrt í útvarpinu. Föð-
urinn hitti ég síðar. Þá var hann
forstjóri Háskólabíós og stóð með
vindil fyrir utan það mikla hús.
Ég fékk frítt í bíó þann dag.
Eftir giftinguna fór Björn með
stóru systur suður til Reykjavík-
ur. Ég var fljótari að fyrirgefa
honum en ég hafði búist við. Enda
varð mitt annað heimili hjá þeim á
næstu árum. Árið 1966 var Björn
ráðinn bæjarstjóri á Húsavík, 26
ára gamall. Ég tók landspróf þar
vorið 6́7 og vann eitt sumar hjá
honum í bæjarvinnunni. Mér
fannst gaman í Garðarshólma,
sérstaklega á matmálstímum.
Það var góður matur og margar
sögur og hláturinn ískraði í Birni
því aldrei var húmorinn langt
undan. Svo var hann rokinn í
vinnuna en vinnusamari mann
þekkti ég ekki.
Starfsferill Björns varð glæsi-
legur. Síðustu áratugina var alltaf
mikið samband. Í bústaðnum við
Álftavatn hef ég notið fleiri gæða-
stunda en ég kann að telja. Björn
var gjarnan úti við, að setja niður
stilka, vökva eða færa til tré. Og
vissi allt um skógrækt, þekkti all-
ar tegundir. Hann var alltaf
skrefi á undan, hafði skýringar á
flestu en var fámáll um sjálfan
sig. Og tilfinningum flíkaði hann
ekki. Samt fann ég hvað það var
hlý taug á milli okkar. Ekki þurfti
að orðlengja það neitt, hún bara
var.
Það er sárt að horfa á eftir svo
góðum og gjörvilegum manni fara
svo fljótt, ekki eldri en þetta. Mig
langar að þakka stundirnar og
stuðninginn gegnum árin. Um
það vildi ég hafa fleiri orð en rúm-
ast í svo stuttri grein. Þau eru
geymd en ekki gleymd. Stóru
systur minni, börnum og öðrum
aðstandendum sendi ég mínar
bestu samúðarkveðjur.
Ingólfur Steinsson.
Það var sumarið 1959 sem Ið-
unn systir sagði mér dálítið und-
irleit að þetta væri kærastinn
sinn. Svo rétti hún mér litla,
svarthvíta mynd og til mín brosti
grannleitur, smáfríður og örlítið
sposkur Björn. Hann var frá
Reykjavík og það var ekki verra.
Strákarnir á Seyðisfirði bliknuðu
í samanburði. Systir mín, allra
kvenna vænst, hlaut að vera með
sætasta stráknum í skólanum.
Það var til einhvers að vinna að
komast í Menntaskólann á Akur-
eyri. Ég lá yfir skólaspjaldinu,
víst voru þeir misfríðir, herrarnir,
en margir huggulegir. Björn bar
af þeim enda okkar maður.
Haustið 1960 hitti ég hann í
fyrsta sinn. Þá í Reykjavík. Við
fórum þrjú saman í bíó og á
Mokka á eftir. Hann var
skemmtilegur og bauð upp á
súkkulaði með rjóma. Sjálfsagt
hef ég glápt á manninn eins og
tröll á heiðríkju en þetta kvöld
hófst vinátta sem stóð óslitið í
rúm fimmtíu ár. Það er langur
tími. Engin furða þótt skilnaðar-
stundin sé erfið. Við sitjum uppi
með tilfinninguna um að hafa
misst eitthvað af okkur sjálfum.
Týnumst í minningunum.
Björn var mannkostamaður og
lætur eftir sig mikið ævistarf.
Hann kom víða við og vann af
heilindum hvar sem hann fór.
Aðrir verða til að gera störfum
hans skil. Á mig leita ótal sam-
verustundir: Á Húsavík, Sund-
laugavegi, Sólvallagötu og Akra-
nesi, í Mývatnssveit, Þýskalandi,
Brüssel og Grímsnesinu. Lengst
af bjuggum við ekki í sömu borg,
stundum ekki einu sinni í sama
landi en alltaf voru Björn, Iðunn
og krakkarnir fjölskyldan okkar.
Þar áttum við athvarf. Með þeim
var gott að vera. Og gaman. Hitt-
umst við ekki, þá var daglegt sím-
tal, netpóstur, fax, nú eða bréf í
þá daga. Oft var hlegið og var
ekki alltaf sól?
