Morgunblaðið - 19.07.2012, Side 28

Morgunblaðið - 19.07.2012, Side 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2012 ✝ SkarphéðinnKári Sigur- björnsson fæddist í Geitlandi í Vestur- Húnavatnssýslu 11. desember 1925. Hann andaðist á Dvalarheimilinu Víðihlíð í Grindavík 13. júlí 2012. Foreldrar hans voru Sigurbjörn Björnsson, síðast bóndi í Geitlandi, fæddur í Hjarðarbóli í Eyrarsveit, Snæ- fellsnesi 23. mars 1859, d. 1936 og bústýra hans, síðar eig- inkona, Ragnheiður Ingibjörg Þorsteinsdóttir, fædd í Gröf, Kirkjuhvammssókn, V-Hún. 5. júlí 1887, d. 1955. Kári var einkabarn þeirra, en átti hálf- systkini. Hálfbræður Kára, syn- ir Sigurbjörns og fyrri konu hans Sigurlaugar Níelsdóttur, voru Gunnlaugur Pétur, f. 1893, d. 1969, Björn Konráðs, f. 1894, d. 1977, og Ingþór, f. 1909, d. 1992. Hálfsystur hans, dætur Ragn- heiðar, voru Rósa Guðrún Ólafsdóttir, f. 1908, d. 2001, fað- ir hennar var Ólaf- ur Tómasson, börn Ragnheiðar og Bergþórs Guð- mundssonar voru Ingibjörg, f. 1916, d. 1931, Þorsteinn, f. 1917, d. 1986 og Steinunn, f. 1920, d. 1990. Kári ólst upp með móður sinni á Hvammstanga eftir lát föður hans. Hann stundaði þar ýmsa verkamannavinnu og sjó- mennsku framan af ævi, en var lengi á vetrum á vertíð í Grinda- vík. Síðar fluttist hann þangað búferlum og dvaldist þar síðustu árin á hjúkrunarheimilinu Víði- hlíð. Kári var ókvæntur og barnlaus. Útför Kára fer fram frá Grindavíkurkirkju í dag, 19. júlí 2012, kl. 13. Smábýlið Geitland, þar sem Kári fæddist, var við austanvert Miðfjarðarvatn á Miðfjarðar- hálsi, þar var aðeins búið skamm- an tíma á fyrri hluta 20. aldar. Eftir lát Sigurbjörns fluttust þau mæðginin, Ragnheiður og Kári, til Hvammstanga og þar ólst Kári upp. Minnist ég þess að hafa komið í bernsku inn á heimili þeirra í Vindhæli, sem var örlítið bæjarkríli norðan í Kúskelja- klettinum, líklegast minnsti mannabústaður sem ég hef komið í. Ein lítil burst vissi fram að sjón- um, gluggi á stafni og dyr til hlið- ar, anddyrið skilið frá örsmáu stofukríli með þunnu þili, en inni við gafl var eldhús. Ekki mun þetta heimili hafa verið ríkt að veraldarauði, en síðar fluttust þau mæðgin í ögn betri vistar- veru, bæinn Klöpp, sem einnig var kallaður Markúsarbærinn og stóð nokkru sunnar, ofan við sjáv- arklettana. Kári fór snemma að vinna og hann sá fyrir móður sinni meðan hún lifði. Hann var harðduglegur til verka og ósérhlífinn, ekki há- vaxinn en þrekskrokkur. Hann stundaði ýmsa verkamannavinnu og sjómennsku fyrir norðan og átti þar um tíma hlut í bát. Hann fór um árabil á vertíðir til Grinda- víkur og reri þar á ýmsum dag- róðrabátum. En norður kom hann á vorin og nokkur sumur var hann í brúarvinnuflokki frá Hvammstanga og þar vorum við vinnufélagar fáein sumur. Kári hafði aðeins fyrir sjálfum sér að sjá eftir að móðir hans lézt. Hann var ókvæntur og barnlaus og stofnaði aldrei heimili, sem svo er nefnt. Segja má að hann hafi látið hverjum degi nægja sína þjáningu og þótt hann ynni hörð- um höndum alla sína starfsævi varð honum sjaldan fé við hendur fast. Hann var lengi í nokkru vin- fengi við Bakkus og kunni þá ekki alltaf hóf á hlutunum. Mörgum fannst hann eiga betra skilið en stritvinnu allt sitt líf, sem virtist litlu skila honum í andlegri eða líkamlegri vellíðan. En hann var einfari um margt og lifði sínu lífi, gerði ekki á hlut annarra og ekki