Morgunblaðið - 19.07.2012, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2012
✝ Kristjana MillaThorsteinsson,
viðskiptafræð-
ingur, fæddist í
Reykjavík 26. maí
1926. Hún lést á
Hrafnistu í Hafn-
arfirði 12. júlí sl.
Foreldrar Krist-
jönu Millu voru
Geir Thor-
steinsson, f. 1890,
d. 1967, útgerð-
armaður í Reykjavík, og k.h.
Sigríður Hafstein Thor-
steinsson, f. 1896, d. 1983, hús-
móðir. Systkini Kristjönu Millu
eru Þorsteinn f. 1919, Hannes
Þórður f. 1921, Ragnar f. 1925,
Ragnheiður Guðrún f. 1932 og
hálfbróðir samfeðra, var Viðar
Þórir f. 1914. Þau eru öll látin.
Eiginmaður Kristjönu Millu
var Alfreð Elíasson, einn
stofnenda Loftleiða og fyrrver-
andi forstjóri Loftleiða og síð-
ar Flugleiða. Hann lést árið
1988. Börn Kristjönu Millu og
Alfreðs: Geir Alfreð f. 7.9.
1947, d. 11.1. 1950; Áslaug
Sigríður f. 1950, eiginmaður
Ólafur Örn Ólafsson f. 1953,
börn þeirra eru: a. Geir Odd-
ur, f. 1979, eiginkona Erla Sig-
ríður Skarphéðinsdóttir, dætur
þeirra eru Kristín Lilja og
Margrét Helga. b. Gylfi f.
1983, sambýliskona Tinna
Ólafsdóttir, c. Kristín f. 1986,
sambýlismaður Arnar Pálma-
son, sonur þeirra er Ólafur
Ernir. Haukur f. 1951, eig-
inkona Anna Lísa Björnsdóttir
f. 1953, börn þeirra eru: a. Al-
grímssonar a. Stefanía Ástrós
f. 1992, sonur Geirþrúðar og
Árna Jónssonar er b. Jökull
Alfreð f. 2002. Elías Örn f.
1967.
Kristjana Milla lauk
verslunarprófi frá Versl-
unarskóla Íslands árið 1943.
Hún stundaði háskólanám í
hagfræði við Minneapolis-
háskóla í Minnesota og Naz-
areth College í Rochester í
Bandaríkjunum. Milla lauk
stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum við Hamrahlíð árið
1975 og útskrifaðist sem við-
skiptafræðingur frá Háskóla
Íslands árið 1979.
Milla vann við skrif-
stofustörf hjá Búnaðarbanka
Íslands og Eimskipafélagi Ís-
lands. Síðar var hún fram-
kvæmdastjóri Hárgreiðslu-
meistarafélags Íslands. Hún
sat í varastjórn Versl-
unarmannafélags Reykjavíkur,
í stjórn Parkinsonsamtakanna
á Íslandi. Hún var einn af
stofnendum UNIFEM á Íslandi
og síðar heiðursfélagi þess og
fulltrúi félagsins hjá Mannrétt-
indaskrifstofu Íslands í fjögur
ár. Hún var fyrst kvenna til að
taka sæti í stjórn Flugleiða og
sat þar á árunum 1981-1993.
Hún var varaþingmaður Sjálf-
stæðisflokksins í Reykjanes-
kjördæmi 1983-1987. Hún kom
að stofnun Félags eldri borg-
ara í Garðabæ og var fyrsti
formaður þess. Hún stundaði
sjálfboðaliðastörf hjá Rauða
krossi Íslands á árunum 1989-
2010.
Kristjana Milla var fyrsta
fjallkona Íslands við lýðveld-
isstofnunina á Þingvöllum árið
1944.
Útför Kristjönu Millu verður
gerð í dag, fimmtudag, 19. júlí
2012 frá Fossvogskirkju kl. 15.
freð f. 1974, b.
Björn Arnar f.
1977, sambýlis-
kona Kristín Björg
Viggósdóttir, dótt-
ir þeirra er Góa, c.
Jóhanna Hildur f.
1981, sambýlis-
maður Kristján B.
Sigurbjörnsson,
börn þeirra eru
Brynjar Björn og
Klara Lísa, dóttir
Kristjáns er Aníta Ósk. d.
