Morgunblaðið - 23.07.2012, Side 10

Morgunblaðið - 23.07.2012, Side 10
Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Hátíðin tókst í alla staði ljóm-andi vel og var töluverðaukning á gestum til eyjar- innar um helgina. Hingað komu rétt um fimmtán hundruð manns en fjöldinn hefur verið í kringum þús- und síðustu ár. Mikil ánægja var með hátíðina og höfðu nokkrir gestir orð á því að þetta væri sko alvöru fjöl- skylduhátíð, því hér fundu allir eitt- hvað við sitt hæfi,“ segir Linda María Ásgeirsdóttir hjá Ferðamála- félagi Hríseyjar, en hún var einnig í undirbúningsnefnd Skelja- hátíðarinnar. „Á föstudeginum var boðið upp á óvissuferðir fyrir börn, unglinga og fullorðna. Laugardagurinn var svo aðaldagurinn en þá byrjaði Skel- félagið dagskrána með því að bjóða upp á rjúkandi bláskeljasúpu. Síðan var „wipe out“ þrautakeppni fyrir börn í fyrsta sinn og var hún gífur- lega vinsæl. Heimir Ingimarsson stjórnaði söngvarakeppni barna og tókst hún alveg frábærlega vel.“ Örn og Árni Tryggva sungu Linda María segir að ótal margt fleira hafi verið í boði fyrir gesti há- tíðarinnar. „Við bjuggum til úti- rennibraut í brekkunni fyrir ofan hátíðarsvæðið þar sem fólk lét sig vaða í vatni og sápu, jafnt börn sem fullorðnir. Litla kirkjutröppuhlaupið var haldið í annað sinn, hjólböru- formúlan var á sínum stað, Skralli trúður leiddi fjöruferð og Skákfélag Akureyrar var með útiskákmót. Hinn árlegi ratleikur, sem Björn Eiríksson hefur stjórnað myndar- lega síðastliðin ár, var á sínum stað Trúðar og traktorar á Skeljahátíðinni Hríseyingar kunna svo sannarlega að skemmta sér og gestum sínum en þeir héldu nýlega hina árlegu fjölskylduhátíð sem kennd er við skeljar. Meðal annars bauð Skelfélagið upp á rjúkandi bláskeljasúpu, margir fóru í hópakstur á dráttarvélum og kvöldvaka og brekkusöngur vöktu verðskuldaða lukku á Skeljahátíðinni. Gaman Útirennibrautin með vatninu og sápunni var mjög vinsæl. Þrautir Krakkarnir tóku margir vel á því í „wipe out“ keppninni. 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 2012 Skoðaðu úrvalið www.jens.is Kringlunni og Síðumúla 35 Brúðkaup 2012 Persónuleg þjónusta og mikið úrval úr eðalstáli skreyttur íslenskum steinum Íslensk hönnun og handverk Kökuhnífur 11.800.- Borðbúnaður Salattöng 17.800.- Demantshringur með 10 punkta demanti 131.900.- Handsmíðaðir hringar úr 14 karata gulli 133.400.- parið Ostahnífur 5.900.- Smjörhnífur 5.900.- Settu upp óskalista hjá okkur og fáðu 15% af andvirði þess sem verslað er fyrir í brúðkaupsgjöf frá Jens! Fyrir þá sem ætla að leggja leið sína austur á land í sumarfríinu er vert að benda á vefsíðu svæðisins, fjarda- byggd.is, en þar er hægt að kynna sér hvað er þar í boði. Norðfjörður, Mjói- fjörður, Eskifjörður, Reyðarfjörður, Fáskrúðsfjörður og Stöðvarfjörður eru þeir firðir sem tilheyra Fjarða- byggð og er ótal margt skemmtilegt í boði á þessu svæði. Til dæmis eru mörg áhugaverð söfn á svæðinu sem gaman er að heimsækja og má þar nefna Sjóminjasafn Austurlands og Steinasafn Sörens og Sigurborgar á Eskifirði, Steinasafn Petru á Stöðvar- firði, Íslenska stríðsárasafnið á Reyð- arfirði, Fransmenn á Íslandi á Fá- skrúðsfirði, Safnahúsið á Norðfirði og Myndlistarsafn Norðfirðingsins Tryggva Ólafssonar, Sjóminja- og smiðjumunasafn Jósafats Hinriks- sonar á Neskaupstað og Náttúru- gripasafnið í Neskaupstað. Vefsíðan www.fjardabyggd.is Sjóminjasafn Austurlands Þar eru munir sem tilheyra sjósókn og ýmsu öðru. Frábær söfn í Fjarðabyggð Um næstu helgi fer fram hin árlega Reykholtshátíð og full ástæða til að hvetja landsmenn til að koma þar við og njóta nærandi menningar. Reyk- holtshátíð er alþjóðleg tónlistarhátíð þar sem innlendir og erlendir tónlist- armenn koma saman. Meðal annars mun ein glæsilegasta óperusöngkona Finna, Sirkka Lampimäki, flytja fjöl- breytta efnisskrá með sönglögum og óperuaríum. Einnig mun ein okkar fremsta sópransöngkona, Þóra Ein- arsdóttir, halda tónleika ásamt pí- anóleikaranum Steinunni Birnu Ragnarsdóttur og strengjum Reyk- holtshátíðar. Endilega... ...kíkið á Reyk- holtshátíðina Sópran Þóra Einarsdóttir söngkona. Ein er sú bók sem er alger- lega ómissandi á ferðalagi um Ísland, en það er Vega- handbókin. Hún á að baki 40 ára feril í bílum lands- manna. Bókin hefur verið í stöðugri uppfærslu og end- urnýjun frá fyrstu útgáfu. Í máli, myndum og með kort- um, er ferðalangnum vísað til vegar og hann fræddur á ferð sinni um landið. Bókina er einnig að finna á netinu undir slóðinni www.icel- androadguide.com. Hún fæst á þremur tungumálum, íslensku, ensku og þýsku, bæði í prentuðu útgáfunni og þeirri sem er á netinu. Innlendir og erlendir ferða- menn geta því nýtt sér þessa frábæru bók á ferð sinni um landið. Vegahandbókin 2012 Ómissandi bók í ferðalaginu Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is ...þú leitar og finnur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.