aðrir á hans hlut. Hann hafði skoðanir á ýmsum málefnum þjóðlífsins og líkaði honum ekki umræður eða viðmælendur gat hann látið í sér heyra og sagði skoðanir sínar hreint út, lét þá engan eiga hjá sér. Ég heimsótti Kára í fáein skipti í Víðihlíð. Þar var vel að honum búið og Kári kunni að meta allt með þakklæti, sem hon- um var vel gert. Milli okkar Kára var góður vinskapur, en vegna aldursmun- ar urðum við aldrei nánir félagar, en jafnan fór vel á með okkur þau sumur er við áttum sameiginleg í brúarvinnu. Margra er nú að sakna úr þeim valda hópi, en við sem enn stöndum uppi eigum hlýjar minningar um Kára Sigur- björnsson. Þór Magnússon. Skarphéðinn Kári Sigurbjörnsson✝ Dröfn Sigur-geirsdóttir fæddist í Reykjavík 19. júní 1942. Hún lést á Landspít- alnum við Hring- braut 7. júlí 2012. Foreldrar henn- ar voru Sigurgeir Friðriksson bif- reiðasmiður, f. 1.5. 1916, d. 15.2. 1996 og Lilja Vigfús- dóttir, f. 2.2. 1917, d. 12.1. 2002. Systkini hennar Sigurbjörg, f. 28.9. 1938, d. 12.12. 1940, Stein- unn, f. 1940, Bryndís, f. 1947, Geir Hafsteinn, f. 1948, Hreinn, f. 1953, Rut, f. 1954 og Jón Björn, f. 1956. Dröfn giftist 20.11. 1960 Egg- erti Böðvarssyni, f. 21.4. 1941, d. 13.12. 1964. Foreldrar hans voru Böðvar Ari Eggertsson, f. 15.11. 1912, d. 19.9. 2000 og Steinunn Guðjónsdóttir, f. 5.8. 1915.d. 8.2. 1997. Dröfn giftist 2.7. 1966 eftirlifandi eiginmanni sínum Helga Ólafssyni, f. 13.4. 1942. Foreldrar hans voru Ólaf- ur Pétursson, f. 17.1.1907, d. 29.6. 1983 og Oddný Helgadótt- Gabríel Eggert og Rafael Viðar, b) Sveinbjörn Rúnar, fanga- vörður, í sambúð með Lindu Ösp, þau eiga eina dóttur, Thelmu Ösp, c) Eggert Steinar, nemi. 3) Berglind, við- urkenndur bókari, f. 1968, gift Karli Emilssyni, fram- kvæmdastjóra, synir þeirra eru Theodór Emil, nemi, og Krist- ófer Karl. 4) Oddný Edda, dag- móðir, f. 1971, gift Bjarka Rafni Albertssyni, starfsmanni Fjarðaáls, börn þeirra eru: a) Rakel Birna, nemi, b) Arnar Snær, c) Bjarki Fannar, d) Reynir Ingi. e) Barn Oddnýjar og Ragnars Páls Jónssonar er Helga Dröfn, nemi, í sambúð með Guðjóni A. Einarssyni. Dröfn og Helgi hófu búskap sinn í Kópavogi, fluttu síðan til Reykjavíkur og þaðan árið 1975 í Mosfellssveit, þar sem þau byggðu sinn sælureit. Dröfn hóf blómarækt fljótlega eftir að þau fluttu í sveitina, og ræktaði hún sumarblóm af líf og sál til dauðadags. Útför Drafnar fer fram frá Lágafellskirkju í dag, 19. júlí 2012, kl. 15. ir, f. 3.6. 1913, d. 7.7. 2007. Dröfn og Eggert eignuðust tvö börn, Böðvar Ara og Ingibjörgu Steinu. Dröfn og Helgi eignuðust tvær dætur, Berg- lindi og Oddnýju Eddu. Helgi gekk börnum Drafnar og Eggerts í föður stað. 1) Böðvar Ari, vélfræðingur, f. 1960, kvæntur Ingu Dagný Eydal hjúkr- unarfræðingi. Synir Böðvars eru: a) Eggert Þorbjörn, nemi, í sambúð með Eddu Fanný Krok- nes, b ) Aron Már, í sambúð með Huldu Rún Stefánsdóttur, þau eiga einn son, Ísak Ara, c) Agn- ar Ari, nemi, í sambúð með Katrínu Eiríksdóttur. Sonur Ingu Dagnýjar er Ingimar, í sambúð með Karen Evu Hall- dórsdóttur. 