Hannes Páll f. 26.5. 1990, d.
30.5. 1990, e. Jenný Hrund f.
1991. Ragnheiður f. 1955, börn
hennar og Snorra G. Bogason-
ar eru: a. Kristjana Milla f.
1978, sambýlismaður Guð-
mundur Gunnarsson, dóttir
þeirra er Lóa Katrín, sonur
Guðmundar er Gunnar Sölvi,
b. Bergsveinn f. 1980, sam-
býliskona Herborg Eiríks-
dóttir, börn þeirra eru Ragn-
heiður Milla og Magnús, dóttir
Ragnheiðar og Felix Valssonar
er c. Áslaug f. 1988, sambýlis-
maður Snævar Gestsson. Katr-
ín Guðný f. 1957, sonur hennar
og Þorvarðar H. Jónssonar er
a. Dagfinnur Helgi f. 1980,
sambýliskona Kristrún Marta
Jónsdóttir, dóttir þeirra er
Angela Ýr, seinni maður Katr-
ínar Guðnýjar er Árni Snæ-
björnsson f. 1955, börn þeirra
eru: b. Áslaug Kristjana f.
1989, sambýlismaður Borgar
Jónsson, dóttir Borgars er
Laufey Líf og c. Magnús Snær
f. 1993. Geirþrúður f. 1959,
dóttir hennar og Benónýs Ás-
Elskuleg mamma mín er fall-
in frá, hún hefur háð sína loka-
baráttu í þessu lífi. Síðustu ár
hafa verið henni erfið þó sér-
staklega síðasta árið á Hrafn-
istu í Hafnarfirði þar sem hún
lést á fallegasta degi sumarsins.
Þrátt fyrir lélega heilsu og van-
líðan þá hélt hún reisn sinni og
glæsimennsku til æviloka.
Mamma var mikil baráttu-
kona og barðist fyrir mönnum
og málefnum og ekkert var
henni óviðkomandi. Hún barðist
fyrir Loftleiðum, ævistarfi
þeirra pabba og mömmu. Hún
studdi pabba alla tíð og sinnti
honum af einstakri alúð í veik-
indum hans. Hún helgaði líf sitt
því að halda nafni hans á lofti
og vekja athygli á afrekum
hans. Aldrei talaði hún um af-
rek sín eða sinn þátt í þessu
merkilega Lofleiðaævintýri eða
þeim verkefnum sem hún var að
sinna hverju sinni.
Mamma var mikil fjölskyldu-
kona og bar ávallt hag fjöl-
skyldunnar fyrir brjósti og allt-
af var hægt að leita til hennar
með bæði stór og smá mál sem
hún leysti af kostgæfni. Hún
kom að stofnun margra félaga-
samtaka og lagði krafta sína í
þau öll. Mamma var heiðarleg,
hún var mikill frumkvöðull,
mannréttinda- og kvenréttinda-
kona og hafði ríka réttlætis-
kennd sem engum duldist.
Mamma var félagsvera en að
sama skapi mikill einfari. Hún
framkvæmdi það sem hún ætl-
aði sér, lét ekkert aftra sér og
hún var engum háð. Hún tók
stúdentspróf og háskólapróf á
fullorðinsárum. Hún ferðaðist
innanlands og um allan heim og
kynnti sér sögu ólíkra þjóða
með lestri fræðirita og ferðalög-
um sínum. Hún hugsaði alltaf
vel um heilsuna og stundaði
íþróttir alla tíð. Hún var óþreyt-
andi við að fara með okkur
börnin og síðar barnabörnin í
sund og á skíði og kynna fyrir
okkur öllum heilsusamlegt líf-
erni.
