Morgunblaðið - 19.07.2012, Side 25
sögumaður minn um Mývatn og
nágrenni með hópi sovéskra
skriffinna úr verkalýðshreyfing-
unni. Hann var í því hlutverki allt
í senn fyndinn, frjór og frumleg-
ur.
Eitt af hugðarefnum Björns
var ættfræði og var honum um-
hugað um að þeirri fræðigrein
yrði sniðinn lagalegur búningur
við hæfi og lagði sitt af mörkum
til þess. Hittumst við nokkrum
sinnum nú hin síðustu ár á vinnu-
stað mínum hjá Oddi F. Helga-
syni ættfræðingi, þar sem ég var
einmitt að vinna að Djúpmanna-
tali, þar sem áar okkar og skyld-
menni koma talsvert við sögu en
það verk var reyndar hafið að
frumkvæði Friðfinns föður hans
sem lengi var í forsvari fyrir Fé-
lagi Djúpmanna hér á Reykjavík-
ursvæðinu.
Björn var líka ættrækinn mað-
ur og þegar Sólveig dóttir mín var
honum samtíða um tíma við störf
úti í Brüssel opnaði hann henni
heimili sitt og fjölskyldunnar ná-
lega eins og hún væri ein af þeim.
Ég veit að Sólveig er þakklát fyrir
þau kynni og geymir í hjarta sínu
ljúfar minningar um góðan dreng
og dyggan frænda og að leiðar-
lokum færum við Guðrún líka fjöl-
skyldu Björns okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Ólafur Hannibalsson.
Undanfarna daga hafa leitað á
mig þær fjölmörgu og jákvæðu
minningar sem ég á um Björn
Friðfinnsson. Rétt eins og systk-
ini mín á ég allar barnsminning-
arnar um hinn glaðlynda eigin-
mann móðursystur okkar, sem
dreif okkur með sér að skoða ap-
ana í Blómavali þegar við komum
til Reykjavíkur, var fastagestur á
heimili okkar á Akranesi og átti
með okkur góðar stundir í sum-
arleyfum. Iðunn, Björn og börn
þeirra hafa alla tíð skipað slíkan
sess í lífi okkar að minningunum
verða ekki gerð skil í nokkrum
línum sem þessum. Ólíkt öðrum í
fjölskyldunni á ég hins vegar líka
minningar um kollegann Björn,
sem mig langar að fara nokkrum
orðum um og þakka fyrir.
Þegar ég ákvað að hefja nám í
lögfræði árið 1997 vissi ég ekkert
hvað ég var að fara út í. Ég bjó
hins vegar svo vel að þekkja einn
lögfræðing. Sá reyndist mér
sannarlega betri en enginn. Björn
lánaði mér bækur, veitti innsýn í
lífið við lagadeild og fylgdist með.
Gott ef fyrstu lögfræðiglósur
mínar voru ekki ritaðar á tölvu
sem þau hjón áttu. Í kjölfar þess
að ég fór að botna eitthvað í fag-
inu hófst síðan sá kafli að við
Björn gætum farið að ræða sam-
an um lögfræðina. Hann þekkti
ekki aðeins vel til alls þess sem
liðið var og sagði skemmtilega
frá, heldur var hann að jafnaði vel
inni í því sem efst var á baugi og
hafði auk þess sterkar skoðanir á
flestu. Því var feikilega gaman að
ræða við hann.
Eftir að ég hóf störf sem lög-
maður var raunar afar gagnlegt
að eiga Björn að, enda svaraði
hann fljótt og vel þeim Evrópu-
réttarlegu álitaefnum sem ég
fékkst við og bar undir hann.
Fyrir fimm árum ákvað ég að
hætta lögmennsku og sækja um
lektorsstöðu við Háskóla Íslands.
Ákvörðunin var sumpart á skjön
við tíðarandann, á því herrans ári
2007, og óhætt er að segja að
sumum hafi litist illa á. Ekki
Birni. Hann var hinn kátasti og
nánast fyrsta vinnudaginn minn í
Lögbergi var hann mættur til að
færa mér bækur að gjöf og benda
mér á efni sem hann teldi vert að
skrifa um. Slíkar heimsóknir áttu
eftir að verða mun fleiri og raunar
er nú svo komið að heilu bókahill-
urnar á skrifstofu minni í Lög-
bergi eru frá Birni komnar. Það
var alltaf gaman þegar Björn leit
við á skrifstofunni og þar sátum
við stundum lengur en góðu hófi
gegndi í umræðum um lögfræði
og þjóðfélagsmál. Björn fylgdist
líka vel með öllu sem ég gerði og
lét vita ef honum líkaði.