2) Ingibjörg Steina, fjármálaráðgjafi, f. 1963, gift Magnúsi Sveinbjörnssyni mat- reiðslumanni, synir þeirra eru: a) Helgi Michael, nemi, í sam- búð með Hörpu Viðarsdóttur, börn þeirra eru Hafdís Brynja, Í dag kveð ég móður mína í hinsta sinn. Móðir mín ólst upp á Bergþórugötunni, á sumrin var hún mikið úti í Flatey á Breiðafirði hjá afa sínum og ömmu, þau voru henni mjög kær. Líf hennar var ekki alltaf dans á rósum. Ung kynntist hún föður mínum, lífið blasti við þeim. Þau voru að leið til Danmörku þar sem faðir minn ætlaði í framhaldsnám þegar hann veiktist og lést skömmu síðar, hún var ekki nema 22 ára þegar hún varð ekkja með tvö ung börn. Tveim árum seinna kynntist hún honum Helga pabba. Hann tók okkur systk- inum vel og hefur gengið okkur í föður stað. Mamma var snillingur í höndunum, eldaði, prjónaði, saumaði, föndraði eða ræktaði. Það lék allt í höndunum á henni alveg sama hvað hún gerði. Hún ræktaði sumarblóm í mörg ár, var að selja fram í miðjan júní. Mamma kvartaði aldrei heldur harkaði af sér eins og kom í ljós að leiðarlokum að hún hafði verið miklu veikari en hún lét í ljós. Engan óraði fyrir hve stutt var í endalokin en hún var lögð inn á spítalann sunnudaginn 1. júlí og var látin 6 dögum síðar. Mamma hvatti mig alltaf áfram, og hjálpaði mér að sjá björtu hliðarnar á lífinu. Ég mun sakna þess mikið. Helgi pabbi á þakkir skyldar fyrir árin sem ótrúlegir erfið- leikar voru í lífi þeirra vegna sjúkdóms mömmu. Alltaf stóð hann við hlið hennar hvað sem á gekk og er það ótrúlegt af- rek. Það er mjög tómlegt að koma í Hvamm núna, engin mamma í eldhúsinu tilbúin í að gefa kaffi og með því. Nú verða ekki fleiri mömmu smákökur, sultur og „ömmu“ kæfa eins og strákarnir mínir sögðu. Það var ótrúlegur kraftur í henni. Til starfsfólks deildar 11E á Landspítala sendum við fjöl- skyldan þakklæti fyrir frábæra umönnun mömmu á hennar síð- ustu dögum. Hjúkrunarfólki og læknum viljum við sérstaklega þakka umhyggju sem okkur var sýnd á þessum erfiða tíma. Ég kveð mömmu með þakk- læti í huga og allar góðu stund- irnar sem við áttum saman. Þótt móðir mín sé nú aðeins minningin ein mun ég ávallt minnast hennar með glöðu geði og dýpstu virðingu, hugheilu þakklæti og hjartans hlýju, fyrir allt og allt. (Sigurbjörn Þorkelsson.) Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Hvíl í friði elsku mamma mín. Þín dóttir, Ingibjörg Steina. Elsku mamma, hafðu eilífa þökk fyrir allt sem þú veittir okkur. Við munum varðveita góðar minningar um þig. Nú er mér ljóst, hvað átt ég hefi best hver unni mér og hjálpaði mér mest sem stríddi, svo ég fengi frið og fúsast veitti mér í þrautum lið. Þér þakka ég, móðir, fyrir trú og tryggð á traustum grunni var þín hugsun byggð þú stríddir vel, uns stríðið endað var og starf þitt vott um mannkærleika bar. Það var engin, engin nema þú elsku móðir glöggt ég sé það nú. Nú sé ég fyrst, að vinafár ég er, því enginn móðurelsku til mín ber. Hvíl þig móðir, hvíl þig, þú varst þreytt þinni hvíld ei raskar framar neitt á þína gröf um ókomin ár ótal munu falla þakkar tár. (Jóhann M. Bjarnason) Guð geymir þig. Þínar dætur, Berglind og Oddný Edda. Nú er baráttunni lokið, hún er komin á betri stað og þarf ekki lengur að þjást. Amma hefur átt erfitt og barðist við ógnvæglegan sjúkdóm sem varð hennar banamein. Allan þennan tíma sem hún barðist við þennan sjúkdóm var afi henni við hlið og hjálpaði henni, að lifa við hlið einstaklings sem glímir við jafn erfiðan sjúkdóm reynir á. En amma var ekki sjúkdóm- urinn heldur manneskja sem var svo indæl og góð. Ég er stoltur af henni, sérstaklega þegar hún stóð í baráttunni því þá var allt erfitt en hún náði árangri og minnist ég