Mamma hefur verið mér mik-
il fyrirmynd í lífinu, hún kenndi
mér að framkvæma það sem
mig langaði til að gera. Með
verkum sínum hefur hún kennt
mér að það er flest hægt ef
maður ætlar sér það og viljinn
er fyrir hendi. Alltaf studdi hún
mig í því sem ég tók mér fyrir
hendur og lagði áherslu á að ég
gerði það sem mér þótti
skemmtilegt hverju sinni. Und-
antekning var þó á því þegar
hún sá til þess að ég kláraði
stúdentsprófið eftir mikil
harmakvein, en hún vissi að það
myndi koma sér vel síðar sem
auðvitað reyndist rétt. Annars
var hún mamma ekki að blanda
sér of mikið í mín mál, en ég
vissi að hún var alltaf til staðar
fyrir mig og mína þegar á þurfti
að halda. Einhverjum hefði þótt
þetta afskiptaleysi en þetta var
hennar aðferð og mér þótti hún
notaleg og góð og við áttum
gott og traust mæðgnasam-
band. Ég segi eins og Milla
frænka mín, nafna hennar, ef ég
hefði bara brotabrot af hug-
rekki mömmu og dugnaði þá
væri ég í góðum málum.
Farðu í friði elsku mamma
mín. Hafðu þökk fyrir allt og
allt, þú varst yndisleg mamma,
tengdamamma, amma og
langamma.
Þín dóttir,
Katrín.
Elsku mamma er búin að
kveðja okkur og jafnvel þó að
við vissum hvert stefndi þá var
þetta samt svo óvænt og svo
erfitt.
Mamma hefur verið mér mik-
il fyrirmynd í lífinu. Hún var á
margan hátt frumkvöðull en
umfram allt þá var hún kjark-
mikill, dugleg og hlý kona. Hún
ólst upp í Reykjavík og stund-
aði nám við Verslunarskóla Ís-
lands en fór síðan til Bandaríkj-
anna þar sem að hún lagði
stund á hagfræði.
Eftir að hún og pabbi giftust
þá helgaði hún sig heimilinu en
stóð samt ávallt við hlið pabba
og studdi hann með ráðum og
dáðum við uppbyggingu Loft-
leiða. Það var svo seinna að hún
fór í menntaskóla og útskrif-
aðist með þeim fyrstu sem stúd-
ent úr öldungadeild MH. Það
var ekki algengt á þeim tíma að
fólk færi í nám á miðjum aldri,
en mamma kláraði stúdents-
prófið á þremur árum samhliða
því að reka stórt heimili. Síðan
fór hún í HÍ og kláraði við-
skiptafræði. Hún las mjög mikið
tímarit og blöð, s.s. Times,
Newsweek, National Geograp-
hic o.fl. enda var hún eins og al-
fræðiorðabók, hreinn hafsjór af
fróðleik. Það kom sér oft vel
fyrir okkur krakkana þegar átti
að gera ritgerð í skólanum. Við
höfðum ekkert internet til að
fletta í, en þá var alltaf hægt að
spyrja mömmu og ef hún vissi
ekki svarið þá vissi hún hvar
átti að leita að því. Svo skipti
engu máli hvort að ritgerðin
átti að vera á íslensku, ensku,
dönsku eða frönsku, mamma
gat alltaf lesið yfir og leiðrétt.
Mamma var mjög fróðleiks-
fús, enda mjög vel gefin. Hún
ferðaðist mikið, til að skoða og
fræðast um sérhvert land og
þjóð.
Mamma hugsaði alltaf mjög
vel um heilsuna, stundaði sund
og fór í líkamsrækt frá því að
ég man eftir mér. Það voru eng-
ar líkamsræktarstöðvar á þeim
tíma, en mamma fór í Júdódeild
Ármanns í leikfimi. Hún gætti
einnig vel að mataræðinu og
lagði okkur krökkunum línurn-
ar með hollustu og heilbrigt líf-
erni. Svo prjónaði hún, saumaði,
tók slátur og ræktaði eigið
grænmeti. Hún var náttúruvæn,
vildi endurvinna allt sem hægt
var og helst velja bara íslenskt.
Mamma var fordómalaus,
heiðarleg og mikil jafnréttis-
kona. Hún var hjartahlý og vildi
alltaf hjálpa þar sem þörf var á.
Þetta lýsti sér vel í mörgum fé-
lagsstörfum sem að hún tók
þátt í, s.s. UNIFEM, Rauða
krossinum og Parkinson sam-
tökunum. En þótt mamma væri
virk í félagsstörfum þá vildi hún
fá að vera út af fyrir sig og
hleypti fólki ekki svo auðveld-
lega að sér. Hún missti ung
fyrsta barnið sitt og eins og
sagt er þá bar hún harm sinn í
hljóði. Hún elskaði fjölskylduna
sína og barnabörnin voru henni
sem sólargeislar sem fengu
óspart að njóta hlýju hennar og
umhyggju.