Það var mér dýrmætt að hafa
einhvern í fjölskyldunni sem
skildi til fullnustu það sem ég
fékkst við í starfi. Því þótt áhug-
ann skorti sannarlega ekki hjá
hinum, þá skildu þeir ekki með
sama hætti og Björn gerði, ekki
frekar en ég skil allt það sem
raunvísindafólkið í fjölskyldunni
fæst við. Ég er afar þakklátur
fyrir þá hjálpsemi og áhuga sem
hann sýndi mér og okkar
ánægjulegu stundir á sviði sam-
eiginlegra áhugamála. Þá þakka
ég ekki síður allt hitt, síðustu 35
árin, sem engin færi eru á að gera
fullnægjandi skil hér.
Elsku Iðunn og frændfólkið
allt. Við Bryndís og dæturnar
sendum okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur frá Stokkhólmi.
Hugurinn er hjá ykkur.
Eiríkur Jónsson.
Starfs- og æviferill Björns
Friðfinnssonar sýnir glöggt
hversu mikils trausts hann naut
og hversu víða hann lét gott af
sér leiða. Honum voru falin mik-
ilvæg störf í æðstu stjórn ríkis-
ins, þar sem hann var m.a. ráðu-
neytisstjóri þriggja ráðuneyta.
Hann starfaði að sveitarstjórnar-
málum sem bæjarstjóri á lands-
byggðinni og í yfirstjórn höfuð-
borgarinnar og hann vann á
vettvangi Evrópusamstarfsins í
Brussel sem einn af þremur
framkvæmdastjórum Eftirlits-
stofnunar EFTA. Samstarfs-
menn hans fólu honum trúnaðar-
störf, m.a. var hann formaður
stjórnar Sambands íslenskra
sveitarfélaga um árabil og í
Rauða krossinum lét hann gott af
sér leiða sem stjórnarmaður og
formaður flóttamannaráðs m.a.
þegar tekið var á móti stórum
hópum flóttamanna frá Víetnam.
Björn vann líka á fyrirtækjavett-
vangi sem framkvæmdastjóri og
fjármálastjóri, hann var kennari
á háskólastigi og samdi kennslu-
bækur.
Þessi upptalning sýnir glöggt
að Björn var enginn meðalmaður,
hann var alltaf tilbúinn til að tak-
ast á við ný og ögrandi verkefni.
En hann var líka óvenjulega
skemmtilegur maður, kunni frá
mörgu að segja og gerði það vel.
Ég minnist margra stunda með
Birni þar sem hann sagði sögur
af mönnum og málefnum þannig
að eftirminnilegt er. Ekki síst
óborganlegar sögur af Mývetn-
ingum og Grímseyingum. Fyrir
stundirnar með Birni er ég þakk-
látur.
Að leiðarlokum vil ég færa
Birni Friðfinnssyni þakkir fyrir
óeigingjörn störf í þágu íslensks
samfélags og sérstakar þakkir
samstarfsmanna í þeim ráðu-
neytum sem hann starfaði í. Ið-
unni eiginkonu hans, börnum,
tengdabörnum og öllum öðrum
ættingjum og vinum sem nú eiga
um sárt að binda votta ég samúð
mína.
Steingrímur J. Sigfússon.
Í dag er til borinn til moldar
Björn Friðfinnsson.
Að honum er mikill sjónar-
sviptir þegar hann er nú burt
kallaður á 73ja aldursári. Að hon-
um stóðu sterkir stofnar úr
Grímsey og Ísafjarðardjúpi.
Hann var alla tíð víkingur til
verka og kom ótrúlega mörgu í
verk á ævinni. Ég var svo lán-
samur að eiga hann sem náinn
samstarfsmann árin sex sem ég
gegndi ráðherrastörfum, 1987 til
1993; fyrst sem aðstoðarmann
ráðherra og síðan sem ráðuneyt-
isstjóra í viðskiptaráðuneyti og
iðnaðarráðuneyti. Í þessum
störfum naut Björn í senn
óvenjulega fjölbreyttrar starf-
reynslu sinnar og góðrar mennt-
unar.