síðasta sumars þegar við fjölskyldan vorum heima á Íslandi í sum- arfríi að hún tók vel á móti okkur þegar við komum, eins og alltaf þegar maður kom í heimsókn. Amma var ávallt tilbúin með eitthvað á borðun- um, ég mun seint gleyma lambalærunum sem eru þau bestu sem ég hef smakkað, all- ar smákökurnar en amma setti Íslandsmet ár hvert í bakstri fyrir jólin. Amma var myndar- kona sem gat framleitt dýrindis góðgæti í hverri heimsókn. Svo er það blómaræktin sem stóð henni ansi nærri, það var vægast sagt ótrúlegt að koma upp í Hvamm og sjá allt blóma- hafið ásamt grænmetinu og ávöxtunum sem hún ræktaði, grænni fingur verður erfitt að finna. Ég veit að þú átt eftir að sjá um garðinn áfram en núna í öðru hlutverki, afi mun þurfa á þér að halda í því þó flinkur sé. Mér finnst leiðinlegt að þú haf- ir ekki náð að sjá yngsta son minn sem fæddist fyrir nokkr- um vikum en þú munt lifa áfram í minningum hinna barnanna. Ég mun sakna þín en ég get huggað mig við það að nú muntu ekki þjást, andlát þitt mun styrkja þá sem þekktu þig í gegnum það að vera stað- fastari í sínum ákvörðunum. Hvíldu í friði. Þinn Helgi litli. Sumarið var hennar, blómin, garðurinn og allt annað sem lék í höndunum á mágkonu minni Dröfn. Ég var 9 ára gömul þegar Eddi bróðir kom með tilvon- andi konu sína á Selvogsgrunn og hún bjó hjá okkur þá og lífið brosti við þeim. Böðvar sonur þeirra fæddist í september 1960 og í nóvember sama ár var hann skírður og þau gengu í hjónaband hann 19 ára og hún 18 ára. Ingibjörg dóttir þeirra fæð- ist í júní 1963. Hann var að út- skrifast sem vélstjóri og var búinn að ákveða að fara í fram- haldsnám til Danmerkur og allt lék í höndunum á mágkonu minni, saumaði og prjónaði allt á börnin enda handverkskona mikil. En þá gerist sá sorglegi atburður að Eddi greinist með bráðahvítblæði og hann lést í desember 1964 aðeins 23 ára og eftir stendur Dröfn 22 ára með börnin tvö Böðvar 4 ára og Ingibjörgu 1 ½ árs. Enginn getur sett sig í spor hennar á þessum tíma, en hún var um- vafin ást og umhyggju hjá okk- ur á Selvogsgrunni þar sem þau bjuggu þá. En lífið heldur áfram, við gleymum ekki en lærum að lifa með atburðum sem við höfum enga stjórn á. Lífið brosti aftur við Dröfn þegar Helgi kom inn í líf hennar og síðan eignast þau tvær stúlkur, Berglindi og Oddnýju Eddu og hann gekk bróðurbörnum mínum í föður- stað. Við höfum verið heppin að pabbi og mamma ákváðu strax að þau yrðu okkar fjölskylda líka og hef ég verið ótrúlega heppin að hafa fengið að fylgja þeim í gegnum lífið og átt að vinum. Dröfn og Helgi byggðu sér hús í Mosfellssveit undir fjall- inu, yndisfögrum stað þar sem þau hafa verið samhent um að rækta upp, garðurinn þeirra ævintýralegur og vil ég minn- ast mágkonu minnar í gróður- húsinu þar sem hún undi sér best. Hún var myndarleg, listræn og allt lék í höndum hennar eins og sjá má heima í Hvammi, en óveðursský voru alltaf yfir henni, sjúkdómur sem enginn getur breytt nema þú sjálfur en hún hafði um ára- bil enga stjórn á. En við erum þakklát fyrir það sem hún skilur eftir, sig frábær börn og tengdabörn öll saman og síðan barnabörnin og barnabarnabörnin, þvílíkt myndarfólk allt saman. Helgi, hugur okkar er hjá þér og allri fjölskyldunni á þessari stundu. Böðvar, Ingibjörg, Berglind og Oddný og fjölskyldur, við skulum muna gleðistundirnar þó að það sé erfitt. Megi