Mamma var sterk og einbeitt
kona, sat í fjölda stjórna fé-
lagasamtaka og hlutafélaga.
Hún vissi hvað hún vildi, vann
ötullega að markmiði sínu og þó
að hún virtist eiga við ofurefli
að etja, þá hélt hún óttalaus
áfram. Það sýndi hún á æviferli
sínum og einnig í veikindum
sínum þar til yfir lauk.
Ég kveð mömmu með sökn-
uði, þegar ég lít yfir farinn veg
þá held ég bara að hún hafi ver-
ið ofurkona, sem ég er mjög
stolt af, en jafnframt var hún
yndislegasta mamma í heimi.
Geirþrúður Alfreðsdóttir.
Elsku amma Milla okkar, nú
hefur þú kvatt þennan heim og
ert komin til afa og Geirs Al-
freðs. Þú varst yndisleg amma
og veittir okkur mikla ást og
hlýju og kenndir okkur að allt
sé hægt ef viljinn er fyrir hendi,
enda varst þú mikil baráttu-
kona. Þú sinntir alltaf þínum
áhugamálum og lést ekkert
stöðva þig, þú ferðaðist um
heiminn, stundaðir líkamsrækt
og sinntir sjálfboðaliðastörfum.
Síðustu árin voru þér erfið
þegar veikindin dundu yfir enda
hafðir þú alltaf verið svo hraust
og heilbrigð. Þrátt fyrir veik-
indin hélstu þínu striki og
glæsileikinn skein af þér fram á
þinn síðasta dag. Þegar einhver
nákominn kveður er ómetanlegt
að eiga góðar minningar og það
hefur þú svo sannarlega skilið
eftir þig fyrir okkur. Þú ert
okkar helsta fyrirmynd og
kenndir okkur svo margt fallegt
um lífið.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens.)
Hvíldu í friði elsku amma.
Þín barnabörn,
Dagfinnur Helgi, Áslaug
Kristjana og Magnús Snær.
Fallin er frá kona sem kom
nokkuð við sögu á miklum um-
brotatímum í íslensku samfélagi
sem stjórnarmaður hjá Flug-
leiðum, varaþingmaður og bar-
áttukona fyrir bættum kjörum
kvenna. Amma Milla þurfti að
berjast fyrir hverri tommu í
heimi þar sem skoðanir hennar
voru oft óvelkomnar innan um
ríkjandi valdablokkir og karla-
veldi. Með góðan skammt af
þrjósku, umbúðalausar skoðanir
og mikla málafylgju fékk hún
miklu áorkað, bæði í samfélag-
inu en einnig í einkalífinu, þar
sem hún reyndist vel þeim sem
til hennar leituðu.
Það verður þó seint sagt að
hún hafi verið þessi hefðbundna
pönnukökuamma sem snérist í
kringum gesti með því að skella
í pönnukökur, hita kaffi og af-
saka samtíninginn. En í staðinn
fyrir umstangið fengum við
gestirnir að njóta óskiptrar at-
hygli hennar. Þar fór skemmti-
leg kona sem var vel lesin í
sögu og málefnum líðandi
stundar jafnt innan lands sem
utan.
Þó fjölskyldan öll hafi leitað
mikið til hennar naut Geir Odd-
ur þó mestrar samfylgdar við
ömmu. Í rúm sex ár, meðan á
námi í framhaldsskóla stóð og
framan af háskólanámi, bjó
hann í Haukanesinu við góðan
aðbúnað. Þar lifðu fulltrúar
tvennra tíma hlið við hlið í sátt
og samlyndi, og sama hvað
gekk á var alltaf hægt að stóla
á kvöldmat á slaginu sjö.
Við kveðjum því með sökn-
uði, bæði í senn, ljúfa ömmu og
mikinn kvenskörung.
Geir Oddur,
Gylfi og Kristín.