Björn varð bæjarstjóri á
Húsavík 1966 og gegndi því starfi
í sex ár við góðan orðstír. Hann
var síðan næstu fjögur ár fram-
kvæmdastjóri Kísiliðjunnar í
Mývatnssveit. Þá tók við hjá
Birni tíu ára starf fyrir
Reykjavíkurborg og stofnanir
hennar, fyrst sem fjármálastjóri
Rafmagnsveitu Reykjavíkur, þá
sem fjármálastjóri borgarinnar
og loks sem framkvæmdastjóri
lögfræði- og stjórnsýsludeildar
borgarinnar. Þessi störf á vett-
vangi sveitarstjórna og atvinnu-
lífs glæddu áhuga hans á góðum
stjórnarháttum, og tók hann m.a.
þátt í norrænu samstarfi um þau
málefni. Hann var um skeið
stundakennari í opinberri stjórn-
sýslu við lagadeild Háskóla Ís-
lands og skrifaði kennslubók í
þeim fræðum.
Árin sem við Björn störfuðum
saman í viðskipta-, dómsmála- og
iðnaðarráðuneytunum voru við-
burðarík og annasöm. Ég get
ekki hugsað mér betri eða ósér-
hlífnari samstarfsmann. Hann
var bæði skjótvirkur og vandvirk-
ur í hverju verki. Björn tók þátt í
samningagerðinni um Evrópska
efnahagssvæðið, EES, 1989-1992.
Hann skildi vel að virk þátttaka í
því samstarfi var Íslandi til hags-
bóta. Björn var vel að sér í Evr-
ópurétti og kenndi þau fræði við
Háskóla Íslands. Björn varð síðar
einn af framkvæmdastjórum Eft-
irlitsstofnunar EFTA í Brussel
1993-1996. Á sviði dómsmála ber
einna hæst frá ráðherratíma mín-
um að þá var gerð að því gang-
skör að ljúka til fulls aðskilnaði
dómsvalds og framkvæmdavalds
sem dregist hafði úr hömlu. Á því
máli hafði Björn mikinn áhuga og
vann að því dyggilega.
Það er til marks um mannkosti
Björns og mannúðarhugsjón að
hann vílaði ekki fyrir sér að bæta
umfangsmiklum störfum fyrir
Rauða krossinn ofan á erilsöm
embættisstörf. Hann lét sér sér-
staklega annt um málefni flótta-
manna frá Póllandi og Víetnam
sem Íslendingar tóku á móti á átt-
unda áratug liðinnar aldar.
Flóttamennirnir frá Víetnam sem
komust til Íslands eftir mikla
hrakninga áttu hauk í horni þar
sem Björn var. Hann lagði mikið
á sig til þess að greiða götu þeirra
hér á landi.
Ég verð Birni ævinlega þakk-
látur fyrir samstarfið í ráðuneyt-
um árin 1987 til 1993. Okkar góðu
kynni hófust reyndar miklu fyrr
þegar við vorum samtíða í
Menntaskólanum á Akureyri á
sjötta áratugnum. Björn var góð-
ur félagi, glaðvær, orðvís og
skemmtinn á mannamótum eins
og hann átti kyn til. Þau hjónin,
Björn og Iðunn, voru samvalin í
þessum efnum, sem við árgangs-
systkin Iðunnar fengum að njóta í
ríkum mæli.
Björns verður sárt saknað. Til
Iðunnar og fjölskyldunnar allrar
leitar nú hugurinn. Þessum orð-
um fylgja innilegar samúðar-
kveðjur til hennar frá okkur
Laufeyju. Við minnumst Björns
með þakklæti og virðingu. Bless-
uð sé minning hans.
Jón Sigurðsson.
Gamall vinur og félagi er allur,
langri og harðri baráttu við illvíg-
an sjúkdóm er lokið. Söknuður
fyllir huga okkar gömlu félag-
anna úr MA þegar hugurinn reik-
ar nær 57 ár aftur í tímann.
