Morgunblaðið - 19.07.2012, Side 36
36 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2012
Þórunn Kristjánsdóttir
thorunn@mbl.is
„Hóparnir hafa verið mjög metn-
aðarfullir, unnið vel í sínum verk-
efnum og vakið mikla gleði og
ánægju hjá ferðamönnunum og
borgarbúum Reykjavíkur,“ segir
Ása Hauksdóttir, deildarstjóri
menningarmála Hins hússins.
Lokahátíð skapandi sumarhópa
Hins hússins verður haldin í dag
milli 5 og 7 á göngugötu Laugaveg-
arins.
Listahóparnir eru fjölbreyttir og
spanna ólík svið listarinnar, frá tón-
smíðum til hönnunar, leik-, söng- og
málaralist svo nokkur séu nefnd.
Sýna tilraunakennda gjörninga eða
halda hefðbundna tónleika.
Hóparnir komu þrisvar fram í
sumar á svokölluðum föstudags-
fiðrildum. Þá gafst listmönnunum
tækifæri til að sýna sig og ekki síst
fá viðbrögð fólks við listsköpun
sinni.
Þrátt fyrir að lokahátíðin sé geng-
in í garð koma margir hópar einnig
fram á menningarnótt í ágúst. Auk
þess eru metnaðarfull verkefni í
gangi til hliðar við þessa þátttöku.
Framtíðarefni þjóðarinnar
Margir af flottustu listamönnum
landsins hafa tekið þátt í verkefninu
og stigið sín fyrstu skref í skapandi
sumarhópum. Vinsæla hljómsveitin
Of Monsters and Men, sem hefur
gert víðreist um heiminn, tók þátt í
verkefninu í fyrra. „Þau voru list-
hópur í fyrra og tróðu upp hingað og
þangað í Borgarlandinu og í dag eru
þau á allt öðrum stað,“ segir Ása og
ekki er frá því að örli fyrir stolti í
röddinni.
Ása nefnir fleiri þekkta listamenn
sem hafa þreytt frumraun sína í list-
hópunum, tónlistarfólkið Benni
Hemm Hemm, Pétur Ben, Amína,
listdansarinn Erna Ómarsdóttir,
leikarinn Ólafur Egill Egilsson svo
fáeinir séu nefndir á nafn og listinn
virðist óþrjótandi.
Listahópum fækkað 2012
Ákveðið var af borgaryfirvöldum
að fækka stöðugildunum að minnsta
kosti í ár. Þeir voru 45 en eru 23. Ása
segir það mikla synd að ekki séu
fleiri stöðugildi í ár.
Auglýst er eftir umsóknum og
tugir berast með hundruðum ein-
staklinga. Hóparnir fá greidd laun
en þurfa sjálfir að skaffa aðstöðu og
fjármagna annað þess háttar.
Umsóknirnar þurfa að vera vel
unnar, skila þarf inn markmiðum og
verkáætlun verkefnisins, tíma- og
fjárhagsáætlun.
Fimm manna nefnd fer yfir um-
sóknirnar og metur hvort verkefnið
sé raunhæft. Samfélagsvídd verk-
efnisins er ekki síst mikilvæg sem
vísar til þess hverju verkefnið skilar
til samfélagsins. Jafnframt vegur
frumleiki og nýjungargildi verkefn-
isins þungt. „Við hvetjum þau til að
hugsa á öðrum brautum. Nefna má
dæmi um klassíska tónlist, hún þarf
ekki alltaf að vera flutt í fullkomnum
sölum heldur getur líka hljómað á
óhefðbundnum stöðum. Það er alltaf
gaman að því sem er fyrir utan hinn
hefðbundna ramma.“
Góður skóli
„Þetta er ómetanleg skólun. Því
þetta er raunverulega lífið sem bíður
listamanna. Þeir þurfa að gera góðar
umsóknir og hugsa verkefnin sín frá
mörgum hliðum og þá stækka þau
stundum að umfangi og öðlast nýjar
víddir. Oft þurfa listamenn að hafa
allar klær úti til að útvega fjármagn
og vera útsjónarsamir. Auk þess er
þetta dýrmæt reynsla að koma verk-
efnum sínum á framfæri,“ segir Ása.
Frumkvæði borgar sig
Listhóparnir byrjuðu árið 1995,
þá voru þeir einungis tveir til þrír.