Ég var kominn á fullorðinsár
þegar ég áttaði mig á því hvað
ég átti merkilega ömmu, því að
áræðni hennar og elja var
sannarlega ekki allra. Eftir að
hafa alið upp sex börn greip
hún langþráð tækifæri til að
menntast og lauk ekki aðeins
stúdentsprófi heldur líka há-
skólaprófi í viðskiptafræði. Það
var óvenjulegt um konur af
hennar kynslóð. Með árunum
áttaði ég mig líka á því hvað
hún hafði sterkar og yfirveg-
aðar skoðanir á flestu því sem
varðar mannlífið og einlæga
hvöt til að standa með hverjum
þeim málstað sem hún trúði á.
Þannig varð hún mér fyrir-
mynd sem ég fæ seint fullþakk-
að.
Seint gleymi ég kvöldstund
hjá Millu ömmu í janúar 1999,
stund sem átti eftir að móta líf
mitt til framtíðar. Ég stundaði
nám við Háskóla Íslands,
hreyfing samkynhneigðra var
þá óðum að eflast og þar kom
að dálítill hópur ákvað að
stofna Félag samkynhneigðra
stúdenta, FSS, sem nú heitir Q,
félag hinsegin stúdenta. For-
eldrar mínir höfðu sínar efa-
semdir um ágæti þess að ég
skyldi fallast á að taka að mér
hlutverk formanns í félaginu og
eins og svo oft ákváðum við að
heimsækja Millu ömmu og leita
ráða hjá henni. Báðir aðilar
vonuðust eftir stuðningi við
sinn málstað. Þetta kvöld varð
mér opinberun. Vissulega skildi
hún sjónarmið beggja aðila, en
samt þótti mér hún stöðugt tala
mínu máli, og nú sá ég best hve
veraldarvön og lífsreynd hún
var. Hún gaf foreldrum mínum
góðlátlega í skyn að þau væru
of íhaldssöm í hugsun og
skyldu hugsa sinn gang. Um
leið sá ég það sem að baki lá,
mannréttindabarátta kvenna
var eitt af hennar hjartans mál-
um og af innsæi sínu tengdi
hún strax þetta tvennt saman.
Þennan vetur varð mannrétt-
indabarátta samkynhneigðra
hluti af lífi mínu og hefur aldrei
yfirgefið mig síðan, og eftir
kvöldið góða í Haukanesinu
hafði amma alla tíð brennandi
áhuga á að fræðast af mér um
baráttuna sem ég blandaði mér
í, svo keimlík sem henni þótti
hún vera baráttu kvenna.
Mörg hin síðustu ár bjó
amma mín ein í stóru húsi eftir
lát afa míns. Árið 2008 bjugg-
um við þar saman í eitt ár og
þá kynntist ég henni betur en
áður. Alltaf eldaði amma heitar
máltíðir á kvöldin þótt hún sæti
ein til borðs. Við áttum margar
góðar kvöldstundir saman fyrir
framan arininn og sjónvarpið
þar sem við ræddum allt milli
himins og jarðar og eins og fyrr
var gott að leita ráða hjá henni,
svo skynsamleg sem hún var.
Eitt af áhugamálum ömmu, við-
skiptafræðingsins, var að safna
blaðaúrklippum og fréttum um
stærstu viðskiptablokkir at-
hafnalífsins. Fátt gott hafði hún
að segja um yfirtökur fyrir-
tækja og uppgang auðjöfra á
árunum fyrir efnahagshrunið.
Var hún harðorð í garð þeirra
sem höfðu sig þar mest í
frammi og áttu síðar eftir að
leiða fyrirtæki í þrot. Ég man
að hún kallaði þá suma spjátr-
unga sem kynnu það eitt að
plata fólk upp úr skónum. Ég
maldaði í móinn, reyndi að rétt-
læta gjörðir manna í viðskipta-
lífinu, en svo kom á daginn að
Milla hafði rétt fyrir sér eins og
svo oft áður.
Hugrökk, forvitin, fordóma-
laus og ráðholl, þannig lifir hún
í huga mér, og slíkrar konu er
gott að minnast.
Alfreð Hauksson.
Nokkrar konur í æsku minni
eru mér ógleymanlegar og hef-
ur mér alltaf þótt ákaflega
vænt um.
Ein er Milla.