Á haustdögum 1955 settist
hópur ungs fólks á skólabekk á
Akureyri. Skólinn hófst þó ekki
fyrr en um miðjan október, því
vegna óþurrkasumars vestan og
sunnanlands hafði ríkisstjórnin
ákveðið að ekki veitti af aðstoð
unglinga í sveitum við síðbúin
heyskaparverk. Daginn sem við
sunnanfólkið komum norður, var
þar vetrarríki og snjókoma. Þetta
var í fyrsta skipti sem þrjár
bekkjardeildir voru í árgangi. Ein
þeirra var strákabekkur 3. bekk-
ur B og þar lágu leiðir okkar
Björns fyrst saman þetta haust. Í
þessari bekkjardeild voru miklir
dugnaðarmenn og sterkir karakt-
erar sem allir bjuggu saman í
heimavistinni og þar mótaðist hin
sterka samkennd og samheldni,
sem haldist hefur alla tíð síðan í
MA-hópnum okkar.
Bekkjarfélagarnir, sem voru á
nokkuð mismunandi aldri, komu
víða að af landinu og Björn var
með þeim yngri í hópnum. Dvölin
í heimavist MA næstu fjóra vet-
urna hafði þroskandi og mennta-
ndi áhrif og samvistirnar við góða
og trausta félaga voru ómetanleg-
ar fyrir þroska okkar ungling-
anna. Við ólum hver annan upp og
hver og einn lagði fram þann
manngildissjóð sem honum fylgdi
úr heimahúsum.
Við Björn urðum síðan sam-
ferða næstu þrjá vetur í stærð-
fræðideildinni, allt til stúdents-
prófs og við vorum í hópi
„stórhríðarstúdentanna“ 66, sem
útskrifuðust í illviðrinu 17. júní
1959. Hefðbundin hópmyndataka
var ómöguleg utan dyra sökum
snjókomu, kulda og hvassviðris.
Þannig lauk MA-skólaárunum
líkt og þau hófust, með hríð og
vetrarveðri, en hlýjan til skólans
okkar og gömlu skólafélaganna
úr MA er sterkust í minningunni.
Eftir að myndin var tekin í leik-
fimihúsinu gamla, skildust leiðir
um sinn en traust vinaböndin
voru tengd áfram.
Björn var eftirminnilegur, vel
gerður og glaðsinna félagi og
hann var með hressilegu og kátu
viðmóti sínu hrókur alls fagnaðar
í samskiptum okkar bekkjar-
félaganna. Hann var einn af for-
göngumönnum að stofnun
FÁLMA – Félags áhugaljós-
myndara MA. Margar myndir
hans frá þessum tíma minna á eft-
irminnilega og skemmtilega daga
sem við áttum í MA.
Iðunn Steinsdóttir, kennari og
rithöfundur, var í næsta árgangi á
eftir okkur félögunum. Þau Björn
felldu hugi saman í MA og hafa
átt saman langt og hamingjuríkt
líf. MA-hópurinn okkar hefur alla
tíð haldið vel saman og allir sem
vettlingi geta valdið, bekkjar-
félagar og makar hafa hist, fagn-
að og ferðast saman á hverju ári.
Þar hafa þau Björn og Iðunn ekki
látið sig vanta og verður nú skarð
fyrir skildi.
Siðast heimsótti ég Björn þar
sem hann lá dauðveikur á sjúkra-
beði. Ekki var margt sagt en hlý-
legt bros og augnaráð minnti á
gömlu dagana.
Um leið og ég bið góðan Guð að
blessa minningu þessa horfna
vinar okkar og félaga, vottum við
Iðunni skólasystur okkar og vin-
konu, svo og fjölskyldunni inni-
lega samúð okkar á sorgar-
stundu.
Skúli Jón Sigurðarson.
Kær vinur, Björn Friðfinns-
son, er fallinn frá.
Leiðir okkar lágu fyrst saman í
Menntaskólanum á Akureyri og
síðan í lagadeild Háskóla Íslands.
Við störfuðum saman um árabil
hjá Reykjavíkurborg þar sem
Björn stýrði fjármálum borgar-
innar í borgarstjóratíð Egils
Skúla Ingibergssonar og Davíðs
Oddssonar. Á þessum tíma
gegndi Björn formennsku hjá
Sambandi íslenskra sveitarfé-
laga. Eftir langan starfsferil að
sveitarstjórnarmálum gegndi
hann störfum í þágu ríkisins,
lengst af sem ráðuneytisstjóri.