Störfum hlaðinn Björn var
kletturinn sem bifaðist ekki þótt á
bryti. Heiðarlegur og laus við að
fara í manngreinarálit enda var
hann vinmargur og ófáir sem leit-
uðu til hans. Má þar nefna ný-
búana sem hann liðsinnti af áhuga
og elju. Stundum minnti heimilið
mest á félagsmiðstöð. Öllum var
heilsað með sömu hlýju og alúð.
Svo var spjallað og lagt á ráðin.
Iðunn stóð við bakið á honum með
ráðum og dáð. En sami Björn var
líka þungorður stæði hann fólk að
ósannindum eða óheiðarleika.
Mágur minn bar ekki tilfinn-
ingar sínar á torg en hann lét
verkin tala. Og þar gætti bæði
hlýju og umhyggju. Þegar slíkir
menn falla frá fyllast margir
söknuði, því þeir skilja eftir sig
stórt skarð.
Síðasta ár var erfitt. Lengi var
haldið í vonina en svo brást hún.
Björn var á ýmsum sjúkrastofn-
unum og hjá honum var gest-
kvæmt, líka lokadagana í Sóltúni.
Þótt hann mókti streymdu að
ættingjar og vinir sem langaði að
hlúa að honum. Kannski ber það
væntumþykjunni ljósastan vott.
Það er þungbært að kveðja en
hjá því verður ekki komist. Að
leiðarlokum þakkar fjölskylda
mín samveru sem aldrei bar
skugga á. Jón Hálfdanarson, svili
Björns, bundinn við verkefni í
Noregi, sendir kveðju yfir hafið.
Iðunn, börn og frændgarður-
inn allur. Megi allt gott umvefja
fjölskylduna á erfiðum tíma.
Hugurinn er hjá ykkur og við
stöndum saman nú sem ævinlega.
Kristín Steinsdóttir (Krilla).
Leiðir okkar Björns Friðfinns-
sonar frænda míns lágu nokkuð
snemma saman á ættarslóðum
okkar vestur í Djúpi. Hann var
sennilega ekki eldri en tvævetur
þegar hann kom með foreldrum
sínum í heimsókn að Strandselj-
um, þar sem ég var fyrir í sum-
ardvöl hjá ömmu okkar, Guðríði
Hafliðadóttur, og ég fékk það
hlutverk að passa hann úti við,
enda fjórum árum eldri. Óljós
minning segir mér að mér hafi
farist þetta heldur óhönduglega
og færst undan þessu ábyrgðar-
hlutverki eftir að Björn hafði lagt
sér fósturjörðina til munns án
þess ég fengi nokkrum vörnum
við komið. Var orðið við þeirri
ósk.
Næst lágu leiðir okkar saman í
Unaðsdal á Snæfjallaströnd hjá
Guðrúnu, móður- og föðursystur
okkar, þar sem Björn kom til
dvalar ásamt Guðríði Sólveigu
[Systu] systur sinni en hún hét í
höfuðið á bæði ömmu og móður
minni. Var það til marks um
hversu hlý og náin tengsl voru
milli Friðfinns og móður minnar
þrátt fyrir 13 ára aldursmun
þeirra enda mun hún hafa átt sinn
þátt í því að Friðfinnur gekk
menntaveginn. Það þóttu þá
nokkur tíðindi enda sá vegur eng-
an veginn talinn sjálfsagður veg-
ur kotbændasonum við Djúp á
upphafsárum Kreppunnar miklu.
Síðustu árin sem amma Guð-
ríður lifði bjó Friðfinnur henni at-
hvarf á heimili sínu og varð það
nokkurs konar félagsheimili stór-
fjölskyldunnar þau árin og jafnan
komið saman þar á stórhátíðum
Strandseljafjölskyldunnar. Varð
það enn til að efla kynnin, en eftir
lát hennar fór að losna um þá
hnúta sem binda frændgarðinn
saman og við systkinabörnin
héldum hvert í sína áttina, eins og
gengur. Stórfjölskyldan leystist
upp í frumeindir, þótt alltaf væri
fylgst náið með hvernig ættingj-
unum vegnaði í lífsbaráttunni.
Björn átti að baki langan og
farsælan feril sem stjórnandi,
bæði í einkageiranum, opinberri
stjórnsýslu á vegum ríkis og
sveitarfélaga og í margvíslegum
félagasamtökum. Stundum lágu
leiðir okkar saman á þeim vett-
vangi. Minnisstætt er mér þegar
ég fékk hann til að gerast leið-
Björn
Friðfinnsson