Milla og Alfreð, ásamt for-
eldrum mínum og fleira góðu
fólki, voru frumbyggjar á Arn-
arnesi. Við Geia, yngsta dóttir
Millu og Alfreðs, sórumst í
fóstbræðralag þegar við vorum
5 ára gamlar og nærri má geta
að við vorum heimagangar hvor
hjá annarri.
Það var yndislegt að koma á
heimili Millu og Alfreðs því þar
ríkti glaðværð, gjafmildi og
veglyndi. Heimilið var stórt og
með glæsibrag þar sem Milla
stjórnaði með jafnaðargeði, já-
kvæðni og góðu skipulagi.
Milla var glæsileg og tíguleg
kona sem geislaði af dugnaði og
góðum gáfum. Hún var mikill
jafnréttissinni, umburðarlynd
og heiðarleg en mikið og óeig-
ingjarnt starf liggur eftir hana í
hinum ýmsum félaga- og góð-
gerðasamtökum.
Milla var ekki allra því hún
hleypti ekki öllum nálægt sér
en ég varð þess þó aðnjótandi
og fékk ég að kynnast um-
hyggju hennar og hlýju.
Minningarnar eru margar;
sundferðir, sumarbústaðarferð-
ir norður í Hóla í Staðardal,
skutl í fimleika en ekki síst
samtöl þar sem Milla hlustaði á
barnið og unglinginn af virð-
ingu og góðvilja.
Ég kveð Millu með hlýju.
Takk fyrir allt.
Petrína Sæunn Úlfarsdóttir.
Milla var stór kona í öllum
merkingum þess orðs. Hún var
stórglæsileg, svo mjög að átján
ára var hún valin til að vera
fjallkonan við lýðveldisstofn-
unina 1944, en sökum rigningar
kom hún aldrei fram sem slík.
Hún hafði líka stórt hjarta,
hugsaði vel um börn sín og
barnabörn og rak alla tíð stórt
heimili. Hana munaði ekkert
um að hafa mörg barnabörn í
pössun á sama tíma auk eins
eða tveggja hunda.
Ég kynntist henni um það
leyti sem hún var að útskrifast
úr öldungadeild MH og veikindi
Alfreðs voru farin að ágerast.
Það var þó gaman að sjá hvern-
ig hún skipulagði annasaman
hversdaginn; tók frá tíma til að
fara í sund, læra, kaupa inn
fyrir heimilið og elda og fara
síðan á málfreyjufund eða
hlusta á Jón Bö þylja upp úr
Njálu. Á þessum tíma var alltaf
sunnudagskaffi hjá Sigríði móð-
ur hennar, drekkhlaðið af
kræsingum. Þar hittust fjöl-
skyldur systkina Millu. Oft var
þröng á þingi og geysilega
gaman að ræða um pólitík,
Sjálfstæðisflokkinn (þar voru
bæði Geirsmenn og Gunnars-
menn) svo ekki sé minnst á
dönsku blöðin og alla „slankek-
úrana“ sem þau innihéldu.
Milla var geysilega fróð og
vel lesin um málefni líðandi
stundar, hún var talandi og
skrifandi á mörg tungumál, og
var gaman að leita til hennar
og ræða um heima og geima.
Hún hafði unun af ferðalögum
og þá helst til framandi og fjar-
lægra staða í heiminum.
Milla hafði ríka réttlætis-
kennd og þoldi illa órétt. Það
kom vel fram í skiptum í sam-
einingum Loftleiða og Flug-
félags Íslands. Þá var knúið
fram mat á eignum félaganna á
forsendum sem Millu og fleir-
um þóttu óréttlátar. Milla barð-
ist hart fyrir því að fá hlut
Loftleiða réttan í þeim viðskipt-
um, þó afraksturinn hafi ekki
verið henni að skapi. Þá tók
hún því afar illa hvernig ekkju-
lífeyrir hennar og annarra
þurrkaðist út í viðskiptafléttum
FL Group.
Milla var mikil hetja og er
söknuðurinn mikill.
Samúðarkveðjur til allra.
Ólafur Örn.
Kristjana Milla
Thorsteinsson
Fleiri minningargreinar
um Kristjönu Millu Thor-
steinsson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.