Síðasta verkefni sem við Björn
unnum saman var ritun Borgar-
fulltrúatals sem kom út árið 2010,
en hann átti drjúgan þátt í al-
menna hluta þeirrar bókar um
svipmyndir úr sögu Reykjavíkur-
borgar.
Samskipti okkar urðu enn nán-
ari á síðari árum og vorum við
m.a. nágrannar í Grímsnesinu þar
sem við áttum sumarbústað
skammt hvort frá öðru.
Genginn er góður drengur.
Um leið og við minnumst
ógleymanlegra stunda sem við
áttum með Birni, Iðunni og fjöl-
skyldunni, sendum við innilegar
samúðarkveðjur.
Ásgerður Ragnarsdóttir
og Gunnar B. Eydal.
Fleiri minningargreinar
um Björn Friðfinnsson bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2012
✝
Ástkær eiginkona, mamma, tengdamamma,
amma og langamma,
ELSA HARALDSDÓTTIR,
Hjallabrekku 24,
Kópavogi,
lést föstudaginn 6. júlí. Útförin fer fram frá
Fossvogskirkju föstudaginn 20. júlí kl. 13.00.
Eggert Konráðsson,
Erna Eggertsdóttir, Einar Þór Gíslason,
Haraldur Eggertsson,
Elsa Þóra Eggertsdóttir, Trausti Þór Jóhannsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur faðir okkar og tengdafaðir,
sambýlismaður minn, afi og langafi,
HRAFN EIÐSSON
frá Þúfnavöllum,
er látinn.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins
látna.
Birgir Hrafnsson, Oddný Indíana Jónsdóttir,
Lára Hrafnsdóttir,
Eiður Örn Hrafnsson, Hrönn Sigurðardóttir,
Sólveig Hrafnsdóttir, Kristján Jósteinsson,
Hreiðar Þór Hrafnsson, Tatiana Kantorovich,
Björgvin Ingvi Hrafnsson, Ann-Erry Hrafnsson,
Bjarki Ásgeir Hrafnsson, Elisabeth Kløvtveit,
Guðríður Ármannsdóttir,
Hreinn Hrafnsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Yndisleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
GUÐNÝ SÆBJÖRG JÓNSDÓTTIR,
Skerðingsstöðum,
Reykhólasveit,
lést fimmtudaginn 12. júlí.
Útförin fer fram frá Reykhólakirkju
laugardaginn 21. júlí kl. 13.00.
Finnur Kristjánsson,
Jón Árni Sigurðsson, Steinunn Rasmus,
Kristján Finnsson, Margrét Ásdís Bjarnadóttir,
Karlotta Jóna Finnsdóttir, Ásgeir Þór Árnason,
Agnes Finnsdóttir, Pálmi Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
JENS JÓNSSON
málarameistari,
Safamýri 95,
Reykjavík,
lést þriðjudaginn 10. júlí á Landspítalanum,
Fossvogi.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins
látna.
Margrét Óskarsdóttir,
Sigurgeir Már Jensson, Helga Þorbergsdóttir,
Garðar Þór Jensson,
Þórdís Lilja Jensdóttir, Gísli Gunnlaugsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda-
faðir, afi og langafi,
SIGFÚS SIGURÐUR KRISTJÁNSSON,
fyrrv. yfirtollvörður á Keflavíkurflugvelli,
Garðavegi 12,
Keflavík,
lést mánudaginn 9. júlí.
Jarðarförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 20. júlí
kl. 13.00.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans
er bent á samtök um alzheimer, bankanr. 0327-26-004302.
Jónína Kristjánsdóttir,
Hilmar Bragi Jónsson, Elín Káradóttir,
Magnús Brimar Jóhannsson, Sigurlína Magnúsdóttir,
Hanna Rannveig Sigfúsdóttir, Ágúst Pétursson,
Drífa Jóna Sigfúsdóttir, Óskar Karlsson,
Sjöfn Eydís Sigfúsdóttir, Jóhann Ólafur Hauksson,
Snorri Már Sigfússon,
barnabörn og barnabarnabörn.