Þeir spruttu upp að frumkvæði ungs
fólks sem leitaði á náðir Hins húss-
ins að farvegi fyrir hugmyndir sínar
á lista- og menningarsviðinu.
Borgin hefur til lengri tíma ráðið
ungt skólafólk í hefðbundin störf,
t.d. í garðyrkju eða til gatna-
málastjóra. Ása velti því upp að
kannski hefði það hjólað í borg-
arstjóra eða sviðsstjóra ÍTR og
stungið upp á að í stað þess að reyta
arfa væri hægt að sinna listsköp-
uninni og leyfa fólki að njóta þess.
Núverandi form listahópanna tók
á sig mynd 1998-1999, þá var
gegnsæi í verkefnavali og allir áttu
möguleika á að sækja um.
Bestu listamenn þjóðarinnar hafa stigið sín
fyrstu skref í listahópum Hins hússins
Vængjasláttur lokahátíð listahópa Hins
hússins í dag 19. júlí Fjölbreyttir lista-
hópar sýna afrakstur sumarvinnunnar
Morgunblaðið/Eggert
Líf og fjör Föstudagsfiðrildi Hins hússins á götum borgarinnar.
TED Sýnd kl. 8 - 10:15
ÍSÖLD 4 ÍSL TAL 3D Sýnd kl. 4 - 6
THE AMAZING SPIDERMAN 3D Sýnd kl. 6
INTOUCHABLES Sýnd kl. 4 - 8 - 9 - 10:20
MADAGASCAR 3 ÍSL TAL 3D Sýnd kl. 4
Vinsælasta
mynd
veraldar!
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
MANNI, DÝRI OG LÚLLI ERU
MÆTTIR AFTUR Í STÆRSTU
FJÖLSKYLDUMYND SUMARSINS!
-bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar
www.laugarasbio.is
25.000
MANNS!
ÍSL TEXTI
HHHH
-FBL
HHHH
-MBL
HHHH
-TV, KVIKMYNDIR.IS
HHHH
-VJV, SVARTHÖFÐI
TOPPMYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG
ÍSL TAL
ÍSL TAL
25.000 GESTIR!
SMÁRABÍÓ
HÁSKÓLABÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.IS
GLERAUGU SELD SÉR 5%
BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS
ÍSÖLD 3D KL. 6 L
TED KL. 8 - 10 12
SPIDERMAN 3D KL. 8 - 10.30 10
INTOUCHABLES KL. 5.50 12
ÍSÖLD 4 3D ÍSL.TAL KL.5.50 L
TED KL. 8 – 10.20 12
SPIDER-MAN 3D KL 6 - 9 10
STARBUCK KL. 8 L
INTOUCHABLES KL. 5.30 - 8 - 10.30 12
WHAT TO EXPECT KL 10.25 L MIB KL. 5.30 10
ÍSÖLD 4 3D ÍSL.TAL KL.3.40 - 5.50 L
ÍSÖLD 4 3D ENSK. ÓTEXT KL. 8 L
ÍSÖLD 4 2D ÍSL.TAL KL. 3.40 - 5.50 L
TED KL. 3.30 -5.45 -8 -10.2012
TED LÚXUS KL. 8 -10.20 12
SPIDER-MAN 3D KL. 5 - 8 - 10.50 10
SPIDER-MAN 3D LÚXUS KL. 5 10
SPIDER-MAN 2D KL. 10.10 10
WHAT TO EXPECT KL. 8 L
PROMETHEUS 3D KL. 10.25 16
HLUTI AF
HVERJUM
SELDUM
BÍÓMIÐA
ALLAN JÚLÍ
- rennur til
Barnaheilla
MANNI, DÝRI OG LÚLLI ERU MÆTTIR AFTUR :)
- TV, KVIKMYNDIR.IS
- VJV, SVARTHÖFÐI
VINSÆLASTA MYND VERALDAR!
TOPPMYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG!
BESTI SPIDER-MAN ALLRA TÍMA!
- NEWSWEEK
TRANS
„TRANSKONUR GETA FALIÐ
ÞAÐ SEM ÞARF AÐ FELA”
„Það var mikill léttir að komast loksins í
kynfæraaðgerðina”, segir Ugla Stefanía
Jónsdóttir, transkona, sem hefur ekki lengur
neitt að fela “þarna niðri”. Ugla svarar
öllum erfiðu spurningunum um transferlið
og daglegt líf transfólks í nýjasta þætti af
TRANS.
Nýr þáttur alla fimmtudaga