mágkona mín hvíla í friði. Sigrún Böðvarsdóttir og fjölskylda. Dröfn Sigurgeirsdóttir Í gær, 18. júlí, hefði afi minn Kristján Jens Guðmundsson orðið 82 ára. Fyrir mér var hann alltaf afi í Álfheimum, síð- an bara afi og nú síðast afi langafi. Þó að titillinn hafi breyst var hann alltaf sami gamli, góði afinn. Hlutverk hans var breytingum háð eftir því sem árin liðu. Þegar ég var lítil stelpa var hann stóri og sterki afi minn með djúpu röddina sem gat lagað allt og ilmaði svo vel. Kristján Jens Guðmundsson ✝ Kristján JensGuðmundsson var fæddur á Pat- reksfirði 18.7. 1930. Hann lést á Landspítalanum, Hringbraut, hinn 20.5. 2012. Útför Kristjáns fór fram frá Ás- kirkju 29. maí 2012. Við í fjölskyldunni kölluðum hann allt- af afa í Álfheimum því þar bjuggu hann og amma í u.þ.b. tuttugu ár og einhvern veginn varð að aðgreina hann frá afa í Skip- holti. Þegar árin liðu og ömmur og afar fóru á vit feðra sinna uppgötvaði ég að ég átti bara einn afa og þá varð hann „bara“ afi og stóð svo sannar- lega undir nafni. Hann var „afi fyrir allan peninginn“. Við urð- um alveg sérstakir vinir. Afi leit á mig sem litlu stelpuna sína en við vorum jafningjar frá þeim degi er ég fékk lánaða skyrtu hjá honum og við máluðum holið í Álfheimum. Þegar ég fór að læra hárgreiðslu var hann fyrsti maður í stólinn og hann klippti ég alveg þar til fyrir nokkrum vikum þegar ég rakaði hárið af honum. Ég var öfunduð í skól- anum að eiga svona flottan afa sem leyfði mér að leika mér að hárinu á honum endalaust. Hann var svo mikill sjarmör með Elvis-toppinn sinn og grátt í vöngum. Afi mætti heila önn til mín niður í Iðnskóla svo ég gæti blásið bylgjublástur á lifandi módeli. Ég litaði hárið svart og ef mér skjátlast ekki augabrún- irnar líka. Hvaða 68 ára maður leyfir þetta? Jú, afi minn. Eng- inn veit þó að hárið á afa var ekki auðvelt og ákveðin áskorun falin í því að klippa hann. Nýjasta hlutverkið öðlaðist afi fyrir 11 árum þegar elsti sonur minn fæddist og hann varð afi langafi. Það hlutverk tók hann með trompi eins og allt annað sem hann tók sér fyrir hendur. Afi dó ekki ráðalaus þegar kom að verkefnum og þegar hann hætti að vinna 67 ára gamall fór hann að stunda útskurð. Fallega hillan sem hann skar út af natni og alúð og gaf mér í útskriftargjöf mun alltaf minna mig á fallega afa minn. Hún er fest á myndavegg- inn okkar og þar hvíla listaverk barna okkar og fjölskyldumynd- ir. Mest sé ég þó eftir rólunum sem afi sauð saman handa okkur systrunum og vegasaltinu sem hann gaf okkur í sumarbústað- inn í gamla daga. Myndirnar ylja þó hjartaræturnar og minna okkur á góða tíma. Við bröll- uðum margt saman og eftir sitja fallegar og góðar minningar sem yrðu efni í góða en langa bók. Því þakka ég fyrir alla bíltúrana og ísinn í Hveragerði, heima- bökuðu pitsurnar sem afi kallaði pissur, kappúkína-kaffið en það kallaði afi Cappuccino, klipping- arnar, spjallið, hughreystinguna, hrósið og uppörvunina þegar á þurfti að halda, hlátursköstin yf- ir Tomma og Jenna og Klaufa- bárðunum og umfram allt vin- áttuna og að láta mig finna hversu stoltur þú varst af öllu sem ég gerði. Hvíl í friði, elsku afi, þín er sárt saknað en nú ertu kominn á betri stað. Takk fyrir að leyfa mér að fylgja þér síðustu sporin og ég veit að þú vakir yfir okkur öllum. Þín Sigríður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.